Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 48
W 48 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Fæðingarorlof opinberra starfsmanna í FRÉTTASKÝRINGU Morgun- blaðsins á miðsíðu hinn 19. maí sl. er fjallað um breytingar á fæðingaror- lofi og í fyrirsögn segir að samstaða sé að skapast um þær. í upphafi fréttaskýringarinnar segir að ástæða þess að svo illa gangi að ná ca samkomulagi um breytingar sé að réttindin séu mismunandi milli opin- berra starfsmanna og annars launa- fólks. í kjölfarið eru kjör kvenna á almennum vinnumarkaði í fæðingar- orlofi borin saman við meðaldag- vinnulaun og meðalheildarlaun opin- berra starfsmanna. Sá samanburður er mjög villandi þar sem öllum sem til þekkja er ljóst að meðallaun kvenna í opinberri þjónustu eins og á almennum vinnumarkaði eru því miður enn töluvert fyrir neðan með- Fæðingarorlof Reglugerð um fæðing- ^ arorlof, segja Gísli Tryggvason, Hannes Þorsteinsson og Svan- hildur Halldórsdóttir, verður ekki breytt ein- hliða - hvorki með reglugerð frá ráðherra né með lögum frá * Alþingi. allaun karla. Mismunurinn sem gef- inn er til kynna er því rangur. Auk þess fá konur í þjónustu ríkisins að- eins dagvinnulaun síðari 3 mánuðina í fæðingarorlofi. Samráð um réttarbætur I fréttaskýringunni segir: „Sam- tök opinberra starfsmanna hafa ekki léð máls á að jafna réttinn með því að skerða fæðingarorlof opinberra starfsmanna." Þetta eru orð að sönnu en þar með er ekki öll sagan sögð. Samtök opinberra starfs- manna - Bandalag háskólamanna, > BSRB og kennarafélögin - hafa í vetur undirbúið sameiginlegar áherslur í réttindamálum sem verða kynntar opinberlega í kjölfar víð- tækara samráðs í byrjun júní. Aherslurnar að því er varðar fæð- ingarorlof snúast vitaskuld um auk- inn rétt - réttarbætur - svo sem óskert kjör í fæðingarorlofi, lengra fæðingarorlof, sérstakt fæðingaror- lof feðra, sveigjanleika í töku fæð- ingarorlofs, órofna réttindaávinnslu og fortakslaust bann við uppsögn í fæðingarorlofi. Enn fremur hefur á þessum vettvangi eins og víðar í samfélaginu verið rætt um stofnun fæðingarorlofssjóðs sem jafni greiðslum í fæðingarorlofi niður á stofnanir samfélagsins í því skyni að tryggja raunverulegt jafnrétti á vinnumarkaði - bæði fyrir launafólk og atvinnurekendur. Fæðingarorlofsréttur er samn- ingsbundinn I fréttaskýringunni segir að ágreiningur sé um hvort fæðingar- orlofsréttur opinberra starfsmanna sé hluti af samningsbundnum rétt- indum þeirra. Husanlegur ágrein- ingur um þetta grundvallaratriði hlýtur að vera á misskilningi byggð- ur en ritstjórn Morgunblaðsins hef- ur ekki séð ástæðu til að hafa sam- band við nein samtök opinberra starfsmanna í tengslum við frétta- skýringuna. í stuttu máli er enginn vafi um að fæðingarorlofsréttur op- inberra starfsmanna samkvæmt reglugerð um bamsburðarleyfi starfsmanna ríkisins frá 1989 er ekki aðeins hluti af samningsbundn- um réttindum þeirra heldur eru þau réttindi varin af stjórnarskránni. Ástæða þessa er ekki fyrst og fremst sú - sem Morgunblaðið nefn- ir með réttu - að fjármálaráðuneyti hefur haft samráð við heildarsamtök opinberra starfsmanna þegar reglu- gerðir um þetta efni og annað hafa verið settar eða þeim breytt en slíkt samráð hefur frá árinu 1954 verið skylda samkvæmt lögum um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins. í þeim lögum er nú tekið fram að reglugerðin skuli gilda þangað til gerður hefur verið kjarasamningur um laun í fæðingarorlofi. Reglugerð- in hefur sem sagt stöðu kjarasamn- ings. Það er meginástæða þess að fæðingarorlofsréttur opinberra starfsmanna er hluti af samnings- bundnum réttindum þeirra. I öðru lagi er samningsrétturinn varinn af eftirfarandi ákvæði sem sett var í ÞÓR HF ReykjHvík - Akurnyrl ' Reykjavík: Ármúla 11 - Sfmi 568-1500 - Akureyri: Lónsbakka - Simi 461-1070 mmm LAWN-BuY Garðsláttuvélar Margreyndar við íslenskar aðstæður, nú með nýjum 4,5 HP tvígengismótor, einfaldri og öruggri hæðarstillingu, 48 cm sláttubreidd, styrktum hjólabúnaði, 60 I. grassafnari fylgir Gísli Hannes Svanhildur Tryggvason Þorsteinsson Halldórsdóttir stjórnarskrá árið 1995: „í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.“ Ekki einhliða breyting Reglugerð um fæðingarorlof verður með öðrum orðum ekki breytt einhliða - hvorki með reglu-. gerð frá ráðherra né með lögum frá Alþingi. Aðeins kjarasamningur get- ur breytt fæðingarorlofsrétti þess- ara opinberu starfsmanna. Eins og kunnugt er eru það stéttarfélög eða samtök þeirra sem gera kjarasamn- inga um kjör félagsmanna sinna en slík félög njóta nú sérstakrar stöðu samkvæmt stjórnarskránni. Fæðingarorlofsrétturinn er stjórnarskrárvarinn Jafnvel áður en stjórnarskránni var breytt í þessa veru og sérstök jafnræðisregla jafnframt tekin upp í hana árið 1995 hafa tilraunir til þess að afnema samningsbundinn rétt launafólks hlotið skipbrot í Hæstarétti sem kvað upp úr um það árið 1992 að löggjöf um ein- hliða skerðingu á samningsbundn- um kjörum tiltekins hóps launa- fólks hefði ekki staðist óskráða jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Af framangreindu er ljóst að samræming á greiðslum í fæðing- arorlofi verður ekki gerð með því að jafna niðurávið enda myndu samtök opinberra starfsmanna aldrei láta slíkt líðast. Gísli er framkvæmdarsljóri Ilamlu- lags káskólamanna, Hannes er launafulltrúi Kennara- sambands íslands og Svanhildur er skrifstofustjóri BSRB. Fjármálaeftirlitið fari strax í málið í MORGUNBLAÐINU sl. sunnudag er boðað að tryggingafélögin séu með í undirbúningi að hækka iðgjöld lögboð- inna bifreiðatrygginga. Astæðan er sögð vera gildistaka breytinga á skaðabótalögum 1. maí sl. Full ástæða er til að fara nokkrum orðum um þessi áform tryggingafé- laganna, sem koma munu við pyngju flestra landsmanna. I allsherj- amefnd Alþingis sem fjallaði um málið lagði ég mig sérstaklega fram um að skoða hvort nauð- syn væri á breytingu ið- gjalda bifreiðatrygginga áhrifa laganna. Vátryggingaeftirlitið taldi ekki þörf á iðgjaldahækkun Meginviðfangsefni Alþingis hefur þegai' fjallað um frumvarp til nýrra skaðabótalaga var að tryggja að tjónþolar fái sanngjarnar og eðlileg- ar bætur. Auk þess hafði Alþingi þær skyldur að reyna eins og kostur var að leggja mat á hvaða áhrif breytt lög hefðu á iðgjaldagreiðslur bifreiðatrygginganna. I þvi sambandi er ástæða til að rifja upp að á árinu 1996 treysti alls- herjarnefnd Alþingis sér ekki til að afgreiða málið, þar sem ekki var hægt að fá fram hvort og þá hvaða áhrif breyttur bótaréttur hefði á ið- gjöld tryggingafélaganna. Upplýs- ingar sem þá komu fram á Alþingi voru vægast sagt mjög misvísandi. Annarsvegar töldu tryggingafélögin að breytingar á skaðabótalögunum gætu leitt til 30-50% hækkunar á ið- gjöldum og hinsvegar taldi Vátrygg- ingaeftirlitið (nú Fjármálaeftirlitið) að ekki væri þörf á neinni verulegri hækkun á iðgjöldum. Taldi Vátrygg- ingaeftirlitið m.a. að nýta mætti 3-4 milljarða af 11 milljörðum sem þá voru í bótasjóðum tryggingafélag- anna ef kostnaður hlytist af breytt- PALLALVFTUR ÞÓR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavlk: Ármúla 11 - slmi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - slmi 461-1070 um lögum. Tryggingafé- lögin héldu því aftur á móti fram að þessir 11 milljarðar væru ein- göngu skuldbindingar vegna tjóna, sem ekki væri búið að ganga frá. Tryggingafélögin hunsuðu óskir ráð- herra og alþingis Þessar deilur á árinu 1996 urðu m.a. til þess að Alþingi treysti sér ekki til að afgreiða mál- ið. í stað þess var skip- uð endurskoðunarnefnd sem m.a. átti að kalla eftir upplýsingum frá tryggingafélögunum tO þess að hægt væri að meta hvort og þá hversu mikil þörf væri á hækkun iðgjalda. Svo mikil var tregða trygg- ingafélaganna að veita stjórnskip- aðri endurskoðunamefnd upplýsing- ar um forsendur og skýringar á þörf fyrir breytingar á iðgjöldum, að nefndin þurfti að leita atbeina við- skiptaráðherra, dómsmálaráðherra Tryggingagjöld Ríkisstjórn og Fjár- málaeftirlitið verða að koma í veg fyrir það, segir Jóhanna Sigurð- ardóttir, að trygginga- félögin knýi fram ið- gjaldahækkun bifreiða- trygginga. og allsherjarnefndar Aiþingis til að reyna að knýja tryggingafélögin til að veita nauðsynlegar upplýsingar. Og það dugði ekki tÖ þótt æðstu yfirmenn málaflokksins, ráðherrarn- ir, ásamt löggjafarsamkomu þjóðar- innar reyndu að knýja tryggingafé- lögin til samstarfs í málinu. Þannig var því málið lagt á nýjan leik fyrir Alþingi á síðari hluta árs 1998, án allra nauðsynlegra upplýsinga, til að hægt væri að meta hvort breytingar á skaðabótalögunum kallaði á hækk- un iðgjalda. Þetta ríki í ríkinu - tryggingafélögin - hunsuðu því bæði óskir ráðherra og löggjafarþings. Mikill hagnaður og gildir bótasjóðir Nú ætla tryggingafélögin greini- lega að geysast fram skömmu eftir gildistöku laganna með hækkun á ið- gjöldum bifreiðatrygginga, sem auka mun álögur á nánast hvert einasta heimili í landinu. Ríkisstjórnin og Fjármálaeftirlitið verða að koma í veg fyrir að tryggingafélögin knýi fram iðgjaldahækkun bifreiðatrygg- inga, en Vátryggingaeftirlitið sem Fjármálaeftirlitið hefur leyst af hólmi taldi á sínum tíma ekki þörf fyrir iðgjaldahækkun þrátt fyrii' breytingar á skaðabótalögunum. Ég vísa líka í upplýsingar um stöðu bótasjóða tryggingafélaganna sem ég aflaði mér hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir lokaafgreiðslu málsins á Al- þingi. Þar kom fram að 31. desember 1993 hafi staða bótasjóðanna verið 9,9 milljarðar kr. Fjórum árum síðar eða 31. desember 1997 var staða bótasjóðanna 15,8 milijarðar kr. eða um 5 milljörðum meira en á árinu 1996 þegar Vátryggingaeftirlitið áætlaði að 3-4 milljarða króna af 11 milljörðum úr bótasjóðunum mætti nota, ef breytingar á skaðabótalög- unum leiddu til hækkunartilefna á iðgjöldum. Athyglisvert er hvað staða bótasjóðanna hefur batnað mikið á þessu tíma eða um 6 millj- arða á 4 árum, þrátt fyrir lækkun tryggingagjalda vegna aukinnar samkeppni og þrátt fyrir að í desem- ber 1995 var réttur tjónþola aukinn verulega með hækkun á reiknings- stuðli úr 7,5-10. Rétt er einnig að halda til haga gífurlegum hagnaði tryggingafélaganna á undanfömum árum, en á sl. tveimur árum var hann vel á þriðja milljarð króna. Því verður ekki trúað að þrátt fyrir gíf- urlegan hagnað tryggingafélaganna undanfarin ár og gilda bótasjóði ætli þeir að hækka iðgjöldin á bifreiða- eigendur í landinu. Það verður að stöðva. Fjármálaeftirlitið grípi í taumana I lokin vil ég vísa til álits minni- hluta allsherjarnefndar frá síðasta þingi, þar sem áhersla var lögð á að Fjármálaeftirlitið, sé þess þörf, beiti ákvæðum 2. mgr. 55. gr. laga um Vá- tryggingareftirlit, þar sem kveðið er á um að eftirlitið geti með rökstudd- um hætti gert athugasemdir ef ið- gjöld eru ósanngjörn og ekki í sam- ræmi við áhættu sem í vátrygging- unum felst. Með vísan til þess hefur undirrituð þegar óskað eftir því við Fjármálaeftirlitið að það leggi sjálf- stætt mat á þær forsendur sem tryggingafélögin leggja til grund- vallar iðgjaldahækkun bifreiðatrygg- inga. M.v. allan feril þessa máls er það grundvallaratriði að Fjármála- eftirlitið segi álit sitt á því hvort breyting á skaðabótalögum kalli á hækkun á iðgjöldum bifreiðatrygg- inga. Ef svo er verður að fást á því viðunandi skýring, hvers vegna digr- ir bótasjóðir tryggingafélaganna geti ekki staðið undir þeirri hækkun,-íÞað hlýtur að vera skýlaus krafa allra bifreiðaeigenda í landinu að Fjár- málaeftirlitið og ríkisstjórn fylgist náið með þessum áformum trygg- ingafélaganna og grípi í taumana sé þess þörf. Höfundur er alþingismaður. Sigurðardóttir vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.