Morgunblaðið - 18.07.1999, Side 52

Morgunblaðið - 18.07.1999, Side 52
a 52 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 # # I..., r, ) HÁSKÓLABÍÓ HASKOLABIO __________________www.haskolabio.is____________________ MORGUNBLAÐIÐ •Mi -VÍA-.' al^l .SWnhHt . • ■ ' .SWiUÆll ,SW:tlil%l MfealTfcl .VWitlTftl NYTT OG BETRA'W® sSuílsu'luu jjjjjjj ihífS uuriiir uwjju jldljujj ui Ijuíjujíjuj UJUIJ jhiiu ÍayúJuí új Jujúijjjjúfl| mrn m PUNKTA FERBtl i BlÓ Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 kvikmyndír. MELGI www.samfilm.is 'Hu en, yó&un tími... Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn og afköst í námi? Vilt þú stórauka afköst þín í starfi um alla framtíð? Nú er góður tími til að fara á hraðlestrarnámskeið, ef þú vilt ná frábærum árangri í námi eða starfi í vetur. Skráning er í síma 565 9500 HRAÐLESTRARSKÓLINN www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn Stilluppsteypa í Iðnó í kvöld Tilraunakennd raftónlist í aldarlok STRAKARNIR í Stilluppsteypu eru allir í listaskóla á megin- landi Evrópu en eru komnir á klakann og halda tónleika í kvöld í Iðnó. Hljómsveitina skipa þeir Sig- tryggur Sigmarsson sem býr í Þýskalandi, Heimir Björgúlfsson og Helgi Þórsson sem báðir eru búsett- ir í Hollandi. Upphaflega fluttu þeir allir saman til Hollands og fóru í listaskóla í Amsterdam en þar kynntist Sigryggur draumadísinni og flutti með henni til Þýskalands. „Eg er núna í listaskóla í Honnover en við vorum allir í skóla í Hollandi sem kenndi raftónlist, en það er einmitt svoleiðis tónlist sem við spil- um,“ segir Sigtryggur. Þótt nafnið Stilluppsteypa hljómi eins og heil- brigt íslenskt orð er blaðamanni ógerlegt að átta sig á merkingu þess. „Nafnið Stilluppsteypa er aðeins þrjú orð sem við settum saman af því að við erum bara þrír í sveitinni,“ segir Sigtryggur. Stilluppsteypa byrjaði sem pönk- hljómsveit árið 1992 en síðan þá hef- ur tónlistin þróast út í tilrauna- kenndari tónlist. „Við notum bara tölvur við að gera tónlistina eins og er,“ segir Sigtryggur. „Þeir spila svona hráa tilraunatónlist sem hefur alltaf verið að þróast. Ætli þeir endi ekki með því að gera einhverja lyftu- tónlist," segir Birgir Öm Thorodd- sen, kallaður Bibbi, sem staðið hefur í ströngu undanfarið við að skipu- leggja tónleikana. „Já, ætli maður endi ekki bara á einhverju hæli með „fourtraek“,“ bætir Sigtryggur við og þeir félagar hlæja dátt um stund. Útgáfa í útlöndum Um þessar mundir er að koma út nýr geisladiskur með tónlist sveitar- innar sem ber nafnið „Reduce by Reducing". „Við höfum gefíð út marga diska og einnig sjötommur. Við gefum okkur út sjálfir en fyrir- tækið Staalplaast í Hollandi sér um dreifíngu,“ segir Sigtryggur. Stilluppsteypa hitaði upp fyrir hljómsveitina Sonic Youth á tónleik- um í Berlín á síðasta ári og hefur auk þess verið að spila víðar í Þýska- landi. I maí síðastliðnum skelltu þeir sér svo vestur um haf og héldu þrenna tónleika. Tónleikamir í Iðnó í kvöld verða einu tónleikamir sem sveitin heldur hér á landi á þessu ári og þar af leið- andi seinustu tónleikar þeirra hér á þessari öld. Curver, hljómsveitin hans Bibba, sem er orðinn grannur og spengilegur eftir megmnargjöm- inginn sem hann framkvæmdi fyrir nokkxum vikum, mun ásamt Norð- lendingunum í Vindva Mei spila á undan Stilluppsteypu í kvöld. „Ég er bara einn í Curver og hef í seinni tíð farið út í tilraunakennda tónlist og lagt rokkið á hilluna,“ segir Bibbi, sem hlustar þó mest á Beach Boys og aðra brimbrettatöffara heima í stofu. Sigtryggur segist hlakka til að heyra í Bibba og félögum. „Ég hef ekki komið til landsins í ár og mér fínnst gaman að heyra hvað neðan- jarðartónlist er orðin vinsæl hér.“ Það bíða því eflaust margir spenntir eftir að heyra Stilluppsteypu spila. „Það er alltaf gaman að spÚa „live“. Það er mjög góð tilfinning og maður fer næstum í einhvern trans,“ segir Sigtryggur. „Þótt tónlistin sé öll gerð á tölvur þá er verið að „mixa“ hana saman á tónleikum og því ákveðinn spuni í gangi sem er oft feikiskemmtilegur,“ bætir Bibbi við. „Það er ótrúlega margt hægt að gera þótt maður sé ekki með hefðbundin hljóðfæri á sviðinu.“ Tónleikarnir í kvöld verða heldur ekki hefðbundnir, enda engar venju- legar hljómsveitir þar á ferð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.