Morgunblaðið - 30.03.1999, Page 56

Morgunblaðið - 30.03.1999, Page 56
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ "^6 ERLENDUR ÓSKAR GUÐLAUGSSON + Erlendur Óskar Guðlaugsson var fæddur Reykjavík 16. mars 1925. Hann andað- ist á heimili si'nu i Reykjavík 21. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðlaugur Guðlaugsson frá Þverá á Síðu í Vest- ur-Skaftafellssýslu, f. 1882, d. 1957, og Guðrún Eyleifsdótt- ir frá Arbæ við Ell- iðaár, f. 1883, d. 1960. Systkini Erlends eru: 1) Ásta, f. 1916, d. 1983. Eiginmað- ur hennar var Björgvin Grúns- son stórkaupmaður. 2) Elín Jó- hanna, f. 1921, gift Ralph Hannam fyrrverandi viðskipta- fulltrúa í breska sendiráðinu. 3) Leif- ur, f. 1923, d. 1997, kvæntur Stellu Tryggvadóttur hár- greiðslukonu. 4) Guðrún, f. 1927, eiginmaður hennar var Björgvin Ein- arsson kennari frá Kárastöðum í Þing- vallasveit. Erlendur lærði prentiðn og vann allan sinn starfsald- ur í Félagsprent- smiðjunni. Hann var eigandi Myndabókaútgáf- unnar og var sístarfandi og at- hafnasamur fram á síðasta dag. títför Erlends fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Það er einkennileg tilfinning sem grípur okkur nú þegar Elli frændi er ekki lengur á meðal okkar. Ein- hvem veginn fannst okkur að hann hlyti að verða eilífur, svo lengi hefur ►hann verið fastur punktur í tilveru okkar systkinanna. Hann lifði líka mjög reglusömu lífi, gekk gjarnan erinda sinna og setti ekki fyrir sig þótt fjarlægðin væri töluverð. Heimsóknir hans til systra sinna á sunnudögum voru óbrigðular og sýndi hann þeim mikla ræktarsemi. Elli lét sér líka annt um systkina- börn sín og hafði einlægan áhuga á hvað þau vom að sýsla enda mjög bamgóður. Meðal tryggustu vina Ella var Guðrún sem Elli leigði hjá í mörg ►ár. Eftir lát Guðrúnar hélt Lilja dóttir hennar og maður hennar, Að- alsteinn, mikilli tryggð við Ella og buðu honum alltaf heim á jólum. Elli var mikill dýravinur og allar kisur í nágrenni heimilis hans komu hlaupandi til að fá strokur þegar hann átti leið hjá. Gaman var að spjalla við Ella um landsins gagn og nauðsynjar því að hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var auk þess rammpólitískur. Hann var tryggur sjálfstæðismaður og var eins gott að hætta sér ekki út á of hálan ís í pólitískum umræðum því þá var Ella að mæta. Þótt hann væri sérlega dagfarsprúður gat íhonum hitnað í hamsi í slíkum um- ræðum. Elli vann í Félagsprent- smiðjunni frá unga aldri og lærði þar prentiðn, hann vann þar sem setjari. Hann átti og rak Mynda- bókaútgáfuna og við eigum enn Doddabækurnar sem hann gaf okk- ur þegar við vorum börn. Hann sá alltaf um að öll börnin í fjölskyld- unni fengju fallegu bækumar hans. Sunnudagamir í framtíðinni verða öðmvísi nú þegar Elli gengur ekki lengur fyrir eldhúsgluggann, en hann mun lifa áfram í hugum okkar. Við þökkum Ella ljúfa sam- fylgd. William, Sólveig Júlía og Elísabet Hannam. Erlendur Óskar Guðlaugsson móðurbróðir minn er látinn nýlega orðinn 74 ára. Lát hans kom vissu- lega á óvart því hann var heilsu- hraustur maður, kvikur í hreyfing- um og göngumaður mikill. Hann gekk dag hvem marga kílómetra. Ekki tók hann strætó nema hann væri staddur á biðstöð þegar vagn stansaði. Hann gekk úr miðbænum upp í Arbæ eða suður í Kópavog hvort sem var að heimsækja systur sínar eða fara með bækur í bóka- búðir. Erlendur Óskar var sonur Guð- rúnar Eyleifsdóttur kjólameistara frá Arbæ og Guðlaugs Guðlaugs- sonar bifreiðastjóra á Þrótti. Fyrstu minningar mínar um Ella frænda eru úr húsi ömmu og afa við Frakkastíg þar sem við áttum bæði heima fyrstu ár ævi minnar. í Sjálf- stæðu fólki segir: „Svo byrjaði kaff- ið að ánga í baðstofunni, það var morgunsins helgistund. I slíkum ilmi gleymist mótiæti heimsins og sálin uppljómast af trúnni á ókomna tíð.“ I þannig umhverfí er Elli í huga mínum. Hvað ég naut þess að sjá hana ömmu mína smyrja brauð- ið og hreinsa beinin úr fiskinum handa honum Ella frænda, sem enn var heima eftir að hin systkinin voru gift og farin burt. Hún amma mín hugsaði svo sannarlega vel um litla drenginn sinn. Ég dáðist alltaf jafnmikið að gljáburstuðu skónum hans og hve fínn hann var þegar hann fór út að skemmta sér. Þá sat ég smá stelpa í stiganum og horfði á hann hafa sig til. Elli var ágætlega gefinn, las mik- ið og hafði næma tilfinningu fyrir góðum texta. Hann bar þó aldrei fróðleik sinn á torg. Vitneskja hans kom þó vel í ljós í hópi þeirra sem næstir stóðu. Elli gerði hlé á námi eftir bama- skóla, tók síðar próf inn í 3. bekk Verslunarskólans með glæsibrag, en kunni samt ekki við sig og hætti þar eð hann var eldri en hinir nem- endur bekkjarins, lærði prentiðn og starfaði sem setjari í Félagsprent- smiðjunni þar til hann fór á eftir- laun. Tómstundastarf hans og aðal áhugamál var útgáfa bóka. Elli gaf út barnabækur í mörg ár. Til marks um hógværð Ella er að hann lét nafns síns aldrei getið á bókum sem hann gaf út en vinsælar voru þær og kunnar svo sem Doddabækumar og aðrar slíkar. Enga hafði hann skrifstofu og vann sjálfur nær öll útgáfustörf jafnt fjármál sem dreif- ingu. Hann hafði afar næmt eyra og auga fyrir íslensku máli og lagði sig fram um að hafa bækur vel unnar og texta góða. Hann var afar sjá um boðskort og merkispjöld þar sem vanda þurfti uppsetningu. Þegar ég var ungingur og við bjuggum ekki lengur í sama húsi kom hann mjög oft í hádegismat til foreldra minna á sunnudögum. Elli hafði skoðanir á flestum hlutum og pólitískur var hann með afbrigðum. Hávaðinn var oft ærinn þegar póli- tík var rædd. Það hreinlega glumdi í húsinu. Hann var samt einn þeirra manna sem ætlaðist aldrei til neins af öðmm og var alltaf afar þakklát- ur þegar eitthvað var gert fyrir hann. Elli kvæntist aldrei. Hann var einstakur reglumaður á vín og tó- bak og reglufastur í öllu sínu lífi. Hann bjó síðustu árin í húsinu sem amma og afi áttu og þar lést hann 21. mars sl. Ég þakka Eila samfylgdina og óska honum góðrar heimkomu. Guðrún Erla Björgvinsdóttir. A tímum hraðfara breytinga og umróts er hverjum manni nauðsyn að hafa einhverja kjölfestu, fastan punkt í tilverunni. Elli frændi var stór hluti af kjölfestu okkar systkin- anna. Ef við heimsóttum móður okkar seinnipart sunnudags mátti treysta því að þar sat Elli við eld- húsborðið, á sama stólnum, á sama tíma dags, alla sunnudaga svo langt sem við munum. Og spjall við Ella, ásamt bestu pönnukökum í heimi, var næg ástæða til að gera sér ferð í Arbæinn. Þó mátti gæta þess að talið bær- ist ekki að stjómmálum, því þessi dagfarsprúði maður gat orðið býsna ákveðinn ef honum þótti sneytt að sínum mönnum til hægri. Eftir vænan skammt af kaffi og pönnukökum og spjalli fór Elli, jafn hljóðlega og hann kom, fótgangandi áleiðis til hinnar systurinnar. Og við vissum, að hann myndi birtast aftur eftir viku. En ekki fyrr. Elli hafði nefnilega nóg að starfa, þrátt íyrir háan aldur. Hann rak til dauðadags fyrirtækið Myndabóka- útgáfuna, og margar kynslóðir barna minnast með hlýju Dodda og Eymastórs, Tomma og Jenna, og fleiri vina, sem Elli gerði að ævi- starfi sínu að kynna þeim. Elli var dæmigerður fulltrúi hins þögla meirihluta þjóðfélagsins, sá sem vinnur sín verk án hávaða eða athyglissýki, og stendur ávallt við sitt. Hann tók ekki lán, og innti af hendi allar greiðslur á gjalddaga, og helst íyrr. Því miður eigum við ekki nógu marga slíka, og nú einum færri en áður. Kjölfesta okkar þriggja, og margra annarra, hefur rýrnað nokkuð, og systrunum mun finnast að fótunum hafi verið kippt undan þeim um stundarsakir. En tíminn líknar, og víst er gott að hugsa til þess að Elli hlaut hægan dauðdaga á eigin heimili. Hvíl í friði, kæri frændi og vinur. Guðlaug, Þröstur og Hörður. Elsku Elli minn. Mig langar að ski-ifa nokkur kveðjuorð til þín frá mér og mínu fólki. Það sem mér er efst í huga er allur þinn stuðningur og styrkur sem þú veittir mér og fjölskyldu minni meðan á nokkurra ára sjúkrahúslegu foður míns stóð. Þú komst til hans á hverjum degi og last upp úr blöðunum fyrir hann. Einnig varst þú alltaf svo jákvæður og nærgætinn maður sem fylgdist alltaf með því hvað var að gerast í heiminum og upplýstir fbður minn reglulega um gang mála, vegna þess að faðir minn gat ekki lengur fylgst með vegna veikinda sinna. Mér er minnisstætt trygglyndi þitt við foreldra mína og okkur. Hvíl þú í friði. Við biðjum algóðan guð að halda verndarhendi sinni yf- ir systrum þínum og fjölskyldu þeirra. Ég og fjölskylda mín erum þakklát fyrir samverustundirnar sem við höfum átt með þér. Nú legg ég aftur augun mín, en öndin hvarflar, Guð, til þín, þinn almáttugan ástarvæng lát yfirskyggja mína sæng. (Þýð. Matth. Jochumsson) Elín Sæunn Ingimundardóttir. + Auður Þorkels- dóttir fæddist á Hólmavík 19. sept- ember 1933. Hún lést á Landspítalan- um 21. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Tómas- dóttir, f. 11. júní 1903, d. 5. jan. 1986, og Þorkell Hjalta- son, f. 6. júní 1903, d. 11. mars 1987. Systkini Auðar eru Ingigerður Dóra, f. 8. okt. 1931, Hjalti, f. 21. des. 1943, og Tómas Þór, f. 11. mars 1949. Hinn 24. júní 1956 giftist Auður eftirlifandi eiginmanni súium, Ingva Þórðarsyni, f. 9. apríl 1933, trésmið á Akranesi. Foreldrar hans voru Þórður Er- lendsson, trésmiður og bóndi á Skógum í Flókadal, Borg., og síðar á Akranesi, og kona hans Björg Sveinsdóttir. Börn Auðar og Ingva eru: 1) Erlendur, f. 7. jan. 1956, sjómaður á Flateyri. Sambýliskona hans er Helga Matthíasdóttir, f. 7. júní 1960. 2) Elskuleg systir mín, Auður Þor- kelsdóttir, er ekki lengur á meðal okkar. Mér verður hugsað til æsku- heimilis okkar á Hólmavík, þar sem við vorum báðar fæddar og uppald- ar í litla húsinu sem pabbi byggði og kostaði heilar 3000 krónur. Þá var alltaf sólskin, Steingrímsfjörðurinn spegilsléttur, krækiberin í lautinni okkar kolsvört og stór. Eplin sem við fengum á jólunum voru þau rauðustu, sætustu og bestu í heimi. Já, svona voru allir hlutir þá. Alltaf fannst mér ég þurfa að passa litlu systur mína, hún var tveimur árum yngri en ég. Kannski var ég nú dálítið frek og afbrýðisöm út í hana, hún var svo nett og falleg. Bemskan var björt hjá okkar góðu foreldrum og unglingsárin líka. Ung stúlka vann hún á stofnun fyrir þroskaheft fólk á Kleppjáms- reykjum í Borgarfirði. Þá kynntist hún mannsefni sínu, Ingva Þórðar- syni, í Skógum í Flókadal. Þau gift- ust, settust að á Akranesi og eign- uðust fimm böm. Betri mömmu en hana á ég erfitt með að hugsa mér. Hún var skapgóð, en þó gat hvesst og hurð verið skellt. En þeim dyr- um var þá upplokið á næsta andar- taki og í gættinni stóð brosandi kona. Allt var búið. Tvennt í fari systur minnar var augljósara en annað: Einstök snyrtimennska og þrifnaður og svo músikin, sem í henni blundaði. Á æskuheimili okk- ar var stofuorgel sem hún náði góð- um tökum á. Sá þráður hlaut að slitna, en síðustu árin veittist henni að taka hann upp aftur. Kom þá í ljós, að hún hafði engu gleymt og spilaði þá á ný gömlu, góðu lögin. Þeim til viðbótar samdi hún sjálf mörg falleg lög og átti létt með að læra þau og spila, þó að nótnalestur eða -skrift lærði hún ekki. Líf systur minnar var ekki ein- tómur dans á rósum. Veikindi og sorgir sáu fyrir því. I snjóflóðinu á Flateyri missti hún son og tengda- dóttur og lá þá sjálf á sjúkrahúsi. Sterk var hún þá og sönn hetja. Síðustu sex vikumar lá hún á sjúkrahúsum. En hún var ekki ein- sömul þá. Ingvi sat sem klettur við hlið hennar til síðasta dags. Og nú bið ég Guð að styrkja hann, börnin og tilvonandi tengdadóttur um ókomin ár. Inga Dóra. Ég ætla að kveðja hér með fáein- um orðuin móðursystur mína, Auði Þorkelsdóttur, sem lést í faðmi fjöl- skyldu sinnar 21. mars síðastliðinn. Hún hafði um nokkurt skeið kennt sér þess meins sem um síðir varð henni að aldurtila en borið þann kross með eðlislægri þolinmæði Þorkell, f. 29. ágúst 1957, verkamaður á Eyrarbakka. 3) Þor- leifur, f. 29. ágúst 1957, verkamaður á Flateyri, d. 26. október 1995. Sambýliskona hans var Lilja Osk Ás- geirsdóttir, f. 20. ágúst 1961, d. 26. október 1995. 4) Þórður, f. 10. mars 1960, verkamaður á Flateyri. 5) Sigríð- ur, f. 10. ágúst 1963, verkakona á Flateyri. Auður stundaði nám á Hólmavík og vann þar síðar í frystihúsi fram að tvítugsaldri. Hún starfaði á Kleppjárnsreykj- um í fá ár en þar var rekið heimili fyrir þroskahefta. Hún gegndi húsmóðurstörfum á Akranesi eftir það til æviloka. títför Auðar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hólmavíkurkirkjugarði á morgun, miðvikudaginn 31. mars. sinni og hugarró til hinstu stundar. Auður lést um aldur fram eða að- eins 65 ára gömul. Það þykir ekki hár aldur á þessari miklu öld fram- fara og tækninýjunga í læknavísind- um en mannlegri kunnáttu og hyggjuviti eru sannarlega takmörk sett og gagnvart ráðgátu dauðans eru menn jafn vel eða illa staddir nú og fyrir þúsund árum. Þar hefur alls engin breyting orðið á. Hér var sem einatt fyrr komið að leiðarlok- um og vert að minnast ljúfrar konu og elskulegrar með nokkrum fátæk- legum orðum. Auður fæddist á Hólmavík, dótt- ir hjónanna Sigríðar Tómasdóttur saumakonu og Þorkels Hjaltasonar kennara en þau bjuggu síðar lengi í Reykjavík. Á Hólmavík bjó Auður æsku- og unglingsárin, áhyggju- laus og glöð með foreldrum sínum og systkinum. Hún hleypti ung heimdraganum og vann í fáein ár við umönnun þroskaheftra á Kleppjárnsreykjum en það starf hefur hún áreiðanlega rækt af gef- andi og kærleiksríkum huga. Auð- ur giftist Ingva Þórðarsyni trésmið og saman stofnuðu þau heimili á Akranesi, fyrst hjá foreldrum Ingva, öndvegishjónunum Þórði Erlendssyni trésmið og Björgu Þórðardóttur. En síðustu árin voru þau ein eftir eins og gengur. Þau eignuðust fimm börn sem öll lifa móður sína utan Þorleifur sem fórst ásamt sambýliskonu sinni, Lilju Ósk Ásgeirsdóttur, í snjóflóð- inu hörmulega á Flateyri 26. októ- ber 1995. Næsta óskiljanlegt er hvernig foreldrum og öðrum ná- komnum ættingjum er unnt að standast þvílíka skelfingaratburði. En eftirminnileg þjóðarsamúð og trygg samstaða fjölskyldunnar bættu það sem hægt var að bæta við þær aðstæður. Ævinlega var létt yfir Auði og brosið stutt undan þrátt fyrir ýmis áföll og veikindi. Hún hló mikið og skemmti sér einatt manna best á fjölskyldufundum svo að ekki varð hjá því komist að smitast af léttri lund hennar. Fals og illska var jafn fjarri huga hennar og myrkrið ljós- inu og ég skynjaði í návist hennar einhvem óeigingjarnan, einfaldan og kærleiksríkan góðvilja sem af fréttum að dæma er ekki öllum jafn ríkulega skammtaður um þessar mundir. Auði var annt um okkur systurbörn sín og fylgdist af áhuga með lífí okkar ekki síður en sinna eigin barna. Ég kveð Auði Þorkelsdóttur þakklátum huga og bið Ingva og börnunum og öðrum ættingjum hennar allrar Guðs blessunar í framtíðinni. Þorkell Örn Ólason. AUÐUR ÞORKELSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.