Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR A Ovissa og uggur hjá starfsmönnum vegna boðaðra uppsagna Vinnslustöðvarinnar / i /i -■ • • r* Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUÐNÝ Jónsdóttir, Harpa Lind Pálsdóttir og Guðrún Eva Jónsdóttir. Stór skellur en ekki endalok Kristín Anna Karlsdóttir Ásdís Garðarsdóttir Sigríður Árnadóttir hætt á Þorlákshöfn iðaði ekki beint af lífí í gær. „Við erum ekki sérstaklega kát vegna þess að skipin, kvótinn og vinnan eru far- in þó okkur hafi verið lofað á sínum tíma að allt þetta yrði hér áfram,“ sagði Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri Ölfuss, við Morgunblaðið. Steinþór Guðbjartsson blaðamaður og Jón Svavarsson ljósmynd- ari fengu að heyra ámóta tón hjá nokkr- um starfsmönnum Vinnslustöðvarinnar. Andrúmsloftið í Vinnslustöðinni í Þorláks- höfn var ekki gott eftir fund forráðamanna fyrir- tækisins, Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar framkvæmdastjóra og Halldórs Arnarsonar fram- leiðslustjóra, með starfsfólkinu í gær. Reiðin skein úr hverju andliti og þögult þusti fólkið úr kaffístof- unni og út. Vinnudeginum lauk með tilkynningu uppsagna 45 starfs- manna í 40 stöðugildum. Hefur legið í loftinu frá sameiningu Kristín Anna að fólk hefði um fátt annað að velja. „Vegna þessa missa útlendingamir hérna trúlega at- vinnuleyfi sín en ljóst er að við sem erum eldri förum ekki í flökun. Það eru hreinar línur og bjóðist ekki önnur vinna blasir ekkert við nema atvinnuleysi. En útlitið er ekki bjart. Vel flestar okkar hafa unnið héma í tugi ára; fimmtugar konur hafa verið hérna síðan þær vom 14 ára.“ Kristín Anna áréttaði að þessi dagur hefði ávallt blasað við. „Hann var alltaf í undii-meðvitundinni. Við höfum horft á þetta gerast. Þegar sameining verður er það alltaf litla fyrirtækið sem lokar.“ Og henni leist ekki á framhaldið í bænum. „Þetta hefur skelfileg áhrif. Get- urðu séð fasteignir seljast hér ef fólk viU fara? Auðvitað fer yngra fólkið frekar í burtu, fólkið sem hef- ur ekki fest sér húsnæði, og ég myndi fara ef ég væri yngri.“ Eigin- maður hennar er ellilífeyrisþegi og dóttir þeirra á tvær stúlkur, 12 ára og sex mánaða. „Hún fer að vinna í Amesi eftir fæðingarorlofið en það er ekki mikið til skiptanna hjá okk- ur.“ Hins vegar er ekki um uppgjöf að ræða. „Nei, alls ekki. Eg geri ráð JÓHANNA Guðmundsdóttir og sonur henn- Þorsteinn ar, Guðmundur Bjarnason, sem er 12 ára. Gunnarsson fyrir að mér verði sagt upp eins og öðrum en þetta fer allt einhvern veginn." Verð að treysta á eiginmanninn Tveir bónus-trúnaðarmenn vinna hjá Vinnslustöðinni og er Ásdís Garðarsdóttir annar þeirra. Hún er 42 ára og byrjaði hjá Meitlinum fyr- ir 34 árum. „Ég var átta ára þegar ég fór fyrst á launaskrá hjá fyrir- tækinu, vann við að slíta humar,“ sagði hún og bætti við að uppsagn- imar hleyptu illu blóði í fólk. „Mér varð illa við eins og öðmm en átti samt von á þessu. Þetta hefur heil- mikil áhrif. Tilfinningin er ekki góð að horfa fram á atvinnuleysi og þetta getur líka haft nokkur fjár- hagsleg áhrif nema launin verði þeim mun betri hjá eiginmannin- um.“ Hann heitir Einar Armanns- son og er stýrimaður á Skálafelli ÁR, sem er á humarveiðum. Landfrystingu hætt á veg- um Vinnslustöðvarinnar hf. Á SAMA tíma og verið var að greina starfsfólki Vinnslustöðvarinnar í Þorlákshöfn frá yfirvofandi uppsögnum var verið að landa 90 tonnum af þorski úr Jóni Vídalín ÁR fyrir Vinnslustöðina. Um 90 manns sagt upp störfum Meitillinn og Vinnslustöðin sam- einuðust 1. september 1996 meðal annars með því markmiði að stefnt yi'ði að því að störfum í vinnslu yrði ekki fækkað. Tæplega þremur árum síðar blasir annað við. „Þegar sameiningin varð vissum við að svona færi,“ sagði Kristín Anna Karlsdóttir, trúnaðarmaður undangengin átta ár, við Morgun- blaðið eftir fundinn. Hún hefur unn- ið hjá fyrirtækinu í 20 ár en sér nú fram á kaflaskipti. „Um 15 manns verða eftir hjá fyrirtækinu en eftir sameiningu gáfum við því tvö ár. Samt sem áður er ljóst að öllum varð mjög illa við fregnimar. En við fengum að heyra ástæðumar og allt var tínt til: Verðfall á mjöli, frysting á loðnu gekk ekki, síldin kom ekki. Auðvitað vonuðum við að svona færi ekki en eftir því sem mér skilst verður 16. júlí síðasti vinnudagur- inn.“ Vinna í Þorlákshöfn hefur fyrst og fremst snúist um fisk og sagði STJÓRN Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að grípa til ráðstafana í því skyni að endurskipuleggja og breyta áhersl- um í rekstri fyrirtækisins. Afkoma félagsins fyrstu sex mánuði rekstr- arársins var mun verri en gert hafði verið ráð fyrir. Tap á rekstrinum nam rúmum 600 milljónum króna. I frétt frá fyrirtækinu kemur fram ákvörðun stjórnarinnar um breytingar á rekstrinum: „Ljóst má því vera að stjóm félagsins á engan annan kost en þann að endurskipu- leggja reksturinn frá grunni til að draga úr kostnaði, leggja af óarð- bæra rekstrarþætti og styrkja þá framleiðslu sem skilað hefur ár- angri. Unnið hefur verið að endur- skipulagningunni undanfama tvo mánuði og því starfi verður fram haldið næstu vikur og mánuði til að tryggja fyrirtækinu viðunandi rekstrargmndvöll. Stjóm Vinnslustöðvarinnar er vel Ijóst að ráðstafanimar sem nú em kynntar valda sársauka hjá starfs- fólki sem skilað hefur miklu og góðu verki í þágu fyrirtækisins. Þær em hins vegar óhjákvæmilegar svo komið verði í veg fyrir að stórfelld- ur hallarekstur leiði til skuldasöfn- unar sem síðan sligi félagið með til- heyrandi afleiðingum fyrir starfs- fólkið og byggðarlögin. Landfrystingu í núverandi mynd hætt Hætt verður á næstu vikum allri landfrystingu í núverandi mynd á vegum Vinnslustöðvarinnar. Starfsfólki Vinnslustöðvarinnar fækkar verulega og vinnustaða- samningum við starfsfólk félagsins verður sagt upp. Gert er ráð fyrir að segja 34 starfsmönnum í 34 stöðugildum upp störfum í land- vinnslunni í Vestmannaeyjum og um 45 starfsmönnum í 40 stöðugild- um í landvinnslunni í Þorlákshöfn. Þá fækkar um samtals 10 stöðugildi í yfirstjórn, á skrifstofu og á verk- stæði í Eyjum. I nýrri yfirstjórn Vinnslustöðvarinnar verða 5 en voru 8 áður. Þegar á heildina er litið fækkar starfsmönnum um 89 vegna þeirra ráðstafana sem nú eru kynntar. Þá ber þess að geta að fyrr á þessu ári hafði nokkrum starfs- mönnum fyrirtækisins í Vest- mannaeyjum verið sagt upp störf- um og aðrir sagt upp sjálfir, alls um 25 manns í 15 stöðugildum sem eru í vinnu á uppsagnarfresti. Saman- lagt fækkar því starfsmönnum í Vinnslustöðinni um 114 frá því í árs- byrjun 1999 en alls voru um 320 manns í 298 stöðugildum á launa- skrá fyrirtækisins 12. maí sl. Aukin áhersla verður lögð á salt- fiskvinnslu í Eyjum auk áframhald- andi vinnslu humars, sfldar og loðnu. Humyndir um vinnslu ferskra flaka og bita Ákveðið er að kanna ítarlega hvort og þá hvernig nýta megi tækjabúnað til landfrystingar í annarri vinnslu sjávarafurða í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Þar má nefna hugmyndir um vinnslu ferskra flaka og bita í Þor- lákshöfn og karfavinnslu í Vest- mannaeyjum. Ekkert liggur fyrir um hvort af slíku verður en hug- myndirnar eru nefndar hér til að undirstrika þann vilja ráðamanna Vinnslustöðvarinnar að leita allra leiða við að skjóta styrkari stoðum undir rekstur fyrirtækisins á næstu misserum. Að gefnu tilefni skal ítrekað að aflaheimildir Vinnslustöðvarinnar hf. verða ekki seldar til að fjár- magna taprekstur fyrirtækisins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.