Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir niðurstöðu samkeppnisráðs Flugfélagið fær ekki þriðju ferð til Egilsstaða ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur staðfest það álit samkeppnisráðs að sú ákvörðun Flugfélags Islands að setja upp hádegisferð á leiðinni Reykjavík-Egilsstaðr brjóti gegn 17. grein samkeppnislaga og hafi því skaðleg áhrif á samkeppni. Nefndin telur ekki að markaðurinn gæti tekið við þessu aukna framboði án þess að samkeppni raskaðist verulega. „Þeir hagsmunir sem Flugfélag íslands hf. færir fram sem rétt- lætingu á umræddri aðgerð [eru] mun minni en þeir samkeppnislegu hagsmunir sem við það færu forgörðum en verulegar líkur þykja á því að við slíka aðgerð félli sam- keppnisaðili út af markaðinum," segir í úr- skurðinum. Þegar innanlandsdeild Flugleiða hf. og Flugfélag Norðurlands runnu saman í Flug- félag íslands um mitt ár 1997 settu sam- keppnisyfirvöld ýmis skilyrði fyrir samrun- anum, m.a. um samþykki samkeppnisyfir- valda við aukinni ferðatíðni til nokkurra staða, þ.m.t. Egilsstaða næstu þrjú ár. Flugfélag íslands hefur flogið kvölds og morgna til Egilsstaða en íslandsflug farið eina ferð um miðjan dag. í úrskurði áfrýjun- arnefndar kemur fram að markaðshlutdeild FÍ á flugleiðinni sé um 80%. Flug um miðjan dag Flugfélagið ákvað að bæta við þriðju ferð- inni og fljúga einnig um miðjan dag en sam- keppnisráð úrskurði að slíkt stríddi gegn 17. grein samkeppnislaga og fæli í sér skaðleg áhrif á samkeppni og stríddi einnig gegn skilyrðum samkeppnisyfirvalda sem sett voru við tilurð FÍ. Þessa niðurstöðu staðfesti Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hvað varðar ákvæði 17. greinarinnar í gær að lokinni stjálfstæðri könnun á því hvort skilyrði hafi verið til íhlutunar. „Áfrýjunarnefndin telur eins og sam- keppnisráð að markaðurinn sem hér skiptir máli sé flugleiðin milli Reykjavíkur og Egils- staða. Verður ekki fallist á að samgöngur á landi geti komið að svo verulegu leyti í stað flugsamgangna á umræddri flugleið að eðli- legt sé að taka tillit til þeirra við skilgrein- ingu markaðarins," segir í niðurstöðunni. Ríkar kröfur til markaðs- ráðandi fyrirtækis „Sýnt hefur verið fram á að Flugfélag ís- lands hf. hafi um 80% hlutdeild á umræddum markaði. Engin önnur atriði veikja þá sam- keppnisstöðu félagsins sem þessi markaðs- hlutdeild veitir vísbendingar um. Flugfélag íslands hf. er því í markaðsráðandi stöðu á þeim markaði sem hér skiptir máli, þ.e. á fiugleiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða." Þá segir að áfrýjunarnendin telji að gera verði ríkar kröfur til FÍ sem markaðsráðandi fyrirtækis að það aðhafist ekkert sem raskað geti með óeðlilegum hætti þeirri samkeppni, sem ríkir á markaðinum. Flugfélagið hafi haldið því fram málstað sínum til framdráttar að aukin sóknarfæri í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu á Austurlandi og með nýjum valkostum í flugi eða í tengslum við flug réttlættu fyrirætlan fyrirtækisins; leitast væri við að fullnýta flugflota félagsins og loks væru neikvæð samkeppnisleg áhrif í lágmarki með brottfar- artímum 2-3 tímum fyrr að deginum en í ferðum Islandsflugs. Samkeppnisaðili félli af markaðinum Áfrýjunarnefnd segir gögn málsins engar haldbærar vísbendingar gefa um að markað- urinn geti tekið við aukningunni án þess að samkeppni raskist verulega. „Áfrýjunar- nefndin telur að athuganir Samkeppnisstofn- unar sýni nægjanlega að viðbótarflug standi ekki undir beinum rekstrarlegum kostnaði. Einnig þykir sýnt að þeir hagsmunir sem Flugfélag íslands hf. færir fram sem réttlæt- ingu á umræddri aðgerð séu mun minni en þeir samkeppnislegu hagsmunir sem við það færu forgörðum en verulegar líkur þykja á því að við slíka aðgerð félli samkeppnisaðili út af markaðinum,“ segir í úrskurðinum þar sem hin kærða ákvörðun samkeppnisráðs var staðfest. Með tóma vél að kvöldi Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands, sagði að beiðnin um há- degisflugið hafi verið tímabundin og ein- göngu hafi verið gert ráð fyrir því að bæta við flugi í mars og apríl. Þetta flug komi sjálfkrafa inn í maí. „Við munum þvi í sjálfu sér ekki bregðast á neinn hátt við þessari niðurstöðu en okkur finnst þetta afskaplega merkileg niðurstaða. Samkvæmt þessu er Samkeppnisstofnun heimilt að meta markað- inn þannig að flug kl. 13 sé í samkeppni við flug sem er kl. 15,“ sagði Jón Karl. Jón Karl segir að félaginu sé heimilt að fljúga að meðaltali 5-6 sinnum á dag milli Akureyrar og Reykjavíkur en ávallt einu flugi meira frá Akureyri en Reykjavík. Af þessum sökum sé eitt flug að kvöldi frá Reykjavík að jafnaði með tómri flugvél nema takist að leigja hana fyrir hópa. „Okkur finnst ekki mikil hagkvæmni í þessu. Raunar finnst mönnum þessar niðurstöður allar frek- ar sérkennilegar," sagði Jón Karl. Alfreð Þorsteinsson um 3% hækkun Landsvirkjunar Kallar á hækkun hjá Orkuveitunni ALFREÐ Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir ljóst að 3% hækkun á heild- söluverði raforku frá Landsvirkjun kalli á tæplega 2% hækkun orku- verðs hjá Órkuveitu Reykjavíkur og líklega muni stofnunin hækka gjald- skrá sína um 2-3%. Hann segir að eftir eigi að ræða hve mikið Orku- veita Reykjavíkur hækki verð sitt til neytenda en í Morgunblaðinu á laug- ardag sagði Guðmundur Þóroddsson orkuveitustjóri að búast mætti við 3% hækkun til almennings. „Það á alveg eftir að ræða þetta, en mér þykir líklegt að þessi hækk- un verði á bilinu 2-3%,“ sagði Alfreð. „Sennilega er þörf á aðeins meiri hækkun en vegna þessarar hækkun- ar Landsvirkjunar.“ Þegar Landsvirkjun hækkaði heildsöluverð rafmagni til almenn- ingsveitna um 1,7% um áramótin 1998, beitti Alíreð sér fyrir því að Rafmagnsveita Reykjavíkur tæki þá hækkun á sig. Lækkaði raforkuverð í borginni um 2% í upphafi árs 1998 þrátt fyrir hækkun Landsvirkjunar. Alfreð var spurður að því hvort horfur á 2-3% hækkun vegna 3% hækkunar Landsvirkjunar nú þýddi að verið væri að innheimta útgjöldin vegna hækkunarþarfarinnar sem fyrirtækið hefði tekið á sig í aðdrag- anda borgarstjórnarkosninganna 1998. Hann sagði svo ekki vera; sér væri til efs að hreyft hefði verið við gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur ef þetta tilefni vegna hækkunar Lands- virkjunar hefði ekki gefist. „I raun og veru er ekki um að ræða hækkanir umfram verðlags- þróun heldur eingöngu vegna verð- lagsþróunar. Auðvitað sér maður fram á lækkandi raforkuverð með aukinni samkeppni ef stjómvöld standa við fyrirheit um það. Svigrúm okkar til lækkunar á raforkuverði helgast af því hvort okkur verður leyft að fara í meiri orkuvinnslu en í dag og framleiða fyrir eigin mark- að,“ sagði Alfreð og vísaði þar til raf- orkuvirkjunarinnar á Nesjavöllum. Hann sagði að fengi Órkuveita Reykjavíkur að sitja við sama borð og Hitaveita Suðurnesja hvað varðar framleiðslu á raforku fyrir eigin markað yrði hægt að lækka gjald- skrána um 20%. 1,1% hækkun raforku til lýsingar í stefnumörkun Landsvirkjunar haustið 1997 var talað um óbreytt raunverð raforku til aldamóta en 2-3% lækkun á ári á tímabilinu 2001-2010. Raforkuverð Landsvirkj- unar til almenningsveita, sem nú hækkar um 3% hækkaði síðast um 1,7% í upphafi árs 1998 en þar áður um 3% í apríl 1997, Rósmundur Guðnason, hjá Hagstofu íslands, segir að áhrif 3% hækkunar á raf- orkuverði til lýsingar vegi um það bil 0,005% í vísitölu neysluverðs. Aðspurður um breytingar á þeim kostnaðarliðum sem nú kalla á orku- verðshækkanir sagði hann að miðað við grunninn 100 í mars 1997 væri vísitalan án húsnæðiskostnaðar nú 103,5 eða 3,5%. Rafmagn til lýsingar hefði hækkað úr 100 í 101,1 eða um 1,1%. Morgunblaðið/Þorkell Þór Jes Þórisson, Ólafur Þ. Stephensen, Guðmundur Björnsson og Anton Orn Kærnested, fulltrúar Landssímans, kynntu nýju síma- skrána í Listasafni Islands í gær. Breytt símaskrá SÍMASKRÁ Landssúnans 1999 kom út í gær. Skráin fæst afhent endur- gjaldslaust í þjónustumiðstöðvum Símans og á afgreiðslustöðum ís- Iandspósts, þar er einnig tekið við gömlum skrám til endurvinnslu. Bryddað hefur verið upp á þeirri nýbreytni að prýða forsíður síma- skrárinnar listaverkum í eigu Listasafns íslands, en Landssíminn er aðalstyrktaraðili safnsins. Verk- in Sæþoka og Sumamótt eftir Gunnlaug Scheving skreyta forsíð- urnar að þessu sinni. Fleiri breytingar hafa verið gerðar á útliti og efni símaskrár- innar. Öllu upplagi hennar er til að mynda skipt í tvö bindi, annað geymir súnanúmer á höfuðborgar- svæðinu en hitt númer á lands- byggðinni. Þá er skráin prentuð með nýju letri. Þessar breytingar em, að sögn fulltrúa Landssímans, í samræmi við óskir viðskiptavina, símaskráin hafi einfaldlega verið orðin of þung. Súnanúmer þeirra viðskiptavina Tals, sem óskað hafa eftir skrán- ingu, birtast nú í fyrsta sinn í súna- skrá Landssimans, einnig em í skránni yfir 12.000 ný vef- og net- föng einstaklinga og fyrirtækja. Barcelona 24. maí - 7. júní 8. -12. júlí Ítalía 10. -12. sept. -ríoVö Samvinnuferðir Landsýn Á verði fyrir Þigi íslensk erfðagreining semur við Affymetrix Markar skil í starfí IE ÍSLENSK erfðagreining hefur samið við bandaríska fyrirtækið Affymetrix um afnot af svokölluðum GeneChip hugbúnaði og tækni sem notuð er til að lesa á hraðvirkan hátt tjáningu gena og arfgerðir einstaklinga. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir þessa tækni marka þáttaskil í starfsemi fyrirtæk- isins. Kári segir í fréttatilkynningu, sem send hefur verið íslenskum og erlend- um fjölmiðlum, að hann sé ánægður með að samstarf fyrirtækjanna styrk- ist og að það nái nú einnig til þess að þróa fullkomnari tækni til að lesa eins basa erfðabreytileika. „Kísilflögutæknin ásamt einstakri aðstöðu til að rannsaka erfðafræði sjúkdóma á íslandi, veitir okkur tæki- færi til að rannsaka tjáningu og breytileika gena með árangursríkari hætti en ella. Tæknin markar þátta- skil í starfsemi Islenskrar erfðagrein- ingar sem leitast markvisst við að bæta tækjabúnað sem notaður er við meingenaleit og arfgerðargreiningu." Ein afkastamesta rannsóknar- stofa í heimi I fréttatilkynningunni segir að Is- lensk erfðagreining rannsaki erfða- fræði um 30 algengra sjúkdóma. Fyr- irtækið ráði yfir einni afkastamestu rannsóknarstofu í heimi á sviði arf- gerðargreiningar. Dr. Stephen P.A. Fodor, forstjóri Afiymetrix, segir að starfsmenn Is- lenskrar erfðagreiningar hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þeirri þróunar- vinnu sem liggi að baki því að greina á hraðvirkan hátt erfðamörk með kís- ilflögutækni. Þeir hafí lagt fram þekkingu á sviði arfgerðargreiningar sem hafi reynst afar mikilvæg í smíði nýs hugbúnaðar. Það sé jafnmikil- vægt fyrir bæði fyrirtækin að styrkja þróunarsamvinnu til að ná árangri í að smíða hugbúnað sem geti hvorttveggja í senn, greint tjáningu gena og arfgerðir manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.