Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ PRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 15 Héraðsþing HSH haldið í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason NY stjórn HSH var kjörin á héraðsþingi sambandsins í Stykkishólmi. A myndinni eru nýkjörnir stjórnarmenn. Formaður HSH er Vigfús Orn Gíslason, Olafsvík. Á HÉRAÐSÞINGI HSH sem haldið var í Stykkishólmi voru valdir íþróttamenn í greinum sem keppt er í innan sambandsins. Á myndinni er þeir sem urðu fyrir valinu og fulltrúar þeirra. Jón Þdr Eyþórs- son íþrótta- maður HSH Suðræn stemmning á Djúpavogi Djúpavogi - Skiptistúdentar, þau Eva frá Spáni, Femando frá Bólivíu, Edvin frá Gana og Grant frá Nýja-Sjálandi, hafa dvalið hér á landi síðan í ágúst sl. Síðustu viku hafa þau dvalið með nem- endum Grunnskóla Djúpavogs, þar sem þau hafa kynnt nemend- um lönd sín á ýmsan hátt. Suðræn stemmning hefur liðið um loftið hér eystra síðustu daga og var vel við hæfi að enda síð- asta skóladaginn fyrir páskafrí með veislu í anda þeirrar stemmningar. Gæddu nemendur sér á fjölbreyttum ávöxtum ásamt þeim Evu, Fernando, Ed- vin og Grant, sem hafa notið dvalarinnar þrátt fyrir að kulda- boli hafi bitið, eins og vera ber hér á Fróni. Sýslumannsembættið í Arnessýslu Nýtt húsnæði tekið í notkun Selfossi. Nýlega fór fram formleg vígsla á nýjum húsakynnum sýslumanns- embættisins í Amessýslu. Vígslan fór fram að viðstöddu fjölmenni. Þar á meðal voru sjávarútvegs- og dóms- og kirkjumálaráðherra, sýslumennirnir í Vestmannaeyjum, Rangárvallasýslu, hluti þingmanna Suðurlands, ásamt iðnaðarmönnum og starfsmönnum embættisins. Andrés Valdimarsson, sýslumað- ur Árnessýslu, og Þorsteinn Páls- son, ráðherra, fluttu stutt ávörp af tilefni opnunarinnar og séra Ulfar Guðmundsson, sóknarprestur á Eyrarbakka, blessaði húsið. Það var Byggingarfélagið Árborg, sem er í eigu Sigfúsar Kristinssonar og fjöl- skyldu hans, sem byggði húsið, en það átti lægsta tilboðið í verkið þeg- ar það var boðið út. 'S*M Morgunblaðið/Sig. Fannar. GUÐNI Ágústsson, Andrés Valdimarsson og Þorsteinn Pálsson. SR. Úlfar Guðmundsson blessaði bygginguna. Stykkishólmi - Héraðsþing HSH var haldið í Stykkishólmi laugardaginn 20. mars sl. í boði Umf. Snæfells og Golfklúbbsins Mostra. Alls sátu þingið um 50 fulltrúar og er það góð þátttaka. Innan sambandsins starfa 12 félög, þar af 3 golfklúbbar og hestamannafélag. I skýrslu stjórnar kemur fram að starfsemin á síðasta ári hafi verið mikil. Á vegum sambandsins er keppt í mörgum íþróttagreinum, en keppni í frjálsum íþróttum innan héraðs og utan er lang yeigamesti þátturinn í starfi HSH. Á þinginu í Stykkishólmi var samþykkt að sækja um að halda Unglingalandsmót UMFÍ árið 2002. Öll frjálsíþróttamót sumarsins verða haldin sömu helgina í sumar í Stykkishólmi. Á héraðs- þinginu er orðin hefð fyrir þvi að kjósa íþróttamenn sem hafa skarað fram úr á árinu á undan. Slíkt kjör fór einnig fram nú. Hestaíþróttamaður HSH var val- inn Lárus Hannesson, Stykkishólmi. Kylfingur síðasta árs var kosinn Skarphéðinn Elfar Skarphéðinsson, Stykkishólmi. í frjálsum íþróttum var valinn Gísli Pálsson, Stykkis- hólmi, knattspyrnumaður ársins er Friðrik Kristjánsson, Ólafsvík og körfuknattleiksmaður HSH er Jón Þór Eyþórsson, Stykkishólmi. í sundi hlaut titilinn Berglind Valdi- marsdóttir, Snæfelli. Að lokum var kjörinn íþróttamaður HSH árið 1999 og þann titil hlaut Jón Þór Eyþórs- son, Stykkishólmi. Ný stjórn sambandsins var kjörin og skipa hana: Vigfús Örn Gíslason frá Umf. Víkingi og aðrir í stjórn eru Margrét Þórðardóttir, Umf. Staðar- sveitar, Ingunn Alda Gissurardóttir, Umf. Snæfelli, Bogi Bragason, Hestamannafélaginu Snæfellingi og Guðmundur Sigurðsson, Umf. Eld- borg. Framkvæmdastjóri sambandsins er Sigrún Ólafsdóttir, Umf. Víkingi og er skrifstofa félagsins í Ólafsvík á félagssvæði framkvæmdastjóra. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir SKffTINEMARNIR sem fdru í menningarreisuna. Morgunblaðið/Silli FRÁ afhendingu peningagjafarinnar. Menningarreisa skiptinema Endurhæf- ingarstöðinni Hvammi færð gjöf Silli - Kiwanisklúbburinn Skjálf- andi færði nýlega Endurhæfingar- stöð Hvamms, heiinilis aldraðra á Húsavík, 100.000 kr. að gjöf til tækjakaupa. Þorsteinn Jónsson, formaður gefenda, afhenti gjöfina og við tók Hörður Arnórsson, forstöðumaður Hvamms, sem sagði við þetta tæki- færi að Kiwanismenn hefðu ávallt sýnt Hvammi mikinn velvilja. Þeir hefðu oft spilað bingó með heimil- ismönnum auk þess sem þeir hefðu oft áður fært heimilinu gjafir sem stuðluðu að því að gera heimilis- mönnum dvölina sem besta og skemmtilegasta. Eyja- og Miklaholtshreppi - 38 er- lendir skiptinemar, ásamt 6 sjálf- boðaliðum og bflstjóra, fóru í menn- ingarreisu síðastliðna helgi. Skiptinemarnir, sem búa víðsvegar um landið, hittust fyrst í Reykjavík eftir hádegi á föstudeginum og skoðuðu þar Kjai’valsstaði og Nátt- úrugripasafn Islands. Síðdegis var ekið vestur á Snæfellsnes og gist í Laugargerðisskóla. Á laugai'deginum var ekið lengra vestur, fyrst var stoppað á Arnar- stapa en ekki viðraði til jökulferðar. Skiptinemarnir skoðuðu þar næst Dritvík og Djúpalónssand. í Bjarn- arhöfn var hákarlaverkunin skoðuð en einnig vöktu nýborin lömb mikla athygli hjá skiptinemunum. Næst var gengið á Helgafell þar sem allir óskuðu sér. Á sunnudeginum var haldið aftur til Reykjavíkur. Á mánudeginum vai- fundað, Stofnun Ái'na Magnússonar skoðuð, Bessastaðir heimsóttir og endað á að fara í keilu. Skiptinemarnir utan af landi fóru síðan „heim til sín“ á þriðjudeginum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.