Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT PRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 31 > * Urslitatilraunir til að leysa afvopnunardeiluna á N-Irlandi Blair og Ahern leggja lóð sín á vogarskálarnar Belfast. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Bertie Ahem, forsætisráð- herra írlands, komu báðir til Belfast á Norður-írlandi í gærkvöldi í því skyni að leggja lóð sín á vogarskál- amar í úrslitatilraunum til að finna lausn á afvopnunardeilunni, en hætta er talin á að friðammleitanir fari út um þúfur og alda ofbeldis hefjist á ný í héraðinu, takist ekki að finna viðunandi lausn í þessari viku. A sama tíma vora uppi háværar get- gátur um að írski lýðveldisherinn (IRA) hygðist lýsa því yfir að stríði IRA „væri lokið“ í því skyni að þrýsta á sambandssinna um að láta af kröfum sínum um að IRA byrji af- vopnun áður en Sinn Féin, stjórn- málaarmi IRA, verði veitt aðild að heimastjóm. I gær tók IRA skref í þessa átt þegar herinn sagði að hann myndi tilkynna hvar lík níu manna, sem herinn hefur látið „hverfa“, eru nið- urkomin; en það hefur lengi verið krafa aðstandenda að fá að veita horfnum ástvinum sómasamlega út- fór. Eitt ár liðið frá því samkomulag náðist Á föstudaginn langa er nákvæm- lega eitt ár liðið síðan Belfast-frið- arsamkomulagið náðist en það ákvæði, sem staðið hefur fram- kvæmd samningsins fyrir þrifum, snýr að afvopnun öfgahópa kaþ- ólikka og mótmælenda. Leiðtogar sambandssinna neita að setja á fót heimastjórn í héraðinu með aðild Getgátur uppi um að IRA lýsi því yfír að „stríðinu sé lokið“ Sinn Féin nema IRA byrji afvopnun fyrst, en Sinn Féin, sem á rétt á tveimur sætum í stjórninni, segir hins vegar slíkar kröfur ekki eiga sér stoð í friðarsamkomulaginu. IRA hefur einnig margítrekað lýst því yfir að afvopnun komi ekki til greina, eins og mál standa nú. Nú er svo komið að úrlausn deil- unnar verður ekki frestað lengur. Mo Mowlam, N-írlandsmálaráð- herra bresku ríkisstjórnarinnar, hefur tilkynnt að á miðvikudag eða fimmtudag muni hún hefjast handa við myndun heimastjórnarinnar hvernig svo sem mál standa að öðru leyti. Næsta víst er að David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP) og verðandi forsætisráðherra, muni þá leggja fram tillögu um að Sinn Féin verði útilokaður frá stjóminni, sem mun hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar, jafnvel gæti farið svo að IRA aflýsti vopnahléi sínu. Reyni Mowlam að taka fram fyrir hendur Trimbles er hins vegar hætta á að öfgahópar sambandssinna rjúfi sitt vopnahlé, í það minnsta gaf stærsti öfgahópur þeirra, UVF, annað eins til kynna í síðustu viku. David Trimble er sagður svart- sýnn á árangur í viðræðunum í þess- ari viku en hann kveðst engu að síð- ur sannfærður um að IRA muni á endanum gefa eftir, og hefja afvopn- un; leiðtogar IRA hafi bara ekki gert upp við sig hvenær og hvar þessi af- vopnun eigi að hefjast. Mörgum fréttaskýrendum finnst þó ekki harla líklegt að IRA komi til móts við kröfur Trimbles rétt fyrir páska, einmitt á þeim tíma þegar lýðveldis- sinnar halda í heiðri minningu þeirra frelsishetja sem féllu í páskaupp- reisninni í Dublin árið 1916. Sýnir IRA sveigjanleika í vikunni? Samkvæmt venju mun IRA gefa frá sér yfirlýsingu við hátíðarhöld, sem haldin verða til að minnast páskauppreisnarinnar, og er sagt frá því í The Daily Telegraph í gær að herinn hyggist fljótlega gera yf- irlýsinguna opinbera og sýna þar nokkurn sveigjanleika í afvopnunar- málum, ef ekki til annars en tryggja að Trimble verði kennt um, fari friðarumleitanirnar út um þúfur, fremur en lýðveldissinnum. Segir í síðdegisblaðinu The Belfast Tel- egraph í gær að sögusagnir séu uppi um að IRA muni lýsa því yfir að vopnaðri baráttu hersins fyrir sameiningu Irlands sé lokið. IRA muni útiloka afvopnun fram að því að Sinn Féin verði hleypt í heima- stjórnina en halda þeim möguleika opnum að láta fljótlega hluta vopna sinna af hendi verði Sinn Féin hleypt í stjómina. I I 35mm mynaavei meö innbyggðu flassi. Kodak Gold Ultra 24 mynda filma, rafhlöður og Stereo vasadiskó fylqir með. Kringla og Smáratorg Lítill og léttur sjónauki. Luxon sjónauki 10x25 DCF/NBR HAGKAUP Meira úrval - betri kaup VI ER IKKE GOTT FOLK (Við erum ekki Gott fólk.) Að gefnu tilefni viljum við tilkynna að símanúmerið hjá norska sendiráðinu er Frá og með 6. apríl nlc. er símanúmerið hjá Góðu fólki 5 700 200 Vandið valið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.