Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 24

Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Alþjóða hafrannsóknaráðið metur fiskistofna í N-Atlantshafí Staðan metin með hliðsjon af sjálf- bærri nýtingu SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Norðurlanda hafa farið fram á það við Alþjóða hafrannsóknaráðið að það leggi mat á alla fískistofna í Norður-Atlantshafi með hliðsjón af því hvort þeir séu nýttir á sjálf- bæran hátt. Von er á niðurstöðum ráðsins á fyrrihluta næsta árs. Þetta kom fram í ávarpi Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, á aðalfundi Islenskra sjávarafurða hf'. sl. föstudag. I ávarpi sínu vék Þorsteinn m.a. að kröfunni um umhverfismerk- ingar á sjávarfangi. Sagðist hann sannfærður um Islendingar verði á komandi á árum að svara í ríkari mæli kröfum neytenda um að veið- um, vinnslu og sölu fiskafurða sé stjórnað á grundvelli sjálfbærrar þróunar. Þegar mat Alþjóða haf- rannsóknaráðsins lægi fyrir hafi fyrsta raunhæfa skrefið verið stig- ið í að leggja grundvöil að um- hverfismerkingum. „I raun getum við þá, ásamt öðr- um þjóðum, tekið forystu í þessum efnum. Það er líka mikilvægt fyrir okkur að leggja á erlendum vett- vangi vaxandi áherslu á kröfuna um fríverslun með fisk og afnám ríkisstyrkja. Það er mikilvægt til að knýja á um ábyrga fiskveiði- stjórnun og eins að tryggja eðlileg samkeppnisskilyrði. Við vitum að ríkisstyrkir í sjávarútvegi eru hvati til að veiða meira en góðu hófi gegnir. Við vitum að fiski- skipastóllinn í heiminum er miklu stærri en fiskistofnarnir í raun leyfa. Þess vegna er engin ástæða til að styrkja menn til veiða eða til að byggja fiskiskip. Til þess að knýja á um þetta erum við um leið að tryggja okkur betri samkeppn- isstöðu á mörkuðunum." Verði ekki á höndum þrýstihópa eða stórfyrirtækja Sagði Þorsteinn umhverfis- merkingar hafa verið ræddar á er- lendum vettvangi og íslensk stjórnvöld meðal annars, ásamt Norðurlandaþjóðunum, hafnað því að stórfyrirtæki og þrýstihópar geti sett mælikvarða í þessum efn- um sem hætt væri á að geti leitt til viðskiptahindranna. „Það er nauð- synlegt að óháðir aðilar setji mæli- kvarða, fyrst og fremst og ein- vörðungu á líffræðilegum grund- velli um það hvernig staðið skuli að sjálfbærum veiðum og votti að einstakar þjóðir stundi sínar veið- ar með þeim hætti,“ sagði Þor- steinn. Aðalfundur 1999 Aöalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 14. apríl 1999 í Sunnusal. Hótel Söqu, Reykjavík oq hefst kl. 15.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: Lagt er til að tekin verði upp í samþykktir heimild til að hlutabréf félaqsins verði qefin út með rafrænum hætti. Lagt er til að stjórn skipi sjö menn í stað fimm og ekki verði kosnir varamenn. Lagt er til að hægt sé að breyta samþykktum á félagsfundi þegar mættir eru fulltrúar 50% atkvæða í stað 75%. 3. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningarfélagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis en verða síðan afhentir ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað. TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF Morgunblaðið/Ásdís TOM Happynook, formaður Alþjóðasamtaka hvalveiðimanna, á róðstefnu um sjálfbærar hvalveiðar sem haldin var hér á landi um helgina. „Tel að íslendingar eigi óhikað að hefja veiðar“ ÍSLENDINGAR munu hafa efna- hagslegan ávinning af því að hefja hvalveiðar að nýju, enda eru hótan- ir um ýmiskonar efnahagsþvingan- ir orðum auknar. Þetta er skoðun formanns Alþjóðasamtaka hval- veiðimanna en samtökin héldu ráð- stefnu um sjálfbærar hvalveiðar hér á landi um síðustu helgi. Tom Happynook, formaður Al- þjóðasamtaka hvalveiðimanna, segir í samtali við Morgunblaðið að megintilgangur ráðstefnunnar sé að sýna íslensku þjóðinni stuðn- ing í baráttu sinni fyrir því að hefja hvalveiðar að nýju. Á ráð- stefnunni séu fulltrúar 21 þjóðar sem stundi hvalveiðar í einhverj- um mæli. „Við viljum sýna íslend- ingum að þeir eru ekki einir á báti hvað hvalveiðar varðar. Stað- reyndin er sú að Alþjóðahvalveiði- ráðið hefur aðeins umsjón með um 4% hvalveiða í heiminum. Ráðið hefur aðeins um hvalveiðar stærstu ríkjanna að segja en víða í heiminum eru stundaðar hvalveið- ar meðal lítilla samfélaga eða þjóð- arbrota. Það eru víða stundaðar sjálfbærar hvalveiðar og þess vegna viljum við sýna Islendingum að þó þeir hefji veiðar verður kast- ljósinu ekki beint sérstaklega að þeim.“ Alþjóðleg ráð- stefna í Reykjavík um sjálfbærar hvalveiðar Á ráðstefnunni kom m.a. fram að Færeyingar óttuðust mjög áhrif hvalveiða á ferðamannaiðnað á eyjunum og útflutning þaðan. „Staðreyndin er hinsvegar sú að ferðmannastraumur til Færeyja hefur aukist, efnahagur þeirra er að rétta úr kútnum og markaðir þeirra fyrir sjávarafurðir hafa stækkað. Hér á ráðstefnunni höfðu Norðmenn sömu sögu að segja. Eg tel því að hér sé um að ræða áróð- ur sem andstæðingar hvalveiða koma á framfæri í þeim tilgangi einum að ala á ótta meðal lítilla þjóða sem treysta að stærstum hluta á útflutning sjávarafurða. Ennfremur fer vaxandi áhugi al- mennings á því að sjá með berum augum hvernig þessar þjóðir draga fram lífið og upplifa menn- ingu þeirra. Fólk verður að skilja að með hvalveiðum eru þessar þjóðir að fæða sig og klæða. Ég tel því að íslendingar eigi óhikað að hefja hvalveiðar sem allra fyrst og þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af efnahagslegum áhrifum vegna þeirra. Þvert á móti ættu hvalveið- ar að styrkja efnahag landsins." Alþj óðahvalveiðiráðið er staðnað Happynook segir að á ráðstefn- unni sé lögð áhersla á umræður um sjálfbærar hvalveiðar þar sem fólki sé frjálst að tjá skoðanir sínar hverjar sem þær kunna að vera, ólíkt því sem gerist á samskonar ráðstefnum Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. „Á fundum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins eru hvalveiðiþjóðum settar ákveðnar skorður og þær geta þannig ekki komið hagsmun- um sínum á framfæri né er þar vettvangur til að komast að sam- komulagi sem þjónað gæti hags- munum þeirra. Mín skoðun er því sú að Alþjóðahvalveiðiráðið sé al- gerlega staðnað. Þó að við viljum alls ekki að Alþjóðasamtök hval- veiðimanna leysi ráðið af hólmi á nokkurn hátt, viljum við gefa fólki kost á að ræða sjálfbærar hvalveið- ar og skiptast á skoðunum og upp- lýsingum hvaðanæva úr heiminum. Það er nauðsynlegt ef við ætlum að láta í okkur heyra á alþjóðavett- vangi og til að upplýsa almenning," segir Happynook. Þyrlusjóður styrkir þyrlusveit LHG Á KYNNINGARDEGI Stýrimannaskólans hefur á undanförnum árum verið afhent framlag úr Björgunarsjóði Stýrimannaskólans, Þyrlusjóði, til kaupa á tækjum og búnaði fyrir þyrlusveit LHG. Björgunarsjóðurinn var stofnaður 16. apríl 1988 með fjárframlagi nemenda Stýrimanna- skólans, en þeir höfðu fengið sölulaun fyrir að selja merki Slysavarnafélags Islands. Þetta var upphaf þeirrar miklu samstöðu um „þjóðarátak til þyrlukaupa" sem birtist í gjöfum fólks til sjóðsins, en þær lýsa einnig vilja al- mennings í þyrlumálum. Þyrlusveitin hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og ágæti með björgun sjómanna og annarra við hinar erfiðustu að- stæður. I hópi þeirra sem gefið hafa í sjóðinn eru ein- staklingar, fyrirtæki, starfshópar, stéttarfélög, stéttarsambönd, kvenfélög, slysavarnahópar og skipsáhafnir svo einhverjir séu nefndir. Færi ég öllum þessum aðilum bestu þakkir fyrir gjafir þeirra og hlýhug til verkefnisins og vona að þeir séu ánægðir með framvindu mála og hvernig Ijármunum sjóðsins er ráðstafað. Að þessu sinni er framlagið úr sjóðnum að HAFSTEINN Hafsteinsson, forstjóri Landhelg- isgæslunnar tekur við framlagi úr Þyrlusjóði Stýrimannaskólans, 4,8 milljónum úr hendi skólameistara skólans, Vilmundar Víðis Sig- urðssonar. upphæð 4,8 milljónir króna til kaupa á eftirfar- andi tækjum: 1. Inmarsat Standard-C fyrir TF-SIF. 2. Siglingatöfiur fyrir TF-LÍF og TF-SIF. 3. Utkallsstöðvar fyrir áhafnir þyrlanna. 4. Slqávarpi til kennslu og kynningar á þyrlun- um. 5. Hjálmar og vatnsheldar talstöðvar fyrir sig- menn þyrlanna. Sá búnaður og tæki sem hér um ræðir eykur öryggi áhafna þyrlanna og allra þeirra sem þjónustu þeirra njóta. I I I I I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.