Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 26. MAI1999 MORGUNBLAÐIÐ Sýnishorn úr söluskrá 1. Lítil, falleg og þekkt sælkeraverslun í miðborginni til sölu. Einstakt tækifæri fyrir huggulegt fólk sem vill eignast notalegt framtíðarfyrir- tæki. 2. Sérverslun fyrir krakka upp í 9 ára. Sú eina sinnar tegundar á land- inu. Flytur að mestu leyti inn sína eigin vöru. Er á góðum stað. Laus strax vegna veikinda. 3. Ritfanga- og leikfangaverslun í verslunarmiðstöð sem allir þekkja. Skemmtileg atvinna fyrir snyrtilegan aðila sem leitar að skemmtilegu og gefandi framfærslufyrirtæki. 4. Einstaklega falleg og nýleg blómabúð til sölu af sérstökum ástæðum. Er staðsett í heitasta verslunar- og íbúðarhverfi landsins með vax- andi íbúafjölda. Góð vinnuaðstaða, stór kælir. 5. Heimasala á matvörum. Þekkt og gott fyrirtæki með góð sambönd. Auðvelt í framkvæmd. Miklir vaxtamöguleikar. 6. Veitingasala á Vesturlandi til sölu. Salirfyrir 100 manns. Bar. Öll leyfi. Dansleikir um helgar allt árið. Brjálaður tími framundan. Góð staðsetning á vinsælum stað. 7. Sérhæfð bílaleiga til sölu. Er með útleigu á húsbílum og húsvögnum. Starfar aðeins yfir sumarmánuðina. Góð sambönd við erlendar ferða- skrifstofur. Er á netinu. 8. Heildverslun með verkfæri. Vel skipulagt fyrirtæki með góð sambönd innlend sem erlend. Hægt að margfalda veltuna. 9. Skyndibitastaður á frábærum stað. Er einnig með ísbúð og sælgætis- verslun. Mikil íssala framundan. Opið aðeins til kl. 20.30 á kvöldin. Rífandi fyrirtæki fyrir áhugasamt fólk. 10. Framköllunarþjónusta, Ijósmyndavöruverslun, Ijósmyndastúdíó og innrömmun, allt á einum stað og mikil umsvif. Skapandi fyrirtæki með mikla tekjumöguleika. Spennandi dæmi sem selst vegna veikinda. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. RYRIRTÆKIASAlAN SUOURVERI SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. LISTIR FIÐLAÐ FRAM AF HENGIFLUGI TO\IJST Ilveragerðiskirkja BJARTAR SUMARNÆTUR Einleiksfíðluverk eftir Ernst, Biber, Schubert/Ernst, O’Connor og Pagan- ini. Amy Beach: Rómansa. Sarasa- te/Waxman: Carmen fantasia. Bra- hms: Kvintett í f-moll Op. 34. Rachel Barton, fiðla; Edda Erlendsdóttir, pi- anó. Tríó Reykjavíkur (Guðný Guð- mundsdóttir, fiðla; Peter Máté, píanó; Gunnar Kvaran, selló) ásamt Ragn- hildi Pétursdóttur, fiðla & Junah Chung, vióla. Sunnudaginn 24. mai kl. 20:30. ÞRIDÆGRUHATIÐ Hvergerð- inga, „Björtum sumamóttum“, lauk með fjölsóttum tónleikum, svo vægt sé til orða tekið, á sunnudags- kvöldið var, því grípa þurfti til aukasæta og virðast færri hafa komizt að en vildu. Orsök vand- ræðanna var augljós - hinn ungi fíðlusnillingur frá Chicago, sem hreif svo eftirminnilega tónleika- gesti í Háskólabíói á fimmtudags- tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Is- forskot í skólanum Þáttur tölva í daglegu lífi fer æ stækkandi og tölvukunnátta því nauösynleg. Þess vegna er eins gott að byrja snemma að auka við sig þekkingu til að ná forskoti. Tölvuskóli Reykjavíkur býður upp á gagnleg og skemmtileg tölvunámskeið fyrir börn og unglinga í allt sumar. 1. Börn 6 -10 ára, 24 stundir. Kynning á Windows og notendaforritum sem fylgja þvi. Ýmis kennslu- og leikjaforrit skoðuð og þar á meðal forrit sem þjálfa rökhugsun. Kynning á Netinu og kennd er leit þannig að nemendur getir sótt skrár, leiki o.fl. inn á Netið. Nauðsynlegt er að nemendur séu orðnir læsir. 2. Windows 10 -14 ára, 24 stundir. Megin áhersla er lögð á að nýta tölvu sér til gagns og er kennt á PC tölvur. Farið er I fingrasetningu, vélritunaræfingar, Windows stýrikerfi, ritvinnslu, teikningu, almenna tölvufræði, töflureikni, Netið og leiki. Áhersla er lögð á að leita á Netinu og ná I skrár, eins og leiki o.fl. Námið miðar að almennri tölvuþekkingu þannig að nemendur geta að því loknu nýtt sér tölvuna við nám og leik. 3. Tölvuforritun fyrir 11-15 ára, 24 stundir. Kennt er að forrita I Visual Basic. Farið er í grunnatriði forritunar og stefnt að því að nemendur geti sett saman einfalda leiki með hreyfimyndum og hljóði. (lok námskeiðs fá allir nemendur afrit af leikjunum sem hópurinn smíðar á námskeiðinu og um 1 MB af forritunarkóðum sem eru lítil forrit eða forritabútar sem nota má við frekari forritun. 4. Framhaldsnám fyrir 11-15 ára, 24 stundir. Vefsíðugerð með Frontpage Express, vistun á Netið o.fl. Myndvinnsla með Photoshop og Microsoft Gif Animator, kennt að ná I myndir af Netinu, breyta þeim og laga og nota slur. Hljóövinna, tekin upp tónlist af geisladiskum, hljóði breytt yfir í Mp3, vinnsla með hljóðbrot og tónlistarheimaslður. Útvarpsstöðvar á Netinu skoðaðar. Kr. 13.900. Kr. 13.900 Kr. 15.900. Kr. 15.900,- Tölvuskóli Reykjavíkur Borgartúni 28, sími 561 6699 www.tolvuskoli.is tolvuskoli @ tolvuskoli.is lands og Vassilys Sinaiskys þrem dögum áður. Rachel Barton átti óskipta athygli áheyrenda í fimm fyrstu dagskrárliðum, sem voru fiðluverk án undirleiks, en naut pí- anósamleiks Eddu Erlendsdóttur í Rómönsunni og Carmen fantasí- unni síðast fyrir hlé. Það er óhætt að segja, að Rachel Barton hafi sett glæsilegan loka- punkt á Sumamóttum með kraft- miklum leik og skemmtilegum kynningum, enda voru undirtektir með afbrigðum góðar. Hún endur- flutti fyrst eitt aukalaga hennar á sinfóníutónleikunum, tilbrigðin um Síðustu rós sumarsins eftir H.W. Ernst, með tilheyrandi flugelda- fimi þar sem samtímis bogastrok og vinstrihandarplokk voru greini: lega minnsta mál í heimi. í Passacaglíu miðbarokkmeistarans Heinrichs Biber, höfundar Rósakross-sónatnanna, nálgaðist hún tjáningarmáta upphafs- hyggjuflytjenda af sannfærandi næmni, án þess þó að fara alla leið. Alfakóngur Schuberts birtist þamæst í sjaldheyrðri útgáfu Heinrichs Emsts fyrir einleiks- fíðlu, þar sem fiðluleikarinn verður líkt og Sesar við Bibracte að gera fernt í senn, í þessu tilviki að túlka jódyninn, fóðurinn, drenginn og álfakónginn - með þeim afleiðing- um að allt ætlaði um koll að keyra. Þamæst var síðasta Kaprísa am- eríska þjóðlagafiðlarans Marks O’Connors, sem samdi 6 slíkar undir áhrifum frá Paganini; svip- mikið og furðu klassískt lítið virtúósaverk, þar sem neistandi bogatækni Bartons nærri því kveikti í milljónagripnum sem hún lék á, Amati-fiðlu sem fjársterkur kostunaraðilji fiðlarans hefði að sögn bjargað úr dásvefni banka- hvelfingar henni til handa. Það var umhugsunarefni, að þetta forláta hljóðfæri skyldi þegar hafa verið hálfrar aldar gamalt, þegar Biber samdi sónötur sínar launhelgu á ofanverðri 17. öld. Það minnti svolítið á þegar sov- ézkur þungaviktarlyftari setti ólympíumet um árið og hnykkti á með því að standa einum fæti und- ir farginu, þegar Rachel Barton bauð áheyrendum að velja eina af kaprísum Paganinis. Eftir nokkuð hik var kallað „nr. 9!“, sem Barton renndi í gegn af bragði. Oðara bætti hún við nr. 1, og benti áhyggjuleysi einleikarans til að nm. Kynning á kanad- ískum rithöfundi JÓHANN G. Thorarensen, MA í ensku, kynnir kanadíska rithöfund- inn Robertson Davies í fyrirlestri sem haldinn verður á morgun, laug- ardag kl. 14 í Odda, stofu 101. Kynningin er á vegum enskuskorar Háskóla íslands og íslandsdeildar GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 ^j^æða flísar ^jyæða parket íjwóð verð þjónusta fingurbrjótar hins ítalska skjól- stæðings myrkrahöfðingjans að áliti fyrri tíma væri henni daglegt brauð. Síðan léku þær Barton og Edda Erlendsdóttur ljóðræna Ró- mönsu Amyar Beach (1867-1944), fyrsta kvenkyns sinfónista Banda- ríkjanna („Gelíska“ sinfónían 1896) og klykktu út með blóðheitri Carmen-fantasíu Sarasates í út- færslu ameríska kvikmyndatón- skáldsins Franz Waxmans við dynjandi fagnaðarlæti hlustenda, enda framúrskarandi flutt af báð- um, þó að samæfingartími hljóm- listarkvennanna hljóti að hafa ver- ið naumur, eins og stöku sinni heyrðist. Það var að sönnu örvandi að heyra fiðluleik þar sem teflt var á tæpasta vað og ekki hikað við að taka áhættur. Slíkt er a.m.k. fágætt í gerilsneyddum geisladisksupptökum nútímans, enda hengiflugið vísasta leiðin til bjargar lifandi tónflutningi í tæknivæddu neyzlusamfélagi framtíðar. Tríó Reykjavíkur ásamt Junah Chung og Ragnhildur Pétursdóttir léku síðast æskumeistaraverk Bra- hms Op. 34 frá 1850 fyrir píanó og strengjakvartett, sem hóf lífdaga sem strengjakvintett og síðar pían- ódúett, áður en Brahms rataði á endanlega hljóðfæraskipan fyrir ábendingu Clöru Schumann, hugs- anlega með hliðsjón af 8 árum eldri Es-dúr kvintett Róberts Op. 44. Þetta er ótrúlega þroskað verk frá stálpuðum táningi sem nálgast víða sinfóníska breidd, einkum í loka- þættinum, og ekki lítið afrek að fullæfa á fáeinum dögum með ókunnu viðbótarfólki, en hópnum tókst merkilega vel upp, mest áberandi í hottandi Scherzóinu og enn meir í dýnamískum fínalnum, sem var sérlega samtaka. Helzt saknaði maður fyllri og heilstæðari kvartettsamhljóms; það hefði að öllu jöfnu mátt heyrast betur í inn- röddum strengjanna. Lofsverður nettleiki Peters Máté, sem stóð sig eins og hetja í krefjandi píanópart- inum, kostaði einstaka „loftnótu" á veikustu stöðum, enda aðeins hljómborðshlið flygilloksins opin þetta kvöld - skynsamleg ráðstöfun í hljómburði sem virðist henta söng og strokleik dável, en vera full rausnarlegur gagnvart slaghörpu- Ríkarður Ö. Pálsson norræna félagsins um kanadísk fræði. Davies er einn kunnasti rithöfund- ur Kanadamanna á þessari öld, en vinsælastar eru skáldsögur hans, þar sem fremstar fara trílógíumar þrjár sem kenndar eru við Salterton, Deptford og Comish. Auk þess að kynna ævi og störf Davies mun Jó- hann ræða þá gagnrýnu siðvitund sem liggur að baki ævintýra- og goð- sagnakenndum sagnaheimi Davies.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.