Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 59

Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 59 il 3 P' A KEIMIMSL A o Fjölbrautaskólinn í Garðabæ við Skólabraut, 210 Garðabæ, sími 520-1600, fax 565-1957 Innritun í Fjölbrautaskólann í Garðabæ fyrir haustönn 1999 er hafin. Boðið er upp á nám fyrir nýnema samkvæmt nýrri aðalnámskrá á þessum brautum: Bóknám til stúdentsprófs: Félagsfræðabraut Málabraut Náttúrufræðibraut íþróttabraut (skv. eldri námsskrá) (Félagsfræða-, mála- og náttúrufræði- braut hafa fjölmörg kjörsvið — línur). Listnám: Listnámsbraut (myndlist og fata- og textílhönnun). Almennt nám — undirbúningur fyrir annað nám: Almenn námsbraut Kjörsvið — mjög fjölbreytt nám! Á öllum þessum brautum eru kjörsvið (línur) sem nemendur velja sér í lokvor- annar árið 2000. Kjörsviðin bjóða upp á mikla sérhæfingu og dýpkun í námi. Helstu kjörsvið eru eðlisfræðikjörsvið, kjörsvið erlendra tungumála, kjör- svið fata- og textílhönnunar, félags- fræðikjörsvið, fjölmiðlafræðikjör- svið, hagfræðikjörsvið, líffræðikjör- svið, markaðsfræðikjörsvið, mynd- listarkjörsvið, sagnfræðikjörsvið, sálfræðikjörsvið, stærðfræðikjör- svið, tölvufræðikjörsvið o.fl. Námshestar. Skólinn býður nú upp á sérstaka þjónustu á bóknáms- og list- námsbrautunum fyrir nemendur með góðar einkunnir úr 10. bekk (meðaltal skólaeinkunna og einkunna á samræmd- um prófum). Þetta er nýjung í starfi skól- ans og er byggð á hugmyndinni; hópur — hraði — gæði. Sami innritunartími gildirfyrir nemend- ur sem þegar hafa stundað nám á framhaldsskólastigi. Þeir halda námi sínu áfram samkvæmt eldri námskrá nema annars sé óskað. Umsóknir um skólavist skal senda til Fjölbrautaskólans í Garðabæ við Skóla- braut, 210 Garðabæ. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8.00—16.00. Símanúmerið er 520 1600. Netfang: fg@fg.is Heimasíða: http://www.fg.is Þeir sem þess óska geta fengið send umsóknareyðublöð. Umsóknir þurfa að berast skólanum eigi síðar en 4. júní nk. Umsóknum skal fylgja staðfest Ijós- rit af grunnskólaprófi. Umsóknareyðublöð eru einnig á heima- síðu skólans. Námsráðgjafar og stjórnendur eru til við- tals og aðstoða nemendur við námsval. Hringið og fáið sendan upplýsingabækling um skólann! Vakin er athygli á því að skólinn starfar í nýju og mjög glæsi- legu húsnæði með fullkomnum kennslubúnaði, s.s. öflugum tölvum og mjög góðri lesaðstöðu. Vegna mikillar aðóknar í skólann er mjög mikilvægt að allar umsóknir verði sendar beint til Fjölbrautaskólans í Garðabæ í tæka tíð. Skólameistari. mbl.is FRÉTTIR Ráðstefna um störf röntgentækna á nýrri öld NORRÆN ráðstefna röntgen- tækna og röntgenhjúkrunarfræð- inga, sú þrettánda í röðinni, verður haldin á Hótel Loftleiðum í Reykja- vík dagana 27. og 28. maí nk. Um 350 manns frá öllum Norðurlöndum munu sækja ráðstefnuna, en á henni verður fjallað um þróun starfs röntgentækna og hvernig menn ætla að það muni breytast á nýrri öld. Röntgentæknar og röntgenhjúkr- unarfræðingar starfa við geislameð- ferð og myndgerðarrannsóknir á sjúkrahúsum, sjálfstæðum rann- sóknarstofum, hjá Krabbameinsfé- lagi Islands, Geislalækningadeild Landspítalans, Geislavörnum ríkis- ins og víðar. Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru flestir írá Norðurlöndum en einnig frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Fyrirlesari frá Banda- ríkjunum fjallar um röntgentækni á nýrri öld, og útvíkkun starfssviðs röntgentækna á nýrri öld er umfjöll- unarefni bresks fyrirlesara sem jafn- framt er varaformaður alþjóðlegra samtaka röntgentækna, ISRRT. Annar breskur röntgentæknir fjallar um hlutverk röntgentækna við brjótamyndatökur í Bretlandi. Þá ræðir Erna Agnarsdóttir deildarstjóri um viðurkenningu á menntun röntgentækna við Tækni- skóla Islands. Loks má geta fyrir- lestrar Haraldar Bjarnasonar, sem er aðstoðarprófessor á röntgendeild Háskólasjúkrahússins í Minnesota, en hann fjallar um uppruna inn- grips- eða aðgerðarrannsókna og hvert stefni á því sviði. Þar að auki flytja margir aðrir áhugaverða fyr- irlestra sem snúa að fjölmörgum sviðum fagsins, svo sem ísótópa- rannsóknum, myndgerðarrann- sóknum með tölvusneiðmyndum, segulómunarrannsóknum, geisla- vömum, framförum í geislameðferð og brjóstarannsóknum. Grunnskólinn í Borgarnesi lýkur 90. starfsári sínu GRUNNSKÓLINN í Borgarnesi lýkur nú í vor sínu 90. starfsári. I tilefni þeirra tímamóta verður haldin samkoma sem hefst kl. 18 íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 27. maí nk. og era allir velunnarar skólans velkomnir. Þama verður, auk talaðs máls, boðið upp á ýmis skemmtiatriði sem nemendur skólans munu flytja undir stjórn kennara. Skólinn hóf starfsemi sína haust- ið 1908 og hefur starfað óslitið síð- an. Núna á þessum tímamótum hefur verið ákveðið að byggja við skólann og gera hann þannig betur í stakk búinn til þess að þjóna sí- vaxandi hlutverki sínu í nútíð og nánustu framtíð, segir í fréttatil- kynningu. I skólanum era núna 330 nem- endur í 19 bekkjardeildum og við hann starfa 45 manns í nokkuð færri stöðugildum. Það er von þeirra sem að samkomunni standa að sem flestir sjái sér fært að koma og samgleðjast hinu síunga „af- mælisbami“ í tilefni þessara tíma- móta í sögu skólans, segir enn- fremur. Innritun í Skólagarða Reykjavíkur SKÓLAGARÐAR Reykjavíkur starfa nú á 8 stöðum í borginni. Við Holtaveg í Laugardal, í Arbæ vestan Arbæjarsafns, í Fossvogi við Bjarmaland, við Jaðarsel og Stekkj- arbakka í Breiðholti, við Þorragötu í Skerjafirði, í Foldahverfi (Kotmýri) fyrir austan Logafold og nú í fyrsta sinn í Gorvík við Strandveg. Skólagarðamir eru ætlaðir börnum 8 til 12 ára, fædd árin 1987 til 1991. Innritun verður dagana 26. og 27. maí og hefst klukkan 8 í hverjum garði fyrir sig. Eldri borgurum er velkomið að innrita sig 1. júní í þeim görðum sem rými leyfir. Þátttökugjald er 2.000 krónur fyrir hvem gróðurreit. ---------------- Vitni vantar VITNI vantar að umferðaróhappi, árekstri grænnar BMW-fólksbifreið- ar og ljósblárrar Hyundai-fólksbif- reiðar á gatnamótum Nýbýlavegar og Ástúns/Þverbrekku 22. maí sl. um kl. 14. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við rannsóknar- deild Lögreglunnar í Kópavogi, þá sérstaklega vörubifreiðastjóri sem mun hafa stöðvað bifeið sína á vett- vangi og gefið sig á tal við annan ökumanninn. ---------------- Tónleikar með Súkkat DÚETTINN Súkkat heldur tónleika á Næsta bar (móti Islensku óperunni) í kyöld, miðvikudagskvöld, kl. 21.30. Á efnisskrá verður gamalt og nýtt efni. BETRA LOFT OG MIHHI HÁVAfil RÁÐSTEFNA UM UMHVERFISÁHRIF BIFREIÐAUMFERÐAR í REYKJAVÍK 13:00 Setning: Hermann Sveinbjömsson, forstjóri Hollustuverndar ríkisins 13:15 Ávarp: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri 13:30 Kröfur í lögum, reglugeröum og milliríkja- samningum: Ólafur Pétursson, Hollustuvernd ríksins 13:50 Niðurstöður mælinga á loftmengun: Jón Benjamínsson, Heilbrigðiseftirliti Reykjavfkur 14:10 Hávaðadreifing í Reykjavík: Baldur Grétarsson, verkfræðingur, umferðadeild borgarverkfræðings 14:30 Gæti ástandið verið betra: Þorsteinn Þorsteinsson, verkfræðingur, Háskóla íslands 14:50 Áhrif loft- og hávaðamengunar á heilsufar: Helgi Guöbergsson, yfirlæknir, atvinnusjúkdómadeild Heilsugæslu Reykjavíkur 15:10 Kaffihlé 15:30 Afstaöa og kröfur borgaranna: Hjalti Guðmundsson, verkefnisstjóri umhverfisstefnu Reykjavíkur 15:50 Tæknilegar lausnir gegn hávaða: Steindór Guðmundsson, verkfræðingur, rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins 16:10 Aðgerðir Reykjavíkurborgar: Ólafur Bjarnason, yfirverkfræðingur 16:30 Áhrif nagiadekkja: Þór Tómasson, Hollustuvernd ríksisins 16:50 Umhverfisálag vegna samgangna í framtíðinni: Gestur Ólafsson, skipulags- fræðingur 17:15 Fyrirspumir, umræður, fundalok HÁSKÓLABÍÓI í DAG 26. MAÍ, KL. 13-17:30 Ráðstefnustjóri: Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur. SKRÁNING í SÍMA HOLLUSTUVERNDAR 585 1000. RÁÐSTEFNUGJALD ER KR. 1000- Hollustuvernd ríkisins RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN. Heiibrigðiseftirlit Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.