Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 39

Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 39 ar þá telja 51% starfsfólks náms- kröfur of litlar. Hér þyrfti að kanna í hverju munurinn liggur þótt væntanlega megi skýra hann að einhverju leyti með ólíkri stöðu þessara hópa. Flestir nemendur telja að náms- kröfur séu hæfilegar og þeir telja einnig að samræmi sé á milli þess sem kennt er og prófa. Það bendir til þess að kennarar í Menntaskól- anum við Sund viðhafi fagleg vinnu- brögð. Iþróttir og tómstundir 28% nemenda stunda annað tóm- stundastarf en íþróttir og 15% nemenda stunda annað nám með skólanum. 53% nemenda MS stunda íþrótth’, 58% stráka og 49% stúlkna. Þessi mikla íþróttaiðkun er mjög jákvæð, sérstaklega þar sem nýlegar rannsóknir á Islandi sýna fylgni á milli íþróttaiðkunar og góðs námsárangurs. Ástundun Aðeins 13% nemenda segjast stunda námið jafnt og þétt yfir önn- ina. Munur kemur fram eftir ein- kunnum nemenda. 25% nemenda með einkunn 7-10 stunda námið jafnt og þétt en aðeins 5% nemenda með einkunn 3-5,9 og 6-6,9. Þessa niðurstöðu þurfa nemend- ur að íhuga vel því jöfn ástundun virðist vera ávísun á góðan námsár- angur. 77% þeirra sem stunda nám- ið jafnt og þétt eru með einkunn á bilinu 7-10. Leiða má líkur að því að ef nemendur með einkunnir 3-5,9 myndu lesa jafnt og þétt yfir önnina gætu þeir bætt námsárang- ur sinn til muna. Kennsluaðferðir Athyglisvert er að skoða hvað nemendur segja um kennslustund- irnar. 35% nemenda telja að þær nýtist vel eða mjög vel til náms og 51% segja að þær nýtist sæmilega. Áhyggjuefni er hve lágt hlutfall nemenda telur að kennslustundim- ar nýtist vel. Hér þarf að bæta úr og hugsanlega gerist það með breyttum kennsluaðferðum. Þær aðferðir sem nemendum líkar best eru að læra fyrir próf, skrifa rit- gerðir eða glósur af glærum eða töflu. Hópvinna virðist hins vegar henta nemendum illa og einungis um 33% nemenda segja að sér henti fyrirlestraform í kennslu. I viðhorfskönnun starfsmanna kemur fram að 48% þeirra telja nemendur vannýta kennslustundir. Nauðsynlegt er að leita leiða til að nýting kennslustunda batni bæði að dómi nemenda og kennara og ein þeirra getur verið að draga úr fyr- irlestrum og hópvinnu. Heimanám og vinna með námi Niðurstöður um heimanám eru athyglisverðar. 66% nemenda verja 5 klukkustundum eða minna í heimanám á viku. Munur eftir ein- kunnum nemenda er töluverður. Nemendur með einkunn á bilinu 7-10 nota mun meiri tíma til heima- náms en nemendur með lægii ein- kunn. Starfsfólk telur að nemendur komi illa undirbúnir í tíma og ein- ungis 4% þess telja nemendur vel undirbúna. Bæði viðhorfskönnun nemenda og starfsfólks bendir til þess að heimanám sé lítið og hefja þurfi markvissan áróður fyrir gildi þess. 56% nemenda stunda launa- vinnu auk námsins, þar af helm- ingur í 10 klukkustundir eða meira á viku. Meðaltalið er 13 klst. á viku. Athygli vekur hve margir nemendur í 4. bekk, 71%, vinna með námi. Þykir skólanum miður að nemendur geti ekki helgað sig náminu óskiptir vegna vinnuálags utan skólans. Munur á launavinnu kemur fram bæði eftir kyni og bekk. 44% stráka Morgunblaðið/Þorkell BJORN Bjarnason menntamálaráðherra kyimir Jafnrétti til menntunar. en 66% stúlkna stunda vinnu með námi. Vera má að launamunur kynjanna valdi því að stúlkur vinna mun meira en strákar. Niðurstöður úr fleiri spumingum sýna sömu tilhneigingu, nemendur eru uppteknir af vinnu og tóm- stundum og læra lítið heima. Að- eins 19% nemenda setja heimanám efst á forgangslistann þegar spurt er um verkefni utan skólatíma. Kennarar og nemendur verða í sameiningu að finna viðmiðanir um hve miklum tíma á að verja til heimanáms á viku. Félagslíf nemenda Félagslífið við skólann virðist gott samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar. Yfir helmingur nem- enda lýsir yfir ánægju með busa- dag, árshátíð, hæfileikakeppni og leiklistarhóp. 82% eru ánægð með söngkeppni nemenda og 81% eru ánægð með félagslífið í heild. Þess- ar niðurstöður eru í samræmi við þann orðróm innan skólans að margir velji MS vegna þess að þar sé öflugt félagslíf. Breytt skólastarf I viðhorfskönnun starfsmanna kemur fram að 64% þeirra líst vel á að takast á við breytingar í kjölfar nýrra laga, skólastefnu og námskrár. Það vekur bjartsýni um bætt skólastarf og að kennarar muni finna leiðir til að draga úr þeim vanda sem skólanum er búinn af mikilli vinnu og lítilli ástundun nemenda. Skólayfirvöld verða einnig að horfast í augu við ofan- greindar niðurstöður og leita úr- bóta. Að lokum Hér hafa aðeins verið raktar ör- fáar niðurstöður úr viðhorfskönn- unum sem lagðar voru fyrir í skól- anum og drepið á nokkur atriði hópastarfs. Hópar starfa enn að ýmsum málum, t.d. er verið að skoða boðleiðir innan skólans, fé- lagslíf nemenda, hvernig opnir tím- ar nýtast og kennarar heimsækja hverjir aðra í kennslu. Hópur sem er að vinna úr viðhorfskönnun nem- enda frá síðasta vetri heldur áfram sínum störfum og jafnframt verður unnið úr könnuninni sem lögð var fyrir í byrjun mars. Sjálfsmat er tímafrekt, krefj- andi og dýrt og engin töfralausn. Þrátt fyrir þessa annmarka veitir það aðhald og upplýsingar í skóla- starfi, kennurum og stjórnendum dýrmæta endurgjöf og nemendum tækifæri til að koma sínum hug- myndum um góðan skóla á fram- færi. Samvinna nemenda og kenn- ara við skoðun og úrbætur á skóla- starfi hefur jákvæð áhrif. Stefnt er að því að sjálfsmat verði fastur lið- ur í starfi Menntaskólans við Sund. Jafnrétti til mennt- unar MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út smárit um jafnrétti til menntunar. Markmiðið er að hvetja skólafólk og foreldra til að huga að jafnréttismálum í skólun- um. Bæklingurinn er afrakstui’ af starfí nefndar ráðuneytisins sem fjallar um jafnréttismál. Smáritið Jafnrétti til menntunar var kynnt núna í mars með þeim orðum að „Jafnrétti til náms er fólgið í því að bjóða nemendum nám og kennslu við hæfi og gefa þeim kost á að spreyta sig á við- fangsefnum að eigin vali.“ í bæklingum eru meðal annars hugtök skýrð, sagt frá lögum um jafrétti kynjanna í skólastarfi, jafn- rétti í einstökum námsgreinum. I honum er bent á leiðir til að stuðla að jafnrétti í skólastarfí en honum er ætlað að vekja kennara og annað skólafólk til umhugsunar um lög- bundið jafnrétti kynjanna til menntunar. Heilsan I lag með öflugum úðavítamínum • 90% nýting beint í blóðrásina* Megrunarúði: .....Slær á hungurtilfinningu, eykur fitubrennslu, inni- heldur fitubrennarana L-Carnitine, Chromium Picol- inate og önnur vítamín. PMS gleðiúði: . ..Við fyrirtíðarspennu, kvíða, þreytu, inniheldur öll B-vítamín, steinefni, kvöldvorrósarolíu o.fl. Blágrænir þörungar Gott við síþreytu, psoriasishúðvandamálum o.fl. Pro Bio Mist .....Sterkasta andoxunarefni náttúrunnar.,, Arthriflex: ......Öflugt við vefja- og liðagigt. Bráðvantar söluaðila - Evrópa óplægður akur Slmi 557 8791/897 8260 Bjami og 891 6888 Fjóla. Engar pillur Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál Gegn legu Fimmta rammaáætlunin - styrkir FIMMTA rannsóknar og þróunar- áætlun ESB er nú loks farin af stað og öllum opin með umsóknarfresti Y k' "1 fram í miðjan - . - r - I júní. Nánari upp- lýsingar er að finna á netsíðunni http://www.cordis.lu/fp5/home.html Einnig aðstoðar starfsfólk KERs- ins við að nálgast þessi gögn. í síma 525 4900 netfang: grimurk(á;rthj .hi.is Skaðlegt efni á Internetinu Nýlega var samþykkt áætlun á vegum ESB er miðar að því að berjast gegn ólöglegu og skaðlegu efni á Intemetinu, sérstaklega því er snýr að börnum, þrælasölu eða útbreiðslu kynþáttafordóma og út- lendingahaturs. Nánari upplýsing- ar um áætlunina og auglýsta styrki til verkefna á hennar vegum má finna á veftslóðinni: Upplýsingatækni- verðlaunin 1999 Frumlegum upplýsingatækniaf- urðum með mikla markaðsmögu- leika er boðið að sækja um evr- ópsku upplýsingatækniverðlaunin 1999. Veitt verða þrenn aðalverð- laun uppá 200.000 evrar hvert og skað- efni 25 aukaverðlaun uppá 5000 evrar. Metið verður útfrá þáttum eins og: gæðum, nýstárlegu innihaldi, möguleikum á að bæta samkeppn- isstöðu, mai-kaðsmöguleikum, möguleikum á atvinnusköpun og framlag til bætts samfélags. Um- sóknarfrestur er til 18. maí. Nánari upplýsingar og umsóknargögn má nálgast á netslóðinni: http://www.it-prize.org Rannóknir á margmiðlunarmarkaði Framkvæmdastjórn ESB hefur auglýst eftir tilboðum í fram- kvæmd fjögurra rannsókna sem lið ^ í að undirbúa að- * * gerðh’ í kjölfar INF02000 áætl- unarinnar. Rann- saka skal: Að- gengi að fjármagni fyrir inntaks- iðnaðinn í Evrópu; Nýtingu opin- ben-a upplýsinga til hagsbóta fyrir atvinnulíf; Útflutningsmöguleika og tungumálalega aðlögun á raf- rænum afurðum og þjónustu; Áhrif INF02000 áætlunarinnar á marg- miðlunarmarkaðinnn. Umsóknar- gögn þarf að panta fyrir 10. apríl. Nánari upplýsingar era hjá MIDAS-NET skrifstofunni í síma 511 5568. Veffangið er http://www.midas.is. http://www.echo.lu/iap/index.html Klæjar ykkur í iljarnar að komast í hitann? Þið verðið svöl í þessum... Slate-Slide sandalar Vandaðir sandalar gúmmísóli heldur þér á jörðinni. Kr, úr leðri, fóðraðir með neoprene. Stamur ......... ‘ ".6.990.- Columbia Sportswear Company* Fitrieaftghoþ Skeifunni 19 - S. 568 1 71 71 BLUSSUR mSJIIB0Ð ™ f -yæðastál -tvöí. botn 1990 ^ ÚRVAL • ALLAR STÆRÐIR • BETRA VEBÐ Aðeins kr. 3900,- (SHieHe VERSLUN DALVEGI 2 • KÓPAVOGI SÍMI: 564 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.