Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 33 LISTIR Fólk hættir vegna samstarfsörðugleika við leikhússtjóra LR Framkvæmdastj órinn segir andrúmsloftið mjög gott í húsinu „ÞEGAR ég kom hér var Leikfélag Reykja- víkur í rústum. Undan- farin tvö ár hefur hins vegar gengið mjög vel. Síðasta leikár var metár hér í Borgarleikhúsinu og stefnir í að þetta verði enn betra. Aðsókn hefur margfaldast, starfsemi aukist og starfsfólki íjölgað menningarstofnun hefur risið úr rústum. Eftir þessu virðist enginn taka en þegar örfáir starfsmenn hætta þykir það fréttnæmt. Frá mín- um bæjardyrum séð er þetta bara stormur í vatnsglasi," segir Þórhildur Þorleifs- dóttir, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, en nokkrir starfsmenn hafa ýmist látið af störfum nýverið eða eru að hætta hjá Leikfélaginu. Einn þessara aðila, Jóna Finns- dóttir framkvæmdastjóri, segir ekk- ert óeðlilegt við þetta brotthvarf. Hjá stofnun með á bilinu 160-200 manns á launaskrá sé ekkert undar- legt að nokkrir starfsmenn hverfi á braut um svipað leyti. „Reyndar hef- m- þetta fólk, sem tínt hefur verið til, verið að hætta á undanförnum sjö mánuðum og sumir, eins og Robert Clifford sviðsstjóri, voru bara ráðnir í einstök verkefni.“ Að sögn Jónu er andrúmsloftið í Borgarleikhúsinu mjög gott um þess- ar mundir og mikill kraftur í fólki. Fyrir sitt leyti vill Jóna, að gefnu tilefni, taka það sérstaklega fram að samstarf hennar við leikhússtjórann hafi verið ákaflega gott. „Astæðan fyrir. því að ég er að hætta er ekki sú að ég sé að forðast Þórhildi Þor- leifsdóttur. Öðru nær. Það hefur ekki borið skugga á okkar sam- starf. Astæðan er sú að ég er að fara í aðra vinnu, var reyndar bara ráðin tímabundið héma og ætlaði mér ekkert frekar að ílend- ast,“ segir Jóna en hún tekur senn við starfi framkvæmdastj óra Listaháskóla Islands. Hafliði Arngrímsson leiklistarráðunautur, sem einnig er á förum frá LR, hefur aðra sögu að segja. Segir hann eink- um tvær ástæður fyrir uppsögn sinni. Annars vegai- hafi þekking hans, reynsla og menntun ekki nýst sem skyldi í Borgarleikhúsinu og hins vegar sé því ekki að leyna að hann hafi ekki getað sætt sig við „yf- irbragð stjómunarstílsins“ þai- á bæ. „Þetta er ekki skyndiákvörðun af minni hálfu. Mælirinn hefur smám saman verið að fyllast. Ég nýt þess að vinna í leikhúsi og hef fyrir stórri fjölskyldu að sjá, þannig að ákvörð- unin var mjög erfið, en á móti kemur að maður getur ekki unnið til lengd- ar á stað þar sem manni líður illa. Þess vegna segi ég hljóðlega bless og óska leikhúsinu um leið bjartrar og gleðilegrar framtíðar." Valdís Gunnarsdóttir, sem lét af starfi leikhúsritara fyrr á leikárinu, tekur í svipaðan streng og Hafliði. „Ég sagði upp vegna þess að ég var ósátt yið stjórnunarstíl leikhússtjór- ans. Ég geri þá kröfu til stjórnanda í leikhúsi að hann örvi sitt fólk og virki krafta þess. Það gerir Þórhild- ur Þorleifsdóttir ekki. Þess vegna fékk ég ekki notið mín í þessu starfi." Ingibjörg Elfa Bjarnadóttir sýn- ingarstjóri, sem lét af störfum 1. mars síðastliðinn, staðfestir einnig að hún hafi hætt vegna óánægju með stjórnunarstíl leikhússtjórans. „Það er ákaflega erfitt að vinna með Þórhildi. Hún öskrar á fólk og niður- lægir það - helst fyrir framan aðra, fyrirvaralaust og oft út af smámun- um. Það er engin tilviljun að svona margir hafa yfirgefið Leikfélagið eftir að Þórhildur kom til starfa. Þetta vandamál hefur hins vegar ekki farið hátt, enda er fólk skít- hrætt við að gagnrýna þessa konu opinberlega.” Um þessa gagnrýni segir Þórhild- ur: „Hver og einn verður að eiga það við sig hvort hann er ánægður eða óánægður á þessari góðu siglingu sem skútan hefur verið á. Það eru tvær hliðar á hverju máli. Annar að- ilinn kýs að lýsa sinni, ég kýs að lýsa ekki minni í fjölmiðlum.“ Friðrika Benónýsdóttir hefur þeg- ar leyst Valdísi Gunnarsdóttur af hólmi sem leikhúsritari og Guðrún Vilmundardóttir leikhúsfræðingur, sem lært hefur í Frakklandi og Belg- íu, hefur verið ráðin leiklistarráðu- nautur LR frá og með næsta hausti. Umsóknarfrestur um stöðu fram- kvæmdastjóra er runninn út og verður, að sögn Þórhildar, ráðið í starfíð fljótlega. SAMKEPPNI UM HÖNNUN SÝNINGA í ÞJÓÐMINJASAFNI ÍSLANDS Dómnefnd, sem Menntamálaráðherra skipaði vegna samkeppni um sýningar í Þjóðminjasafni íslands, óskar eftir tillögum um gerð nýrra grunnsýninga í safninu. Nú standa yfir umtalsverðar endurbætur á húsnæði Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Ný viðbygging mun rísa við suðurenda hússins og þar verður aðalinngangur þess. Sýningarsvæði í safninu stækkar og verður í heild um 2.500 m2. Hluti af endurbótum í Þjóðminjasafninu felst í hönnun og uppsetningu nýrra sýninga og er þessi samkeppni hluti af því verkefni. Þjóðminjasafnið verður opnað eftir endurbætur á húsnæðinu og uppsetningu nýrra sýninga um mitt ár 2001. Samkeppnin er svokölluð tveggja þrepa keppni. Fyrra þrepið er hugmyndasamkeppni en á síðara þrepi útfæra þeir keppendur sem dómnefnd velur úr fyrra þrepi tillögur sínar nánar. Samkeppnin er haldin samkvæmt keppnisreglum í samkeppnis- lýsingu og reglum um innkaup ríkisins. Sérstök athygli er vakin á því að öllum er heimil þátttaka (fyrra þrepi samkeppninnar, að undanskildum þeim sem hafa komið að undirbúningi hennar. Samkeppnin er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu (EES). Öll útgefin gögn í samkeppninni eru á íslensku en finna má helstu upplýsingar um keppnina á bæði íslensku og ensku á vefsíðu samkeppninnar http-J/syning.natmus.is. Samkeppnislýsing er afhent án endurgjalds en önnur samkeppnisgögn verða seld gegn skilatryggingu kr. 5.000,- frá og með 27. maí 1999 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Tillögum í fyrra þrepi skal skiia til trúnaðarmanns eigi síðar 15. september 1999. Já, hver er hann? KVIKMYIVPIR Stjörnubfó HVER ER ÉG? „WHO AM I?“ ★★ Leikstjóri: Benny Chan og Jackie Chan. Handrit: Jackie Chan og Susan Chan. Framleiðandi: Jackie Chan. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Michelle Ferre, Mirai Yamamoto, Ron Smerzack. 1998. HONG Kong hetjan Jackie Chan spyr að því í titli nýjustu myndar sinnar hver hann sé. Hún heitir einfaldlega Hver er ég? eða „Who Am I“, „Ngo hai sui“ á kínversku. Margs konar svör koma upp í hug- ann en einfaldast væri að segja hann einráðan B-myndasmið sem leikur sjálfur í sínum miklu áhættuatriðum. Annars er hann svo margt. í þessari nýju mynd sinni t.d. gegnir hann hlutverki handritshöfundar, leikstjóra, fram- leiðanda og aðalleikara og minnir að því leytinu á Clint Eastwood nú eða bara Ed Wood. Sem handritshöfundur hefúr hann búið til óhemju mikið og und- urfurðulegt alþjóðlegt plott varð- andi CIA og ég held loftsteina gæddum ótrúlegum orkumassa; auk þess hefur hann upphugsað þetta frábæra nafn á myndina. Sem framleiðandi hefur hann fund- ið einhverja þá verstu B-mynda- leikara sem hægt er að ímynda sér og sett þá í burðarhlutverk. Sem leikstjóri blandar hann þessu tvennu saman svo úr verður eins konar James Bond mynd fyrir við- vaninga. Sem aðal- og áhættuleik- ari rennir hann sér á rassinum nið- ur stórbyggingu í Rotterdam. Það er stóra eintalið hans í myndinni. Jackie Chan býr til afþreyingar- myndir og þykist vita hvað áhorf- endur vilja. Það verður ekki annað sagt en það sem hann geri, gerir hann af einstakri alúð og ástríðu fyrir hasarmyndum. I Hver er ég? tekst honum betur upp en oft áður og gerir mjmdina á sína vísu að sæmilegustu afþreyingu. A sína vísu. Arnaldur Indriðason ^mb l.is ALLTAf= etTTH\SA& NÝTl CLINIQUL ofnæmisprófað mongethappy. Lífsgleði njóttu! Frábær ilmur frá Clinique fyrir konur. clinique happy Angan af ávöxtum og ótal blómum. Lífsgleðin sjálf! Nýtt — Nýtt 200 ml. Clinique Happy Body Mist. CLINIQUE SUMARBÚBiR SKATA ÚLFUÚTSVATNI SCMARBÚÐIR SKÁTA ÚLFLIÓTSVATNI VIKU ÚTILÍFS- OG ÆVINTÝRANÁMSKEIÐ Innritun er hafin fyrir 6-16 ára í Skátahúsinu Snorrabraut 60 í síma 562 1390
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.