Morgunblaðið - 30.03.1999, Page 48

Morgunblaðið - 30.03.1999, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Stjórnsýsla Evrópusam- bandsins AFSOGN fram- kvæmdastjómar ESB hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. —,Þó athyghn beinist skiljanlega að þeirri spillingu sem hefur verið dregin fram, tak- markast vandamál stjómsýslu ESB ekki við spillta einstaklinga. Afsögn framkvæmda- stjómarinnar var óumflýjanleg en mun ekki ein og sér duga til að skapa árangursríka og heiðarlega stjóm- sýslu. Hitt væri já- kvætt ef þessir atburð- ir yrðu til að draga athygli að stjórnsýslu ESB og raunhæfum leiðum til úrbóta. Stjórnsýsla ESB byggist á franskri stjómsýsluhefð sem upp- haflega festi rætur víða í Evrópu í kjölfar hernaðarsigra Napóleons. Síðar var þessi hefð flutt út til franskra, spænskra og belgískra nýlendna og nú síðast hefur hún lagt undir sig fjölmargar alþjóða- stofnanir og þá sérstaklega ESB. Þó ýmislegt jákvætt megi segja um þessa hefð, hafa annmarkar henn- ar orðið sífellt ljósari. Hefur þetta gengið svo Iangt að við alþjóðlegan rsamanburð á stjórnarfari hafa sumir fræðimenn aðeins fundið eitt sem sameinar flest illa stjómuð ríki í heiminum: franska stjórn- sýsluhefð. Það er e.t.v. ekki tilvilj- un að Edith Cresson, franskur meðlimur framkvæmdastjórnar- innar, var harðast gagnrýnd í skýrslu óháðrar rannsóknarnefnd- ar á starfsháttum framkvæmda- stjómarinnar. Frönsk stjómsýsluhefð einkenn- ist af mikilli miðstýringu, þar sem meiri áhersla er á reglufestu en ár- angur. Spilling innan ESB þrífst ekki í skjóli ónógs eftirlits, heldur þvert á móti í skjóli aragrúa mót- , ^agnakenndra reglna og eftirlits- "kerfa sem draga úr yfirsýn og ábyrgð. Oft þarf að sniðganga regl- ur til að ná árangi og þá getur verið stutt í að reglur séu snið- gengnar vegna per- sónulegra hagsmuna. Miklum fjármunum er sóað vegna marg- verknaðar og^ óþarfa skriffinnsku. A sama tíma er embættiskerf- ið fáliðað samanborið við þau risavöxnu verkefni sem því er ætlað að fást við. Eitt einkenni franskrar stjórnsýslu- hefðar er lokað emb- ættismannakerfi. Oft era gerðar miklar kröfur við inngöngu í kerfið en eft- ir að þangað er náð er æviráðning tryggð og framgangur virðist oft lítið háður frammistöðu. Þetta er Stjórnarfar Þótt ýmislegt jákvætt megi segja um franska stjórnsýsluhefð telur Sigurður Helgason að annmarkar hennar hafí orðið sífellt ljósari. sérstaklega óheppilegt í alþjóðlegu umhverfi þai' sem tengsl embættis- manna við aðildarríkin em eðli máls samkvæmt takmörkuð. Lokað embættiskerfi ýtir undir hroka og skilningur embættismanna í Brus- sel á aðstæðum í hinum ýmsu að- ildarríkjum ESB er oft yfirborðs- legur. Ymislegt hefur verið reynt til að bæta stjórnsýslu ESB. Hmndið hefur verið af stað áætlunum til að auka sveigjanleika, fækka reglum og bæta árangur. Ekki hefur síst verið horft til nomænna meðlima framkvæmdastjórnarinnar um fmmkvæði í umbótastarfinu og Sigurður Helgason UMRÆÐAN hefur þeim verið falin ábyrgð á lyk- ilþáttum í stjórnsýslu ESB. Þetta endurspeglar það álit sem stjórn- sýsla Norðurlandanna nýtur og ekki síður þann skilning sem nor- rænm stjórnmálamenn sýna á mik- ilvægi góðrar stjórnsýslu. Það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir áhuga þeirra og annarra á umbótum hefur árangurinn verið takmarkaður. Astæðurnai' eru tregðulögmál innan embættiskerf- isins, áhugaleysi annarra méðlima framkvæmdastjórnarinnar og sú ofuráhersla sem hefur verið lögð á pólitísk markmið varðandi evmna og stækkun bandalagsins. Það verður einnig sífellt ljósara að gæði stjórnsýslu eru háð því pólitíska umhverfi sem hún býr við. Ein meginregla lýðræðislegi'ar og árangursríkrar stjórnsýslu era skýr ábyrgðartengsl milli embætt- ismanna, pólitískra handhafa fram- kvæmdavaldsins, þings og kjós- enda. Slík tengsl em ekki fyrir hendi innan ESB eða era í besta falli óbein og veik. Styrkja þarf möguleika Evrópuþingsins til að kalla framkvæmdastjórnina og embættiskei-fið til ábyrgðar. Annað megin vandamál er hin pólitíska stefnumótun sem einkenn- ist oft af slæmum málamiðlunum sem endurspegla sérhagsmuni ein- stakra ríkja og hagmunahópa frem- ur en heildarhagsmuni. Þetta gildm sérstaklega um landbúnaðar- og byggðastefnu bandalagsins. Erfitt er að tryggja árangursríka stjórn- sýslu ef sú stefna sem framfylgja á einkennist af sóun. Hæpið er að gera kröfur um að embættismenn gæti aðhalds í meðferð fjánnuna ef þeir eiga að hafa eftirlit með fram- kvæmd vonlausra byggðaverkefna sem hafa verið samþykkt vegna pólitískra hagsmuna. Endurskoðun á stefnu bandalagsins í mikilvæg- um málaflokkum er því brýn. Nú þegar slæm stjómsýsla hef- ur orðið til að fella heila fram- kvæmdastjórn er e.t.v. von til að umbótastarf hefjist fyrir alvöru. Lykilatriðin verða að fækka regl- um, einfalda stjórnsýslu, opna embættiskerfið, bæta siðferði, skil- greina ábyrgð og auka árangur. Ef ESB á að ná markmiðum sínum um sameiginlega mynt og stækkun bandalagsins er þörf á fram- kvæmdastjóm með skilning á mik- ilvægi góðrar stjórnsýslu. Höfundur er stjórnsýslufræd- ingur og hefur veitt framkvæmda- stjórn ESB ráðgjöf um nýskipan stjórnsýslu sem starfsmaður OECDÍParís. Innantóm glamuryrði? ÞÁ HAFA báðir foringjar kvótaflokk- anna talað á þingum sínum. Formaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti á landsfundi flokksins að ósætti ríkti meðal þjóðarinn- ar í fiskveiðistjórnar- málum. Hann væri reiðubúinn að líta á til- lögur tO sátta, en í grundvallaratriðum yrði að byggja á þeim reglum, sem í fram- kvæmd hafa verið á undanförum árum. Formaður Fram- sóknarflokksins virðist einnig hafa áttað sig á ósættinu og lét hann þess m.a.s. getið, að „einnig þurfi þessi lög að vera í Kvótinn Þegar formennirnir tala um nauðsyn þjóð- arsáttar í málinu, segir Sverrir Hermannsson, læðist að mönnum sá grunur að þeir mæli af óheilindum. takt við réttlætiskennd þjóðarinn- ar“ eins og Morgunblaðið hefir orðrétt eftir honum. Formaðurinn hælir Samfylkingunni fyrir sátt- fýsi í málinu, enda er sú fylking undir stjórn Ágústs Einarssonar í fiskveiðistjórnarmálum, eins aðal kvótahöfðingja landsins og léns- herra. Formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir fyrir hönd flokksins að við „eram til í að skoða hvaða tillögu sem koma kann upp á borð- ið í því efni“. En svo kemur sam- hljómurinn við klukku formanns Sjálfstæðisflokksins: „Mér sýnist að afmarkaðar breytingar á núver- andi kerfi séu líklegastar til að skila þjóðinni mestum afrakstri enda hefur það í grandvallaratrið- um gefist vel“ (leturbr. mínar). Þá hafa menn um það af- dráttarlausar yfirlýs- ingar beggja for- manna kvótaflokkanna að engu á að breyta í gi’undvallaratriðum í núgildandi fiskveiði- stjórn. Þegar for- mennirnir tala um nauðsyn þjóðarsáttar í málinu læðist að mönnum sá granur að þeir mæli af óheilind- um. Sáttatalið sé ein- göngu haft uppi til að slá ryki í augu kjós- enda. Fái þeir til þess umboð í kosningunum 8. maí að stjórna áfram munu þeir engu breyta sem máli skiptir. Fag- urgalinn nú er sunginn vegna kaldra staðreynda, sem almenn- ingur er smám saman að gera sér grein fyrir: - Landauðn í mörgum sjávarþorpum • Brottkast fisks fyrir tugi millj- arða króna árlega • Hrikaleg skuldaaukning sjávar- útvegsins vegna sölu sægreifanna á „eign“ sinni • „Eignarhald 22 - tuttugu og tveggja - fyrirtækja á 57% allrar sjávarauðlindarinnar • Utilokun allra ungra framtaks- og aflamanna frá þátttöku í sjávar- útvegi. Þannig mætti lengi áfram telja. Báðir láta formennirnir svo í yf- irlýsingum sínum að þeir séu til- búnir til að leita sátta í sjávarát- vegsmálum. Báðir taka þeir þó fram, án tvímæla, að haldið verði við óbreytta stefnu í grandvallar- atriðum! Þessvegna er spurt og umbúðarlausra svara óskað: I hverju era sáttaleiðir formanna ríkisstjórnarflokkanna í sjávarát- vegsmálum fólgnar? Kjósendur eiga kröfu á undanbragðalausum svöram. Ef ekki gefast skýr svör er mönnum nauðugur einn kostur að líta á sáttatal foimannanna sem innantóm glamuryrði, sem refsa ber fyrir á dómsdegi hinn 8. maí nk. Höfundur er formaður Frjalslynda flokksins. Sverrir Hermannsson EF SPURT væri hvað skipti þjóðina mestu máli þegar til framtíðar er horft þá held ég að í hjarta sínu myndu flestir óska sér þess að í landinu fái þrifist réttlátt samfé- lag með blómlegu at- vinnulífi í sátt við nátt- úru landsins. Og flestir myndu bæta við þeirri ósk að í samfélagi þjóðanna bæram við gæfu til að koma þannig fram að við héldum fullri reisn og sjálfsvirðingu. Með öðram orðum, að okk- ur væri best borgið með því að rækta mannauðinn, stuðla að fé- lagslegu réttlæti, standa vörð um náttúra landsins og sjálfstæði þjóð- arinnar. Þannig væri framtíðin best tryggð, þannig yrði íjöregg þjóðar- innar best varðveitt. Allt virðast þetta vera sanngjarnar óskir sem ætla mætti að flestir gætu skrifað . upp á. Reyndin hefur hins vegar ^trðið önnur því stöðugt fjarlægj- umst við þessi markmið. Á undanförnum ár- um hefur félagsleg og efnaleg misskipting farið vaxandi; náttúr- unni er ekki sýnd sú tillitssemi sem henni ber, í atvinnumálum er byggt á skammsýnum virkjana- og stóriðju- hagsmunum og í utan- ríkismálum hafa stjórnvöld gagnrýnis- laust fylgt þeirri línu sem lögð er af erlend- um stórveldum. Og meðan þessu vindur fram lætur lýðræðið undan síga því sam- raninn á Evrópusvæð- inu hefur í fór með sér valdaafsal af hálfu einstakra þjóðríkja og þar með skerðingu á lýðræðinu innan- lands. Allt þetta hefur verið að ger- ast jafnt og þétt á undanfórnum ár- um og hefur þjóðfélag okkar tekið miklum breytingum á þessum ára- tug. Því miður hafa þær í of ríkum mæli verið til ills en ekki góðs eins og efni standa til. Til marks um það skal látið nægja að minnast á það eitt að skýrslur landlæknisembætt- Stjórnmál Allt þetta minnir á, seg- ---n------------------- ir Ogmundur Jónasson, hve mikilvægt það er að til staðar sé í íslenskum stjórnmálum sterkt afl sem lætur tískusveiflur stjórnmálanna ekki glepja sér sýn. isins sýna nú í fyrsta sinn að efna- lítið fólk veigrar sér við að leita læknis fyrir sig sjálft og börn sín vegna kostnaðar við læknisaðgerð- ir. Um tíma stóðu menn í þeirri trú að þær kerfisbreytingar sem þröngvað hefur verið í gegn á liðn- um árum tengdust sveiflum í efna- hagslífinu; að gjaldtaka í heilbrigð- iskerfi og skólum, tekjutenging í almannatryggingakerfinu og skerðing á félagslegum úrræðum, í húsnæðismálum og víðar, væri vegna efnahagsþrenginga; og að sama ætti við um einkavæðingu og sölu ríkiseigna. Allt væri þetta til komið vegna slæmrar skuldastöðu hins opinbera, þörf væri á pening- um í kassann. Þess vegna yrði að selja mjólkurkýrnar. Og stóriðju- stefnan og virkjanaáfergjan væri að sama skapi sprottin af illri nauðsyn, menn ættu ekki annarra kosta völ til að sporna gegn at- vinnuleysi. Að tolla í tískunni Allt er þetta fjarri lagi. Að veru- legu leyti eiga þessar breytingar rót að rekja til úthugsaðrar pól- tískrar stefnu sem byggir á þeirri trú að hömlulaus markaðsbúskap- ur sé mannkyninu fyrir bestu. Undir þessi merki hafa á síðari ár- um einnig skipað sér ístöðulitlir stjórnmálamenn og flokkar sem kenndir hafa verið við miðju stjórnmálanna, jafnvel vinstrikant- inn, og eiga sér þann draum heitastan að geta kallast nútíma- legir. Þessh- aðilar leggja fyrst og fremst kapp á að tolla í tískunni. Og vegna þess að tíðarandinn hef- ur verið hægristefnu hagstæður, nýfrjálshyggjan í tísku, hafa þeir reynst harðdrægum hægrimönnum leiðitamir. Á þessum áratug hefur þjóðin horft agndofa fyrst á Al- þýðuílokk og síðan Framsóknar- flokk gerast hjálparkokkar Sjálf- stæðisflokksins í boðun hans á fagnaðarerindi misskiptingarinnar. Þessir flokkar hafa meira að segja í sumum efnum gengið lengra en Sjálfstæðisflokkurinn og vekur at- hygli ákafi bæði talsmanna Sam- fylkingar og Framsóknarflokksins að mæra markaðssáttmála Evr- ópusambandsins. Þörf á breytingum Allt þetta minnir á hve mikil- vægt það er að til staðar sé í ís- lenskum stjórnmálum sterkt afl sem lætur tískusveiflur stjórnmál- anna ekki glepja sér sýn og er lík- legt til að haga sér eins að loknum kosningum og í aðdraganda þeirra. Þeir sem eru sammála um nauðsyn þess að slík pólitísk kjölfesta sé fyrir hendi í íslenskum stjórnmál- um eiga þess kost að veita Vinstri- hreyfingunni - gi-ænu framboði brautargengi í komandi þingkosn- ingum. íslensk stjórnmál þurfa á upp- stokkun að halda. Og í landstjórn- inni er þörf á gerbreyttum áhei-sl- um. Á Islandi eru forsendur fyrir hendi til að allir þegnar þjóðfélags- ins geti lifað við góð kjör og það er beinlínis rangt að fórna þurfi nátt- úru landsins á altari stóriðjuhags- muna. Vinstrihreyfingin - gi'ænt framboð mun beita sér fyrir efna- hagslegu og félagslegu réttlæti, standa vörð um náttúra landsins og sjálfstæði þjóðarinnar. Höfundur er alþingismaður. Tískupólitík eða pólitísk kjölfesta? Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.