Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 27

Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 27
4 Bjami Haukur Þórsson. 28 ára leikari, útvarpsmaður og hellisbúi með meiru. „Fiktið er hcettulegt“ Bjarni Haukur Þórsson „hellisbúi“ segir að það sé auðvelt að lifa í sjálfsblekkingu. „Ég byrjaði líklega að reykja svona sextán, sautján ára gamall og hætti um tvítugt. Ég hætti samt á dálítið furðulegum tíma. Ég hætti þegar ég var að bytja i leiklistamámi f banda- rískum háskóla. Mig langaði bara ekkert að reykja lengur. í byrjun var þetta aðallega fikt með félögunum. Hg fór að fikta f kringum vin minn sem reykti að staðaldri - ekki að það sé honum að kenna að ég byrjaði. Maður er hins vegar mjög móttækilegur fyrir utanaðkomandi áhrifum á þessum aldri. Eftir að ég hætti hef ég ekkert reykt, nema á síðasta ári. Þá gekk ég í gegnum dálítið erfitt tímabil og fiktaði við þetta f smátfma. Mér hefur hins vegar alltaf verið illa við þetta og f dag reyki ég ekkert. Á þeim tímabilum sem ég hef reykt hef ég hins vegar ekki náð að reykja mjög mikið. Ég reykti til dæmis aldrei á morgnana. Ég var aldrei þessi týpíski reykingamað- ur. Maður getur lifað ofsalega lengi á því að blekkja sjálfan sig með því að segja: „Ég er nú enginn smóker, bara fæ mér eina og eina”. Ég tek mjög mikið eftir því, sérstaklega hjá eldra fólki sem „á“ ekki að reykja sam- kvæmt reglum þjóðfélagsins, að felureykingamönnum fjölgar. Um er að ræða fólk sem fær sér eina og eina, helst ekki úti á götu þar sem sést til þeirra. Svo er líka heilmikið af fólki sem reykir ekki nema þegar það fær sér í glas. t>að er er þetta fikt sem er svo hættulegt. Fullorðið, meðvitað fólk lifir oft í þeirri blekkingu að það reyki ekki, en gerir það samt. Mér lfð- ur illa eftir að hafa setið á kaffihúsi eða verið á skemmtistað þar sem er mikið reykt. Lyktin er viðloðandi í lengri tíma. Ég myndi ekki vilja það heima hjá mér. f leikarastéttinni er mjög mikið reykt og það er ekki góður stimpill á stétt sem þarf sérstaka aðgæslu hvað varðar rödd og heilsu. Leikarar, íþróttamenn og annað fólk sem mikið mæðir á, ætti ekki að reykja, sfn vegna og ann- arra. Ég bara spyr: Hvemig getur fólk sem ekki getur hætt að reykja sigrast á því mótlæti sem þarf til að komast langt í lífinu?" G.B. Bœtum lífi við árin! Þorsteinn Njálsson, formaður Tóbaksvarnanefndar. jj Árangur af tóbaksvamastarfi á íslandi hefur verið mælanlegur á undanförn- um tveimur árum og hefur notkun minnkað meðal fullorðinna jafnt og þétl. Við verðum vör við breytt viðhorf í þjóðfélaginu; reykingamenn sýna meiri tillitsemi gagnvart þeim sem ekki reykja; þeir sem ekki reykja eru farnir að krefjast réttar síns til reyklauss umhverfis; veitingastaðir bjóða upp á reyklaus borð; fyrsti reyklausi skemmtistaðurinn hefur || verið opnaður, Flugstöð Leifs i Hiríkssonar er nánast reyklaus og tóbaksvarnaumræðan er í fullum gangi. Við stöndum hins vegar frammi fyrir öðmm vanda, sem er sá sami og aðrar vestrænar þjóðir þurfa að glíma við, en það eru auknar reykingar unglinga. Skýring á þessu er ekki einhlýt en líkur em á að hún M sé svipuð hjá þessum þjóðum þvf :. j aukningin er áþekk alls staðar. Pjóðir ! sem standa framarlega f tóbaksvama- starfi heimsins leita nú leiða til að fást við þetta vandamál og tekur Island þátt í þvl. Síðan frú Gro Harlem Bmndtland tók við stjórn WHO, Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar, hafa blásið þar ferskir vindar og hefur hún boðað breytingar í tóbaksvarnamálum og hvetur til að sett verði alþjóðalög eða reglur til að draga úr tóbaksnotkun. Áhersla frú Gro Harlem er skiljanleg öllum sem hafa áhuga á heilsu og heilbrigði því tóbaksnotkun er orðin eitt stærsta heilbrigðisvandamál heimsins, vandamál sem hægt er að fyrirbyggja með þvf að draga úr tóbaksnotkun. Notkun tóbaks er víða mjög mikil meðal þjóða heimsins og menn hafa áttað sig á því að þessi mikla tóbaksnotkun hefur og kemur til með að hafa gríðarleg áhrif á efna- hag þjóða, sérstaklega þriðja heimsins og fyrrum Austur-Evrópuþjóða í framtíðinni þegar reykingasjúkdómar og ótímabær dauðdagi vegna reykinga fara að taka toll af vinnuafli þessara þjóða. Alþjóðabankinn varð fyrstur til að gera sér grein fyrir þessum áhrifum og hefur lagt umtalsvert af mörkum til tóbaksvama á alþjóðavettvangi. Áhugi á heilsu og heilbrigði er mikill meðal margra Vesturlandabúa og þá ekki sfður íslendinga. f>að skýtur því skökku við að margir sem hafa þennan áhuga skuli reykja. £>að að hætta að reykja er ein áhrifarfkasta ef ekki allra áhrifaríkasta aðferð einstak- lings til að bæta eigin heilsu, heil- brigði, líf og möguleika á góðri fram- tíðarheilsu og langlífi. Flestir em sam- mála því að það skipti ekki meginmáli að bæta ámm við lífið heldur lífi við árin. Ég hvet alla sem reykja að sýna tillitssemi gagnvart þeim sem ekki reykja. t>að er þeirra val að reykja ekki og það á ekki að reykja ofan í þá. Óbeinar reykingar eru hættulegar heilsu þeirra og reyndar heilsu reykingamanna einnig. Ég hvet alla þá sem reykja að finna aðferð til að hætta reykingum, við viljum gjaman halda í þá lengur. Dr. Þorsteinn Njálsson, Jormaður Tóbáksvamanejndar Tíu ástœður til þess að „ hcetta að reykja“ 1. Fólk með sfgarettur er slæm fyrir- mynd bama. 2. Gular tennur, andremma og grár húðlitur. 3. Getuleysi. 4. Hver vill vera fíkniefnaneytandi? 5. Meiri hætta á appelsfnuhúð. 6. Alltaf illa lyktandi. 7. Miklar líkur á krabbameini. 8. Styttri tími með barnabömunum. 9. Að þurfa að húka undir húsvegg - háður nikótíni. 10. Hrukkur og tannlos á besta aldri. 27 Lífið er □g heilsan dýrmcet! Hættu að reykja mei v meðulum I\Id Smokings inniheldur ekki nikótín ug tiindrar lystaukningu. Virku efnin í No Smokings eru: Plantago Major sem dregtlr úr tóbakslö slöngun Avena Sativa Léttir á fráhvarseinkennum þegar reykingum er hætt HCA. Hydroxv, sítrónusýra Dregur úr nungurtnfinningu agðg< nikótínfrítt tyggigúmmí Níkótínfrír úði undir tunguna sem gefur gott bragð SMQKiNG SMOKING Fæst í flestum lyfjaverslunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.