Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sjálfstraust og frum- kvæði á vinnumarkaði NÝLEGA var haldin hér á landi athyglisverð ráðstefna á vegum Le- onardo starfsmenntaá- ætlunar Evrópusam- bandsins undir yflr- skriftinni „Sjálfstraust og frumkvæði á vinnu- markaði". A ráðstefn- unni voru kynnt evr- ópsk samstarfsverkefni sem eiga það sameigin- legt að leggja áherslu á aukið sjálfstraust og frumkvæði þjóðfélags- hópa sem staðið hafa höllum fæti á vinnu- markaði eða átt í erfið- leikum með að stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu. Má þar nefna ungt fólk, konur sem hafa verið heimavinnandi í langan tíma, fólk sem hefur verið lengi atvinnu- laust, fatlaða, þroskahefta og fólk með aðra sérstaka námsörðugleika. Nýjar áherslur Það er löngu ljóst að átak af þessu tagi er nauðsynlegt í nútíma menntakerfi þar sem reynt er að sníða nám að þörfum sem flestra. Reynslan sýnir að skólakerfið hefur misst mikið af hæfileikafólki sem ekki hefur getað stundað nám með þeim hefðbundnu aðferðum sem tíðkast hafa fram til þessa. Þetta fólk bíður oft tilfinningalegt skip- brot og fær skerta sjálfsmynd í kerfinu. Þetta á t.d. við um ungt fólk sem dettur út úr námi í lengri eða skemmri tíma, vegna þess að námið hentar ekki endilega á þeim tíma sem skólakerfið stendur við- komandi til boða. Hið sama getur átt við um ungar mæður sem falla út úr hinu hefðbundna menntakerfi. Til þess að ná aftur til þeirra er falla á þennan hátt út úr skólakerf- inu, er verið að þróa nýjar aðferðir um alla Evrópu og voru nokkrar þeirra kynntar á þessari ráðstefnu Leonardo áætlunarinnar, sem minnst var á hér að framan. Margir ráðstefnugesta voru á þeirri skoðun að e.t.v. þyrfti að koma upp nýju kerfi við hlið þess er við búum við í dag. Keifi sem ynni á frumlegri hátt en nú tíðkast og beitti óhefð- bundnum aðferðum við að nálgast þessa hópa sem af einhverjum ástæðum hafa dottið út úr skóla- kerfinu en hafa vilja og getu til þess að hefja nám að nýju. Styrkleiki þessa nýja kerfís og aðferðarfræði myndi m.a. felast í náinni samvinnu milli þeirra aðila sem hafa það að atvinnu að hjálpa þessum hópum í hinum ýmsu Evrópulöndum. Sam- starfsverkefni í ætt við þau sem starfsmenntaáætlanir ESB hafa fjármagnað undanfarin ár eru því kærkominn vettvangur í framtíðinni á þessu sviði. 2.000 fyrirtæki Fjölmörg verkefni voru kynnt á ráðstefnunni og vöktu þau flest mikla athygli og umræðu. Sérstaka athygli vakti hópur verkefna í Sví- þjóð sem rekin eru undir merkjum samtakanna „Young Enterprise" sem starfrækt eru um allan heim. I máli verkefnisstjórans og fram- haldsskólakennarans, Christell Za- bell, kom fram að um 2.000 fyrir- tæki eru rekin af nemendum í sænskum framhaldsskólum um þessar mundir. Áðurnefndum verk- efnum er ætlað að efla frumkvæði sænski-a framhaldsskólanema og hafa þau vakið mikla athygli og í tengslum við þau hafa verið stofnuð fjölmörg verkefni í Svíþjóð auk al- þjóðlegra samstarfsverkefna. Um er að ræða bandaríska fyrirmynd sem á rætur sínar að rekja til ársins 1912 þegar samtökin Young Enter- prise voru stofnuð. Þau eru nú rekin í 100 löndum um allan heim og í öll- um löndum EES svæðisins nema á Islandi. Samtökin hafa verið rekin í Svíþjóð síðan á áttunda áratugnum, en það er ekki fyrr en á síðustu 5 árum sem frumkvöðlastarfsemin hefur farið að skila verulegum árangri. Christell Zabell segir að markmiðið sé að kenna ungu fólki grundvallaratriði í stofnun og rekstri fyr- irtækja, ýmist með námskeiðum og starfs- þjálfun hjá fyrirtækj- um í atvinnulífinu. Hún segir það mikilvægt að virkja hið frjóa hug- myndaflug unga fólks- ins sem hafí skilað mörgum arðsömum nýjungum út í sænskt atvinnulíf. Nemendurnir fá mikla aðstoð við reksturinn í skólunum og þurfa ekki að greiða skatta til ríkisins. Hagn- aðurinn er síðan notaður til náms- ferða. Ef einstakir nemendur hafa Leonardo Það er löngu ljóst að átak af þessu tagi er nauðsynlegt í nútíma menntakerfi, segir Sigurður Guðmunds- son, þar sem reynt er að sníða nám að þörf- um sem flestra. áhuga á að halda rekstri fyrirtækja áfram að námi loknu geta þeir leitað til annarra stoðaðila sem hjálpa ungu athafnafólki fyrstu skrefin í rekstri fyrirtækja á hinum frjálsa markaði. Athygli vekur að samtökin „Young Enterprise“ skuli ekki vera starfrækt hér á íslandi og leyfi ég mér að lýsa eftir aðilum sem hafa áhuga á að stofna samtök af þessu tagi hér á landi. Norskir frumkvöðlar Svipuð frumkvöðlaverkefni hafa verið rekin með góðum árangri í norður Noregi. Þannig kynnti Dag Ofstad frá Bodö í Noregi Leonardo verkefni þar sem atvinnulausu fólki á aldrinum 20-30 ára var hjálpað við að stofna fyrirtæki. Þar var lögð áhersla á að útvega raunveruleg fyrirtæki og fagstofnanir til að taka hin nýstofnuðu íyrirtæki í fóstur til skamms tíma. Þetta skilaði það góð- um árangri að í mörgum tilfellum ákvað „móður“fyrirtækið að fjár- festa í fyrirtækjum unga fólksins sem að sama skapi var ávísun á ár- angursríkan rekstur. Framkvæmdakonur Af verkefnum með íslenskri þátt- töku má nefna Framkvæmdakonur eða „Women in Business", sem framleitt hefur margmiðlunarefni fyrir konur sem hafa hug á að hefja eigin atvinnurekstur. Verkefnið er styrkt af NOW áætlun ESB um ný tækifæri fyrir konur. Frumkvæðið kemur frá Wales með samstarfsað- ilum frá íslandi, Ítalíu og írlandi. í kennsluefninu er lögð áhersla á ráð- gjöf við stofnun og rekstur fyrir- tækja, aðgang að upplýsingabanka þar sem reynsla annarra kvenna er til staðar og í þriðja lagi er hægt að taka próf til þess að fá vísbendingar um hvort viðkomandi er tilbúin að hefja eigin atvinnurekstur. Fengist hefur styrkur frá Leonardo starfs- menntaáætluninni til að gera ís- lenska útgáfu af efninu. Af þessu má sjá að ýmislegt hefur verið gert til þess að efla sjáfstraust og frumkvæði þeirra hópa sem minna mega sín á vinnumarkaði. En einnig er mikið óunnið á þessu sviði og því vonandi að íslensk stjómvöld sýni þessu máli sama skilning og Evrópu- sambandið hefur gert með rausnar- legum stuðningi undanfarin ár. Nán- ari upplýsingar um ráðstefnuna og verkefnin má nálgast á heimasíðu: httpy7www.rthj.hi.is/amrek99/ Höfundur er verkefnisstjóri hjá Landsskrifstofu Leonardo á Islandi. Ný sending af frökkum og sumar- illpiim h}á~Q&&nfhhilcli Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-15.00. Sigurður Guðmundsson ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 í'Q'.p, //' '■ ' ' '/ ';'/, ':/y\ f - ? ' Í0%éi%'Ya::'4 Hr i - mnma ■<;, ■ii :/; /■ "■ ' ->/■ < y ?-;/-;///''///'/'/'' / /,''■P/AAAAjíAAAAAAm /•/ s ' V, " ■"'- ' -- - vv. ;£Mi ý- //' ■ l m ?■/ / mMÆ/; , .Ææ?-', ■''■'■''■:://. /■/ .■; ■'//, /"’.'-pw , <-' Jlllilll I,■■/./■ /"■/"/ X-; ;, \ ;; : * .■.:■:■■■■■ Astro Baby 6.900 kr. Margir litir. Lýsingarhönmn 61 lampabúnaður Skipholt 37 • 105 RVK • Sími 568 8388 Fréttir á Netinu ^mbl.is ALLTyK/= eiTTH\SA£> NÝTl E U Ivl E i\l I EumeniaT lítii on nett en stendur þeim storu fyllilega á sporði í afköstum. Hún er afar vönduð, með bilanatíðni í algjöru lágmarki - og pað heyrist varla í henni. Þetta er vélin sem hentar inni á baði, í eldhúsið eða í litla þvottahúsið. 3 kg, 600 eða 800 snúninga, hœd/breidd/dýpt: 67,5 an/46 cm/46 cm » 3kg, lOOO snuninga, hœð/breidd/dýpt: 67,5 cm/46 cm/46 cm ■ 4 kg, 1200 snunmga, hæð/breidd/dýpt: 82 cm/54,6 cm/56 cm ■ 4 kg, 700 snúninga með innbyggðum þurrkara fyrir 2 kg, hœð/breidd/dýpt: 78 cm/53 cm/55 cm Frá 49.900 kr. staðgr Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SlMI 569 1500 úrvalstæki, einstök þjónusta 0.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.