Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 29 ÁRÁS NATÓ Á JÚGÓSLAVÍU NATO-herinn missir sína fyrstu flugvél í árásunum á Júgóslavíu Flugmaðurinn sóttur inn á yfír- ráðasvæði Serba BJORGUN FLUGMANNS STEALTH-ÞOTUNNAR Talið er að nokkrar sérþjálfaðar sveitir björgunarmanna séu í viðbragðsstöðu til að fara í leiðangra inn á júgóslavneskt yfirráðasvæði til að bjarga flugmönnum úr flugvélum sem Serbar kunna að skjóta niður. BJORGUNARFERLIÐ Allt að 40 flugvélar koma við sögu til stuðnings björgunaraðgerð AWACS-vél, sem er fljúgandi fjarskiptastöð, nemur boð frá neyðar- sendi flugmannsins og beinir björgunarsveit- inni til hans Orrustuþotur eru til varnar og trufla fjarskipti óvinarins BJÖRGUNARVESTI BANDARÍSKS HERFLUGMANNS Flugmenn eru þjálfaðir í að finna sér felustað og komu björgunar- flugvéla Áttaviti Neyðar- / sendir /. Neyðar- sendir Arásarþyrlur tryggja öryggi björgunarvettvangs Ta|stöð Stórar þungvopnaðar herþyrlur lenda og út úr þeim stökkva sérsveitir Sérsveitirnar dreifa sér og tryggja athafnasvæðið, finna flugmanninn sem hrapaði og snúa aftur til þyrlunnar r\ Annar búnaður Ljósmerkjasendir Neyðarblys Vatnsbnlsi Færi Spegill til merkjagjafar Eldfæri Skotfæri Vasaljós ;iS Source: U.S. Military Combat Aircrew individual Survival Equipment, Breuninger BJÖRGUNIN Lundúnum. Daily Telegraph, Reuters. F-117 Stealth-þota bandaríska flughersins sem var í árásarleið- angri yfir Júgóslavíu hrapaði um 50 km norðvestur af Belgrad á laugar- dagskvöld. Flugmaðurinn, sem varpaði sér út í fallhlíf, komst hjá því að lenda í höndum Serba og var bjargað upp í þyrlu af sérþjálfaðri sveit bandarískra landgönguliða. Flugmaðurinn, sem talinn er vera Ken „Wiz“ Dwelle höfuðsmaður, er einn örfárra orrustuflugmanna sem hefur verið bjargað eftir að hafa hrapað á óvinasvæði. Áhöfnum her- flugflota NATO varð rórra er fregn- ir bárust af giftusamlegri björgun flugmannsins, sem fór fram undir erfiðum kringumstæðum í myrkri inni á miðju yfirráðasvæði Serba á sama tíma og spenna var í hámarki á fjórða degi loftárása NATO. Serbar segjast hafa skotið þotuna niður Dwelle var á flugi yfir Serbíu um kl. 19:45 á laugardagskvöld á F-117 „Nighthawk“-þotu, sem líkist leður- blöku í laginu og á að vera erfitt að greina á radar, þegar félagi hans sem flaug við hlið hans á annarri eins flugvél, sá sprengingu í vél Dwelles sem byrjaði að hrapa. Serbar segjast hafa skotið vélina niður, en talsmenn bandaríska vamarmálaráðuneytisins vildu í fyrstu ekki kveða opinberlega upp úr hvað hefði grandað vélinni, bilun eða loftvarnir Serba. Þó var haft eftir ónafngreindum heimildar- manni hjá NATO í gær að Serbar hefðu sannarlega gi-andað vélinni. Flugmenn beggja Stealth-vélanna voru í gær og fyrradag yfirheyrðir um hvað gerðist í NATO-herstöðinni í Aviano á NA-Ítalíu. Þetta var í fyrsta sinn sem flug- vél af þessari gerð fórst í hernaði. Hún kostar yfir þrjá milljarða króna í framleiðslu. Ekkert til sparað Flugmanninum tókst að varpa sér út er vélin var enn í mikilli hæð og gekk síðan í gegn um þraut- skipulagt björgunarferli. Hann lenti skammt frá þorpinu Budja- novci, á landbúnaðarsvæði um 50 km norðvestur af Belgrad. Ekki hefur verið skýrt frá því opinber- lega hvernig björgunin fór fram í einstökum atriðum, en frétzt hefur að aðgerðin tók í heild um sex klukkustundir. Hermálafræðingar, sem Reuters-fréttastofan vitnar tíl, segja tugi flugvéla, sérútbúinna þyrla og nýjustu fjarskiptatækni hafa komið við sögu. Sú staðreynd, að um var að ræða eina háþróuðustu herþotu heimsins gerði að verkum að ekkert var til sparað að finna flugmanninn. Þjálfunin ein, sem hver flugmaður þessara véla hefur á bak við sig, er sögð kosta nærri 300 milljónum króna. Paul Beaver, hermálasérfræð- ingur á tímaritinu Jane’s Defence Weekly, segir víst að innan fáeinna mínútna hafi aðrar NATO-vélar verið komnar á vettvang og aðgerð- ir verið samhæfðar úr AWACS-vél, sem er fljúgandi fjarskiptastöð. Flugmaðurinn hafí verið í sam- bandi við AWACS-vélina og úr henni hafi björgunarmönnum verið vísjið á felustað hans. I gær var upplýst í Aviano-her- stöðinni að þyrlur og A-10-flugvél- ar, sem eru sérútbúnar til að granda skriðdrekum, hefðu verið í björgunarleiðangrinum og hann hefði verið gerður út frá Aviano. ítalska fréttastofan ANSA hafði eftir heimildamönnum í bandaríska varnannálaráðuneytinu að flugmað- urinn hefði látið vita með fjarskipta- búnaði að hann væri heill á húfi, en þyrfti að halda sig í felum þar sem hann hefði heyrt í serbneskum her- mönnum í nágrenninu. Leitin að honum tók, að sögn ANSA, um þrjá tíma en aðeins um 15 mínútur að fiska manninn um borð. Þar sem flugmaðurinn hafði ekki tíma til að háfa með sér „svörtu kassaná', flugritana, úr stjórnklefa vélarinnar er talið líklegt að NATO-þotur hafí varpað sprengj- um á flakið til að tryggja að stjórn- klefinn eyðilegðist örugglega og þessar upplýsingar lentu ekki í höndum Serba. Þrátt fyrir þetta atvik héldu Stealth-þotur áfram árásarleið- öngrum yfir Júgóslavíu frá Aviano í gær, eins og ekkert hefði í skorizt. VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð VINSTRTHREYFTNGIN - GRÆNT FRAMBOÐ OPNAR HETMASTÐU Á NETTNU LAUGARDAGTNN 3. APRÍL OG ER SLÓÐTN WWW.Vg.ÍS. Eins og nafnið gefurtil kynna leggur Vinstrihreyfingin - grænt framboð höfuðáherslu á umhverfisvernd og vinstristefnu, jöfnuð og félagslegt réttlæti. Stefnuyfirlýsing hreyfingarinnar sem samþykkt var á stofnfundi í febrúarsíðastliðnum erkomin út. Einnig hefurverið gengið frá ítarlegri málefnahandbók. Bæði ritin liggja frammi á kosninga- skrifstofum og verða aðgengileg á heimasíðunni. Við hvetjum kjósendur til að kynna sér áherslur okkar, líta við á kosningaskrifstofum eða á heimasíðunni, www.vg.is. KOSNTNG ASKRTFSTOJFUR HAFA ÞEGAR VERTÐ OPNAÐAR Á EFTTRTÖLDUM STÖÐUM: Reykjavík: Suðurgötu 7. Sími: 552-8872. Netfang-. vg@vg.is Akureyri: Hafnarstræti 82. Sími 462-3463 Egilsstöðum: Kaupvangi 6. Sími 471-2320 og 471-2327 Hafnarfirði: Fjarðargötu 11 Borgarnesi: Borgarbraut 2 Vinstrihreyfingin - grænt framboð vekur athygli kjósenda á því að listabókstafur flokksins við alþingiskosningarnar 8. maí næstkomandi er U. Gengið hefurverið frá framboðslistum í öllum kjördæmum landsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.