Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 13
FRÉTTIR
Sala ríkisjarðarinnar Kambssels í Alftafírði
Bændur ósáttir við
framkvæmd sölunnar
BÆNDUR í Djúpavogshreppi,
leigjendur eyðijarðarinnar
Kambssels í Suður-Múlasýslu, eru
ekki sáttir við hvernig landbúnað-
arráðuneytið stóð að sölu jarðar-
innar Kambssels á síðasta ári.
Jörðin, sem var í eigu ríkisins, var
seld með afsali til einkaaðila hinn
9. febrúar sl. en samkvæmt upp-
lýsingum frá landbúnaðarráðu-
neytinu var gengið frá kaupsamn-
ingi sl. haust með fyrirvara um
samþykkt Alþingis. Heimild AI-
þingis fyrir sölunni fékkst síðan
undir lok síðasta árs. Bændurnir
sem fyrr greindi frá hafa leigt
jörðina af ríkinu til sauðfjárbeitar
frá árínu 1993 og átelja þeir m.a.
að jörðin skyldi ekki hafa verið
auglýst til sölu þannig að þeim eða
öðrum hefði gefist kostur á að
bjóða í hana. Þeir segjast fyrst
hafa fengið staðfestingu á kaupun-
um frá ráðuneytinu hinn 17. maí sl.
og um leið fengið upplýsingar um
að kaupendur hefðu við kaupin yf-
irtekið leigusamning þeirra við
landbúnaðarráðuneytið.
Sigríður Norðmann, lögfræðing-
ur hjá landbúnaðarráðuneytinu,
bendir á að samkvæmt jarðalögum
þurfi ekki að leita samþykkis sveit-
arstjórnar og jarðanefndar áður
en ríkisjarðir eru seldar, ólíkt því
sem krafist er þegar um einkajarð-
ir er að ræða. Þrátt fyrir það segir
Olafur Ragnarsson, sveitarstjóri
Djúpavogshrepps, að eðlilegt hefði
verið að láta leigjendur jarðarinn-
ar Kambssels vita. Jörðin værí
bændum það mikilvæg sem beitar-
land. „Þá hefði verið eðlilegt að
tala við sveitarstjórn og jarða-
nefnd,“ bætir hann við.
Aðstoðarmaður landbúnaðar-
ráðherra, Jón Erlingur Jónasson,
tekur fram að Kambssel hafi áður
tilheyrt jörðinni Geithellnum í
Geitfjalladal, en að síðar hafi
henni verið skipt í fjórar jarðir,
sem auk Kambssels bera heitin
Geithellnar I, Geithellnar II og
Blábjörg. Hann segir að eigendur
Geithellna II, þeir Atli Arnason,
læknir á Seltjarnarnesi, og Helgi
Jensson, lögfræðingur á Egils-
stöðum, hafi óskað eftir því að
kaupa Kambssel og því hafi ráðu-
neytið ákveðið að ganga til samn-
inga við þá. „Það var ákvörðun
ráðuneytisins að verða við ósk eig-
enda Geithellna II og selja þeim
Kambssel með fyrirvara um sam-
þykki Alþingis,“ segir hann og
bendir á að Alþingi hafi veitt sína
heimild undir lok síðasta árs.
Kaupverðið, segir hann, var 750
þúsund krónur og bætir því við að
hún sé lítill hluti af upphaflegu
Geithellnajörðinni.
„Vitum ekkert um
framhaldið“
Asgeir Asgeirsson er annar
þeiira bænda sem leigt hafa jörð-
ina Kambssel í Alftafirði. Asgeir
segir að hann og Jóhann Einars-
son bóndi hafi gert samning við
landbúnaðarráðuneytið um leigu á
jörðinni áríð 1993 og tekur fram að
hún sé leigð frá ári til árs. „Leigan
framlengist ár frá ári nema annar
hvor eða báðir aðilar segi henni
upp,“ segir hann og kveðst undr-
andi á því að þeim skyldi ekki hafa
verið sagt frá því að það stæði til
að selja jörðina. Hann kveðst auk
þess ekkert vita um það hvort nýir
eigendur hyggist segja upp leigu-
samningnum eða ekki. „Við vitum
ekkert um framhaldið og okkur
hefur ekki verið boðið neitt. Ráðu-
neytið hefur bara tilkynnt okkur
að það hafi selt þessum mönnum
jörðina." Hann segir auk þess að
verði jörðin Kambssel tekin af
þeim verði búið að þrengja ansi
mikið að möguleikum þeirra til
sauðfjárbeitar.
Ásgeir bendir á að eyðijarðir í
eigu ríkisins séu úti um allt land og
segir að miðað við þessa reynslu
virðist sem hægt sé að selja landið
undan bændum án þess að þeir fái
nokkuð að vita um þá fyrirætlan.
„Eg sit hérna sjálfur á ríkisjörð
[Blábjörgum] og gæti þess vegna
átt von á manni á morgun sem
segðist vera búinn að kaupa jörð-
ina.“ Þetta, segir hann, er ekki
beinlínis til þess að styrkja byggð-
ina í landinu.
Þegar Jón Erlingur er spurður
hvers vegna jörðin hafi ekki þrátt
fyrir allt verið auglýst til sölu
bendir hann m.a. á að Geithellnar
II hafi verið stærsti hlutinn af
upphaflegu jörðinni, Geithellnum,
og því hafi þótt eðlilegt að reyna
að stuðla að því að þessar jarðir
yrðu sameinaðar að nýju. Jón Erl-
ingur bendir auk þess á að þeir
sem hafa keypt Kambssel hafi
staðið fyrir skógrækt á Geithelln-
um II og hyggist nota Kambssel
sömuleiðis til skógræktar. „Það
munu ekki skerðast neinir beitar-
möguleikar þarna að öðru leyti en
því að nýir eigendur, sem eiga
Geithellna II, munu sjálfsagt girða
sína skógrækt af,“ segir hann.
Nýjar reglur tóku
gildi í maí
Aðspurður hvers vegna eigend-
um hinna jarðanna í dalnum'hafi
ekki verið boðið að kaupa jörðina
segir Jón Erlingur að „miðað við
það hve beitarhagsmunir skertust
lítið“ hefði það ekki verið talið
nauðsynlegt.
I byrjun maímánaðar undirrit-
aði Guðmundur Bjamason land-
búnaðarráðherra nýjar reglur um
sölu ríkisjarða á forræði landbún-
aðarráðuneytisins. Að sögn Jóns
Erlings var reglunum komið á í
samræmi við tillögur Ríkisendur-
skoðunar í skýrslu sinni frá því í
vetur. I fyrstu grein reglnanna er
m.a. kveðið á um að ríkisjarðir á
forræði landbúnaðarráðuneytisins
sem losni úr ábúð skuli að jafnaði
selja nema ef um sé að ræða ætt-
liðaskipti eða jarðir sem ríkið telji
rétt að nýttar verði áfram til land-
búnaðar í sömu búgreinum svo og
ef ríkið telji sérstaka þörf á að ráð-
stafa jörðum til annarra nota, til
dæmis fyrir opinberar fram-
kvæmdir. „Ríkisjarðir sem selja
skal skv. 1. gr. skal auglýsa til sölu
í dagblöðum eða með öðrum al-
mennum hætti,“ segir í 2. gr.
reglnanna. „Fela skal Ríkiskaup-
um að auglýsa ríkisjarðir sem selja
skal samkvææmt 1. gr., taka við
tilboðum, opna tilboð, tilkynna val
á bjóðendum, annast skjalagerð,
veita viðtöku kaupverði svo og
önnur verkefni eftir því sem við á.“
Þá segir í reglunum að hægkvæm-
asta tilboði skuli tekið nema sér-
stakar ástæður mæli gegn því.
Jón Erlingur segir að áður en
vinnureglurnar tóku gildi hafi
óskrifaðar og sveigjanlegri vinnu-
reglur verið við lýði. Áður hafi því
verið hægt að selja ríkisjarðir án
þess að auglýsa þær til sölu en
með fyrirvara um samþykkt Al-
þingis. Nýju reglumar taki hins
vegar mið af þeim athugasemdum
og leiðbeiningum sem komið hafi
fram í fyrrgreindri skýrslu Ríkis-
endurskoðunar.
16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl
Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti
Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar
Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan
Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar I hurðum
Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi
Rafstýrð hæðarstilling framljósa
Litaðar rúður • Samlitaðir stuðarar
Bfll sem er algjörlega hannaður fyrirþig.
Og það leynir sér ekki...
Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic.
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Simi 568 51 00
Heimasíða: www.suzukibilar.is
Ertu að hugsa um:
• Rými?
• Þægindi?
• Öryggi?
• Gott endursöluverð?
• Allt þetta sem staðalbúnað:
TEGUND: VERÐ:
Renndu við hjá okkur i dag 13 gl 3d 1.195.000 kr.
J s 1.3 GL 4d 1.295.000 KR.
og reynsluaktu Suzuki Baleno. i,6GLX4d,ABs 1.445.000 kr.
Hann kemurperþægilega a ovart. 1,6glxwagon.abs 1.495.000KR.
1,6 GLX WAGON 4x4, ABS 1.675.000 KR.
Sjálfskipting kostar 100.000 KR.