Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Baugur hf. kaupir Vöruveltuna hf.y rekstraraðila 10-11-verslananna
„ÉG TEL að á þessum tímapunkti
sé þetta rétt ákvörðun fyrir Baug.
Okkur hefur vantað þessar litlu
þægindaverslanir í Reykjavík, með
hnitmiðuðu vöruúrvali og löngum
opnunartíma, og í stað þess að fara
að byggja upp Hraðkaupsverslanir
á Reykjavíkursvæðinu þá töldum
við þetta betri leið,“ segir Jón Ás-
geir Jóhannesson, forstjóri Baugs
hf., en um helgina var tilkynnt að
Baugur hefði keypt öll hlutabréf í
Vöruveltunni hf., sem rekur mat-
vöruverslanakeðjuna 10-11. Selj-
endur eru Fjárfar ehf., Helga Gísla-
dóttir, íslandsbanki hf. og Kaup-
þing hf. Kaupverðið fæst ekki upp-
gefið en óstaðfestar heimildir segja
að það hafi verið um 1.500 milljónir
króna.
Til að fjármagna kaupin mun
Baugur selja eignir og þ.á m. tvær
verslanir Baugs en að sögn Jóns Ás-
geirs hefur ekki verið ákveðið hvaða
verslanir eða eignir verði seldar.
Auk þess mun kaupverðið að hluta
verða greitt með hlutabréfum í
Baugi hf. Stjórn Baugs mun á næst-
unni boða til hluthafafundar þar sem
óskað verður eftir heimild til aukn-
ingar hlutafjár um 65 milljónir af
þessu tilefni.
Með kaupunum hefur markaðs-
hlutdeild Baugs, að sögn Jóns Ás-
geirs, aukist um 7,5% en hann gerir
ráð fyrir að þegar upp verði staðið
og tvær Baugsverslanir seldar, þá
nemi aukningin um 4,7%.
„Við höfum talið hlutdeild okkar á
markaðnum vera góða rétt undir
50% og teljum að þessi viðbót sé
óveruleg."
Baugur hf. rekur fjórar gerðir
verslana, verslanakeðjurnar Hag-
kaup, Nýkaup, Hraðkaup og Bónus.
Hraðkaupsverslanirnar eru með lík-
an afgreiðslutíma og 10-11 en þær
eru allar úti á landi á meðan 10-11
verslanimar eru allar á höfuðborgar-
svæðinu.
Hraðkaup og 10-11
i eina sæng
Jón Ásgeir segir það ljóst að 10-11
og Hraðkaup verði ein rekstrarein-
ing. Hraðkaup muni verða lands-
byggðarnafnið og 10-11 Reykjavík-
umafnið.
Aðspurður um hvort fyrirtækið
Baugur sé ekki í stöðugri samkeppni
við sjálft sig svarar Jón Ásgeir:
„Auðvitað era þessi fjögur andlit
Baugs á markaðnum að keppa sín á
milli enda sést það á auglýsingum
hvaða keðjur em að bítast mest á,
Aðalfundur Vinnu-
málasambandsins
Tillögur um
samruna
samþykktar
samhljóða
AÐALFUNDUR Vinnumálasam-
bandsins, sem nýlega var haldinn,
samþykkti samhljóða tillögu um
samrana Vinnumálasambandsins og
Vinnuveitendasambands íslands
ásamt fleirum í tengslum við stofnun
nýrra heildarsamtaka, Samtaka at-
vinnulífsins. Þá samþykkti aðalfund-
urinn einnig tillögur að heildarskipu-
lagi nýrra samtaka og féllst á megin-
efni samrunasamningsins og frum-
varps að samþykktum fyrir Samtök
atvinnulífsins.
Á aðalfundinum var ársreikningur
Vinnumálasambandsins íyrir árið
1998 samþykktur, en hann sýnir m.a.
21% rekstrarhagnað á árinu. Eigið
fé jókst um tæp 40% og tekjur um
rúm 9% á árinu.
Öðrum aðalfundarstörfum var
frestað til 15. september næstkom-
andi er ný heildarsamtök verða
það eru okkar keðjur. En til að þetta
gangi upp þá verða þær að fá algjört
frelsi úti á markaðnum. Ef við ætlum
að fara að miðstýra markaðssetning-
unni þá verður það upphafið að end-
inum. Keðjumar eiga að keppa.
Hlutverk eigandans, Baugs, er að
tryggja þeim vörur á lægsta verð-
inu.“
Kom samkeppninni
ekki á óvart
Stærsti keppinautur Baugs er
Kaupás, rekstraraðili Nóatúns, KÁ
og 11-11. Þorsteinn Pálsson, forstjóri
Kaupáss, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að aðilum á matvörumarkaði
hafi ekki komið á óvart að Baugur
skyldi kaupa Vöraveltuna. Þegar
Vöruveltan fór í samstarf við Baug
um innkaup sl. haust þá hafi sam-
keppnisaðilar gert ráð fyrir því að á
stofnuð og var umboð stjórnar fram-
lengt að sama skapi, að því er fram
kemur i fréttatilkynningu frá Vinnu-
málasambandinu.
Katzenberg
sigrar i máli
gegn Walt
Disney Co.
Los Angeles. Reuters.
JEFFREY Katzenberg, áður einn
æðsti maður Disney fyrirtækisins í
Los Angeles, hefur sigrað í máli,
sem hann höfðaði gegn fyrirtækinu
til að fá sinn
skerf af hagnaði
af Disney-kvik-
myndum.
Katzenberg
kann að fá meira
en 250 milljónir
dollara í skaða-
bætur.
Paul Brecken-
ridge dómari dæmdi Disney í óhag
og sagði að Jeffrey Katzenberg hefði
ekki afsalað sér bónusgreiðslum
þegar hann hætti störfum hjá fyrir-
tækinu.
Disney hafði haldið því fram að
Katzenberg hefði fyrirgert rétti sín-
um til að fá álitlegan bónus, þegar
hann lét af starfi yfirmanns kvik-
myndadeildar fyrirtækisins án þess
að notfæra sér tveggja ára framleng-
ingu samnings.
Urskurður Breckenridge dómara
táknar að nú verða dómstólar að
ákveða hve mikið Disney skuldi
Katzenberg.
Katzenberg gæti fengið 250 millj-
ónir dollara í bónusgreiðslur, sé
reiknað með 2% hlutdeild í tekjum af
kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og
varningi, sem seldur var á tíu ára
tímabili þegar hann starfaði hjá Dis-
ney.
Katzenberg fór frá Disney 1994
einhverjum tímapunkti yi’ði samein-
ast.
Aðrir aðilar á matvörumarkaði
taka í sama streng og segja að kaup-
in hafi ekki komið á óvart.
Þorsteinn segir að ekki standi tO
að grípa til aðgerða en Kaupás muni
halda þeim stefnu að vera í fullri
samkeppni við Baug.
„Þegar einn aðili er kominn með
um 50% hlutdeild þá er að mínu mati
besti kosturinn að þeir sem minni
eru, reyni að ná saman til að veita
harðari samkeppni. Þróunin í Evr-
ópu hefur verið í þá átt að 2-3 keðjur
eru stærstar á markáðnum og ég
held að það sé að verða hérna líka.
Við ætlum okkur að stækka á þess-
um markaði og erum að opna nýja
Nóatúnsverslun í Hafnarfirði. Síðan
verður tíminn að leiða í Ijós hvert
framhaldið verður.“
Guðmundur Sigurðsson hjá Sam-
keppnisstofnun hafði lítið um málið
að segja á þessu stigi. Hann sagði
stofnunina vera að rannsaka kaupin
og hugsanleg áhiif þeirra á sam-
keppnina.
Lítil hækkun á gengi
hlutabréfa
Hlutabréf í Baugi styi’ktust lítil-
lega í gær en ekki var um nein veru-
leg viðskipti að ræða.
Stofnanafjárfestar hafa haldið að
sér höndum á síðustu mánuðum
varðandi fjárfestingar í Baugi og
kaupin á Vöruveltunni virðast ekki
hafa breytt miklu þar um. Um þetta
segir Jón Ásgeir:
„Það er alveg ljóst að kaupin
styrkja félagið mjög mikið. Sér í lagi
í ljósi þess að greiðslan er að hluta í
formi hlutabréfa og félagið er því
ekki að taka á sig stórar skuldbind-
ingar í lánum. í mínum huga er fyr-
irtækið nú mun verðmætara en það
var fyrir helgi. En það er svo sem
skiljanlegt að stofnanafjárfestar bíði
fram yfir 6 mánaða uppgjör. Mér
finnst það ekkert óeðldegt fyrst þeir
tóku þessa afstöðu á sínum tíma. En
eftir að það liggur fyrir þá held ég að
menn geti ekki annað en tekið þátt í
þessu, þar sem þetta er nú orðið eitt
af stærri fyrirtækjum landsins."
þegar Michael Eisner stjórnarfor-
maður neitaði að gera hann að for-
stjóra fyrirtækisins. Síðan stofnaði
hann DreamWorks kvikmyndaverið
ásamt David Geffen og Steven Spiel-
berg.
Murdoch
vill kaupa
50,5%
í Fox-rás
New York. Reuters.
RUPERT Murdoch, forstjóri News
Corp., vill kaupa meirihluta í sam-
eignarfyrirtæki, sem á fjöl-
skyldurásina Fox Family Channel,
því að áhorfendum hennar hefur
fækkað.
Murdoch íhugar að greiða aðal-
framkvæmdastjóra Fox Family,
Haim Saban, 1,8 mdljarða dollara,
fyrir þau 50,5% í rásinni, sem News
Corp. á ekki, að sögn USA Today.
Fox Famdy hefur misst þriðja
hvem áhorfanda síðan í ágúst í fyrra.
Áhorfendur voru 242.000 á hverjum
degi á fyrstu þremur mánuðum árs-
ins, færri en auglýsendum hafði verið
talin trú um að sögn blaðsins.
Murdoch vUl umskipti í rekstri
fyrirtækisins og hefur yfir að ráða
2,8 milljörðum dollara, sem hann
fékk með útgáfu hlutabréfa í Fox
Entertainment Group. Innan vé-
banda þess fyrirtækis er öU kvik-
myndastarfsemi News Corp., sjón-
varpsþáttagerð og dreifing og eignir
í íþróttafélögum í Bandaríkjunum
auk 2,5 milljarða dollara í reiðufé og
hlutabréfum eftir sölu dagskrár-
blaðsins TV Guide.
Murdoch og Saban keyptu fjöl-
skyldurásina 1997 af sjónvarpsprest-
inum Pal Robertson fyrir 1,9 mUlj-
arða dollara í reiðufé og skuldum.
Þeir gáfu rásinni nafnið Fox Family
Channel og rásin tók aftur til starfa í
ágúst í fyrra.
„Er nú með um 50%
markaðshlutdeild“
Ráðstefnan
Getting Ahead
í R e y k j a v í k M a í 2 8 1 9 9 9
Duysjkfú fúújLBÍnumif
Háskólabíó sal 4
A: Markaðssigrar.
Fundarstjóri Ingjaldur Hannibalsson prófessor HÍ.
09:00-09:10 Setning. Forseti fslands Herra Úlafur Ragnar Grímsson
09:10-09:40 Lykilatriði árangurrfkrar vðruþróunar. Poul Bellveau forstióri,
PDMA USA
09:40-10:10 Fjármögnun nýsköpunar og framkvæmda. Páll Kr. Pálsson
framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs.
Kaffi
10:40-11:10
11:10-10:40
11:40-12:00
Hádegisverður
Nýjar vörur fyrir alheimsmarkað. Oscar E. Pena iðnhönnuður, Philips
(taífu.
Hönnun í heilstæðu vöruþróunarferli. Per Boelskifte prófessor, NTNU
Noregi.
Umræður
B: Rannsóknir og aðferðafræði vöruþróunar.
Fundarstjóri Magnús ÞórJónsson prófessor, HÍ.
13:00-13.25
13:25-13.50
13:50-14:15
14:15-14:30
Kaffi
Heilsteypt og markviss vöruþróun. Mogens Myrup Andreasen prófessor,
DTU Danmörku.
Stjórnun þróunarverkefna. Karl Friðriksson framkvæmdastjóri,
Iðntæknistofnun.
Hönnun og stefnumótun, Hilmar B. Janusson þróunarstjóri, Össur hf.
Umræður
C: Leiðir tii árangurs
Fundarstjóri Davíð Lúðvlkssson framkvæmdastjóri, Samtökum iðnaðarins
15:00-15:20 Árangur krefst samstarfs. Sofia Bitzen Lic.tec. KTH Svíþjóð.
15:20-15:40 Vöruþróun á (slandi. Jóhannes Sigurjónsson Dr.ing, HÍ/NTNU.
15:40-17:00 Panelumræður um framtíð vöruþróunar og hönnunar á íslandi.
Þáttakendur frá Iðnaðarráðuneyti, iðnfyrirtækjum, hönnuðum
og Háskólanum.
18.00 Kvöldverður, Hótel Bláa Lónið
Fimmtudaginn 27. maí kl. 18.30 verður móttaka í Ráðhúsinu fyrir gesti ráðstefnunnar.
Samhliða ráðstefnunni verður sýning í andyri Háskólabíós þar sem kynntar verða m.a.
nýjungar í tölvuvæddri hönnun og framleiðslutækní.
Verð: 14.000,- (7.000,- fyrir stúdenta). Þ
Nánari upplýsingar og skráning í símaj5254648, royndsfma 5254632 og lillá@verk.hi.is
1 h
ii
lðaU»k»l*tof Btm