Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Upplýsingaveitur Landssímans og Miðlunar Akvörðun samkeppn- isráðs felld úr gildi APRYJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur fellt úr gildi ákvörðun samkeppnisráðs í máli Miðlunar ehf. gegn Landssíma íslands hf. Ákvörðun samkeppnisráðs fól í sér að Landssíminn skyldi veita Miðlun þá þjónustu að færa á símareikn- inga gjald fyrh- símtöl þar sem veitt er persónuleg upplýsingaþjónusta. Landssíminn færir með svipuðum hætti gjald á símareikninga vegna upplýsingaþjónustu í símhringi- númerinu 118. Miðlun ehf., sem starfrækir upp- lýsingamiðlunina Gulu línuna, kvartaði með bréfi til Samkeppnis- stofnunar 30. júní 1998 yfir síma- upplýsingaþjónustu Landssímans í símanúmerinu 118. í erindinu kom fram að umrædd þjónusta fælist ekki eingöngu í að gefa upp síma- númer heldur væru þar veittar upp- lýsingar um umboð, vöru og þjón- ustu. í niðurstöðu áfrýjunamefndar samkeppnismála segir að þjónusta sem fólgin er i því að veita upplýs- ingar með munnlegri svörun um vör- ur, umboð og þjónustu og vísa fyrir- spyrjanda á réttan stað með við- skipti sín, lúti ekki sömu lögmálum og sú þjónusta sem veitt er með upp- hringinúmerinu 118 né símtorgs- þjónusta. í fyrra tilvikinu sé um að ræða kvöð sem Landssíminn hafi undirgengist og felst í því að tryggja neytendum lágmarksþjónustu varð- andi símanúmer á viðráðanlegu verði og óháð staðsetningu. í síðara tilvik- inu sé um að ræða þjónustu sérstaks eðlis sem eðlilegt hafi þótt að setja opinberar reglur um, einkum til að vernda hagsmuni neytenda. I niðurstöðu áfrýjunarnefndar segir einnig að upplýsingar sem lagðar hafa verið fyirir nefndina um markaðssetningu á umræddri þjón- ustu í upphringinúmerinu 118 séu innan þeirra marka sem alþjónusta á þessu sviði geri ráð fyrir. Gögn málsins veiti vísbendingu um að Landssími íslands kunni í einhverj- um tilvikum, ef eftir því sé leitað, að hafa veitt upplýsingar sem voru víð- tækari en lágmarksþjónusta sú sem gert er ráð fyrir að veitt sé innan al- þjónustunnar. Kunni þar að vera komið inn á svið þar sem frjáls sam- keppni ríkir. Ekki hafi verið færð fram fullnægjandi rök fyrir því að sú þjónusta sem veitt var að jafnaði í raun með upphringinúmerinu 118 gangi fram úr skyldubundinni þjón- ustu að því marki að hún geti talist í verulegri samkeppni við starfsemi Gulu línunnar. Upptök jarðskjálftans í fjallinu Tindum norðan við Hveragerði Tæplega fjögurra stiga jarðskjálfti og ljöldi eftirskjálfta á Hengilssvæðinu Óvíst hvort fleiri fylgja, á eftir Fræðslumiðstöð á Þingvöllum RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að hefja undirbún- ing að byggingu fræðslumiðstöðvar á Hakinu svonefnda á Pingvöllum, þ.e. við útsýnisskífuna þar sem ekið er að Almannagjá. Miðstöðin á að verða fullbúin fyrir hátíðahöldin vegna kristnitökunnar næsta ár. Að sögn Skarphéðins Steinars- sonar, deildarstjóra í forsætisráðu- neytinu, koma 6-700 þúsund ferða- menn í þjóðgarðinn á Þingvöllum árlega. Stór hluti erlendra ferða- manna kemur að þjóðgarðinum við Hakið og gengur þaðan ofan í Al- mannagjá. Aðstöðu til upplýsinga- miðlunar, snyrtiaðstöðu og hvaðeina hefur skort til að sinna þessum hóp- um, svo og aðgengilega aðstöðu til að taka á móti gestum og kynna þeim sögu þjóðgarðsins og náttúru- far. Samkvæmt samþykkt ríkisstjóm- arinnar frá í gær er ráðgert að byggja 200 fermetra hús með sýn- ingaraðstöðu, snyrtingum og aðstöðu til að taka á móti allt að 160 manna ferðahópum. Áætlað er að efnt verði til samkeppni arkitekta vegna bygg- ingarinnar í sumar og að miðstöðin verði risin fyrir júní árið 2000. Áætl- aður byggingakostnaður er um 30 milljónir króna en kostnaður við arkitektasamkeppnina er tæpar 2 m.kr. til viðbótar. Skarphéðinn sagði aðspurður að nánari útfærsla á rekstri miðstöðv- arinnar yrði á hendi Þingvallanefnd- ar, sem fer með stjóm þjóðgarðsins, þar á meðal ákvörðun um hvort um veitinga- eða minjagripasölu verði að ræða í fræðslumiðstöðinni. JARÐSKJALFTI, 3,9 stig að styrk- leika, varð kl. 13.20 í gær á Hengils- svæðinu. Upptök hans voru á um 5 km dýpi um 3,5 km suðaustur af Hrómundartindi austan við Hengil. Kringum 40 eftirskjálftar urðu næstu mínútur á eftir, þeir stærstu 2-3 að styrkleika.— Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlis- fræðingur hjá jarðeðlisdeild Veður- stofu Islands, tjáði Morgunblaðinu að fregnir hefðu borist um að skjálftinn hefði fundist í Þorláks- höfn, Stokkseyri, á Laugarvatni, Reykjavík, Hvanneyri og á Kjalar- nesi. Hún sagði óvíst hvort von gæti verið á fleiri skjálftum en fylgst yi-ði vandlega með gangi mála. Háskólaráð fundar fyrsta sinni eftir gildistöku nýrra laga Mestu breyting- ar á ráðinu frá stofnun 1911 HÁSKÓLARÁD fundaði í fyrsta sinn í gær eftir gildistöku nýrra laga um Háskóla íslands. Á fundin- um var fulltrúum í ráðinu kynnt skipulag Háskólans og farið yfír rekstur og fjármál skólans, en skip- an og starfssviði háskólaráðs var mikið breytt með hinum nýju lög- Lést í bílslysi PILTURINN sem lést er bíll sem hann var í fór út af Borgarfjarðar- braut rétt við Varmaland hét Krist- ján Óskar Sigurðsson, til heimilis að Grenigrund 48, Akranesi. Foreldrar hans eru Gígja Garðarsdóttir og Sigurður Guðjónsson. Kristján, sem var fæddur 22. september árið 1981, var nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og lék knattspymu meðj* Háskólaráði er veitt aukið sjálf- ræði með lögunum, að sögn Páls Skúlasonar rektors. Reglugerðar- vald um málefni skólans flyst frá menntamálaráðherra til ráðsins. Páll segir háskólaráði hafa verið markað skýrara starfssvið með lög- unum, ýmis verkefni hafi verið flutt til deilda Háskólans auk þess sem rektor og stjórnsýslu skólans hafi verið falin verkefni sem áður voru í höndum ráðsins. Þá hefur verið sett á fót ný stofnun, háskólafundur, sem fer með stefnumótun í sameig- inlegum málum skólans. Fundurinn er eins konar þing háskólamanna og er auk stefnumótunarinnar ætlað að veita umsögn þegar meginreglur er varða stjómsldpulag Háskólans era settar. Háskólaráð, ásamt rektor, verður sem fyrr æðsta framkvæmdastjóm Háskólans og fer með æðstu stjórn í rekstri hans. „Háskólaráði er ætlað að leggja drög að heildarramma fyrir starfsemi Háskólans," sagði rektor. Hann segir að þetta séu mestu breytingar sem gerðar hafa verið á háskólaráði frá stofnun Háskóla ís- lands 1911. Skýrar heimildir eru í nýjum lög- um um Háskóla Islands um að hon- um sé heimilt að taka gjald fyrir þjónustu sem telst utan þeirrar þjónustu sem honum er skylt að veita. Ennfremur verður heimilt að taka gjöld fyrir endurmenntun og fræðslu fyrir almenning. Háskóla- ráði er ætlað að setja nánari reglur um slíka gjaldtöku og um ráðstöfun Morgunblaðið/Kristinn FULLTRÚAR í háskólaráði heilsast. gjaldanna. Þá er háskólaráði heimilt að semja við stúdenta, samtök þeirra eða félög, hollvinasamtök, einstaklinga, samtök þeirra og fyr- irtæki eða opinberar stofnanir um að taka að sér þjónustu fyrir Há- skólann. Skipan ráðsins gjörbreytt Tíu fulltrúar eiga sæti í háskóla- ráði. Páll Skúlason, rektor, er forseti ráðsins. Fyrir gildistöku laganna áttu deildarforsetar allra deilda Há- skólans sæti í ráðinu, því hefur verið breytt. Deildum skólans er nú skipt í fjögur meginfræðasvið, sem hvert kýs sinn fulltrúa úr hópi kennara. Oddný G. Sverrisdóttir, dósent úr heimspekideild, er fulltrúi heim- speki- og guðfræðideildar, Guð- mundur G. Haraldsson, prófessor í raunvísindadeild, fulltrúi verkfræði- og raunvísindadeildar, Stefán Ólafs- son, prófessor í félagsvísindadeild, er fulltrúi félagsvísinda-, laga-, við- skipta- og hagfræðideildar og Peter Holbrook, prófessor í tannlækna- deild, fulltrúi heilbrigðisgreina. Full- trúum stúdenta hefur verið fækkað er fulltrúi Röskvu og Berglind Hall- grímsdóttir fulltrúi Vöku. Sigríður Olafsdóttir er fulltrúi Félags há- skólakennara og Félags prófessora, en samtök háskólakennara hafa nú einn fulltrúa í stað tveggja áður. Það nýmæli er í lögunum að mennta- málaráðherra er falið að skipa tvo fulltrúa þjóðlífsins í háskólaráð og hefur hann skipað Hörð Sigurgests- son, forstjóra Eimskipafélags ís- lands, og Armann Höskuldsson, for- stöðumann Náttúrastofu Suður- lands, til setu í ráðinu. Mættur til leiks á ný „Mér finnst þetta mjög spenn- andi viðfangsefni, verið er að fela Háskólanum meiri völd og ábyrgð á eigin verkum en verið hefur,“ sagði Hörður Sigurgestsson í samtali við Morgunblaðið að loknum fundinum í gær. Hörður segir áhugavert að koma að stjómun Háskólans aftur með þessum hætti, en hann tók sæti í háskólaráði árið 1962, var þá einn af fyrstu fulltrúum stúdenta í ráð- inu. Hann segir mikilvægt að Há- skólinn og menntun í landinu eflist .,^iÍFkist Stuart Crampin, jarðfræðipró- fessor í Edinborg, sem jafnframt er samstarfsmaður sérfræðinga á jarð- eðlissviði Veðurstofunnar í jarð- skjálftarannsóknum, sendi fynr nokkru upplýsingar til Veðurstof- unnar um að spenna virtist fara vaxandi í jarðskorpunni á Suðvest- urlandi. Ragnar Stefánsson, jarð- eðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að í rannsóknum Crampins hafi komið fram að sjá megi breyt- ingu á spennu í jarðskorpunni út frá því hvernig formið breytist á bylgj- um sem berast upp á yfirborðið með smáskjálftum. Hvorki Ragnar né Steinunn kváðust geta sagt um hvort beint samband væri milli jarð- skjálftans í gær og þeirrar spennu sem Crampin hefur verið að benda á, til þess þurfi að safna frekari upplýsingum. Allir skjálftar væru losun á spennu og þeir leituðu út- rásar þar sem fyrirstaðan væn minnst. Þau segja starfsmenn jarð- eðlissviðs fylgjast vel með áfram en þessi vísindi væru óviss ennþá. „Út frá reynslu telur Crampin sig geta sagt til um hversu stór jarð- skjálfti verði, ef hann t.d. mundi brjótast út hér og nú, en jafnframt hversu stór hann mundi verða ef spenna héldi áfram að byggjast upp með sama hraða en jarðskjálftinn yrði síðar,“ segir Ragnar. Hann segir að í framhaldi af ábendingu frá Crampin 11. mars um að spenna færi vaxandi á Suðvesturlandi hefðu Almannavarnir ríkisins verið látnar vita en ekki hefði verið lagt til að giipið yrði til aðgerða, starfsmenn jarðeðlisdeildar myndu efla eftirlit með svæðinu og freista þess að sjá hvar og hvenær hugsanlegur jarð- skjálfti myndi leysast út. Ekki jarðskjálftaspár í venjulegum skilningi Ragnar segir að aftur hafi komið upplýsingar frá Stuart Crampin 21. maí um vaxandi spennu sem þýddi að yrði jarðsjálfti þá yrði hann kringum 5,5 stig og ef það drægist í margar vikur og spenna héldi áfram að byggjast upp mætti búast við stærri skjálfta. „Þetta era samt alls ekki jarðskjálftaspár af hálfu hans í venjulegum skilningi. Hér er fyrst og fremst um að ræða upplýsingar til okkar á Veðurstofunni sem fylgjumst með svæðinu og reynum að kanna ástand þess með öðrum aðferðum frá degi til dags,“ segir Ragnar og held- ur áfram: „Það er alls ekki nóg að vita hversu há spennan verður til að vita hvort spenna muni leysast úr læðingi í jarðskjálftum. Við þurfum að vita hvar skorpan er veikust fyrir hverju sinni til að átta okkur á hvar jarðskjálftinn verður. Það er hugsan- legt að forvirkni verði sem segir okk- ur hvar brotahreyfing sé að byrja, og jafnframt hvort hún sé aðsteðjandi." Hann sagði að endingu að alls ekld væri víst að slík forvirkni eða smá- skjálftar kæmu fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.