Morgunblaðið - 18.07.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.07.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 25 „Atlanta hefur hins vegar ööru hverju þurrleigt vélar til annarra félaga og við höfum til dæmis selt út viðhalds- þjónustu. Þannig má segja að við höfum augun opin fyrir hvers kyns starfsemi á sviði flugsins sem skilað getur fyrirtækinu arði.“ andi flugfélag. Atlanta er nú með starfsstöðvar á Spáni, í Bretlandi, Þýskalandi, Noregi, Saudi Arabíu og Túnis auk þess sem fyrirtækið rekur birgða- og viðhaldsstöð í Bretlandi. Annað og meira en pílagrímaflug Magnús segir að í gegnum ára- langa starfsemi á þessum vettvangi hafi byggst upp þekking og reynsla og eftir samskipti við sömu flugfé- lögin í áraraðir leiti þau gjaman aft- ur til Atlanta þegar þau vantar vél- ar. Hann segir það til dæmis eiga við um Saudi Arabian Airlines: „Þetta er sjöunda árið sem við semjum við Saudi Arabian Airlines um flug og er nýi samningurinn til 9 mánaða. Við eigum að byrja þar 20. júlí. Þeir leita þannig til okkar aftur og aftur og það ánægjulega í þess- um samningi er að nú eigum við að fljúga mun meira áætlunarflug en áður. Hér áður fyrr var haft á orði að Atlanta sinnti svo til eingöngu pílagrímaflugi en það er nú minnk- andi hluti af starfsemi okkar. I ár eigum við að fljúga á lengri leiðum fyrir Saudi Arabian Airlines, svipað og við gerum nú fyrir Iberia, en það þykir jafnan einna hagstæðast að sinna sh'ku flugi, það fer betur með vélarnar, nýtingin á þeim er betri og hagnaðurinn getur orðið meiri.“ Samningar um leigu á flugvélum eru með ýmsu móti og oft geta þeir orðið flóknir. Eigendur vilja helst sjá vélar sínar í þannig verkefnum að þær séu á lofti allan sólarhring- inn, þær lendi aðeins tO að taka eldsneyti og skipta um farþega og áhöfn. Leigugjaldið er yfirleitt mán- aðargjald en er stundum sett í ákveðið samhengi við flugtíma eða nýtingu á samningstímanum og hagstæðari samningar nást yfirleitt eftir því sem leigutíminn er lengri. Því segir Magnús það grundvallar- atriði að geta séð fyrir sér fleiri möguleika fyrir vélarnar eftir að yf- irstandandi verkefnum lýkur. „Með því að hafa fingurinn á púlsinum og þekkja markaðinn vitum við nokkurn veginn hvemig ástandið er og því þykjumst við nokkuð viss um að geta fundið flugvélum okkar ný verkefni eftir þörfum,“ segir Magn- ús. Hefur samdráttur í Asíu haft nei- kvæð áhrif á þessum markaði eða haft í för með sér undirboð hjá við- skiptamönnum ykkar? „Nei, við höfum miklu frekar not- ið góðs af þessum samdrætti þar sem ákveðið offramboð á vélum átti sér stað og við höfum reynt að nýta okkur þetta tækifæri til að fá vélar á betra verði en áður og kannski nýrri vélar. Eitt af verkefnum okk- ar er að skoða samsetningu flotans, því auk þess sem við verðum að leigja ákveðnar vélar til ákveðinna verkefna verðum við að endumýja og yngja upp flotann. Þannig var það til dæmis varðandi verkefnið jfyrir Iberia á Spáni, því þaðan komu tilmæli um að nota nýlegar vélar. Við vissum að þá var Cathaý Pacific að endurnýja nokkrar þotur og við gátum því fengið þaðan nokkm yngri vélar en hjá öðram aðil- um og þannig gengu samningar upp.“ Verkefnin á herðum hæfra starfsmanna Allstór hluti starfsfólks Atlanta er verkefnaráðið, þ.e. er i tíma- bundnu starfi meðan ákveðin verk- efni eru fyrir hendi. Haft er sam- band við erlend fyrirtæki sení sér- hæfa sig í leigu áhafna og fengnar áhafnir í skammtímaverkefnin. ís- lenskir flugmenn Atlanta era í Frjálsa flugmannafélaginu. Nýlega var skrifað undir viljayfirlýsingu um að stofnað verði í haust nýtt verkalýðsfélag, Félag íslenskra flugliða, en í því verða flugfreyjur og flugþjónar sem starfa við ís- landsverkefni félagsins. „Þetta er liður í því að gera vel við starfsfólk okkar og ég held að langur starfs- aldur hjá fyrirtækinu sýni best að hér líkar fólki vel og það vill starfa hjá fyrirtækinu. Verkefnin hvíla á herðum þessa fólks, það hefur sýnt hæfni sína í verki, verkefnin ganga vel og viðskiptavinimir koma aft- ur,“ segir Magnús. WSm **9' Er húð þín slöpp eða ertu með appelsínuhúð? Grenningarkremið verkar djúpt og kröftuglega hvort sem þú ert vakandi eða sofandi. ÞAÐ EINA... sem bú barft að aera er að bera bað á bia. fjlS^ mwm ffij tfjHfiL C tmmtk 2 a&M mOB JilSL &M Kfiili Mfi bnretnisvorur Karin Herzog iitottött ...ferskir vindar í umhirðu húðar Kynningar í vikunni: Þriðjud. 20. júlíkl. 14-18: Rima Apótek — Grafarvogi Fimmtud. 22. júlí kl. 14—18: Háaleitis Apótek Apótekið Suðurströnd Föstud. 23. júlí kl. 14—18: Hagkaup Smáratorgi Hafnarfjarðar Apótek Laugard. 24. júlí kl. 13—17: Hagkaup Smáratorgi Kynningarafsláthu Á Karin Herzog snyrtistofu á Garðatorgi nærðu jafnvel enn skjótari árangri fyrir sumarið. Hringdu í Önnu Maríu í s. 698 0799/565 6520. Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Sími: 425 0500 Þjónustu og ábyrgðaraðilar eru: Gleraugnaverslunin í Mjódd • Gleraugnaverslun Keflavíkur • Gleraugnaverslun Suðurlands B O G A R T

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.