Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 60
,60 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KJARTAN BALD URSSON
skemmtilegur og hafði alltaf tíma til
að tala við okkur krakkana. Ef við
* vorum í Hvalfu’ði þá labbaði hann
með okkur í fjörunni og sagði okkur
hvað skeljarnar og kuðungarnir
hétu. Ef við fórum í ferðalag til
dæmis þegar við fórum í Hom-
strandaferðina 1995 þá gaf hann sér
tíma til að labba með okkur út um
allt því hann var búinn að labba þar
um oft áður og vissi svo margt um
Hornstrandir. Mest þótti okkur
gaman þegar hann sýndi okkur tófu-
grenið í Hælavík. Einu sinni fórum
við í útilegu með honum í Asbyrgi
og Vesturdal og þar fór hann um allt
með okkur og sagði okkur sögur um
tröll og risa. Hann vissi hvað öll tré
og blóm hétu og hann kenndi okkur
að ganga vel um náttúruna. Hann
spilaði líka 17111’ okkur allt sem okk-
ur datt í hug og kunni hann öll þau
lög sem við vildum heyra.
Svo kynntist hann Ásdísi en samt
hafði hann tíma til að spila fyrir
okkur. Við urðum svo glöð þegar við
fréttum að hann væri að verða
pabbi en þegar við fengum að vita
þegar hann veiktist fannst okkur
eins og himnarnir væru að hrvnja
ofan á alla fjölskylduna. Aldrei kom
okkur til hugar að hann fengi ekki
að sjá litla barnið sitt fæðast og
vaxa. Það var því mikið áfall þegar
hann dó. En hann er núna hjá Guði
og fylgist þaðan með baminu og sér
vonandi um að allt verði í lagi.
Elsku amma og afi og Asdís og
allir hinir í fjölskyldunni, við mun-
um Kjartan eins og hann var og
segjum barninu hans frá honum
þegar það stækkar og sjáum um að
það fái að heyra allt um pabba sinn.
Takk íyrir allt sem við áttum með
Kjartani, það verður aldrei frá okk-
ur tekið.
Katrín Birna og Stefán Þór.
Það var árið 1988 sem Kjartan
Baldursson gekk til liðs við hljóm-
sveitina Hvísl sem bassaleikari. Sem
bassaleikari, því fljótlega kom í ljós
að Kjartan var ekki við eina fjölina
felldur hvað varðaði hljóðfæraleik.
Fyrir utan að vera fær bassaleikari
var hann góður gítar- og hljóm-
borðsleikari. Þegar Kartan gekk til
liðs við Hvísi hafði hljómsveitin
starfað frá árinu 1985 og eins og all-
ir vita sem í hljómsveitum hafa verið
getur stundum verið erfitt að ganga
til liðs við starfandi hljómsveitir þar
sem ákveðnar venjur og siðir hafa
skapast. En fyi-ir Kjartan reyndist
þetta ekki stórt mál, gott skap, létt-
ur „húmor“ og óbilandi bjartsýni
gerðu það að verkum að hann sam-
lagaðist hljómsveitinni um leið. Og
ekki var það verra að hann var
óhemju músíkalskur maður, fundvís
á hljóma og góðar bassalínur. Upp
frá þessu lék Kjartan oft með Hvísli
á móti bassaleikai’anum Sigurði
Inga Asgeirssyni eða allt fram til
ársins 1992.
Oft var glatt á hjalla og margar
góðar stundir áttum við með Kjart-
ani bæði hér heima og ekki síst á
ferðalögum erlendis. Og nú þegar
Kjartan Baldursson er farinn yfir
móðuna miklu, langt fyrir aldur
fram, er því ekki að neita að hugur-
inn hvarflar aftur til spilaáranna
okkar í Hvísli og ég minnist hans
með þakklæti. Þakklæti fyrir allai-
góðu og skemmtilegu stundimar
sem við áttum saman, þakklæti fyrir
að fá að spila með svo góðum tónlist-
armanni og þakklæti fyrir svo góðan
ferðafélaga á ferðum okkar erlendis.
Ég votta fjölskyldu og aðstand-
endum Kjartans Baldurssonar mína
dýpstu samúð og vil að lokum segja
að þar fór góður drengur.
Hilmar J. Hauksson.
- Góður vinur er genginn langt
um aldur fram. Ég sit hér miður
mín og veit ekki hvað ég á að
segja, tómur og finnst að örlögin
séu ekki réttlát gagnvart vini mín-
um Kjartani Baldurssyni sem
kvaddur er burt í blóma lífsins frá
eiginkonu, fóstursyni, ófæddu
barni, öðrum ættingjum og vinum.
> Margs er að minnast og margt er
hægt að segja um góðan dreng en
kynni okkar og vinátta hafa staðið
óslitið frá barnæsku eða um 40 ár
og á þá vináttu hefur aldrei fallið
skuggi. Við sáumst fyrst smástrák-
ar sex ára gamlir, fluttumst síðan
báðir í Kópavoginn í nágrenni hvor
við annan, gengum í sama skóla og
áttum margar góðar stundir sam-
an á uppvaxtarárunum. En ævin
líður fljótt og þegar þú nú erf
skyndilega kallaður burt er ég all-
ur dofinn og sakna þín sárt en góð-
ar minningar verma hjartarætur.
Þú varst sannur gleðigjafi og sást
alltaf eitthvað gott í öllum mönn-
um og sagðir að alla galla mætti
laga. Ekkert samkvæmi var gott
nema Kjartan væri þar mættur
með gítarinn eða hljómborðið og
seiddi fram ljúfa tóna öllum til
gleði. Kjartan spilaði á öllum
meiriháttar tímamótum í lífi fjöl-
skyldu minnar og fyrir það þökk-
um við honum öll og ótai gleði-
stundir aðrar. Kjartan var alltaf
sami ljúfi og góði drengurinn. Við
ákváðum það ungir menn að hitt-
ast a.m.k. einu sinni á ári og síðan
höfum við haldið saman áramóta-
gleði í mörg mörg ár.
Það er sárt að skilja við góðan vin
en góð minning geymist. Far þú í
friði, vinur, og hafðu þökk fyrir allt.
Eiginkonu þinni og fjölskyldu votta
ég og fjölskylda mín innilega samúð.
Birgir Reynisson.
Hver spilar fyrir okkur í næsta
afmæli, brúðkaupi eða hleypur í
skarðið fyrir okkur þegar það vant-
ar hljóðfæraleikara í bandið? Nú
höfum við ekki lengur hann Kjart-
an til að bjarga okkur. Ég hitti
Kjartan fyrst fyrir þrettán árum,
þegar Kalli félagi minn fór að spila
með hljómsveit suður með sjó. Síð-
an hittumst við aftur 1988 þegar
verið var að setja saman hljóm-
sveit, sem átti að fara á þjóðlagahá-
tíð í Skotlandi. A næstu árum fór-
um við í átta utanlandsferðir sam-
an, sem stóðu allt frá einum sólar-
hring upp í þrjár vikur. Við spiluð-
um líka saman við ýmis tækifæri, á
árshátíðum, þorrablótum og á öðr-
um mannfögnuðum. Minnisstæðast
úr utanlandsferðunum er kannski
sérviska hans á ýmsum sviðum,
hann hafði jú búið einn ansi lengi
og skapað sér ákveðinn lífsstíl. Eg
minnist þess þegar við fórum til
Portúgals, þar sem við vorum í
tvær vikur. Kjartan hafði aldrei
farið til sólarlanda og vissi kannski
ekki alveg á hverju hann átti von. A
fyrsta degi komumst við að því að
hann átti ekki stuttbuxur og ákváð-
um við að bregðast skjótt við því.
Kjartan skoðaði marga rekka af
stuttbuxum en heim fór hann stutt-
buxnalaus, því aldrei fann hann
þær réttu. Eins var það með sólar-
vörnina sem við báðum hann að
bera sérstaklega vel á sig, en Kjart-
an sagðist þola sólina svo vel að
hann þyi’fti enga vörn. Kjartan fór
heim með sólarexem og skaðbrunn-
inn. í þessari sömu ferð komumst
við að því hversu mikil bamagæla
hann var. Kalli var með nokkurra
mánaða dóttur sína í ferðinni, sem
þá var mikil mannafæla. Eitt kvöld-
ið leyfðum við foreldrunum að fara
út að borða og tókum að okkur að
gæta hennar. Þar sýndi Kjartan á
sér nýja hlið, hann hafði einstak-
lega gott lag á henni og þreyttist
ekki á að halda á henni á hand-
leggnum og spjalla við hana og
raula, þannig að barnapössunin
varð leikur einn.
Við tónlistarmenn þekkjum það
að tíminn sem við eyðum með spila-
félögunum er oft lengri en tíminn
sem við eyðum með okkar nánustu.
Þannig verða kynnin mikil og náin
og oft reynir á umburðarlyndi og
samstarfshæfileika. Það var gott að
vinna með Kjartani, alltaf var hann
mættur fyrstur hvort heldur var
æfing eða ball og alltaf var hann til-
búinn með það efni sem vinna átti
úr. Hann var með afbrigðum tón-
viss og gat nánast spilað hvaða tón-
list sem var, hvort heldur var á
bassa, gítar eða hljómborð, en með
bassann fannst mér hann alltaf
bestur.
Kjartan var afar bóngóður maður
og ef hann mögulega gat gerði hann
allt fyrir þig. Ég minnist þess sér-
staklega þegar við hjónin báðum
hann að spila í brúðkaupinu okkar,
svona rétt á meðan gestimir væru
að koma í hús. Það fannst Kjartani
ekki mikið mál, var mættur við
hljómborðið klukkan sjö og var þar
enn þegar síðasti gestur fór heim
um nóttina.
Kjartan veiktist á síðasta ári af
sjúkdómi þeim, sem á endanum
hafði betur í baráttunni. Það var að-
dáunarvert að heimsækja hann síð-
ustu vikurnar og sjá lífsviljann og
bjartsýnina og finna hvað hann átti
enn auðvelt með að sjá spaugilegu
hliðarnar á lífinu og tilverunni og
hlusta á hann gera óspart grín að
sjálfum sér. Með vonina að vopni og
styrk fjölskyldunnar að baki barðist
hann hetjulega fram á síðasta dag.
Það var mikið lán fyrir Kjartan
að kynnast Ásdísi og Snorra Erni.
Kjartan hafði lengi talað um og
dreymt um að stofna fjölskyldu og
er ánægjulegt að það skyldi geta
orðið. Það eru óneitanlega erfið
sporin sem Ásdís stígur núna og
biðjum við algóðan Guð að styrkja
hana og fjölskylduna. En oft er að-
eins andartak á milli sorgar og
gleði. Gleði mun íylgja litla ófædda
barninu þeirra Kjartans og Ásdísar,
sem svo brátt kemur í heiminn, og
mun það án efa hjálpa til við að
þerra tárin og sefa sorgina. Eitt er
víst að Kjartan mun vaka og halda
verndarhendi yfir þeim.
Við Anna Sigga sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
þökkum Kjartani samfylgdina síð-
astliðin ellefu ár. Minningin um
góðan vin lifir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Mai’gs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyi’ir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þið blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
{V. Briem)
Geir Gunnlaugsson.
Kær vinur okkar, Kjartan Bald-
ursson, er látinn. Við kynntumst
Kjartani fyrst sem vinnufélaga á
Kópavogshæli. Þar sem við systur
höfum mikinn áhuga á söng og tón-
list fór ekki hjá því að þá hluti bæri
á góma og fundum við strax að tón-
listin var hans hjartans mál. Síðan
stofnuðum við saman bandið
„Kjartan og stuðsystur" og lékum
við saman á mörgum skemmtunum
víðs vegar um landið í tæp þrjú ár.
Kjartan var vanur hljómlistar-
maður og kenndi hann okkur ótal
margt á því sviði, sem við búum að
síðan. Kjartan var einstaklega ljúf-
ur maður í samskiptum, glaðvær en
hafði þó sínar föstu skoðanir á hlut-
unum. Með þessum línum viljum
við votta Kjartani okkar bestu
þakkir fyrir góðar samverustundir
og óska honum alls góðs á ókunnum
leiðum.
Hin þráða hvild er komin.
Kær mun hún þeim, er háði erfitt stríð.
Gott er þá að finna frið og ró.
Það er sælt að sofna inn í vorið
og seiðandi tóna njóta
er vaknar andinn upp til nýja dagsins
við endurminningu um fegurð sólarlagsins.
(R.S.G.)
Við vottum Ásdísi og öðrum að-
standendum okkar dýpstu samúð.
Friður sé með minningu hans.
Ragna Berg Gunnarsdóttir
og Aðalheiður Margrét
Gunnarsdóttir.
JÓNH.
BJÖRNSSON
+ Jón Henrik
Björnsson, ræð-
ismaður í Minnea-
polis, fæddist í
Minnesota 9. febrú-
ar 1919. Hann lést á
heimili sinu hinn 11.
mars síðastliðinn.
Faðir hans, Gunnar,
hafði komið íjög-
urra ára gamall til
Bandaríkjanna
ásamt móður sinni í
fyrsta hópi ís-
lenskra innflytj-
enda árið 1876.
Móðir _ hans, Ingi-
björg Ágústa Jónsdóttir, kom til
Minnesota frá Islandi árið 1901.
Hinn 8. mars 1944 kvæntist Jón
eftirlifandi konu sinni, Matt-
hildi Kvaran, dóttur Ragnars
Jón útskrifaðist sem blaðamaður
frá háskólanum í Minnesota árið
1941 og skömmu síðar gekk hann í
herskóla bandaríska landgönguliðs-
ins. Á stríðsárunum vann hann
meðal annars í gagnnjósnadeild
hersins og í stríðslok starfaði hann
um tíma með fóðurlandsvinum í
dönsku andspymuhreyfingunni.
Eftir stiíð settust Jón og Matta að
í Minneapolis og starfaði Jón þar
lengst af sem kynningar- og auglýs-
ingastjóri hjá Northwestem
National Bank. Jón bryddaði þar upp
á fjölmörgum nýjungum, svo sem
„The WeatherbalT sem var risastór
kúla uppi á þaki höfuðstöðva bankans
í miðborginni. Hún sást víða að og
breytti um lit eftir hvort von var á
kólnandi eða hlýnandi veðri.
Hann var meðlimur i Minnesota
Advertising Club og Norske Tor-
skeklubben og sat í stjórn
Minnesota Press Club. Jón var ræð-
ismaður Islands í rúm tíu ár og fet-
aði þar í fótspor föður síns og
þriggja bræðra, sem allir störfuðu
Kvaran og Þórunn-
ar Hafstein. Þeim
varð fjögurra
barna auðið: 1)
Ragnar, kvæntur
Nancy, 2) Henrik,
kvæntur Barböru,
3) Edda, gift Scott
Connell, og 4)
Erika. Barnabörnin
em fjögur: Lindsey,
Kristína, William
og Erin. Af systkin-
uni Jóns eru Hjálm-
ar, Valdimar, Helga
og Björn látin. Eftir
lifir Stefanía Den-
bow, sem býr í Athens í Ohio.
Utför Jóns Henriks fór fram
frá St. Peter’s Lutheran
Church í Minneapolis 15.
mars.
sem ræðismenn íslands í Minnea-
polis.
Jón var hæglátur maður, vin-
gjarnlegur og hlýr og hafði góða
kímnigáfu. Hann var afburða hag-
leiksmaður og stundaði m.a. hús-
gagnasmíði í frístundum. Hann
smíðaði fjölda fallegra gi’ipa sem
prýða glæsilegt heimili þeirra
Möttu og nánustu ættingja.
Á málefnum Islands hafði Jón
brennandi áhuga og sinnti starfi
sínu sem ræðismaður landsins af
stakri kostgæfni og trúmennsku.
Hann vann ötullega að eflingu
skiptinemasambands þess sem ver-
ið hefur milli Háskóla Islands og
Minnesotaháskóla um árabil.
Gestrisni Jóns og Möttu var róm-
uð og var heimili þeirra ávallt opið
öllum löndum sem hér voru um
lengri eða skemmri tíma.
Jóns Björnssonar verður sárt
saknað af Islendingahópnum hér í
tvíburaborgunum.
Blessuð sé minning hans.
Orn Arnar.
HILDIG UNNUR
ENGILBERTSDÓTTIR
Hildigunnur
Engilbertsdóttir
fæddist, í Súðavík
10. janúar 1939.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
15. mars síðastlið-
inn og fór útfór
hennar fram frá
Akraneskirkju 23.
mars.
Elsku Vaddý.
Síðast sá ég þig
hressa og káta 1. febr-
úar sl. Þá fylgduð þið
Ási mér á Sjúkrahús
Reykjavíkur þar sem ég átti að
fara í stóra aðgerð. Ég var hrædd
og kvíðin, en þið voruð bjartsýnin
uppmáluð og stöppuðuð í mig stál-
inu. Báðar höfðum við í sömu vik-
unni greinst með krabbamein. Þú
fórst í skurðaðgerð en ég í geisla-
meðferð. Þetta var svart skamm-
degi og erfitt bæði fyrir okkur og
fjölskylduna. En fólkið okkar stóð
þétt saman, bað fyrir okkur og
gerði líf okkar bærilegt. Um miðj-
an janúar fékkstu þær gleðifréttir
að tekist hefði að
lækna þig. En því mið-
ur var það skammgóð-
ur vermir. Þú fékkst
einhverja pest, sem
því miður var annað
og verra.
Elsku Vaddý, þér
var ætlað annað og
stærra hlutverk hjá
Honum sem öllu ræð-
ur. Við höfum heyrt
fréttir utan úr heimi
þar sem skjólstæðing-
ar þínir, börn og aldr-
aðir, eiga um sárt að
binda í stríði og hung-
ursneyð. Hann vantaði konu eins
og þig til að hjálpa sér. Enga þekki
ég betri en þig í það hlutverk.
Elsku bróðir, börn, tengdabörn
og barnaböm, söknuður ykkar er
mikill. Að lokum vil ég þakka ykk-
ur fyrir alla þá ástúð sem þið hafið
sýnt mér í mínum veikindum. Það
gleymist aldrei. Guð blessi ykkur
öll.
Samúðarkveðjur,
Guðmundína Samúelsdóttir
(Mumina).
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf gi-ein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er
takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna skilafrests.