Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Passíusálmarn- ir lesnir í Akra- neskirkju í FYRRA var tekin upp sú ný- breytni í Akraneskirkju á fóstudag- inn langa að Passíusálmarnir voru lesnir þar í heild sinni. Féll sú til- raun í góðan jarðveg hjá sóknar- bömum, sem fjölmenntu til kirkju af því tilefni. I ár verður söfnuðinum aftur boð- ið að hlýða á lestur Passíusálmanna. Sóknarnefndarfólk mun lesa þá ásamt núverandi og fyirverandi sóknarpresti. Katalin Lörinez mun leika á orgelið á milli lestra. Unnur H. Arnardóttir syngur einsöng þeg- ar lesturinn er hálfnaður. Akurnesingar eru hvattir til þess að koma í kirkju sína, hlýða á og hugleiða með lesuranum píslarferil frelsarans. Kirkjugestum er heimilt að koma og fara eftir því sem þeim sjálfum hentar. Sóknarprestur. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðs- félaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Dómkirkjan. Barnastarf fyrir 6-9 ára börn kl. 10.15 og kl. 14.15 í safn- aðarheimilinu. Grensáskirkja. Kvrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Passíusálmalestur og orgelleik- ur kl. 12.15. Æskulýðsfélagið Örk (yngri deild) kl. 20. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17. Langholtskirkja. Passíusálmalestur og bænastund kl. 18. Laugarneskirkja. „Þriðjudagur með Þorvaldi“ kl. 21. Lofgjörðar- stund. Seltjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12. Passíu- sálmalestur kl. 12.30. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Páska- föndur. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf kl. 17.15 á vegum KFUM & K og Digi-aneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir EDaoDg® y Negro Skólavörðustíg 21 a »101 Reykjavík sími/fax 552 1220 Akraneskirkja. 9- 10 ára stúlkur kl. 17.30. Æsku- lýðsstarf fyrir 8. bekk kl. 20.30. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigurjóns Áma Eyjólfssonar. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10- 12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára böm frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonar- höfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, Kapellu Strandbergs, kl. 21.30- 22. Heimsborgin - Rómverja- bréfið, lestur í Vonarhöfn kl. 18.30- 20. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 14-16. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Hvammstangakirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12 á prests- setrinu. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Ailir velkomn- ir. Lágafellskirkja. Æskulýðsstarf fermingarbama á miðvikudögum kl. 20. Umsjón Sigurður Rúnar Ragn- arsson. Hólaneskirkja, Skagaströnd. KFUM og K fyrir 9-12 ára kl. 16. Biblíulestur í Sæborg kl. 20. Bahá’í. Bahá’í-samfélagið í Hafnar- firði býður alla hjartanlega vel- komna á kynningu á bahá’í-trú á efri hæð Gúttó v/Suðurgötu í kvöld kl. 20.30. HUGBÚNAÐUR FYRIRWINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 * Sími 568 8055 www.islandia.is/kerlislhroun Pallbílaeigendur Þeir sem hafa áhuga á að panta pallhús fyrir sumarið hafið samband við okkur hið fyrsta: Höfum enn fjölbreyttara úrval og nýjar gerðir að bjóða. m * e f'- .Ti." m 3 . Pallhús sf., Armúla 34, símar 553 7730 og 561 0450 í DAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sel atkvæðið dýrt NÚ ER ég klökkur. Kaupið mitt hækkar um heil 7%. Þetta era 4000 krónur á mánuði. Hvað á ég að gera við öll þessi ósköp? Fara í Bónus og kaupa mér um það bil hálfa kerru af nauðsynj- um? Fara í Kolaportið og kaupa mér gallabuxur? Það veit sá sem allt veit að ég verð í vandræðum með allt þtta fé á milli handanna. Eg veit bara það eitt að Davíð okkar og allt hans lið hefur mitt atkvæði á hreinu. Eg lét að því liggja að ég vissi ekki hvar ég ætti að setja krossinn minn í komandi kosningum en nú er sá efi úr sögunni. Eg verð að játa að ég sel atkvæðið mitt nokkuð dýrt en ég get ekki hafnað svona góðu boði. Eg verð bara að passa að eyða ekki öllu þessu fé í einhverja vit- leysu. Eg lá andvaka í nótt og velti dæminu fyrir mér. 7% af engu er engin smá tala. Heilar 4000 krónur. Eg er bara að vona að þetta setji ekki ríkiskassann á hausinn. En ég veit að um ríkis- kassann halda það sterk- ar hendur að við fórum okkur ekki að voða. Ég vil svo bara að end- ingu skora á alla öryrkja og aldraða sem hafa þurft að lifa í okkar heilnæma lofti að setja nú krossinn sinn hjá okkar ástkæru ríkisstjórn og hætta nú að jarma. Það er ekkert lítið sem þið getið gert fyrir 4000 krónur. Kjósið Davíð og allt hans lið og ekkert mun breytast hjá ykkur. Hrafn Hauksson, Reynimel 51. Örlæti ER ekki borgarstjórinn okkar að verða fullörlátur við okkur skattgreiðend- ur. Nú hefur hún sett vin- konu sína í nýtt embætti framkvæmdastjóra mið- bæjar. Við höfum alla borgarstjórnina á fullu kaupi, um 20 manns, er það ekki þeirra að taka þetta starf að sér. Verður næst skipaður fram- kvæmdastjóri Árbæjar-, Breiðholts-, Grafarvogs o.s.frv. Þessi nýi fram- kvæmdastjóri er líffræð- ingur að mennt en hefur ekki stjórnunar- eða skipulagsmenntun. Ég held að vinavæðingin sé farin að ganga nokkuð langt. Og af hverju er miðbærinn okkar orðinn eins ömurlegur og hann er. Hólmfríður Jónsdóttir. Nútíma þrælahald Sigrún O. Marinósdóttir skrifai’ í Velvakanda 18. mars sl. um nútíma þrælahald. Hverf orð er hún ritar er 100% rétt. Undirritaður starfaði hjá fyrirtæki hér í borginni. Á þeim var vinnustað var laugardagsskylduvinna, menn sem ekki gátu þá mætt, gátu fundið sér annað að gera. Þegar þetta fyrirkomulag var rætt við forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar var bara yppt öxlum og svarað að það væri ekki hægt að skylda menn til að vinna á laugardögum. Dofinn í þessu félagi er til skammar og félagsmönn- um er þangað koma til að leita réttar síns er sýndur hroki í afgreiðslu. Þetta ágæta stéttarfélag tekur á móti félagsgjöldum, em að fara að byggja hús en ég held að það væri sterkara að byggja upp félagið og styrkja það og sýna og sanna að félags- menn séu þar velkomnir. Hafliði Helgason. Völvufelli 50. SKÁK Fmíijóii Margeir I’étursson 38. Df4+ - g5 39. Dd6+ - Hg6 40. Df8+ - Hg7 41. Dxg7 mát) 37. Hd7 og svartur gafst upp, því mátið blasir við. STAÐAN kom upp á árlega Melody Amber atskák- og blindskákmótinu í Mónakó. Staðan kom upp í atskák. Veselin Topalov (2.700), Búlgaríu, hafði hvítt og átti leik, en Ljubomir Ljubojevic (2.570) var með svart. 36. Bg8+! - Kh8 (Eða 36. - Hxg8 37. Hd7+ - Kh6 HVÍTUR mátar í sjötta leik. COSPER NÚ er síminn til þín. Víkveiji skrifar... FYRIR nokkru eða hinn 18. marz skrifaði Víkverji um stóm happdrættin og lýsti því þar að væri miði ekki seldur, þyrftu happdrættin að sjálfsögðu ekki að greiða út vinninginn, sem upp á númerið kæmi. Þetta er auðvitað auðskilið mál. Víkverji hélt því hins vegar aldrei fram að það væri einhver hagnaður happdrættanna af slíkum vinningi og auðvitað hagnast happdrættið ekki, nema sem flestir miðar séu seldir. Hagn- aðurinn hlýtur að felast í því að miðar seljist. Þrátt fyrir það og þótt ekki hafi verið í einu orði minnst á Happ- drætti Háskóla Islands skrifar for- stjóri þess, Ragnar Ingimarsson, Víkverja eftirfarandi bréf xxx RAGNAR Ingimarsson segir: „í Mbl. 18. mars veitist Vík- verji enn að happdrættisrekstri með svipuðum hætti og fyrr þ.e. með því að láta að því liggja að flokkahappdrættin hagnist á því að geta ekki selt alla útgefna miða - þau hljóti þá sjálf hluta vinninga og greiði þar af leiðandi út lægra vinningshlutfall en auglýst sé. Það er nú reyndar ekki svo að Víkverji sé einn um að fá svona flugur í höfuðið - undirritaður hef- ur í tímanna rás þurft að útskýra svipuð mál fyrir einstaklingum sem hafa orðið fastir í álíka hugs- anavillum, en sem betur fer hefur slíkt nær undantekningarlaust endað með því að viðkomandi hef- ur lýst því yfir að nú skilji hann málið og falhst á að ekki sé hallað á viðskiptavinina. Eftirfarandi dæmi gæti hjálpað: Hugsum okkur happdrætti með 1000 útgefnum miðum sem hver kostar 1000 kr. Vinningar skulu vera 100, hver að verðmæti 700 krónur. Ef allir miðamir seljast verða heildartekjurnar þvi 1 000 000 kr., vinningar verða samtals 700 000 kr. og vinnings- hlutfallið óumdeilt 70%. Happ- drættið fær í sinn hlut 300 00 kr. sem ágóða og til að standa undir kostnaði við rekstur. Hugsum okkur nú að aðeins 500 miðar seljist, þ.e. heildartekjurnar verði 500 000 kr. Drögum sem fyrr út 100 vinninga, hvern á 700 kr. þ.e. vinninga að heildarverð- mæti 700 000 kr. Þarf happdrættið nú að greiða út 700 000 kr. af tekjum sem voru aðeins 500 000 kr., þ.e. að tapa 200 000 kr. á fyrirtækinu? Sem betur fer ekki, að minnsta kosti fyrir happdrættið. Líklegast er að 50 útdreginna vinninga hafi lent á seldum miðum og 50 á óseldum. Það sem happ- drættið þarf þá að greiða út era 50x700=350 000 kr. Happdrættið fær nú í sinn hlut þar sem eftir var af heildarsölutekjunum þ.e. 500 000-350 000=150 000 kr. Og hvert er þá hið raunverulega vinn- ingshlutfall? Því er fljótsvarað: það er 350 000 af 500 000 eða 70% - alveg eins og til stóð. En hvað með vinningana sem féllu á óseldu miðana? Ja - hvar skyldi þá peninga vera að finna? Þeir eru öragglega ekki hjá happ- drættinu - það á bara 150 000 kr. eftir - helmingi minna en það hefði átt eftir ef allir miðarnir hefðu selst - svo ekki hafði það ávinning af minnkandi sölu. Viðskiptavin- irnir fengu hins vegar í sinn hlut það sem lofað hafði verið í vinn- inga, þ.e. 70% af heildarsölutekj- um. Vona ég að ljóst sé af ofan- greindu að flokkahappdrættin hafa engan ávinning af óseldum miðum nema síður sé.“ xxx SVO MÖRG voru orð forstjóra Happdrættis Háskólans og nú ætti öllum lesendum Víkverja að vera ljóst, að hagnaður happdrætt- anna byggist á seldum miðum en ekki óseldum. Víkverji hvetur fólk, sem vill styðja góðan málstað happdrættanna til þess að kaupa sér miða, því að það er þó alltjent ljóst, að enginn vinnur í happ- drætti, nema hann kaupi sér miða og hvatningarorðin „miði er mögu- leiki“ era í fullu gildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.