Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Kornblóm BLOM VIKUNMR 414. þáttur llmsjón Sigríd ur Hjartar KORNBLÓM eru blóm sem flestir kannast við. Þau eru þessi fallega bláu sumarblóm sem passa svo vel við gulu fjólurnar og hvítu daggarbrárnar. Þar með er sagan þó ekki nema rétt ný- byrjuð, kornblóm eru annað og meira en það. Kornblóm eru til í mörgum litum, mismunandi hæð, ýmist einær eða fjölær og með misjafnan blómgunartíma. Nafn- ið kornbióm kemur dálítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum því það bendir til þess að plantan lík- ist komi á einhvern hátt en svo er ekki. Með fjörugu ímyndunarafli má hugsa sér að blöð einstaka korn- blómategunda minni á blöð grasa en þar með er sam- líkingunni líka lok- ið. Latneska heiti kornblómaættkvísl- arinnar er Centaurea og kem- ur það úr grísku goðafræðinni. Þar er talað um skepn- ur sem voru að hálfu leyti hestar (fyrir neðan beltis- stað) og að hálfu menn (frá mitti og uppúr). Skepnur þessar voru nefndar kentárar. Fyrir þá sem hafa áhuga á ætt- fræði má nefna að kornblóm eru af ætt körfublóma. Hver blóm- karfa er mynduð úr mörgum litl- um blómum með óregluleg krónublöð. Körfublómaættin er ein stærsta ætt blómplantna í heimi og er stór hluti skrautjurta þeirra sem við ræktum á íslandi af þessari ætt. Á íslandi þrífast margar tegundir kornblóma með ágætum og una sér vel þrátt fyrir ófyrirsjáanlegt veðurfar. Garðakomblóm (Centaurea cy- anus) eru mest ræktuð allra komblóma hérlendis. Þetta eru einærar plöntur sem standa í blóma í u.þ.b. 2-3 mánuði á sumri. Aigengasti blómliturinn er himinblár en einnig era til af- brigði með hvítum, bleikum, rauðum og fjólubláum blómum. Garðakomblóm era sérstaklega vindþolin sumarblóm og henta því ákaflega vel fyrir íslenskar aðstæður. Þau geta orðið allhá eða allt að 60 cm en algengást er að þau séu á bilinu 20-30 cm há. Mjög auðvelt er að þurrka garða- kornblóm og gaman að nota þau í kransa sem gerðir era úr fersk- um blómum og svo þurrkaðir. Fjallakornblóm (Centaurea montana) er næst-algengasta komblómið hjá okkur. Það er fjölært, grjótharðgert og getur orðið eldgamalt. Fjallakornblóm era til blá, bleik eða hvít og era bleiku fjallakornblómin sennilega skemmtilegasta garðplantan. Blóm bleiku fjallakornblómanna virðast fylltari en blóm hinna og því meira áberandi. Plönturnar verða 50-70 cm háar og er til bóta að binda þær upp, annars vilja stönglarnir leggjast út af í roki. Helsti ókostur fjallakorn- blóma er sá að þau eru ansi skriðul og nauðsynlegt að hafa auga með þeim eigi þau ekki að leggja allan garðinn undir sig. Á móti kemur að það er ekki erfítt að uppræta þau af stöðum þar sem þau eru óvelkomin. Blómg- unartími fjallakomblóma er jrfír- leitt snemma í júlí og standa þau yfirleitt í 3-5 vikur. Silfurkornblóm (Centaurea dealbata) hefur verið ræktað hér um langan aldur en er þó ekki al- gengt í görðum. Blöð silfurkornblóma eru talsvert frábragðin blöðum kornblómanna sem áður hefur verið minnst á. Þau era fin- leg og minna helst á blöð burkna. Blómin koma svo á stönglum upp úr blaðabrúskn- um og koma talsvert á óvart, þau era stór og skærbleik á lit. Silfur- kornblóm era harð- gerð og dugleg, gera engar sérstakar kröf- ur til jarðvegs en eins og önnur kornblóm þurfa þau bjartan stað til að geta blómstrað. Hæð plantnanna er nokkuð breytileg, 60-80 cm og blómgun- artíminn er síðla í júlí fram í ágúst. Sjafnarkornblóm (Centaurea pulcherrima) líkist silfurkorn- blómi. Blómin era áþekk, stór og fallega bleik en blöðin era dálítið ólík. Blöð sjafnarkomblóms eru gráloðin og fínlegri en blöð silfur- kornblóms. Sjafnarkornblóm verða um 40 cm há og era sjald- séð í görðum þrátt fyrir þraut- seigju við íslenskar aðstæður. Kögrakornblóm (Centaurea uniflora ssp. nervosa) era um 50 cm há með bleikfjólubláar blóm- körfur. Knúpparnir era mjög sér- stakir, minna helst á kúlur úr brúnum trosnuðum pappír. Blóm- in era afar stór og jaðar hverrar körfu minnir einmitt á kögur. Gullkornblóm (Centaurea macrocephala) er rúsínan í pylsu- endanum. Fiest kornblóm era í bleikum eða bláum litum, jafnvel hvítu en blóm gullkornblóms era skærgul. I mannheimum hefði nú einhver dregið faðemið í efa en gullkomblóm era talin fullgildir meðlimir sinnar ættkvíslar... Gullkornblóm verður mun hærra en hin kornblómin eða rúmur metri á hæð. Stönglarnir era uppréttir og nokkuð sterkir en þó borgar sig að binda plöntuna upp. Gullkornblóm blómstra líka síð- ast af kornblómunum, blómgun- artími þeirra er í lok ágúst fram í byrjun september. Komblóm eru fallegir brúskar sem fara vel innan um aðra fjöl- æringa eða í blönduð beð með trjám og rannum. Nauðsynlegt er að skipta þeim á nokkurra ára fresti til að plöntumar vaxi ekki úr sér. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. BJARNFRÍÐUR G UÐMUNDSDÓTTIR + Bjarnfríður Guð- mundsdóttir fæddist í Hafnarfírði hinn 19. febrúar 1928. Hún lést á St. Jósepsspítala í Hafn- arfirði 11. júlí síðast- liðinn. Foreldrar Bjarnfríðar voru hjónin Friðrikka Bjarnadóttir, f. 1905, sem býr á Hrafnistu í Hafnarfirði, og Guð- mundur Þorvaldsson sjómaður, f. 1899, sem fórst með togar- anum Max Pem- berton árið 1944. Systur Bjarn- fríðar eru, Sólborg, f. 1925, Þor- gerður, f. 1926, Ingibjörg, f. 1934, og Lovísa, f. 1939, og búa þær aliar í Hafnarfirði. Guð- mundur bróðir hennar, f. 1931, býr í Reykjavík. Aimar bróðir Bjarnfríðar, Lúter, f. 1929, d. 1941. Bjarnfríður ólst upp á Selvogs- götunni. Frá fermingaraldri vann hún hjá Sveinbirni klæðskera í Hafnarfirði. Hinn 20. júm' 1946 giftist Bjarnfríður Gisla Sigurðssyni, f. 1909, frá Vindási í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu. Hann lést hinn 10. október 1998. Gísli var sonur lijónanna Margrétar Gísladóttur, f. 1870, d. 1950, og Sigurðar Gíslasonar bónda á Vindási, f. 1878, d. 1945. Gísli og Bjarnfríður hófu bú- skap á Vindási árið 1946 og Fyrsta skýra minningin sem ég á um þig, elsku mamma mín, er frá Vindási. Það er kvöld og þú ert að koma heim eftir að vera búin að gangast undir stóra hjartaaðgerð í Kaupmannahöfn. Þú lyftir mér upp og kyssir mig og ég heyri pabba segja: „Farðu nú varlega, Fríða mín.“ Þetta átti ég eftir að heyra hann segja oft, en það var bara ekki að þínu skapi að fara varlega. Þú hafðir svo mikla löngun tfl að gera svomargt. Eg minnist þín sem húsfreyju á Vindási, í eldhúsinu, við saumavél- ina, í þvottahúsinu, við strauvélina, við mjaltir og í heyskap. Það var mikið annríki, en alls staðar þar sem þú gekkst að verki var myndar- skajiurinn ráðandi. Eg á sérstæðar minningar frá skammdegiskvöldum á Vindási. Það er búið að gegna. Pabbi er að lesa, annaðhvort blöð eða góða bók og þú, mamma mín, ert að sauma eða stoppa í sokka, um leið er hlustað á útvarp. Það er stemmningin sem er mér svo minnisstæð. Þrátt fyrir myrkrið úti, þá er hlýjan og örygg- istilfinningin sem ríkir þarna svo góð. Það er tilfínning sem hefur fylgt mér þó svo að ég hafi flust langt í burtu frá ykkur og sem gerir það að verkum að mér finnst skammdegið aldrei ógnvekjandi. Þið gáfuð mer öryggi sem ég hef búið að alla mína tíð í útlöndum og öryggi sem ég vona að ég hafí getað gefið mínum bömum líka. Það var alltaf gaman að hlusta á þig segja frá æskuárunum á Sel- vogsgötu 24. Þú ólst upp í stóram systkinahópi og það vora mörg sjó- mannsböm í kringum ykkur. Ein- hvem veginn vora lýsingar þínar frá æskuárunum fullar af fjöri og leikjum bama. Það virðist haifa ver- ið mikið sólskin og mikið gaman í Hafnarfirði þegar þið systkinin ólust upp. Ég man hvað það var skemmtfleg og kærkomin tilbreyt- ing fyrir litlar sveitastelpur þegar frændfólk okkar kom í heimsókn að Vindási. Við fengum góð ár saman hér í Reykjavík. Þú varst mfld og góð móðir, um leið varst þú ströng og gafst mér það aðhald sem unglingar þarfnast. Þú hefur alla tíð fylgst vel bæði með bömum, bamabörnum og bamabamabömum og látið þér mikið annt um okkar hagi. Ég er ákaflega þakklát fyrir bjuggu þar allt til ársins 1964. Varð þeim hjónum þriggja barna auðið. Þau eru: 1) Guðmunda, f. 1944, d. 1984. Henn- ar börn eru Gísli Birgir, Guðrún Mar- ía, Árni Rafn og Iða Brá, búa þau öll f Hafnarfirði. 2) Sig- urður Haukur, f. 1946. Hann kvæntist árið 1965 Sigurleif Erlen Andrésdóttur og eru börn þeirra: Bjarnfríður Ósk, Gísli Olver og Rósalind, sem öll eiga heima í Hafnarfírði. 3) Mar- grét Gyða, f. 1954. Giftist hún ár- ið 1975 Per Asbjörn Wangen. Eru þeirra börn Leif Gisle, Per Arne og Lisa Persdóttir. Öll fjölskyld- an býr í Þrándheimi í Noregi. Barnabarnabörn Bjarnfríðar og Gísla eru orðin sextán. Árið 1964 fluttust þau hjónin til Reykjavíkur vegna alvarlegra veikinda Bjamfríðar. Bjuggu þau bæði á Sogaveginum og í Blöndu- hlíð. Bjarnfríður var mikil hann- yrðakona og vann í mörg ár heima við pijónaskap. Hún réðst síðar seni matráðskona í Hvassa- leitisskóla og gegndi því starfi til ársins 1995. Sama ár fluttu þau hjónin til Hafnarfjarðar að Klapparholti 12. Bjarnfríður var jarðsungin frá Hafnarljarðarkirkju 19. júlí. margar góðar og ánægjulegar sam- verastundir bæði á Islandi og í Nor- egi eftir að ég eignaðist mína litlu fjölskyldu í Þrándheimi. Á meðan heilsa ykkar pabba leyfði vorað þið mjög dugleg við að heimsækja okkur til Noregs. Það var hátíð ársins, annaðhvort að fá ykkur í heimsókn eða að heimsækja Island og fjölskylduna okkar þar. Við fóram saman í ferðalög og ein- staka atburðir og dagar era orðnir ógleymanlegar minningar sem rista djúpt í huga okkar og verða alltaf stór hluti okkar. Bömin okkar Per sakna ömmu og afa. Þau minnast þess hvernig þið tókuð á móti þeim með opnum faðmi. Þau minnast þess hvernig það var að skflja ekki alltaf hvert annað. Þau kynntust öðra máli en í íslensku og norsku, nefnflega mál- inu sem við tölum með öllum líkam- anum, málinu sem oftast segir sann- leikann um tilfinningar okkar. Þau minnast gjafmfldi ykkar og ástar ykkar á hvort öðru. Þetta eru minn- ingar sem móta ungt fólk. Það er tómlegt héma á fallegu heimfli ykkar pabba á Klapparholt- inu. Sólin skín í kvöld, ég sit við gluggann og horfi á Snæfellsjökul og Snæfellsnesið í fjarska, Esjuna, Hallgrímskirkju og öll nýju mann- virkin sem ykkur pabba þótti svo gaman að fylgjast með. Mikið er ís- land fallegt, enda þótti ykkur báð- um ákaflega vænt um landið ykkar. Ég sé börnin mín syrgja og finna kannski enn þá meira fyrir tómleik- anum en ég geri. í gegnum árin hef ég orðið að venjast því að vera án ykkar en þó finna tfl nálægðar ykk- ar gegnum þá nærvera sem alltaf er til staðar þegar maður þekkir sína nánustu vel. Ég þekki ykkar hugs- anir og óskir, spyr sjálfa mig oft í annríki dagsins hvað ykkur hefði þótt um eitt og annað. Þannig hafið þið alltaf verið hluti míns daglega lífs þó fjarlægðin mflli íslands og Noregs væri mikfl. Þið hafið mótað bæði börn og bamaböm og við munum hafa ykkur með okkur í hjörtum okkar og hugsunum. Þannig munið þið bæði halda áfram að lifa í okkur öllum. Elsku mamma mín, þú lagðir þig fram í öllum þeim hlutverkum sem lífið bauð þér. Þú vannst af öllum þeim krafti sem Guð gaf þér og þú lést alltaf aðra vera í fyrirrúmi. Þú ert fyrirmynd okkar allra í því hvernig þú neitaðir að láta sjúk- dóminn yfirbuga þig, að hugurinn bæri þig hálfa leið má sannarlega segja um þig. Guð geymi þig og pabba, elsku mamma mín. Blessuð sé minning um góða foreldra. Fjölskyldan vill senda sérstakar þakkir til starfs- fólks St. Jósepsspítala í Hafnarfirði fyrir góða aðhlynningu og um- hyggju. Margrét Gyða Gísladóttir Wangen og Ijölskylda. Drottin gaf og drottinn tók. Mig langar að minnst tengdafor- eldra minna með nokkrum orðum er aðeins níu mánuðir skildu þau að. Samleið okkar er orðin nokkuð löng eða þrjátíu og fimm ár. Þau Gísli og Fríða vora að flytja frá Vindási um líkt leyti og ég kom inn í fjölskyld- una. Mér hefur alltaf fundist ég hafi misst af einhverju mikilvægu að hafa ekki komið á heimili þeirra þar. Þau tóku þar við búi af foreldr- um Gísla. Gísli var bóndi góður, byggði upp ný hús fyrir fólk og fén- að. Mikil umskipti vora að flytja í nýja húsið með öllum þægindum. Þau hjónin vfldu hafa allt í röð og reglu úti sem inni. Slóðaskapur var ekki til í þeirra lífi. Þegar vélvæðing í sveitum landsins hóf innreið sína var Vindásheimilið með þeim fyrstu í hreppnum sem fékk traktor og þau tæki og tól sem fylgja slíkum grip. En búskaparár þeirra á Vind- ási urðu ekki svo mörg, aðeins átján ár. Tengdafaðir minn var stór og sterkur maður, það kom sér vel þegar í ljós kom að Fríða var ekki heil heilsu. Þurfti hún að fara suður og jafnvl dvelja mánuðum saman á sjúkrahúsi. Hún var síðan send til Kaupmannahafnar í stóra hjarta- lokuaðgerð. Þetta vora erfið ár fyrir bónda sem bundinn var yfir búi sínu og börnum. En tengdamóðir mín var líka sterk, einbeitt og ákveðin í því að komast heim til bónda síns og þriggja ungra barna, henni tókst það. En árin framundan vora ekki alltaf auðveld, sjúkdómurinn hélt áfram að hrella hana og hrjá. Aftur var haldið utan og nú tfl London, mér er minnisstæð sú ferð. Við Siggi fóram með þeim ásamt dóttur þeirra, Gyðu, sem kom frá Noregi. Við áttum erfiða daga, ekki síst Gísli, þá kominn vel á áttræðisaldur, en Fríða gaf ekkert eftir, hún ætlaði heim og hún stóð við það. Gísli og Fríða vora mér alltaf ákaflega góð, umhyggja þeirra var mikil, kannski stundum full mikil. Það er mörgum erfitt að sleppa höndum af bömum sínum og þau héldu fast. Sorgin knúði dyra hjá þeim, eins og svo mörgum öðram, er þau misstu dóttur sína Guð- mundu á besta aldri. Bömin hennar gátu alltaf leitað til afa og ömmu. Hjá þeim hjónum var fjölskyldan ávallt í fyrirrúmi. Á kveðjustund koma svo margar góðar minningar upp í hugann, öll jólaboðin, afmælin, fermingar, brúðkaup og ótal samverustundir, alltaf voru þau tilbúin að koma og gleðjast með okkur. Ást þeirra og umhyggju fyrir börnum mínum og fjölskyldum þeirra þakka ég af alhug. Gamli sjúkdómurinn hafði loks sigur, tengdamóðir mín varð að lúta því. Kæru tengdaforeldrar, nú gangið þið um drottins hlið. Hjartans þökk fyrir öll árin. Sigurleif E. Andrésdóttir. Elsku amma, hver hefði trúað að ekki liðu nema níu mánuðir á milli ykkar afa, mér er afar sárt að þurfa að setjast niður svo stuttu eftir frá- fall hans og minnast þín. Alltaf hélt ég að við ættum nokkur góð ár eftir saman en sú varð raunin ekki. Margs er að minnast og erfitt að stikla á stóra. Við amma voram góð- ar vinkonur og spjölluðum mikið saman og tók hún fullan þátt í lífi okkar, það vora ófáar ferðir sem ég átti í Blönduhlíð til hennar og afa. I barnsminningu minni þegar fötin voru saumuð og prjónuð heima man
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.