Morgunblaðið - 30.05.1999, Síða 17
T óbaksvarnanefnd
í 5. gr. laga um tóbaksvarnir stendur
orðrétt:
5.1. Ráðherra skipar tóbaksvarna-
nefnd til fjögurra ára í senn. I
nefndinni eiga sæti þrír menn og
skulu a.m.k. tveir vera sérfróðir
um skaðsemi tóbaks eða tóbaks-
vamir. Varamenn skulu skipaðir
á sama hátt. Ráðherra skipar
einn nefndarmann formann.
5.2. Hlutverk tóbaksvamanefndar er
fyrst og fremst:
1. Að vera ríkisstjóm, heilbrigð-
ismálaráðherra, Hollustuvernd
rlkisins, Vinnueftirliti ríkisins og
öðrum opinberum aðilum til
ráðuneytis um allt er að tóbaks-
vömum lýtur.
2. Að gera tillögur til stjómvalda
um ráðstafanir til þess að vinna
gegn neyslu tóbaks í samræmi
við lög þessi.
3. Að hvetja aðra aðila til átaks í
reykingavömum og leitast við að
samræma störf þeirra.
4. Að veita aðstoð og leiðbein-
ingar varðandi tóbaksvarnir,
m.a. með þvi að gefa út og út-
vega fræðslurit og önnur
fræðslugögn.
5. Að fylgjast með tóbaksneyslu
í landinu.
6. Að nýta reynslu og þekkingu
annarra þjóða á sviði tóbaks-
vama.
5.3. Fjármálaráðuneytið skal hafa
samráð við tóbaksvarnanefnd
um stefnumörkun varðandi inn-
flutning og verðlagningu tóbaks.
5.4. Leita skal álits nefndarinnar um
allar reglugerðir sem snerta tó-
baksvamir og tóbakssölu.
5.5. Tóbaksvamanefnd starfar í sam-
vinnu við Hollustuvemd ríkisins
og Vinnueftirlit rikisins.
5.6. Ráðherra er heimilt að setja nán-
ari ákvæði um hlutverk og störf
tóbaksvamanefndar í reglugerð.
17
„Að mínum dómi mætti verð á tóbaki
vera ennþá hærra en það er.“
Við búum við
fordómaleysi
Reykingamenn segja oft: „Ef þér er illa
við tóbak, þá er þér illa við mig. Svar
þitt gæti hæglega verið: Hvers vegna?
Ert þú ekki manneskja eins og ég?
Mér er kannski illa við hvitlaukslykt,
en það þýðir ekki að mér sé illa við þá
sem borða hvítlauk. Á mér að vera illa
við tengaforeldra mína, bróður minn
og mágkonu og frændur mína og
frænkur bara vegna þess að þau
reykja? Ég set ekki samasemmerki
milli mannskepnunnar og þess sem
hún gerir. Af hverju gerir þú það?“
Það er nefnilega vandamálið. Peir sem
reykja hafa ákveðið að þeir og tóbakið
séu eitt og hið sama. Af þeim sökum
kemur röksemdarfærslan - ef þér er
illa við tóbak, er þér illa við mig. Ef
þú hins vegar kemst að sláandi stað-
reyndum um skaðsemi matvæla,
heilsudrykkja, áfengis, eiturlyfja eða
vítamína er þér boðið að hrópa þær
staðreyndir af húsþökum og fólk
kemur til þín og segir: „Þakka þér
fyrir að vara mig við.“
Staðreyndum um sígarettuna er hins
vegar tekið sem persónulegri árás.
Reykingamenn eru engu að síður
flestir sammála um að hvetja unga
fólkið til að byrja ekki að reykja.
Hvað veldur? Svarið er líklega hið
sama og svárið við því hvers vegna
böm eru sífellt „þrasandi" í foreldrum
sínum um að hætta að reykja. Vænt-
umþykja veldur því að fólk reynir að
vara við. En það er hins vegar oftast
tilgangslítið og stundum betra að láta
eins og ekkert sé og halda áfram að
sýna væntumþykjuna - án tillits til
þess hvort einstaklingurinn reykir,
drekkur, borðar of mikið, tekur inn
eiturlyf eða annað það sem þjóðfélag-
ið lítur homauga. Ef tækifæri gefst má
miðla upplýsingum án fordóma. Pað
er full ástæða til að benda þeim sem
reykja á að miðlun staðreynda um
tóbak er ekki persónuleg árás.
Á móti er ágætt að benda þeim, sem
ekki reykja og eiga það til að vera for-
dómafullir, á að kasta ekki steinum úr
glerhúsi, vera málefnalegir og gera sér
strax grein fyrir því að þeir sem reykja
em ekki annars flokks. Sýnum skyn-
semi, tillitssemi og þolinmæði - það
borgar sig alltaf að lokum.
G.B.
SÍF hf.
- Sölusamband íslenskra
fiskframleiðanda hf.
Orkuveita Reykjavíkur
Sorpa
Tryggingamiðstöðin hf.
Vestmannaeyj abær
Sparisjóðurinn í Keflavík
^St
0i*tLu
úrvalið!
'Siji
vörutegundir
á frábæru verði!
SiS
5?
Skeifan • Smáraforg • Akureyri • Njarðvík
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup
ingian^.hæð
%..S>