Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sjálfstæðismenn krefja Helga Hjörvar skýringa vegna fargjaldahækkunar S.V.R. Nú er öldin önnur, Guðlaugur minn. „Svona gera menn ekki“ heyrir gamla tímanum til. Mottóið okkar er: „Svona gerir R-listinn.“ GLAÐBEITTUR veiðimaður með tvo væna laxa af Vatna- svæði Lýsu á Snæfellsnesi. Vantar lax víða nyrðra MIÐFJARÐARÁ er einna frískust ánna íýrir norðan þessa dagana og þó er veiðin þar nokkuð frá því sem var í fyrra. Að vísu er veiðin ekki miklu lakari, en menn sjá allmiklu minna af laxi nú heldur en þá, að sögn Erlings Arnarsonar leiðsögu- manns sem þekkir vel til við ána og hefur verið allmikið á bökkum henn- ar í sumar. Milli 370 og 380 laxar voru komnir úr ánni í vikulok og að sögn Erlings var þá holl nýfarið úr ánni með aðeins 40 laxa. „Pó var töluvert af góðum veiðimönnum í hópnum. Auk þess var aðeins um OLYMPUS TTTiICTT jla 8 • Sími S3Ö 2800 www.ormsson.i8 CAMEDIA C STAFRÆN OG FILMULAUS helmingur aflans nýgenginn, en ætti að vera 80 til 90% á þessum tíma. Það er einfaldlega minna af laxi en í fýrra,“ sagði Erlingur. Kjósin lífleg Um 700 laxar eru komnir úr Laxá í Kjós og þar er líflegt þessa dagana að sögn Ásgeirs Heiðars, leigutaka árinnar. „Það datt aðeins niður tak- an í mestu sólinni, en þetta er allt að hressast aftur og það er óhætt að tala um mikinn lax í ánni og það eru alltaf að bætast við göngur, bæði smáar og stórar,“ bætti Ásgeir við. Lélegt í Fljótunum Léleg veiði hefur verið í Fljótaá í Fljótum það sem af er að sögn Sig- urðar Hafliðasonar á Siglufirði á föstudaginn. Sagði Sigurður mjög mikið vatn hafa hamlað mjög veið- um, en það væri þó vart einhlít skýr- ing, tveggja ára laxinn, sem menn höfðu vænst í meira magni, hefði brugðist. „Það komu hér 282 laxar á land í fyrra, mest smálax og því von- uðum við að göngur stærri laxins yrðu í betra lagi í sumar, en það hef- ur ekki gengið eftir. Það eru varla komnir fleiri en tíu laxar á land það sem af er vertíð,“ sagði Sigurður. Hann sagði einnig að sjóbleikjuveiði hefði verið mun lakari heldur en oft- ast áður. Fyrir skemmstu heyrðist að um 15 laxar væru komnir úr Flókadalsá í Fljótum sem er alls ekki slæm staða. Flóka er mun lakari laxveiðiá heldur en Fljótaá og því óalgengt að hún skarti hærri tölu heldur en Fljótaá. Bleikjuveiðin hefur einnig verið betri í Flóku, en þó vantar enn kraft í hana. Gott á Vatnasvæði Lýsu „Það eru komnir 30 til 40 laxar á land sem við vitum um og margir hafa einnig fengið góða silungsveiði á svæðinu,“ sagði Símon Sigurmonsson á Görðum í Staðarsveit á föstudag- inn, en hann selur veiðileyfi í Vatna- svæði Lýsu á Snæfellsnesi. Laxarnir hafa veiðst víða á svæðinu, í Króká, við gömlu brú og víðar. Veiðst hafa allt að 14 punda laxar í sumar. Hér og þar... Hinn 20. júlí voru komnir 20 laxar á land úr Krossá á Skarðsströnd og á fostudaginn bárust þær fréttir að fyrstu laxarnir væru komnir á land úr Geirlandsá, tveir, 10 og 12 punda. Þá er sjóbirtingur byrjaður að veiðast í Grenlæk ofan Flóðs, þeir fyrstu veiddust fyrir fáum dögum. Valdir garðar skoðaðir í dag Fjölbreytni leitað IDAG klukkan 14 hefst garðaskoðun hjá Garðyrkjufélagi Is- lands. Skoðaðir verða fjórir einkagarðar, Grasa- garður Reykjavíkur og Ræktunarstöð Reykjavík- urborgar. Það er Garð- yrkjufélagið sem stendur fyrir þessari garðaskoð- un, sem er árlegur við- burður og hefur svo verið frá 1967. Kristinn H. Þor- steinsson er formaður Garðyrkjufélags Islands. Hvaða gagn skyldi hann telja vera að garðaskoð- uninni? Tilgangurinn er að gefa félagsmönnum og öðrum áhugasömum tækifæri á að skoða garða hvers ann- ars og þannig efla sam- skiptin milli félagsmanna og fræðast. Aðalkosturinn við garðaskoðun er sá að fólk fær hugmyndir um m.a. byggingu garða, plöntutegundir og annað varðandi garðyrkjulistina. Það ber að hafa í huga að skrúðgarð- yrkja er allt í senn, list, hagnýt vísindi og handverk. - Hvernig eru þessir garðar valdir? Stjórnarmenn fara um og skoða garða. Það sem verið er að leita eftir er fjölbreytni. Við leitum t.d. að görðum þar sem garðeigendur geta státað sig af mörgum tegundum. í öðrum til- vikum geta garðamir verið teg- undafáir en haft eitthvað við sig, t.d. notalegheit eða gott skipu- lag. Svona mætti lengi telja. -En Grasagarðurinn - hvað er verið að skoða þar? Tilgangur grasagarða er að fræða menn og efla skilning þeirra á mikilvægi gróðurs. Einnig að varðveita plöntur og plöntusöfn, ekki síst þær plönt- ur sem hætta er á að verði út- rýmt. Grasagarður er lifandi safn undir berum himni. Þar eru saman komnar þúsundir plantna. -Er hægt að fá þær plöntur keyptar sem sýndar eru í grasa- görðum? Grasagarður Reykjavíkur sel- ur ekki plöntur, hins vegar er hægt að fá hluta af þeim plönt- um sem eru til sýnis í Grasa- garðinum keyptar í gróðrar- stöðvum. í ár ætlar Garðyrkju- félagið að setja upp fjölda skilta við valdar plöntur með fróðleg- um upplýsingum sem birst hafa í Morgunblaðinu í þættinum; Blóm vikunnar. Þetta er einn þáttur af því sem skoðað verður en síðar verða skiltin tekin nið- ur. Það er því kjörið fyrir al- menning að skoða Gra- sagarðinn núna meðan þessi skilti eru uppi og hann í háblóma. -Hvað á að skoða í Itæktunarstöð Reykjavíkur- borgar? Þar eru framleidd tré, runnar og sumarblóm íýrir Reykjavík- urborg. Almenningur getur hins vegar ekki keypt neitt þarna. í Ræktunarstöðinni verða líka til matjurtir þær sem ræktaðar eru í skólagörðum borgarinnar. - Veitið þið leiðbeiningar á staðnum um hvernig heppilegt er að rækta hina og þessa plöntutegundina? Við verðum með fólk niðri í Grasagarði og í Ræktunarstöð- inni ásamt starfsfólki á þessum stöðum og munum svara góðfús- Kristinn H. Þorsteinsson ►Kristinn H. Þorsteinsson er fæddur lO.júní 1956 íReykja- vík. Hann lauk prófi í húsa- smíði 1977 og garðyrkjufræð- ingur varð hann 1984. Hann hefur starfað m.a. hjá Vita- og hafnamálum, hjá Skógræktar- félagi Reykjavíkur, Rafmagns- veitu Reykjavíkur og nú hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Auk þess er Kristinn stundakennari hjá Garðyrkjuskóla ríkisins og vinnur að endurmenntun garð- yrkjufræðinga og við fræðslu til áhugamanna. Maki Kristins er Auður Jónsdóttir garðyrkju- fræðingur og eiga þau saman- lagd; fjögar börn. Fólk fær hugmyndir! lega öllum spurningum sem upp koma um allt sem lýtur að gróðri og ræktun. í einkagörð- unum verða það eigendur sjálfir sem taka á móti gestum í dag. -Hvaða einkagarðar eru til sýnis þetta ár? í Arbæ verða opnir garðar í Vorsabæ 11, Hlaðbæ 18 og Fa- grabæ 19. Þá er opinn garðurinn á Laugarásvegi 31. Þess má geta að síðasttaldi garðurinn tengist gönguleið sem við hjá Garðyrkjufélaginu erum búin að teikna upp á kort sem allir geta fengið afhent í Grasagarðinum eða Ræktunarstöð Reykjavíkur- borgar. - Hvað er merkilegt við þessa gönguleið? Á þessari gönguleið er spenn- andi að „spá í“ garðana sem gengið er framhjá. Það er að skoða plöntur, innkeyrslu, skipulag og annað. Götumar sem um ræðir eru Sunnuvegur og Laugarásvegur og síðan ------ verður gengið til baka framhjá Þvottalaugun- um og inn í nýja hluta Grasagarðsins. Þetta er stutt en áhugaverð gönguleið. -Eru venjulega margir sem koma í þessar garðaskoðanir? Já, á undanfornum árum hafa að jafnaði um sjö hundruð manns tekið þátt í garðaskoðun ár hvert. - Fer þessi ágangur ekkert illa með garðana sem skoðaðir eru? Það fer dálítið eftir veðri en reynslan er sú að garðaskoðarar sýna umhverfi sínu mikla virð- ingu sem hefur orðið til þess að garðeigendur eru fúsir til að leyfa garðaskoðun hjá sér jafn- vel oftar en einu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.