Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 59 il 3 P' A KEIMIMSL A o Fjölbrautaskólinn í Garðabæ við Skólabraut, 210 Garðabæ, sími 520-1600, fax 565-1957 Innritun í Fjölbrautaskólann í Garðabæ fyrir haustönn 1999 er hafin. Boðið er upp á nám fyrir nýnema samkvæmt nýrri aðalnámskrá á þessum brautum: Bóknám til stúdentsprófs: Félagsfræðabraut Málabraut Náttúrufræðibraut íþróttabraut (skv. eldri námsskrá) (Félagsfræða-, mála- og náttúrufræði- braut hafa fjölmörg kjörsvið — línur). Listnám: Listnámsbraut (myndlist og fata- og textílhönnun). Almennt nám — undirbúningur fyrir annað nám: Almenn námsbraut Kjörsvið — mjög fjölbreytt nám! Á öllum þessum brautum eru kjörsvið (línur) sem nemendur velja sér í lokvor- annar árið 2000. Kjörsviðin bjóða upp á mikla sérhæfingu og dýpkun í námi. Helstu kjörsvið eru eðlisfræðikjörsvið, kjörsvið erlendra tungumála, kjör- svið fata- og textílhönnunar, félags- fræðikjörsvið, fjölmiðlafræðikjör- svið, hagfræðikjörsvið, líffræðikjör- svið, markaðsfræðikjörsvið, mynd- listarkjörsvið, sagnfræðikjörsvið, sálfræðikjörsvið, stærðfræðikjör- svið, tölvufræðikjörsvið o.fl. Námshestar. Skólinn býður nú upp á sérstaka þjónustu á bóknáms- og list- námsbrautunum fyrir nemendur með góðar einkunnir úr 10. bekk (meðaltal skólaeinkunna og einkunna á samræmd- um prófum). Þetta er nýjung í starfi skól- ans og er byggð á hugmyndinni; hópur — hraði — gæði. Sami innritunartími gildirfyrir nemend- ur sem þegar hafa stundað nám á framhaldsskólastigi. Þeir halda námi sínu áfram samkvæmt eldri námskrá nema annars sé óskað. Umsóknir um skólavist skal senda til Fjölbrautaskólans í Garðabæ við Skóla- braut, 210 Garðabæ. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8.00—16.00. Símanúmerið er 520 1600. Netfang: fg@fg.is Heimasíða: http://www.fg.is Þeir sem þess óska geta fengið send umsóknareyðublöð. Umsóknir þurfa að berast skólanum eigi síðar en 4. júní nk. Umsóknum skal fylgja staðfest Ijós- rit af grunnskólaprófi. Umsóknareyðublöð eru einnig á heima- síðu skólans. Námsráðgjafar og stjórnendur eru til við- tals og aðstoða nemendur við námsval. Hringið og fáið sendan upplýsingabækling um skólann! Vakin er athygli á því að skólinn starfar í nýju og mjög glæsi- legu húsnæði með fullkomnum kennslubúnaði, s.s. öflugum tölvum og mjög góðri lesaðstöðu. Vegna mikillar aðóknar í skólann er mjög mikilvægt að allar umsóknir verði sendar beint til Fjölbrautaskólans í Garðabæ í tæka tíð. Skólameistari. mbl.is FRÉTTIR Ráðstefna um störf röntgentækna á nýrri öld NORRÆN ráðstefna röntgen- tækna og röntgenhjúkrunarfræð- inga, sú þrettánda í röðinni, verður haldin á Hótel Loftleiðum í Reykja- vík dagana 27. og 28. maí nk. Um 350 manns frá öllum Norðurlöndum munu sækja ráðstefnuna, en á henni verður fjallað um þróun starfs röntgentækna og hvernig menn ætla að það muni breytast á nýrri öld. Röntgentæknar og röntgenhjúkr- unarfræðingar starfa við geislameð- ferð og myndgerðarrannsóknir á sjúkrahúsum, sjálfstæðum rann- sóknarstofum, hjá Krabbameinsfé- lagi Islands, Geislalækningadeild Landspítalans, Geislavörnum ríkis- ins og víðar. Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru flestir írá Norðurlöndum en einnig frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Fyrirlesari frá Banda- ríkjunum fjallar um röntgentækni á nýrri öld, og útvíkkun starfssviðs röntgentækna á nýrri öld er umfjöll- unarefni bresks fyrirlesara sem jafn- framt er varaformaður alþjóðlegra samtaka röntgentækna, ISRRT. Annar breskur röntgentæknir fjallar um hlutverk röntgentækna við brjótamyndatökur í Bretlandi. Þá ræðir Erna Agnarsdóttir deildarstjóri um viðurkenningu á menntun röntgentækna við Tækni- skóla Islands. Loks má geta fyrir- lestrar Haraldar Bjarnasonar, sem er aðstoðarprófessor á röntgendeild Háskólasjúkrahússins í Minnesota, en hann fjallar um uppruna inn- grips- eða aðgerðarrannsókna og hvert stefni á því sviði. Þar að auki flytja margir aðrir áhugaverða fyr- irlestra sem snúa að fjölmörgum sviðum fagsins, svo sem ísótópa- rannsóknum, myndgerðarrann- sóknum með tölvusneiðmyndum, segulómunarrannsóknum, geisla- vömum, framförum í geislameðferð og brjóstarannsóknum. Grunnskólinn í Borgarnesi lýkur 90. starfsári sínu GRUNNSKÓLINN í Borgarnesi lýkur nú í vor sínu 90. starfsári. I tilefni þeirra tímamóta verður haldin samkoma sem hefst kl. 18 íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 27. maí nk. og era allir velunnarar skólans velkomnir. Þama verður, auk talaðs máls, boðið upp á ýmis skemmtiatriði sem nemendur skólans munu flytja undir stjórn kennara. Skólinn hóf starfsemi sína haust- ið 1908 og hefur starfað óslitið síð- an. Núna á þessum tímamótum hefur verið ákveðið að byggja við skólann og gera hann þannig betur í stakk búinn til þess að þjóna sí- vaxandi hlutverki sínu í nútíð og nánustu framtíð, segir í fréttatil- kynningu. I skólanum era núna 330 nem- endur í 19 bekkjardeildum og við hann starfa 45 manns í nokkuð færri stöðugildum. Það er von þeirra sem að samkomunni standa að sem flestir sjái sér fært að koma og samgleðjast hinu síunga „af- mælisbami“ í tilefni þessara tíma- móta í sögu skólans, segir enn- fremur. Innritun í Skólagarða Reykjavíkur SKÓLAGARÐAR Reykjavíkur starfa nú á 8 stöðum í borginni. Við Holtaveg í Laugardal, í Arbæ vestan Arbæjarsafns, í Fossvogi við Bjarmaland, við Jaðarsel og Stekkj- arbakka í Breiðholti, við Þorragötu í Skerjafirði, í Foldahverfi (Kotmýri) fyrir austan Logafold og nú í fyrsta sinn í Gorvík við Strandveg. Skólagarðamir eru ætlaðir börnum 8 til 12 ára, fædd árin 1987 til 1991. Innritun verður dagana 26. og 27. maí og hefst klukkan 8 í hverjum garði fyrir sig. Eldri borgurum er velkomið að innrita sig 1. júní í þeim görðum sem rými leyfir. Þátttökugjald er 2.000 krónur fyrir hvem gróðurreit. ---------------- Vitni vantar VITNI vantar að umferðaróhappi, árekstri grænnar BMW-fólksbifreið- ar og ljósblárrar Hyundai-fólksbif- reiðar á gatnamótum Nýbýlavegar og Ástúns/Þverbrekku 22. maí sl. um kl. 14. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við rannsóknar- deild Lögreglunnar í Kópavogi, þá sérstaklega vörubifreiðastjóri sem mun hafa stöðvað bifeið sína á vett- vangi og gefið sig á tal við annan ökumanninn. ---------------- Tónleikar með Súkkat DÚETTINN Súkkat heldur tónleika á Næsta bar (móti Islensku óperunni) í kyöld, miðvikudagskvöld, kl. 21.30. Á efnisskrá verður gamalt og nýtt efni. BETRA LOFT OG MIHHI HÁVAfil RÁÐSTEFNA UM UMHVERFISÁHRIF BIFREIÐAUMFERÐAR í REYKJAVÍK 13:00 Setning: Hermann Sveinbjömsson, forstjóri Hollustuverndar ríkisins 13:15 Ávarp: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri 13:30 Kröfur í lögum, reglugeröum og milliríkja- samningum: Ólafur Pétursson, Hollustuvernd ríksins 13:50 Niðurstöður mælinga á loftmengun: Jón Benjamínsson, Heilbrigðiseftirliti Reykjavfkur 14:10 Hávaðadreifing í Reykjavík: Baldur Grétarsson, verkfræðingur, umferðadeild borgarverkfræðings 14:30 Gæti ástandið verið betra: Þorsteinn Þorsteinsson, verkfræðingur, Háskóla íslands 14:50 Áhrif loft- og hávaðamengunar á heilsufar: Helgi Guöbergsson, yfirlæknir, atvinnusjúkdómadeild Heilsugæslu Reykjavíkur 15:10 Kaffihlé 15:30 Afstaöa og kröfur borgaranna: Hjalti Guðmundsson, verkefnisstjóri umhverfisstefnu Reykjavíkur 15:50 Tæknilegar lausnir gegn hávaða: Steindór Guðmundsson, verkfræðingur, rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins 16:10 Aðgerðir Reykjavíkurborgar: Ólafur Bjarnason, yfirverkfræðingur 16:30 Áhrif nagiadekkja: Þór Tómasson, Hollustuvernd ríksisins 16:50 Umhverfisálag vegna samgangna í framtíðinni: Gestur Ólafsson, skipulags- fræðingur 17:15 Fyrirspumir, umræður, fundalok HÁSKÓLABÍÓI í DAG 26. MAÍ, KL. 13-17:30 Ráðstefnustjóri: Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur. SKRÁNING í SÍMA HOLLUSTUVERNDAR 585 1000. RÁÐSTEFNUGJALD ER KR. 1000- Hollustuvernd ríkisins RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN. Heiibrigðiseftirlit Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.