Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 1

Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 1
115. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kínverjar sakaðir um umfangsmiklar kjarnorkunjósnir í Bandaríkjunum í nýrri skýrslu Clinton lofar að stöðva niosmrnar Washington, Peking. Reuters, AP, AFP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti lof- aði í gærkvöldi að gera frekari ráð- stafanir til þess að vemda kjam- orkuleyndarmál landsins eftir að ör- yggismálanefnd þingsins birti skýrslu þar sem fullyrt er að Kín- verjar hafi stundað umfangsmiklar kjamorkunjósnir í Bandaríkjunum í tvo áratugi og allt fram á þennan dag. Clinton varði hins vegar þá stefnu Bandaríkjastjómar að við- halda viðskiptatengslunum við Kín- veija og sagði hana þjóna banda- rískum þjóðarhagsmunum. Samkvæmt skýrslunni er nú talið að Kínverjar hafi fengið ítarlegar upplýsingar um alla kjamaodda Bandaríkjamanna og nifteinda- sprengju þeirra. Clinton sagði að Bandaríkja- stjóm hefði þegar gert gangskör að því að bæta öiyggiseftirlitið í bandarískum kjarnorkurannsókna- stofum. „Okkur ber skylda til að vernda slíkar upplýsingar um ör- yggismál þjóðarinnar og við verðum að gera meira í þeim efnum,“ sagði forsetinn. „Ég vil fullvissa ykkur og alla bandarísku þjóðina um að ég ætla að vinna mjög ötullega með þinginu að því að vernda þjóðarör- yggið, koma ráðleggingum nefndar- innar í framkvæmd og halda stefnu okkar í málefnum Kína til streitu, því hvort tveggja þjónar hagsmun- um þjóðarinnar." Bandaríska stjómin hefur þó ve- fengt nokkrar af niðurstöðum skýrslunnar. Bill Richardson orku- málaráðherra hefur t.a.m. neitað þeirri fullyrðingu öryggismála- nefndarinnar að Kínverjar hafi nú þegar unnið upp forskot Banda- ríkjamanna í kjarnorkuvísindum. Hann bætti við að skýrslunni hefði verið lokið í fyrra og nefndin tæki því ekki tillit til öryggisráðstafana sem gerðar hefðu verið frá þvi í haust. Kínveijar vísa ásökununum á bug í skýrslunni, sem er 872 blaðsíðna löng, kemst þingnefndin að þeirri niðurstöðu að útsendarar kín- verskra stjómvalda hafi stundað kjamorkunjósnir og stuld á banda- rískum tæknibúnaði í tvo áratugi með aðstoð bandarískra leppfyrir- tælq'a sem lanverskir innflytjendur hafi stjórnað. Meðal annars hafi teíkningum af W-88, einum full- komnasta kjarnaoddi bandaríska hersins, verið stolið og leitt er líkum Reuters FULLTRÚAR sérstakrar þingnefndar Bandaríkjaþings, sem fjallað hefur um kjarnorkunjósnir Kínveija, undirbúa opinbera birtingu skýrslu nefndarinnar í Washington í gær. að því að Kínverjar hugi á smíði slíkra vopna. Niðurstöður skýrslunnar urðu til þess að repúblikanar kröfðust þess að nokkrir embættismenn, þeirra á meðal Janet Reno dómsmálaráð- herra og Sandy Berger þjóðarör- yggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, yrðu reknir fyrir að hafa ekki bragðist strax við fréttum um kjamorkunjósnir Kínverja. Kínversk stjórnvöld hafa vísað ásökunum skýrsluhöfundanna al- gerlega á bug og lýstu talsmenn kínverska utanríkisráðuneytisins því yfir í gær að Kínverjar hefðu aldrei stundað kjaraorkunjósnir í Bandaríkjunum. Þá vora bandarísk stjómvöld sökuð um að varpa rýrð á stjórnvöld í Peking og reyna að viðhalda hugsunarhætti kalda stríðsins. ■ Þingmenn segja/20 NATO ákveður að senda liðsauka á Balkanskaga Brussel, Beigrad. Reuters. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ samþykkti í gær áform um að fjölga her- mönnum, sem ráðgert er að senda inn í Kosovo-hérað til að framfylgja hugs- anlegu friðarsamkomulagi. Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, varði loftárásir NATO á Júgóslavíu og sagði að bandalagið ætti ekki að gera hlé á þeim og gæti ekki útilokað landhemað í Kosovo. Gert hefur verið ráð fyrir því að 45-50.000 manns verði í friðargæslu- liðinu. Heimildarmenn í höfuðstöðv- um NATO í Brassel sögðu að yfir- menn herafla bandalagsins myndu ákveða fjölda hermannanna síðar í vikunni og leggja fram tiilögur um samsetningu herliðsins, sem hefur verið kallað KFOR. Nokkur ríki ut- an NATO hafa boðist til að taka þátt í aðgerðunum og NATO vill að rúss- neskir hermenn verði í friðargæslu- liðinu. Atlantshafsbandalagið segir að það hafi ekki í hyggju að svo stöddu að gera innrás í Kosovo en hefur þó ekki útilokað landhemað dugi loft- árásirnar ekki til að fá Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, til að fallast á friðarskilmála bandalagsins. Hugsanlegt er að KFOR-sveitirnar verði kjarni miklu stærri herafla sem yrði sendur inn í Kosovo ef bandalagið telur það nauðsynlegt til að fylgja kröfum sínum eftir og af- stýra hungursneyð meðal íbúa hér- aðsins. Hermálasérfræðingar segja að bandalagið myndi þurfa að minnsta kosti 150.000 hermenn til að gera innrás í Kosovo. NATO hefur þegar sent um 14.000 hermenn til Makedóníu og 2.000 breskir hermenn eru á leiðinni þang- að. Jamie Shea, talsmaður NATO, sagði að hersveitimar yrðu vel vopn- um búnar vegna hugsanlegra árása Serba. Hersveitirnar í Makedóníu hafa fengið breska og þýska skrið- dreka, tugi orrustubrynvagna og franskar árásarþyrlur. Búist er við að Bandaríkjamenn leggi til um 7.000 hermenn, eða um 15% af mannafla KFOR. Um 5.000 bandarískir hermenn eru nú í Alban- íu vegna hugsanlegra hemaðarað- gerða í Kosovo og um 7.000 hermenn frá NATO-ríkjunum taka þátt í hjálparstarfinu í flóttamannabúðun- um í nágrannaríkjum Serbíu. Wesley Clark, yfirhershöfðingi NATO, sagði að mjög mikilvægt væri að liðsaukinn yrði sendur sem fyrst á Balkanskaga. Jose Maria Aznar sagði að Milos- evic hefði ekkert gert sem réttlætti að NATO gerði hlé á loftárásunum og kvað bandalagið ekki geta útilok- að landhemað. „Bandalagið verður að ná fram markmiðum sínum ... beri stefha okkar ekki árangur telj- um við það sigur fyrir alræðisstjóm- ir í heiminum," sagði Aznar. „Eins og staðan er nú er engin ástæða til að breyta stefnu bandalagsins eða gera hlé á árásunum." Allir Kosovo-Albanar flæmdir á brott? Kosovo-búar flykktust enn yfir landamærin til Makedóníu í gær og fólksflóttinn þótti benda til þess að Serbar væra staðráðnir í að flæma alla Albana úr héraðinu. Flugvélar NATO gerðu árásir á orkuver og rafveitur í Júgóslavíu í gær, fjórða daginn í röð. Um 70% Serbíu vora án rafmagns og vatns- laust var í 60% Belgradborgar, að sögn breska útvarpsins BBC. ■ Milosevic ekki/24 Völd Zad- ornovs aukin Moskvu. Reuters. MÍKHAIL Zadomov, fjár- málaráðherra Rússlands, var í gær skipaður í embætti fyrsta aðstoðarforsætisráðherra og verður æðsti ráðherra efna- hags- og fjármála í nýrri stjóm Sergejs Stepashíns forsætis- ráðherra. Stöðuhækkun Zadomovs kom mörgum á óvart þar sem búist hafði verið við að Alex- ander Zhúkov, formaður fjár- laganefndar dúmunnar, neðri deildar þingsins, myndi hreppa embættið. Míkhaíl Kasjanov, helsti samningamaður Rússa í viðræðunum við erlenda lánar- drottna, var skipaður fjármála- ráðherra í stað Zadomovs. Keuters ANC spáð stórsigri SUÐUR-Afríkumenn ganga að kjörborði eftir viku og ný skoð- anakönnun bendir til þess að Afríska þjóðarráðið (ANC) sé nú með 65% fylgi og mjög ná- lægt því að tryggja sér tvo þriðju þingsætanna, sem myndi gera því kleift að breyta stjórn- arskránni án stuðnings annarra flokka. Sljómarandstaðan segir svo mikið fylgi stjórnarflokks- ins geta stefnt lýðræðinu í hættu. Suður-afrísk kona skrýðist hér höfúðbúnaði með mynd af Nelson Mandela forseta á kosn- ingafundi ANC nálægt Jóhann- esarborg í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.