Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 67 ,
BREF TIL BLAÐSINS
Fyrirmyndir í vímu
Frá Kristni Snæland:
TIL er fólk sem virðist af alvöru
leggja þeini hugsun lið, að landið
okkar verði vímuefnalaust og setur
sér jafnvel tiltekið ár í því sam-
bandi. Forgangsverkefnj þessa
ágæta fólks virðist vera börnin og
unglingarnir okkar, eins og þar sé
lausn vandans. Ég sé vandann í
öðru ljósi, ég sé vandann í afstöðu
og umgengni fullorðinna varðandi
vímuefni.
Hvernig má búast við árangri í
baráttu gegn vímuefnum þegar t.d.
borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, heykist
undan hótunum boltabullna og
framlengir ólöglega vínveitinga-
leyfi á knattspyi'numóti sem sótt er
af öllum aldursflokkum? Eru slík
vinnubrögð hluti af vinnu gegn
vímuefnum? Reyndar er átakan-
legt dómgreindarleysi að veita vín-
veitingaleyfi við slíkar íþróttasam-
komur.
Það má líka spyrja hvort það sé
liður í baráttu Reykjavíkurborgar
að halda á vegum Dagvistar barna í
Reykjavík drykkjusamkvæmi í
íþróttahúsi Fram hér á dögunum.
Þetta var undir stjórn Arna Þórs
Sigurðssonar og væntanlega með
góðlátlegu samþykki Guðlaugs
Þórs Þórðarsonar sem auk þess að
sitja í stjórn Dagvistar barna í
borginni er m.a. stjórnannaður í
íþróttafélaginu Fram sem lagði til
húsnæðið undir drykkjuna.
Einhverjar mögnuðustu drykkju-
samkomur sem fram fara í borginni
eru gjarnan skólaböll framhalds-
skólanna en nemendur þeirra eru
flestir undir löglegum drykkjualdri.
Kennarar og skólastjórnendur
horfa á þetta ráðalausir enda varla
von til aðgerða þar sem þeir hafa
sjálfir, a.m.k. margir hverjir, út-
skrifast úr Kennaraháskóla Islands
en í húsakynnum hans fara oft fram
fjölmennar drykkjusamkomur.
Fullorðna fólkið ætti að skoða
myndirnar í „hringiðu“ DV en þar
getur að líta fullorðna fólkið sem er
mætt á „menningarsamkomu“,
opnun nýs íyririækis, myndlistar-
sýningar eða annað sem frásagnar-
vert er talið. A myndum þeim er
fullorðna fólkið oft með vínglös í
höndunum og þó vissulega kunni að
vera óáfengt í sumum glösum þá
fer það ekki leynt að áfengi er oft-
ast í boði. Glasafólkið á myndunum
er allt frá íyi-rverandi forseta
landsins upp í almenna óþekkta
borgara. Þetta fólk er trúlega með
vínglösunum að leggja vímuefna-
lausu landi lið, eða hvað?
Er von til þess að unglingarnir
hafni áfengi þegar hinir fullorðnu
gera félagsheimili íþróttafélaganna
að drykkjubúllum? Ofögur eru
di-ykkjulætin við og í íþróttahúsun-
um á stundum og ófagurt umhverfí
þeh-ra stráð bjórdósum, flöskum og
plastmálum. Ekki eru það ungling-
arnir okkar sem standa fyrir slíku
eða bera þar á ábyrgð. Gróðafíkn
íþróttaforystunnar sem í hálfgerðri
vitfirringu reynir að gera hvert
íþróttafélag og hvert lið að dulbúnu
atvinnumannaliði hrekur hina full-
orðnu út í bjórsölu í fjáröflunar-
skyni. Kaldhæðnin í ruglinu er svo
að rökrétt væri að svona í besta lagi
eitt eða tvö félög gætu stundað at-
vinnumennsku hér á landi ef miðað
væri við mannfjölda. Hvers vegna
ætli bæði félögin á Akureyri skuldi
einhverjar tugi milljóna, og er ekki
stór vandi fyrir dyrum á Olafsfirði
vegna dulbúinnar atvinnumennsku
í íþróttum? Er ekki líka í gangi at-
vinnumennsku-skrípaleikur hjá fé-
lögunum á höfuðborgarsvæðinu,
jafnvel svo að farið er að selja þau
sem hlutafélög? Ekki furða að hinir
fullorðnu finni sig tilneydda til að
selja áfengi, jafnvel innan íþróttafé-
laganna.
Hvernig getur nokkur fullorðinn
ætlast til að bömin okkar hafni
vímunni þegar svona er í pottinn
búið?
Það er sorglegt að horfa á niður-
lægingu fullorðna fólksins sem tel-
ur það jafnvel fínt að þvælast um
göturnar milli kráa með áfengisglös
í höndunum og ekki kemst það
heiman frá sér niður á næstu krá,
án þess að borinn sé bjór eða
áfengisflaska. Fátt er ömurlegra en
uppábúið fullorðið fólk sem svo
vafrar um með ölglas eða bjór-
flösku í höndunum. Verst er að
þetta þykir svo sjálfsagt að fáir
finna að.
Ekki er þess að vænta að gróða-
pungarnir sem óforskammað aug-
lýsa bjór ætli sér vímuefnalaust
land og linkind gagnvart ólöglegum
áfengisauglýsingum vekur ekki
vonh- um vímuefnalaust land. Er
það svartsýni að ætla að það taki
nokkrar aldir að siðmennta svo ís-
lenska þjóð að hún hafni vímunni
og komi sér á nokkuð svo menning-
arlegt stig í meðferð og neyslu
áfengis?
KRISTINN SNÆLAND,
Engjaseli 65, Reykjavík.
ANNAR hópur italskra fjallamanna af tveimur sem heimsóttu ísland sl. sumar.
Aukmn áhugi Itala á Islandi
Frá Ara Trausta Guðmundssyni:
EKKI hefur farið framhjá fólki í
ferðaþjónustunni og mörgum öðr-
um að æ fleiri ítalskir ferðamenn
koma árlega til landsins. Að nokkru
leyti er þetta töluvert miklu kynn-
ingarstarfi að þakka og bættum
samgöngum. í aðra röndina ræður
nokkru sú staðreynd að margir
Italir líta til fjarlægra staða með
lítt snortinni náttúru til þess að
komast úr þrengslum helstu úti-
vistarsvæða Evrópu. Þetta á mjög
svo við Norður-Italíu, t.d. Dóló-
míta-fjöllin og Austur-Alpana.
Flestir ítölsku ferðamennirnir sem
hingað koma enj allefnað fólk með
áhuga á að skoða náttúru og menn-
ingu og þeir fara í hóflega erfiðar
skoðunarferðir og búa bærilega að
svefnstöðum, mat og drykk. En nú
hafa ítalskir fjallamenn beint sjón-
um sínum að landinu og erfíðari
ferðum. Fyrst er vitað til að hingað
hafi komið ítali að klífa fjöll 1936,
dr. Pollitzer að nafni. Hann komst
m.a. á Bárðarbungu. En áratugum
saman hafa svo fáir „alpinisti" kom-
ið frá Italíu til Islands. Nú kann
það að breytast.
I Róm starfar Vináttufélag Is-
lands (og Italíu) eða Associazione
Amici dell’Islanda af heilmiklum
krafti, m.a. að landkynningu. Þar á
bæ stjórnar starfinu dr. Wladimiro
Bombacci, Islandsvinur til margra
ára sem þekkir land og þjóð prýði-
lega. Wladimiro Bombacci er sjálf-
ur fær fjallamaður, einkum á yngri
árum, og hefur gott samband inn í
ítalska Alpasambandið (CAI) en
þar eru 320.000 félagar. Að hans
fnimkvæði lagði forseti CAI til í
íyrra að komið skyldi á sérstöku
vináttusambandi milli Islenska
Alpaklúbbsins (ÍSALP) og ís-
lenskra fjallamanna almennt, og
Hvert fara framliðnir?
Frá Atla Hraunfjörð:
í SÍÐASTA lesendabréfí sem birt-
ist í Morgunblaðinu 6 mars, fjallaði
ég um skilning dr. Helga Pjeturss
um efnislega veröld framliðinna,
skilning byggðan á lestri hundruða
framlífsbóka. í bréfinu benti ég á,
að með vísindalegri víðsýni geti
glöggir efnishyggjumenn, líkt og
dr. Helgi, greint við flokkun lýsinga
framliðinna á umhverfi sínu, að
verustaðir þeirra framliðnu eru
mismunandi, séu lýsingar þeirra
skoðaðar út frá náttúru og jarð-
fræði, auk samfélagslegi'i viðmiðun.
Vísindamenn, t.d. stjarnfræðingar,
stjarneðlisfræðingar og jarðfræð-
ingar, geta ef þeir lesa vel og flokka
lýsingar framliðinna á jarðfræði
staðanna áttað sig á, að staðirnir
eru jarðneskir og hljóta að vera á
öðrum hnöttum. Það eitt er víst, að
ekki er um að ræða einn stað sam-
kvæmt áður sögðu, þar sem fólkið
lýsir fyrirbærum sem eru með öllu
óþekkt hér á jörðu.
Eins og áður hefur komið fram,
er niðurstaða dr. Helga, að framlíf
er í efni og eigi sér stað á öðrum
jörðum í öðrum sólkerfum út í ver-
aldarrúminu. Augljóst er að sumar
lýsingar framliðinna geta átt við
hnetti með bundinn möndulsnún-
ing. Það er að segja, hnötturinn
snýr ætíð sömu hlið að sólu og á
móti, sömu hlið undan sólu. Á
annarri hliðinni er alltaf sól en á
hinni sífellt myrkur, en á mörkum
birtu og dimmu, allt frá eilífum
morgni til eilífs kvöldroða. Hnett-
irnir hafa í aldanna rás stöðvast
með öllu. Sumir hnettir hafa sam-
kvæmt frásögn framliðinna aðra liti
í andrúmslofti sínu og umhverfi,
vegna litar sólarinnar, sem t.d. er
bláleit ellegar hún er rauðleit. Dr.
Helgi áttaði sig á lögmálinu sem
ræður því hvar framliðnir lenda eða
raðast niður til framlífs og gaf því
nafnið stillilögmál. Lögmálið ræður
hvar menn lenda til framlífs, en það
mótast af lífí þeirra og hugsun og á
móti, hugsun annarra til þeirra í
samræmi við hegðun er þeir sýna
af sér, eða eins og sagt er, „sækjast
sér um líkir“. Það er að segja, gerð-
ir mannsins stilla hann til staða þar
sem aðrir hans líkai' koma saman
til framlífs.
Glöggir rannsakendur sem lesa
og flokka frásagnir framliðinna sjá
það strax, að það er fylgni á milli
staðháttalýsinga þess framliðna og
framferðis í lifanda lífi, hvar hann
lendir til framlífs. Því dimmara sem
umhverfíð er, því ljótara lífi lifði
hinn framliðni á meðal okkar og á
hinn bóginn, því bjartara umhverfi
þess framliðna, því þroskaðri var
hann í mannlegum samskiptum.
Þegar líkaminn ónýtist og lífið fjar-
svo CAI og ítalskra fjallamanna. í
framhaldi af því komu tveir stórir
hópar ítalskra fjallamann til ís-
lands sl. sumar. Sá ferðaskrifstofan
Landnáma um framkvæmd ferða
hér heima en hluti fjallamannanna
gekk m.a. á Hvannadalshnúk. For-
maður ISALP og greinarhöfundur
hittu hópana og kynntu fyrir þeim
fjallamennsku á Islandi. I bréfi dr.
Bombacci (12.3.) segir að Italirnir
hafi verið sérlega ánægir með ferð
sína til Islands og að hingað sé mik-
ið að sækja.
I sumar stendur íslenskum fjalla-
mönnum til boða að heimsækja
ítölsku Alpana þar sem þeim verð-
ur gert kleift að nýta skála CAI og
fá aðstoð þai'lendra „alpinisti". Þá
er einnig fyrirhugað að fleh-i ítalsk-
ir hópar komi hingað í svipaðar
ferðir og farnar voru sl. sumar.
Þegar þess er gætt hve margir fé-
lagar eni í Italska Alpasambandinu
og hve fjölbreytta ferðamennsku er
unnt að stunda á Islandi má sjá að
þessi viðbót við íslensku ferðaflór-
una er einkar ánægjuleg. Islenskir
fjallamenn geta auðvitað líka sótt
sér reynslu í ítölsku Alpana.
ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON,
jarðeðlisfræðingur.
ai' út, geislumst við til þess staðar
sem við höfum samstillst með lífí
okkar, þ.e. með hegðun og hugsun
(stillilögmálið) og byggjum upp
nýjan líkama úr efnum nýrrar jarð-
ar og höldum áfram að lifa, á öðrum
stað óravegu frá hinum fyrri. Það
er að segja, lífafl okkar kemur
hreyfingu á efnið og þéttir það til
mótunar á nýum líkama. Þar með
hefst nýr kafli í þroskasögu manns-
ins sem stefnir til framfara á öllum
sviðum líkamlegrar fegurðar og
andlegs þroska og lífsfyllingar.
Mismunandi er hve fljótt einstak-
Ungurinn er að ná áttum, en að lok-
um, ef einhver lok eru, verður hann
bjartur og skínandi og stefnir til
fullrar þátttöku í eflingu lífs í al-
heimi. Áð lokum vil ég endurtaka
lykilatriði málsins eins og í síðasta
bréfi.
1. Hugsanaflutningur er viður-
kennd staðreynd.
2. Framlíf er viðurkennd stað-
reynd.
3. Allt líf er í efni, samkvæmt
niðurstöðu líffræðinnar.
4. Staðhæfing: Þar sem allt líf er
í efni og framlíf er viðurkennd stað-
reynd, hlýtur framlíf að vera í efni.
5. Staðhæfing: Hugsanaaflið er
undirstaða alls lífs í alheimi.
ATLI HRAUNFJÖRÐ,
Marargi-und 5, Gai'ðabæ.
CLINIQUE
á allra vörum
í Lyfju Kópavogi
CLINIQUL
100% ofnæmisprófað
í tilefni af opnun Lyfju Kópavogi verður ráðgjafi frá Clinique í
versluninni í dag og á morgun frá kl. 13.00-18.00.
Frí húðgreining á Clinique-tölvuna og ráðleggingar um Clinique-
snyrtivörur og notkun þeirra.
Að lokinni húðgreiningu færð þú varalit að gjöf frá Clinique meðan
birgðir endast.
Vinsamlegast pantið tíma eða lítið inn.
LYFJA
Hamraborg 11, sími 554 0102.