Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 35 Fyrsti nemandinn að útskrifast Hvernig er að vera íslenskukenn- ari í London? „Skemmtilegt og fjölbreytt, það eru ótrúlegustu mál sem koma á borð lektorsins, allskonar aukamál, það fylgir starfinu að vera einskonar lítil upplýsingaskrifstofa um undar- legustu mál sem tengjast Islandi á einhvem hátt. Kennslan felst aðal- lega í því að kenna nemendum á BA stigi, yfirleitt eru þetta Bretar á aldrinum átján til tuttugu og þriggja ára. Lengi vel var þetta bara aukafag, reyndar er fomíslenska skyldugrein á fyrsta ári í deildinni sama hvaða norðurlandamál nemendumir leggja stund á og það verða líka allir að taka smá nútímaíslensku. Fyrir fjór- um áram settum við á fót BA nám í íslensku sem aðalgrein og fyrsti nemandinn er að útskrifast núna í vor. Það er mjög gleðilegt, það era ekki margar stofnanir utan Islands sem bjóða upp á BA nám í íslensku." Fara þínir nemendur heim til Is- lands? „Þetta er fjögura ára prógramm, því tungumálanám hér er yfirleitt byggt upp þannig að nemendur þurfa að vera eitt ár í viðkomandi landi, yfirleitt þriðja árið. Nemend- ur héðan fara heim og era við Há- skóla íslands eftir að hafa verið tvö ár hér og svo koma þau tilbaka og klára. Þetta er mjög gott fyrirkomu- lag. Það hefur aukist mjög að lönd taki þátt í svona nemendaskiptum á háskólastigi, t.d. er ég núna með einn Króata, einn Finna og eina ítalska stelpu.“ 100 ára Viking Society Sérðu eftir London? „Já, það er frábært að vera héma, og faglega séð er gaman að vera á stað með svo mikla hefð fyrir íslenskum fræðum. Hér í deildinni hefur t.d. víkíngafélagið aðsetur, The Viking Society of Nordic Rese- arch, sem er rúmlega hundrað ára og er vettvangur fyrir alla áhuga- menn um þau fræði, og svo er nátt- úralega stórkostlegt að hafa aðgang að öllum bókasöfnunum í London. Það er ómetanlegt þegar maður er að vinna að svona rannsóknum, það er mjög gott safn af íslenskum bók- um hér í skólanum og svo er bara steinsnar á British Library þar sem bókstaflega allt er tiL“ Meira en heima á íslandi? „Já á vissan máta, því um leið og komið er aðeins útfyrir íslensk fræði í strangasta skilningi er mun „grös- ugra“ hér en heima. íslensk fræði tengjast auðvitað öðram fræðum, t.d. í evrópskri miðaldafræði, ef maður þarf að leita í latneskum heimildum og öðru slíku þá er það allt hér, og það era líka ýmis sérsöfn hér sem er mjög þægilegt að nota.“ Hallgrímur Pétursson og lestrarbók fyrir nunnur Hvað tekur nú við hjá þér? „Það era ýmis jám í eldinum, fyrst á dagskránni er að ljúka dokt- orsritgerðinni sem ég hef verið að vinna að undanfarin ár. Hún er rannsókn á handriti frá 14. öld sem var skrifað í eða fyrir nunnuklaustr- ið á Reynistað í Skagafirði og ég ætla að halda áfram með þá vinnu og fai’a jafnvel lengra útí handrita- grúsk. Stofnun Arna Magnússonar er búin að ráða mig til að vinna að vísindalegri útgáfu á sálmum og kvæðum Hallgríms Péturssonar. Passíusálmamir era það eina sem til er í eiginhandarriti hans og því verða þeir ekki með í þessari útgáfu. Margrét Eggertsdóttir hefur unnið að þessu verki undanfarin ár og nú kem ég til liðs við hana. Þetta er mikið verk, það þarf að bera saman texta ólíkra handrita og jafnvel fyrstu prentuðu útgáfur til að ftnna besta textann af hverju kvæði.“ Er doktorsritgerðin langt komin? „Já, já, ég mun líklegast verja hana hér í London á hausti kom- anda.“ Segðu mér frá þessu handriti sem hún fjallar um. „Þetta er athyglisvert og fremur óvenjulegt handrit sem ég þykist vera búin að finna út að hefur verið skrifað fyrir nunnumar. Það era í því margar sögur, þetta er eiginlega kristileg veraldarsaga, frá sköpun- inni til dómsdags. þetta var svona lestrarbók fyrir nunnur, bæði þeim til fróðleiks og e.t.v. til að kenna þeim bömum sem nunnurnar tóku að sér til uppfræðslu. Svo hefur hún trúlegast verið notuð til lestrar undir borðum. Þama er mikið um texta um konur, sem ekki kemur á óvart ef bókin hefur verið tekin saman fyrir nunnuklaustur. Þar er sagt frá kvenhetjum úr biblíunni, náttúrulega Maríu mey og svo eru frásagnir af kvendýr- lingum, t.d. Sunnevu, Ursúlu og Valborgu. Svona handrit geyma yf- irleitt þýðingar, þetta era ekki framsamdir ís- lenskir textar, heldur hefur mest allt verið þýtt úr latínuritum og ekki endilega beint, heldur hafa textamir kannski verið þýddir fyrir önnur rit löngu áður og svo skrifaðir upp margsinnis. En það sem er skemmtilegt við þetta er að þetta er svona gluggi inn í hug- myndaheim íslendinga og íslenskra nunna á 14. öld.“ Var þetta fjölmennt klaustur? „Nei, ekki svo, þetta var rétt fyrir svarta dauða, ætli þær hafi ekki ver- ið svona milli tíu og tuttugu, en svo fækkar svo mikið í klaustranum eft- ir pláguna." Reynistaðarbók Era einhverjar fomleifar þarna? „Ja, það veit ég nú ekki, það hefur ekki verið grafið þama ennþá, en þetta er náttúrulega ennþá kirkju- staður og það er ábyggilega eitthvað sem leynist þama undir torfunni. Þetta var eina nunnuklaustrið norð- anlands, það var stofnað árið 1295 að tilskipun Jörunds biskups, það var náttúralega lfka klaustur á Kirkjubæjarklaustri sem hafði verið stofnað hundrað árum fyrr og líka á Skriðuklaustri en það var stofnað mjög seint, rétt fyrir siðaskiptin. Hvað heitir handritið? „Það hefur enn sem komið er bara númer, þetta er kvarto númer 764 í safni Arna Magnússonar. Það er svolítið leiðinlegt því fólk býst við einhverju glæsilegu nafni en ég er að reyna að festa á það „Reynistaðarbók". Þetta handrit er ekki í eigu íslendinga er það? „Nei, handritið er geymt í Kaupmanna- höfn, en það er vegna þess að þegar handrit- unum var skipt vora þau handrit sem geymdu íslenskt efni send til íslands en þetta handrit er með þýddu efni og fjallar ekki beinlínis um inn- lend mál. Ríflega helmingur handrit- anna kom til Islands en allar kon- ungasögurnar sem snerta Norður- lönd og heilagramannasögur og svo- leiðis hlutir, sem er góður slatti, urðu eftir. Núna er reyndar verið að vinna í því að endursameina þetta allt á netinu sem er frábært fram- tak. Þó að náttúrulega sé það ekki alveg það sama að rýna í skjá og handritið sjálft, maður sér t.d. ekki hvemig handritið er sett saman o.s.fv. þannig að það kemur ekki að öllu leyti í staðinn fyrir að hafa sjálft handritið fyrir framan sig, en að mestu leyti. Handritafræðingar vinna hvort eð er langmest með ljós- myndir vegna þess að það er miklu þægilegra. Handritin era öll mynd- uð um leið og það er gert við þau og þá fær maður sléttari blöð að vinna með, sumar bækurnar opnast ekki vel þegar þær era í bandinu og era mjög viðkvæmar fyrir öllu hand- fjatli." Þarf maður að taka handritsmeð- ferðarpróf, eða getur hver sem er flett þessum bókum? „Nei, ekki beint, þetta er á ábyrgð fastra starfsmanna þessara stofnana og þeir meta það hverjum er treystandi til að vera með puttana í handritinu. Maður verður náttúra- lega að vita hvað maður er að gera, svo verður maður líka að hafa mjög góða ástæðu til að þurfa að sjá hand- ritið sjálft, annars er manni best vís- að á myndimar. Það er auðvitað ver- ið að hlífa handritinu svo það verði ekki fyrir óþarfa hnjaski." Dreymir um að sjá Island rísa úr sæ Hjá hverjum ertu að skrifa rit- gerðina? „Hjá Peter Foote norrænufræð- ingi sem er Islendingum að góðu kunnugur, hann var prófessor hér við UCL og sá sem stjómaði þessari deild og stóð fyrir uppbyggingu hér á sjöunda áratugnum en fór svo á eftirlaun 1984. Ég byrjaði í doktors- náminu heima, en þegar ég fékk þessa stöðu hér í London fannst mér einfaldast að flytja námið líka hing- að og þó svo að það ætti að heita að Peter Foote væri kominn á eftir- laun, var hann svo alúðlegur að taka mig að sér. Sem var mjög gott fyrir mig því hann er m.a. sérfræðingur í einmitt þessum trúarlegu handrit- um og helgisögum.“ Og nú ætlar þú að sigla heim eftir „útlegðina“ erlendis? „Já, ég ætti kannski að nota tæki- færið og auglýsa eftir skipsplássi. Thor Viljálmsson lýsti þessu vel, hans uppáhalds ferðamáti er líka að ferðast með skipi vegna þess að hon- um finnst sálin verða eftir þegar maður fer í flugvél, þá gerist allt svo hratt. Ég er búin að vera hér í sex ár og eftir allan þennan tíma er eitt- hvað svo ankannalegt að setjast upp í flugvél og vera þrem klukkutímum seinna „fluttur heim“. Ég á mér þennan draum, að sigla héðan síð- sumars, en mig vantar sem sagt ennþá skipspláss. Svanhildur Óskarsdóttir ...sjáðu framtíðina í focus brimborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.