Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 1
115. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kínverjar sakaðir um umfangsmiklar kjarnorkunjósnir í Bandaríkjunum í nýrri skýrslu Clinton lofar að stöðva niosmrnar Washington, Peking. Reuters, AP, AFP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti lof- aði í gærkvöldi að gera frekari ráð- stafanir til þess að vemda kjam- orkuleyndarmál landsins eftir að ör- yggismálanefnd þingsins birti skýrslu þar sem fullyrt er að Kín- verjar hafi stundað umfangsmiklar kjamorkunjósnir í Bandaríkjunum í tvo áratugi og allt fram á þennan dag. Clinton varði hins vegar þá stefnu Bandaríkjastjómar að við- halda viðskiptatengslunum við Kín- veija og sagði hana þjóna banda- rískum þjóðarhagsmunum. Samkvæmt skýrslunni er nú talið að Kínverjar hafi fengið ítarlegar upplýsingar um alla kjamaodda Bandaríkjamanna og nifteinda- sprengju þeirra. Clinton sagði að Bandaríkja- stjóm hefði þegar gert gangskör að því að bæta öiyggiseftirlitið í bandarískum kjarnorkurannsókna- stofum. „Okkur ber skylda til að vernda slíkar upplýsingar um ör- yggismál þjóðarinnar og við verðum að gera meira í þeim efnum,“ sagði forsetinn. „Ég vil fullvissa ykkur og alla bandarísku þjóðina um að ég ætla að vinna mjög ötullega með þinginu að því að vernda þjóðarör- yggið, koma ráðleggingum nefndar- innar í framkvæmd og halda stefnu okkar í málefnum Kína til streitu, því hvort tveggja þjónar hagsmun- um þjóðarinnar." Bandaríska stjómin hefur þó ve- fengt nokkrar af niðurstöðum skýrslunnar. Bill Richardson orku- málaráðherra hefur t.a.m. neitað þeirri fullyrðingu öryggismála- nefndarinnar að Kínverjar hafi nú þegar unnið upp forskot Banda- ríkjamanna í kjarnorkuvísindum. Hann bætti við að skýrslunni hefði verið lokið í fyrra og nefndin tæki því ekki tillit til öryggisráðstafana sem gerðar hefðu verið frá þvi í haust. Kínveijar vísa ásökununum á bug í skýrslunni, sem er 872 blaðsíðna löng, kemst þingnefndin að þeirri niðurstöðu að útsendarar kín- verskra stjómvalda hafi stundað kjamorkunjósnir og stuld á banda- rískum tæknibúnaði í tvo áratugi með aðstoð bandarískra leppfyrir- tælq'a sem lanverskir innflytjendur hafi stjórnað. Meðal annars hafi teíkningum af W-88, einum full- komnasta kjarnaoddi bandaríska hersins, verið stolið og leitt er líkum Reuters FULLTRÚAR sérstakrar þingnefndar Bandaríkjaþings, sem fjallað hefur um kjarnorkunjósnir Kínveija, undirbúa opinbera birtingu skýrslu nefndarinnar í Washington í gær. að því að Kínverjar hugi á smíði slíkra vopna. Niðurstöður skýrslunnar urðu til þess að repúblikanar kröfðust þess að nokkrir embættismenn, þeirra á meðal Janet Reno dómsmálaráð- herra og Sandy Berger þjóðarör- yggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, yrðu reknir fyrir að hafa ekki bragðist strax við fréttum um kjamorkunjósnir Kínverja. Kínversk stjórnvöld hafa vísað ásökunum skýrsluhöfundanna al- gerlega á bug og lýstu talsmenn kínverska utanríkisráðuneytisins því yfir í gær að Kínverjar hefðu aldrei stundað kjaraorkunjósnir í Bandaríkjunum. Þá vora bandarísk stjómvöld sökuð um að varpa rýrð á stjórnvöld í Peking og reyna að viðhalda hugsunarhætti kalda stríðsins. ■ Þingmenn segja/20 NATO ákveður að senda liðsauka á Balkanskaga Brussel, Beigrad. Reuters. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ samþykkti í gær áform um að fjölga her- mönnum, sem ráðgert er að senda inn í Kosovo-hérað til að framfylgja hugs- anlegu friðarsamkomulagi. Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, varði loftárásir NATO á Júgóslavíu og sagði að bandalagið ætti ekki að gera hlé á þeim og gæti ekki útilokað landhemað í Kosovo. Gert hefur verið ráð fyrir því að 45-50.000 manns verði í friðargæslu- liðinu. Heimildarmenn í höfuðstöðv- um NATO í Brassel sögðu að yfir- menn herafla bandalagsins myndu ákveða fjölda hermannanna síðar í vikunni og leggja fram tiilögur um samsetningu herliðsins, sem hefur verið kallað KFOR. Nokkur ríki ut- an NATO hafa boðist til að taka þátt í aðgerðunum og NATO vill að rúss- neskir hermenn verði í friðargæslu- liðinu. Atlantshafsbandalagið segir að það hafi ekki í hyggju að svo stöddu að gera innrás í Kosovo en hefur þó ekki útilokað landhemað dugi loft- árásirnar ekki til að fá Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, til að fallast á friðarskilmála bandalagsins. Hugsanlegt er að KFOR-sveitirnar verði kjarni miklu stærri herafla sem yrði sendur inn í Kosovo ef bandalagið telur það nauðsynlegt til að fylgja kröfum sínum eftir og af- stýra hungursneyð meðal íbúa hér- aðsins. Hermálasérfræðingar segja að bandalagið myndi þurfa að minnsta kosti 150.000 hermenn til að gera innrás í Kosovo. NATO hefur þegar sent um 14.000 hermenn til Makedóníu og 2.000 breskir hermenn eru á leiðinni þang- að. Jamie Shea, talsmaður NATO, sagði að hersveitimar yrðu vel vopn- um búnar vegna hugsanlegra árása Serba. Hersveitirnar í Makedóníu hafa fengið breska og þýska skrið- dreka, tugi orrustubrynvagna og franskar árásarþyrlur. Búist er við að Bandaríkjamenn leggi til um 7.000 hermenn, eða um 15% af mannafla KFOR. Um 5.000 bandarískir hermenn eru nú í Alban- íu vegna hugsanlegra hemaðarað- gerða í Kosovo og um 7.000 hermenn frá NATO-ríkjunum taka þátt í hjálparstarfinu í flóttamannabúðun- um í nágrannaríkjum Serbíu. Wesley Clark, yfirhershöfðingi NATO, sagði að mjög mikilvægt væri að liðsaukinn yrði sendur sem fyrst á Balkanskaga. Jose Maria Aznar sagði að Milos- evic hefði ekkert gert sem réttlætti að NATO gerði hlé á loftárásunum og kvað bandalagið ekki geta útilok- að landhemað. „Bandalagið verður að ná fram markmiðum sínum ... beri stefha okkar ekki árangur telj- um við það sigur fyrir alræðisstjóm- ir í heiminum," sagði Aznar. „Eins og staðan er nú er engin ástæða til að breyta stefnu bandalagsins eða gera hlé á árásunum." Allir Kosovo-Albanar flæmdir á brott? Kosovo-búar flykktust enn yfir landamærin til Makedóníu í gær og fólksflóttinn þótti benda til þess að Serbar væra staðráðnir í að flæma alla Albana úr héraðinu. Flugvélar NATO gerðu árásir á orkuver og rafveitur í Júgóslavíu í gær, fjórða daginn í röð. Um 70% Serbíu vora án rafmagns og vatns- laust var í 60% Belgradborgar, að sögn breska útvarpsins BBC. ■ Milosevic ekki/24 Völd Zad- ornovs aukin Moskvu. Reuters. MÍKHAIL Zadomov, fjár- málaráðherra Rússlands, var í gær skipaður í embætti fyrsta aðstoðarforsætisráðherra og verður æðsti ráðherra efna- hags- og fjármála í nýrri stjóm Sergejs Stepashíns forsætis- ráðherra. Stöðuhækkun Zadomovs kom mörgum á óvart þar sem búist hafði verið við að Alex- ander Zhúkov, formaður fjár- laganefndar dúmunnar, neðri deildar þingsins, myndi hreppa embættið. Míkhaíl Kasjanov, helsti samningamaður Rússa í viðræðunum við erlenda lánar- drottna, var skipaður fjármála- ráðherra í stað Zadomovs. Keuters ANC spáð stórsigri SUÐUR-Afríkumenn ganga að kjörborði eftir viku og ný skoð- anakönnun bendir til þess að Afríska þjóðarráðið (ANC) sé nú með 65% fylgi og mjög ná- lægt því að tryggja sér tvo þriðju þingsætanna, sem myndi gera því kleift að breyta stjórn- arskránni án stuðnings annarra flokka. Sljómarandstaðan segir svo mikið fylgi stjórnarflokks- ins geta stefnt lýðræðinu í hættu. Suður-afrísk kona skrýðist hér höfúðbúnaði með mynd af Nelson Mandela forseta á kosn- ingafundi ANC nálægt Jóhann- esarborg í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.