Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
PRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 15
Héraðsþing HSH haldið í Stykkishólmi
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
NY stjórn HSH var kjörin á héraðsþingi sambandsins í Stykkishólmi.
A myndinni eru nýkjörnir stjórnarmenn. Formaður HSH er Vigfús
Orn Gíslason, Olafsvík.
Á HÉRAÐSÞINGI HSH sem haldið var í Stykkishólmi voru valdir
íþróttamenn í greinum sem keppt er í innan sambandsins. Á myndinni
er þeir sem urðu fyrir valinu og fulltrúar þeirra.
Jón Þdr Eyþórs-
son íþrótta-
maður HSH
Suðræn
stemmning á
Djúpavogi
Djúpavogi - Skiptistúdentar, þau
Eva frá Spáni, Femando frá
Bólivíu, Edvin frá Gana og Grant
frá Nýja-Sjálandi, hafa dvalið hér
á landi síðan í ágúst sl. Síðustu
viku hafa þau dvalið með nem-
endum Grunnskóla Djúpavogs,
þar sem þau hafa kynnt nemend-
um lönd sín á ýmsan hátt.
Suðræn stemmning hefur liðið
um loftið hér eystra síðustu daga
og var vel við hæfi að enda síð-
asta skóladaginn fyrir páskafrí
með veislu í anda þeirrar
stemmningar. Gæddu nemendur
sér á fjölbreyttum ávöxtum
ásamt þeim Evu, Fernando, Ed-
vin og Grant, sem hafa notið
dvalarinnar þrátt fyrir að kulda-
boli hafi bitið, eins og vera ber
hér á Fróni.
Sýslumannsembættið
í Arnessýslu
Nýtt
húsnæði
tekið
í notkun
Selfossi.
Nýlega fór fram formleg vígsla á
nýjum húsakynnum sýslumanns-
embættisins í Amessýslu. Vígslan
fór fram að viðstöddu fjölmenni.
Þar á meðal voru sjávarútvegs- og
dóms- og kirkjumálaráðherra,
sýslumennirnir í Vestmannaeyjum,
Rangárvallasýslu, hluti þingmanna
Suðurlands, ásamt iðnaðarmönnum
og starfsmönnum embættisins.
Andrés Valdimarsson, sýslumað-
ur Árnessýslu, og Þorsteinn Páls-
son, ráðherra, fluttu stutt ávörp af
tilefni opnunarinnar og séra Ulfar
Guðmundsson, sóknarprestur á
Eyrarbakka, blessaði húsið. Það var
Byggingarfélagið Árborg, sem er í
eigu Sigfúsar Kristinssonar og fjöl-
skyldu hans, sem byggði húsið, en
það átti lægsta tilboðið í verkið þeg-
ar það var boðið út.
'S*M
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
GUÐNI Ágústsson, Andrés Valdimarsson og Þorsteinn Pálsson.
SR. Úlfar Guðmundsson blessaði bygginguna.
Stykkishólmi - Héraðsþing HSH var
haldið í Stykkishólmi laugardaginn
20. mars sl. í boði Umf. Snæfells og
Golfklúbbsins Mostra. Alls sátu
þingið um 50 fulltrúar og er það góð
þátttaka. Innan sambandsins starfa
12 félög, þar af 3 golfklúbbar og
hestamannafélag.
I skýrslu stjórnar kemur fram að
starfsemin á síðasta ári hafi verið
mikil. Á vegum sambandsins er
keppt í mörgum íþróttagreinum, en
keppni í frjálsum íþróttum innan
héraðs og utan er lang yeigamesti
þátturinn í starfi HSH. Á þinginu í
Stykkishólmi var samþykkt að sækja
um að halda Unglingalandsmót
UMFÍ árið 2002. Öll frjálsíþróttamót
sumarsins verða haldin sömu helgina
í sumar í Stykkishólmi. Á héraðs-
þinginu er orðin hefð fyrir þvi að
kjósa íþróttamenn sem hafa skarað
fram úr á árinu á undan. Slíkt kjör
fór einnig fram nú.
Hestaíþróttamaður HSH var val-
inn Lárus Hannesson, Stykkishólmi.
Kylfingur síðasta árs var kosinn
Skarphéðinn Elfar Skarphéðinsson,
Stykkishólmi. í frjálsum íþróttum
var valinn Gísli Pálsson, Stykkis-
hólmi, knattspyrnumaður ársins er
Friðrik Kristjánsson, Ólafsvík og
körfuknattleiksmaður HSH er Jón
Þór Eyþórsson, Stykkishólmi. í
sundi hlaut titilinn Berglind Valdi-
marsdóttir, Snæfelli. Að lokum var
kjörinn íþróttamaður HSH árið 1999
og þann titil hlaut Jón Þór Eyþórs-
son, Stykkishólmi.
Ný stjórn sambandsins var kjörin
og skipa hana: Vigfús Örn Gíslason
frá Umf. Víkingi og aðrir í stjórn eru
Margrét Þórðardóttir, Umf. Staðar-
sveitar, Ingunn Alda Gissurardóttir,
Umf. Snæfelli, Bogi Bragason,
Hestamannafélaginu Snæfellingi og
Guðmundur Sigurðsson, Umf. Eld-
borg.
Framkvæmdastjóri sambandsins
er Sigrún Ólafsdóttir, Umf. Víkingi
og er skrifstofa félagsins í Ólafsvík á
félagssvæði framkvæmdastjóra.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
SKffTINEMARNIR sem fdru í menningarreisuna.
Morgunblaðið/Silli
FRÁ afhendingu peningagjafarinnar.
Menningarreisa
skiptinema
Endurhæf-
ingarstöðinni
Hvammi
færð gjöf
Silli - Kiwanisklúbburinn Skjálf-
andi færði nýlega Endurhæfingar-
stöð Hvamms, heiinilis aldraðra á
Húsavík, 100.000 kr. að gjöf til
tækjakaupa.
Þorsteinn Jónsson, formaður
gefenda, afhenti gjöfina og við tók
Hörður Arnórsson, forstöðumaður
Hvamms, sem sagði við þetta tæki-
færi að Kiwanismenn hefðu ávallt
sýnt Hvammi mikinn velvilja. Þeir
hefðu oft spilað bingó með heimil-
ismönnum auk þess sem þeir hefðu
oft áður fært heimilinu gjafir sem
stuðluðu að því að gera heimilis-
mönnum dvölina sem besta og
skemmtilegasta.
Eyja- og Miklaholtshreppi - 38 er-
lendir skiptinemar, ásamt 6 sjálf-
boðaliðum og bflstjóra, fóru í menn-
ingarreisu síðastliðna helgi.
Skiptinemarnir, sem búa víðsvegar
um landið, hittust fyrst í Reykjavík
eftir hádegi á föstudeginum og
skoðuðu þar Kjai’valsstaði og Nátt-
úrugripasafn Islands. Síðdegis var
ekið vestur á Snæfellsnes og gist í
Laugargerðisskóla.
Á laugai'deginum var ekið lengra
vestur, fyrst var stoppað á Arnar-
stapa en ekki viðraði til jökulferðar.
Skiptinemarnir skoðuðu þar næst
Dritvík og Djúpalónssand. í Bjarn-
arhöfn var hákarlaverkunin skoðuð
en einnig vöktu nýborin lömb mikla
athygli hjá skiptinemunum. Næst
var gengið á Helgafell þar sem allir
óskuðu sér. Á sunnudeginum var
haldið aftur til Reykjavíkur.
Á mánudeginum vai- fundað,
Stofnun Ái'na Magnússonar skoðuð,
Bessastaðir heimsóttir og endað á
að fara í keilu. Skiptinemarnir utan
af landi fóru síðan „heim til sín“ á
þriðjudeginum.