Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 * ' * Morð í þús- undatali Enn hefur umrædan um áhrif ofbeldis í sjónvarpi á hegðun barna og unglinga fengið byr í kjölfar tveggja skotárása í bandarískum framhaldsskólum. Eftir Hávar Sigurjónsson ■ jarni umræðunnar um áhrif alþjóðlegr- ar sjónvarpsvæðing- ar, alþjóðlegrar ringamyndunar á sviði dreifmgar efnis um heims- byggðina og einsleitni efnisins sem dreift er, snýst um hver áhrif þetta hefur á þjóðarvitund einstakra þjóða. Um víða veröld fer þessi umræða fram á svipuð- um nótum, megnið af því efni sem almenningur horfír á, hvort sem er hér uppi á íslandi eða annars staðar, er hið sama og speglar jafnilla veruleika áhorf- andans, menningarlegt umhverfí hans, hugmyndaheim, þjóðemi, sjálfsvitund og tungumál. Vegna yfírburðastöðu sinnar í fram- leiðslu og dreifíngu afþreyingar- UIRUADE efnis íyrir sjón- VIÐnUnr varp hafa Bandaríkin orðið sjálfsagð- ur sökudólgur í málinu; nútímaheimsvaldastefn- an hefur jafnvel verið skilgreind sem hnattvæðing amerískrar af- þreyingar sem leggist yfír öll byggð veraldarinnar ból. Á móti hefur verið sagt að áhrif alþjóð- legrar afþreyingar séu með þessu stórlega ofmetin, hinn al- menni áhorfandi meðtaki afþrey- inguna sem slíka og geri skýran greinarmun á gildi sjónvarpsefn- is eftir uppruna þess og inni- haldi. Þeir sem líta afþreyingar- efnið mestu hornauga draga upp mynd af áhorfandanum sem vamarlausu fómarlambi for- heimskandi áhrifa lágkúrannar. Þetta sjónarmið er á undanhaldi og hinu vex fylgi að áhorfandinn vinni úr því efni sem fyrir hann er borið, dragi ályktanir og ákvarði vægi þess í hugmynda- heimi sínum; af sumu megi hreinlega hafa ánægju án þess að lítilfjörlegt innihaldið liti við- horf viðkomandi til umhverfisins um aldur og ævi. Fyrirbærið „staðlaður áhorf- andi“ er ekki til fremur en að hugtakið „hinn almenni áhorf- andi“ er til einhvers gagns. Áhorfandinn er alltaf einstak- lingurinn sem um ræðir hverju sinni og forsendur hans fyrir vali á sjónvarpsefni og hvernig hann meðtekur það er háð bakgranni hans, kyni, aldri, stöðu o.s.frv. Því verður að gera skýran grein- armun á börnum sem áhorfend- um og fullorðnum einstakling- um. Gera verður ráð fyrir að fullorðinn einstaklingur hafí sæmilega mótaða mynd af sjálf- um sér og umhverfi sínu. Börn eru eðli málsins samkvæmt í mótun, hugmyndir þeirra um samskipti og kynhlutverk taka mið af því sem þau heyra og sjá í kringum sig. Hversu mikil áhrif sjónvarpið hefur beinlínis á slíka mótun hefur aldrei verið hægt að ákvarða með neinni vissu, enda sjálfsagt ómögulegt. „Sumt sjónvarpsefni getur verið skað- legt sumum börnum undir sum- um kringumstæðum. Fyrir önn- ur böm við sömu kringumstæð- ur, eða fyrir sömu börnin undir öðrum kringumstæðum getur sjónvarpsefnið verið bæði gott og gagnlegt. Fyrirflest börn, við flestar kringumstæður, er flest sjónvarpsefni sennilega hvorki skaðlegt né sérstaklega gott og gagnlegt." Kjarni þessarar frægu tilvitnunar í rannsókn frá sjöunda áratugnum er sá að fé- lagslegar aðstæður bamsins ráða mestu um hver áhrif sjón- varpsefnið hefur á þroska þess til góðs eða ills. Enn hefur umræðan um áhrif ofbeldis í sjónvarpi á hegðun barna og unglinga fengið byr í kjölfar tveggja skotárása í bandarískum menntaskólum í vor. Ekki virðast menn lengur deila um hvort sjónvarpsofbeldið hafí áhrif, umræðan er vaxin upp úr því, heldur er nú tekist á um hversu mikil áhrif sjónvarpsof- beldið kunni að hafa. Spurt er: hvaða áhrif hefur það á banda- rísk börn að hafa séð fjöratíu þúsund morð í sjónvarpi, af myndböndum og í kvikmynda- húsum þegar þau ná 18 ára aldri? Þá era auðvitað ótalin öll ofbeldisatriðin sem leiða ekki til dauða einnar eða fleiri af per- sónunum. Vafalaust er hægt að svara því til að miðað við allan fjöldann, hafi þetta sviðsetta mannfall hverfandi áhrif. í öllu falli verða hlutfallslega fáir að morðingjum þrátt íyrir sjón- varpið sbr. setninguna „Fyrir flest börn, við flestar kringum- stæður...“. Hin endanlega ábyrgð um hvort tiltekið bam beri mikinn, lítinn eða engan skaða af því að horfa á sjón- varpsofbeldi hefur hingað til að mestu hvílt á foreldranum. Líklegt er að þau böm sem setn- ingin „Sumt sjónvarpsefni getur verið skaðlegt sumum börnum undir sumum kringumstæð- um...“á við, búi einmitt við þær kringumstæður að njóta hvað minnstrar forsjár eða aðhalds við áhorf á ofbeldi í sjónvarpi. Réttmætt rök eru það því að lík- lega hefðu enn færri orðið morð- ingjar ef ekki væri ofbeldið í myndmiðlunum. Hversu gegn- sýrt ofbeldi samfélagið er orðið og hversu ofbeldishneigð börnin verða er kannski ekki lengur jafnfréttnæmt og fjöldamorð í menntaskóla, en það segir þá nokkra sögu ef unglingur kemst ekki í heimsfréttirnar fyrr en hann hefur myrt a.m.k. tvo. Við getum vafalaust huggað okkur við að heldur færri ofbeld- isatriði ber fyrir augu bamanna okkar sem horfa á sjónvarp hér á Islandi. Engum blöðum er samt um það fletta að ofbeldi í sjónvarpsefni íslensku stöðvanna er mikið og hvort það ræður úr- slitum að íslenski unglingurinn hefur séð tíu, fímmtán eða tutt- ugu þúsund morð í stað fjörutíu þúsund skal ósagt látið. Skot- vopnadýrkun Bandaríkjamanna á sjálfsagt stóran þátt í hversu grófir ofbeldisglæpir hafa þar verið framdir en við ættum samt ekki að láta það blekkja okkur til þess að telja íslenska (innflutta) sjónvarpsofbeldið áhrifalaust. Það vekur óneitanlega furðu okkar sakleysingjanna hér uppi á Fróni að í bandaríska þinginu hafí verið tekist á um það hvort leyfa eigi unglingum að kaupa skotvopn eða ekki. Þarf eitthvað að ræða það? Til hvers þarf 15 ára unglingur að eiga skamm- byssu? Eða til hvers þarf 17 ára unglingur að eiga hálfsjálfvirkan riffíl? Era þetta spurningar sem þarf að ræða í alvöru? Eru svör- in ekki borðleggjandi? HESTAR Ungur stóðhestur slær í gegn Fimmtíu pantanir eftir sýninguna á Ingólfshvoli Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SUÐRI tveggja vetra undir hlöðuvegg heima í Holtsmúla. STJÖRNUR skjótast alltaf öðra hvora upp á himin hrossaræktar- innar og það gerðist á fóstudags- kvöldið í Ölfushöllinni að Ingólfs- hvoli þegar Sigurður Sæmundsson hrossabóndi í Holtsmúla og lands- liðseinvaldur mætti með eitt af- sprengi ræktunar Holtsmúlabús- ins, sem er í eigu Sigurðar og fjöl- skyldu hans. Var þar á ferðinni Suðri frá Holtsmúla, fjögurra vetra foli undan Orra frá Þúfu og Skálm frá Köldukinn, sem er klárhryssa með fyrstu verðlaun. Suðri var taminn í vetur af verknámsnema frá Hólum, Þórami Eymundssyni, sem vann hjá búinu í vetur. Þess má get að Þórarinn hlaut Morgun- blaðsskeifuna á Hólum á síðasta ári. Bókstaflega frísneskur Suðri var sýndur án knapa þar sem hann var látinn hlaupa frjáls um reiðhöllina. Vakti hann þvílíka hrifningu meðal fjögur hundrað sýningargesta að annað eins hefur vart þekkst. Viðbrögð þeirra sem sáu hestinn voru mjög sterk, yfir- náttúrulegar fótahreyfingar, bók- staflega frísneskur hestur, undra- hestur. Sagði Sigurður að strax að lok- inni sýningu um kvöldið hefðu komið pantanir fýrir 50 hryssur undir hestinn í sumar og síminn hefði vart stoppað heima í Holts- múla. Það vekur athygli, að hestur- inn skuli slá svo rækilega í gegn án þess að vera riðið né hafa í dóm komið. Hingað til hafa folar ekki getið sér mikla frægð né vakið eft- irtekt með þessum hætti. Óvenju mikil hreyfingafegurð ásamt góðu sköpulagi var það sem heillaði sýningargesti og þótti fol- inn óvenju léttbyggður miðað við að vera undan Orra frá Þúfu sem hefur gefið háls í þykkara lagi. Fótahreyfingar hestsins era mjög háar og rúmar og sér í lagi þykir góð spyrna í afturfótasporinu. Ekki verður farið með Suðra í dóm þetta árið að sögn Sigurðar frekar en önnur hross frá Holtsmúla. Sig- urður varð fyrir óhappi á miðjum vetri þegar trippi sem hann reið fór að stinga sér og lenti hann óþyrmilega á hnakknum með þeim afleiðingum að hann tognaði illa og hefur lítið getað sinnt útreiðum síð- an. Af þessum sökum hefur öllum yngri hrossum verið sleppt og ljóst að dómar á hrossum frá Holtsmúla verða að bíða betri tíma. Sef alveg rólegur „Ég sef nú alveg rólegur yfir þessum fola þótt hann fari ekki í dóm þetta árið. Ég held að sú tamning sem hann fékk í vetur sé hæfileg. Það var aðeins opnað tölt- ið í lok tamningatímans og sýndist mér það vera í góðu lagi, fór vel á hægu tölti og alveg upp í góða milliferð með góðum hreyfingum. Það verður að gæta sín á að hvell- gangsetja ekki hross með svona miklar hreyfingar því lítið mál er að ríða alla hreyfingu úr svona trippi. Það er mikilvægt að við- halda og vernda þessa miklu aftur- fótaspyrnu sem folinn hefur,“ segir Sigurður og bætir við að lengi hafi legið ljóst fyrir að hér væri hestur á ferðinni sem hefði mjög miklar hreyfingar. Pöntunum undir Suðra rigndi yf- ir Sigurð á föstudagskvöldið og fol- inn að sjálfsögðu valinn hestur kvöldsins af sýningargestum og sagði Sigurður að fullbókað væri undir hann og nú þegar kominn langur biðlisti og ekkert þýddi að vera að hringja lengur. Þá upplýsti hann að mjög tæpt hefði staðið að Suðri hefði verið seldur úr landi. „Utlendingar hafa legið í mér að fá folann keyptan og munaði litlu í eitt skiptið að ég léti hann róa,“ segir Sigurður. Hár í kynbótamati Suðri er feikna stigahár í kyn- bótamati og má þar nefna 131 fyrir tölt, 132 fyrir brokk, 135 fyrir vilja og 136 fyrir fegurð í reið svo eitt- hvað sé nefnt. Af sköpulagsatrið- um fær hann hæst 123 fyrir hófa. Aðaleinkunn kynbótamats er 124. Orra, föður Suðra, þekkja allir en móðirin, Skálm, er minna þekkt. Hana fékk Sigurður á næsta bæ, Köldukinn, en hún er undan þeim ágæta hesti Hrafni frá Öndólfs- stöðum og Skessu frá Þverlæk. Hún hefur hlotið 7,98 fyrir sköpu- lag, hæst 8,5 fyrir háls, herðar og bóga. Fyrir hæfileika hefur hún hæst hlotið 8,07, þar af 9,5 fyrir stökk, 9,0 fyrir brokk og fegurð í reið og 8,5 fyrir tölt. En nú fer Suðri að sinna hryssum og fer sjálfsagt litlum sögum af honum þar til að ári liðnu og má gera ráð fyrir að fylgst verði vel með hon- um næsta vetur. Það má svo skjóta því með að Holtsmúlabúið á einn tveggja vetra fola, albróður Suðra, en sá er rauð- glófextur og tók Sigurður fram að hann væri alveg snjakahvítur á fax og tagl. Valdimar Kristinsson V eraldarfengur í framför VERALDARFENGUR, sem tengdur er gagnagranni Bænda- samtaka íslands, hefur nú verið betrambættur. Er þar fyrst að nefna að gagnagrunnurinn verð- ur uppfærður mjög reglulega og því mögulegt að fá nýjustu upp- lýsingar í gegnum Veraldarfeng í sumar. Segir í fréttatilkynningu frá BÍ, að ætlunin sé að uppfæra hann fljótlega eftir hverja kyn- bótasýningu eða á eins til tveggja vikna fresti. Veraldarfengur hef- ur sem kunnugt er verið á ís- lensku og ensku en fljótlega munu þýskumælandi áhugamenn geta skoðað síðuna án tungu- málaerfiðleika. Þá er þess getið að hægt er að finna mikið af upplýsingum tengdar íslenska hestinum á heimasíðu BI þar sem slóðin er www.bondi.is. Með því að velja búgreinar og síðan hrossarækt má finna margt sem kann að vekja áhuga hestamanna. Má þar nefna stigakvarðann fyrir dóm- skalann sem notaður er við kyn- bótadóma. Þar geta menn lesið rökstuðning fyrir hverri einkunn fyrir hvert atriði í dómstiganum. Nú þegar era á síðunni dómar frá sýningunni í Gunnarsholti um síðustu mánaðamót og sömuleiðis frá dómum í Þýskalandi frá því í apríl sl. Ætlunin er að upplýsing- ar um allar kynbótasýningar verði á þessari síðu í framtíðinni og verður reynt að birta dóma samdægurs eða sem fyrst. Einnig verða sýningarskrár á síðunni, sem gefur kost á að sjá hvaða hross munu mæta til dóms á hverjum stað. Auk þess verður reynt að bæta við vefinn öllum öðram áhugaverðum upplýsing- um varðandi kynbótadóma sem kunna að berast til Bændasam- takanna. Slóðin inn á Veraldarfeng er: www.bondi.is/fengur og eru þrír möguleikar varðandi áskrift. Hægt er að vera áskrifandi í þrjá mánuði, sem kostar þá 1,900 krónur eða 3,000 krónur í sex mánuði og þriðji möguleik- inn er ársáskrift, sem kostar 5.500 krónur. Eigendur forrits- ins Islandsfengs fá ókeypis áskrift.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.