Morgunblaðið - 30.03.1999, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
Islensk
TOJVIjIST
Laugarneskirkja
SÖNGTÓNLEIKAR
Sigrún Jónsdóttir mezzósópran og
Olafur Vignir Albertsson píanó-
leikari fluttu íslensk sönglög.
Laugardag kl. 17.
SIGRÚN Jónsdóttir, ung
mezzósópransöngkona, lagði til
atlögu við perlur íslenskra söng-
laga á þrennum tónleikum í síð-
ustu viku og kaus að styrkja
krabbameinssjúk böm með af-
rakstri miðasölu. Meðleikari
hennar á tónleikunum var Olaf-
ur Vignir Albertsson. Þama gat
að heyra flest þau lög sem þjóð-
inni em kærast, lög Páls Isólfs-
sonar, í dag skein sól, Vögguvísu
og Kossavísur; lög Sigvalda
Kaldalóns, Betlikerlinguna, Ég
lít í anda liðna tíð og Þú eina
hjartans yndið mitt; lög Áma
Thorsteinssonar, Rósina, Nótt
og Vorgyðjan kemur; og lög
Karls O. Runólfssonar, Intervi-
ew, I fjarlægð og Síðasta dans-
inn. Eftir hlé var haldið áfram
með lag Fjölnis Stefánssonar,
Litla bam með lokkinn bjarta;
lög Árna Bjömssonar, Rökkur-
ljóð og Horfínn dag; lög Jóns
Ásgeirssonar, Haldið’ún Gróa
hafí skó, Hjá lygnri móðu,
Bamagælu frá Nýa Islandi og
Vor hinsti dagur er hniginn, og
loks þi-jú lög eftir Þórarin Guð-
mundsson, Þú ert, Minningu og
Kveðju.
Það er alltaf gaman að heyra
sönglögin okkar sungin, þegar
auðheyrt er að vinna hefur verið
lögð í verkið, og einhver hugsun
liggur að baki túlkun þein-a.
Sigrún Jónsdóttir söng íslensku
lögin af tilfinningu; hvert lag
var unnið og mótað og sungið af
alúð. Rödd Sigrúnar er mjög
stór og mikil, og í því felst bæði
lán hennar og vandi sem söng-
konu. Miðsvið raddarinnar er
hljómfagurt og tónninn vel ag-
aður. Neðsta raddsviðið virkar
hins vegar þvingað og forserað,
og einhverra hluta vegna velur
söngkonan sér oft dýpri tónteg-
undir en henta röddinni. Þetta
átti til að mynda við um Vöggu-
vísu Páls ísólfssonar, Betlikerl-
inguna eftir Sigvalda Kaldalóns
klassfk
og Nótt eftir Ama Thorsteins-
son. Ef þessi lög hefðu verið
sungin allt að þríund hærra
hefði rödd Sigrúnar notið sín
mun betur í þeim, því ekki vant-
ar hana hæð. Efsta raddsvið
Signinar er nefnilega óvenju
mikið og gott og vísast á röddin
eftir að þroskast mun meira í þá
áttina en á dýptina. Þar er verk
að vinna við að finna tóninum
hinn rétta farveg og beisla hinn
mikla og oft óhamda hljóm með
réttri öndun og raddbeitingu.
Með sömu natni og Sigrún
sýndi í úrvinnslu sönglaganna
er ekki við öðru að búast en að
þessi mikla rödd geti enn bætt
sig.
Sigrún Jónsdóttir söng
margt afar fallega, og sýndi
mikla smekkvísi^ í túlkun. Sam-
spil hennar og Olafs Vignis var
mjög gott, enda Olafur Vignir
sennilega þrautreyndasti píanó-
leikari sem íslenskir söngvarar
eiga völ á að vinna með. Leikur
hans var mjög fallegur og ljóst
að skilningur hans á þessum
lögum er djúpstæður. Flutning
þeirra Sigrúnar og Ólafs Vignis
bar hátt víða. f laginu í dag
skein sól voru atriði eins og
dramatískur þungi upphafs-
hljóms píanósins og andstæðan
í sólskinsbjörtum hljómunum
sem á eftir koma sérstaklega
fallega mótuð; í Betlikerling-
unni var dramatískt ris lagsins
mjög fallega útfært og synd-
andi hljómaflóðið í undirspili
lagsins Þú eins hjartans yndið
mitt var eins og skínandi sindur
á hafinu sem aðskilur ljóðmæl-
anda frá ástinni sinni í örmum
villtra stranda. í laginu Rósinni
var of frjálslega farið með
tempó; - það var órólegt, og
galt lagið þess. Ég lít í anda
liðna tíð var ákaflega fallega
flutt, en missti nokkuð áhrifa-
mátt sinn við það að vera tví-
tekið, þótt slíkt sé oftar en ekki
gert. Lög Jóns Ásgeirssonar
vora öll mjög vel flutt, - sér-
staklega Barnagæla frá Nýa ís-
landi, sem var hrífandi í ein-
lægri túlkun, og Vor hinsti dag-
ur er hniginn, sem var virkilega
glæsilegt í flutningi þeirra Sig-
rúnar Jónsdóttur og Ólafs
Vignis Albertssonar.
Bergþóra Jónsdóttir
.FLUTNINGURINN var sérstæður viðburður, þar sem orð eiga sér í raun enga nálgun, því tíminn er eins
og tónninn, „sem verður til en deyr um leið“,“ segir meðal annars í dómnum.
Um endalok tímans
TOMJST
Hafnarbo rg
TRÍÓ REYKJAVIKUR/
SIGURÐUR SNORRASON
flutti tríó eftir Haydn og Jón Nordal
og kvartettinn um endalok tímans,
eftir Messiaens. Sunnudagurinn
28. mars 1999.
LOKATÓNLEIKAR Tríós
Reykjavíkur á þessum starfsvetri
voru haldnir í Hafnarborg, menn-
ingar- og listastofnun Hafnarfjarð-
ar, og eftir að hafa um nokkurn
tíma þegið tónleika í Salnum í
Kópavogi, var ánægjulegt að end-
urlifa sérlega góða hljómana í
Hafnarborg.
Tónleikarnir hófust á tríói eftir
Joseph Haydn, sem ýmist er sagt
vera nr. 19 eða 21, eftir flokkun hol-
lenska sagnfræðingsins Anthony
van Hoboken, í ski'á þeirri sem
hann vann að frá 1957-71. Lítið er
vitað hvenær verkið er samið en
skemmtilegt er það, uppfullt af
músikantískum leik og glaðværð,
sem var mjög vel mótuð af flytjend-
um, þótt vel megi sérstaklega lofa
píanóleikarann, Peter Máté, fyrir
einstaklega fágaðan leik en píanóið
er, eins og í flestum tónum frá
þessum tíma, leiðin um útfærslu
tónhugmyndanna.
Annað verkið á tónleikunum var
tríó efth’ Jón Nordal, sem hann
nefnir Andað á sofinn streng, sér-
lega fallegt verk, er var afburða vel
flutt og líklega var hér um að ræða
einstakan flutning, þar sem allar
hinar fíngerðu tónhugmyndir Jóns
vora einstaklega fallega mótaðar og
tilfinningaleg nálgun verksins af
hálfu flytjenda gædd hugleiðslu,
trega og á köflum sársauka, samof-
inni við undarlega kyn-ð þessa
fagra verks, sem við endurheyrn
lifnaði með sérstökum hætti.
Það má segja að verk Jóns, And-
að á sofinn streng, hafi verið eins
konar inngangur að hugleiðslu í
tónum, sem er aðal kvartettsins,
Um endalok tímans, eftir Oliver
Messiaen. Þetta verk varð til við
sérstakar aðstæður, í fangelsi og
vitnar um skjól það er menn finna í
æðri gildum, sem hafin era yfír allt
amstur daganna og eru í raun
ósnertanleg en umvefja allt, sem
er heimsins raunvera. Að hlýða
verkinu, er eins og dvelja um
stund í óræðu rými tímans, sem er
upphafið og endalokin, ofin í eina
andrá.
Flutningur Tríós Reykjavíkur og
Sigurðar I. Snon-asonar átti sér
tíma í þessari undarlegu andrá,
sem hvorki er mörkuð upphafi eða
endalokum, en er. Þessi stund reis
hæst í einleiksþáttum verksins,
klarinettþættinum, sem Sigurður I.
Snorrason lék frábærlega vel, selló-
leiknum, þar sem Gunnar Kvaran
náði að snerta sjálfan tímann, við
lukkuundirleik Peter Máté á píanó-
ið. í ofsafengnum dansi lúðranna
sjö, sem er einradda, eins og þrum-
andi váboðin, var leikui’ allra stór-
brotinn og í lokakaflanum deyr tím-
inn út í undursamlegum lofsöng,
sem Guðný Guðmundsdóttir lék
mjög fallega af sterlu-i tilfinningu.
Flutningurinn var sérstæður við-
burður, þar sem orð eiga sér í raun
enga nálgun, því tíminn er eins og
tónninn, „sem verður til en deyr um
leið“.
Jón Ásgeirsson
Æskuglaður flutningur
Morgunblaðið/Karl
NEMENDURNIR fluttu allt frá klassískum verkum til dægnrlaga.
Fimmtíu flytjendur
á skólatónleikum
TOM.IST
Listasaln íslands
KÓRTÓNLEIKAR
Kór Menntaskólans í Reykjavík undir
stjórn Marteins H. Friðrikssonar
flutti íslensk og erlend kórlög og
fyrsta þáttinn í Carmina Burana,
eftir Carl Orff. Laugardagurinn
27. mars 1999.
TÓNLEIKARNIR hófust á
gömlu stúdentalagi, Du alte
Burchen herrlichkeit, í kórgerð Ró-
berts A. Ottóssonar og á eftir fylgdi
íslenska þjóðlagið, sem sungið er
við kvæðið Vinaspegill, eftir Guð-
mund Bergþórsson og kórklætt af
Róberti. Strax var gefinn tónninn,
að hér ætti sönggleðin inni og í
næsta lagi, sem er ofið um Breið-
firðingavísur eftir Ólínu Andrés-
dóttur, fallegar náttúrustemmning-
ar, var fallega sungið í góðri radd-
setningu kórstjórans. Hjá séra
Bjarna er þetta sérkennilega lag
samritað við heldur grófa vísu úr
Andrarímum. Undirritaður átti tvö
næstu lög, er vora mjög smekklega
mótuð. Ung söngkona, Sigrún Jóns-
dóttir, söng með æskuþokka, Per la
gloria, eftir Bononcini og var undir-
leikari Krystyna Cortes.
Þá tók kórinn við og söng mjög
fallega, Gefðu að móðurmálið mitt, í
tvísöngsgerð Róberts. Lítil smá-
perla, Ó undur lífs, eftii' Jakob Hall-
grímsson, við kvæði Þorsteins
Valdimarssonar, var einnig vel
sungin. Hallelúja, dýrð sé Drottni,
var hressilega sungið við sálmalag
Lúthers, í raddfærslu meistara J.S.
Bach. Öll voru áðurnefnd viðfangs-
efni vel sungin, svo að af lýsti æsku-
fögur sönggleðin. Það mátti og
merkja að unga fólkið fæst við tón-
list af ýmsu tagi. Guðný Þóra Guð-
mundsdóttir fiðluleikari og Lára
Bryndís Eggertsdóttir píanóleikari,
fluttu prelúdíu og gikk (gigue) eftir
rauðhærða prestinn Vivaldi. Guðný
er vel á vegi með að verða góður
fiðlari og var flutningurinn í heild
nokkuð góður.
Ástarljóðavalsana, op.52, samdi
Brahms 1868 og eru þeir alls 18 að
tölu, en fjórir þeirra voru fluttir
hér, við þýðingu Þorsteins Valdi-
marssonar. Þessir söngvar era
venjulega sungnir af þjálfuðum ein-
söngvurum en þrátt fyrir grann-
hljómandi æskuhljóm söngvaranna,
var söngurinn í heild gæddur trúnni
á að ástin sé megininntak lífsins. Til
liðs við kórinn komu píanóleikar-
arnir Anna Guðný Guðmundsdóttir
og Krystyna Cortes, er gáfu til með
unga fólkinu faglega vel mótaðan
undirleik.
Eftir hlé var fluttur inngangurinn
og fyrsti þátturinn í Carmina
Burana, eftir Carl Orff og þar geisl-
aði allt af æskufjöri og var eftirtekt-
arvert hversu framburður söngvara
var sérlega góður. Kórstjórinn
skipti kórnum upp í smáhópa, bæði
í vorkaflanum og á útiskemmtun-
inni (á flötinni), sem gaf flutningn-
um fallega áferð. Hljómsveitarþátt-
inn léku Anna Guðný Gumundsdótt-
ir og Krystyna Cortes, ásamt
þriggja manna slagverkssveit, þeim
Eggerti Pálssyni, Steef van Oster-
haut og Jóhanni Hjörleifssyni, er öll
áttu sinn þátt í að gera flutninginn í
heild verulega góðan.
Stjómandinn, Marteinn H. Frið-
riksson stýrði sínu liði af röggsemi
og náði oft að magna upp mikla
stemmningu, t.d í innganginum, 0
fortuna og Fortuna plango vulnera,
sem fjallar um hverfulleika ham-
ingjunnar og einnig í lokakafla úti-
skemmtunarinnar, Were diu werlt
alle min. Kór Menntaskólans í
Reykjavík er ekki sérlega fjölmenn-
ur en bætti upp það sem á vantaði í
þrumandi hljómi, með sérlega
elskulegum og æskuglöðum flutn-
ingi.
Jón Ásgeirsson
Grundarfjörður. Morgunblaðið.
NEMENDUR úr tónlistarskólun-
um á Vesturlandi, þ.e. frá Tónlistar-
skóla Borgarfjarðar, Akranesi,
Dalasýslu, Hellissandi, Ólafsvík,
Stykkishólmi og Grandarfirði,
komu saman í Grandarfjarðarkirkju
og héldu tónleika nýverið. Um
hundrað manns var saman komið,
nemendur, kennarar og aðrir tón-
leikagestir. Það vora nemendur sem
era lengra komnir í námi sínu sem
léku fyrir gesti.
Á tónleikunum komu fram nem-
endur sem ýmist léku einleik á
hljóðfæri sín eða þá tvö eða fleiri
saman og léku m.a. á ásláttarhljóð-
færi, blásturshljóðfæri og strengja-
hljóðfæri. Um fimmtíu flytjendur
fluttu allt frá frá klassískum verk-
um til dægurlaga.
Þetta er í sjöunda sinn sem tón-
leikar á þessum vettvangi eru
haldnir. Næstu tónleikar verða í
Stykkishólmi að ári.
f
i
!