Morgunblaðið - 25.07.1999, Side 14

Morgunblaðið - 25.07.1999, Side 14
14 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Friðsæl þjóðfélagsbylting síðustu tuttugu ára hefur skapað bjartsýni og framþróun í Kína Almenning- ur tekst á við ný gildi og nýjan vanda Þögul þjóðfélagsbylting í Kína síðustu tuttugu ár hefur alið af sér þjóðfélagsgerð sem verður æ vestrænni. Niels Peter Ar- skog, fréttaritari Morgunblaðsins í Kína, segir hér frá óþolinmæði, hjónaskilnuðum og eignum í fjölmennasta ríki veraldar. lli&' Morgunblaðið/Niels Peter Arskog ER HINN 92 ára gamli Deng Xiaoping lést í febníar 1997 ríkti almenn sorg meðal Kínverja, ungra sem aldinna. f þeirra augum var hann maðurinn sem lagði grunninn að draumnum sem gerir hinum „al menna Kínveija" kleift, að lifa góðu lífi. Morgunblaðið/Niels Peter Arskog SHI Hao og eiginkona hans, Xia Shu Min, hafa verið gift í nitján ár og lifa fyrirmyndar fjölskyldulífi á meðan æ fleiri vina- og kunningjahjóna þeirra slíta samvistum, oft vegna deilna um efnisleg gæði. Með á myndinni er Shi Yu Xin, m'tján ára dóttir þeirra. LIÐIN eru tuttugu ár síðan kínverski kommúnista- flokkurinn gaf fyrirheit um það sem síðar var kallað „Deng Xiaoping-kenningin", en sem í raun réttri var alger umbylt- ing á kínversku samfélagi, frá lok- aðri einræðisstjórn kommúnista til markaðs- og lýðræðissinnaðs auð- valdsskipulags. Umbyltingin var friðsöm og án allra blóðsúthellinga og hefur breytt hversdagslífi um 1.300 milljóna Kínverja sem landið byggja. Hafa breytingamar skap- að bjartsýni, framþróun og nýtt gildismat en einnig ný vandamál í Alþýðulýðveldinu sem fyrir skömmu hélt upp á fimmtíu ára byltingarafmæli sitt. Það sem kommúnistum undir stjóm Maós Zedongs tókst ekki hefur verið efnt af nýjum kommúnistum - nýjum leiðtogum - sem aðhyllast „kenn- ingu Dengs Xiaopings". Deng Xiaoping, sem lést fýrir um tveimur árum, á 93. aldursári, varð þar með sá kínverski stjóm- málamaður sem í seinni tíð hefur haft hvað mest áhrif á þjóð sína án þess að verða aðalritari, forseti eða forsætisráðherra. En það var hann sem sem dró pólitískar línur, markaði umbótastefnuna og stjómaði á bak við tjöldin. Deng Xiaoping sóttist ekki eftir góðum embættum eða persónulegum völd- um. Vildi hann fremur hrinda í framkvæmd draumi sínum um betra líf til handa alþýðunni. Er hin kommúníska draumsýn, sem hann hafði trúað á síðan hann var strákhnokki, lét á sér standa sá hann að það hlyti að vera til önnur leið. Þá kynnti hann landsmönnum sínum orðfærið: „Það gildir einu hvort kötturinn er svartur eða hvítur, aðalatriðið er að hann geti veitt mýs.“ Með pólitískum klókindum og snilldarlegri ráðkænsku réð Deng Xiaoping hinum gamla „ketti“ bana og kynnti til sögunnar nýjan „kött“ sem í áranna rás hefur sýnt fram á að hann er fær um að „veiða mýs“. Hinir ungu „vilja sjálfir" Ef þekking manns á Kína er bundin við skáldsögur líkt og „Gjöfula jörð“ eða „Vindar af austri, vindar af vestri“ eftir Pearl S. Buck, eða þá endurminninga- bækur í ætt við „Villtir svanir“ eft- ir Jung Chang, eða jafnvel kvik- myndir á borð við „Síðasti keisar- inn“ eða „Farvel frilla mín“, er víst að heimsókn til Kína, á því herrans ári 1999, kemur manni á óvart. Á meðan kínverska þjóðin æðir - á sjömílnaskónum - mót nýju árþús- undi, gerbreytast lífsgildin; hið hefðbundna fjölskyldumynstur á undir högg að sækja og Kínverjar taka upp æ vestrænni lífsvenjur. Lífsgæðakapphlaupið gerir það að verkum að fjölskyldumeðlimir gera tilkall til efnislegra hluta, ný kyn- slóð „fasteignaeigenda“ ýtir eldri kynslóðum út á torg, ungmennin „vilja sjálf“, og átök koma upp inn- an fjölskyldna. Það eru t.a.m. orðin viðtekin sannindi að í höfuðborg- inni, Peking, slíta um tíu hjón af hverjum þúsund samvistum eftir fjölskylduerjur. Ef þessi tala er borin saman við norrænar, er hún frekar lág en ef tekið er mið af lýð- fræði Kínverja er hún há - í landi þar sem samheldni fjölskyldunnar, hvemig sem viðrar, hefur í raun verið homsteinn samfélagsins. Þess heldur em blikur á lofti, ef rétt reynist sem spáð hefur verið, að eitt af hverjum fimm nýjum hjónaböndum muni bresta innan sjö ára. Óþolinmæðin Hjónabandið má skilgreina sem homsteininn að óreistu húsi. Húsið verður að reisa, stein fyrir stein, en æ færri Kínverjar hafa þá þolin- mæði til að bera. Þeir kjósa að flytja inn í tilbúið hús, sem aftur er illmögulegt, segir Chen Yiyn, pró- fessor í félagsvísindadeild kín- versku akademíunnar, sem undan- farin tíu ár hefur rannsakað breyt- ingar á fjölskyldumynstri Kín- verja. Chen segir að hinar gömlu dyggðir sem markast af því að vinna hörðum höndum og leggja iyrir, svo hrinda megi draumum sínum í framkvæmd, eigi undir högg að sækja. Æ fleiri Kínverjar vilji fá sitt, hér og nú, og haldist það í hendur við aukin vestræn áhrif í landinu. Kínverjar hafí, m.ö.o. uppgötvað að lífsskilyrði á Vesturlöndum eru margfalt betri en í Kína. Og þannig vilji þeir einnig hafa það. „Fólk hendir sér út í alls kyns viðskipti sem gefa eiga mikið í aðra hönd á skömmum tíma, eða þá að það festir sitt litla fé í happdrættum hvar gulli og grænum skógum er heitið. Margir Kínverjar hafa sett nánast allt sparifé sitt í verðbréfabrask og flestir þeirra hafa tapað öllu sínu. En það er erfitt að viðurkenna, tapa ímyndinni, þannig að maður heyrir eingöngu um þá örfáu sem verða milljónamæringar á einni nóttu.“ Segir Chen að í huga Kín- verja séu Bandaríkin „drauma- landið“, þar sem sérhver maður getur efnast á stuttum tíma. Ef spákaupmennskan eða viðskiptaá- ætlanimar falli, kosti margir hverj- ir öllu til svo þeir geti „farið til Bandaríkjanna“. Skilnaðir Zhang Yun er 31 árs og mennta- skólakennari að mennt. Eiginmað- ur hennar er málari. Þau skildu að skiptum á síðasta ári eftir deilur um fjárhag og framtíðina. Þau gátu ekki lifað af sameiginlegum tekjum sínum sem námu 1.300 yuan, and- virði um ellefu þúsund ísl. króna, og þrátt iyrir að þau hefðu ekki eignast sitt íyrsta bam höfðu þau ekki efni á að láta drauma sína - sem birtast reglulega á sjónvarps- skjánum í vestrænum sápuóperam - um „almennilegt" fjölskyldulíf, rætast. „Ég missti þolinmæðina gagn- vart manninum mínum. Hvers vegna á maður að eyða því sem eft- ir er með manni sem maður elskar ekki lengur? Maður fær víst aðeins eitt líf,“ segir Zhang Yun í rök- semdafærslu sinni. Vonast hún til þess að eignast annan eiginmann með traustar tekjur og miklar eignir svo draumar hennar geti ræst. Fym á ámm vom það foreldrar er fundu heppilega maka íyrir böm sín en í dag fer sú þróun ört vax- andi að ungmennin sjálf finni sér lífsföranauta. Og á meðan ungir menn reyna að halda aldagömlum hefðum á lofti og velja sér kvon- fang sem er „blítt, dyggðugt og fagurt“ hugsa ungar konur á efnis- legum nótum. Verðandi eiginmenn þeima verða að hafa tryggar tekjur og vera ofarlega í virðingarstigan- um - mega þeir þó einnig hafa ýmsa mannkosti til að bera, s.s. vinsemd og umhyggjusemi. Betur menntaðar konur vilja giftast jafningjum sínum og auka þar með líkumar á góðum efnum í framtíðinni en konur með minni eða enga skólagöngu að baki sækj- ast eftir mönnum sem hafa góðar tekjur og hafa aflað sér virðingar innan samfélagsins. „Maður sem býr ekki við virð- ingu annarra og stendur ekki á traustum fjárhagslegum gmnni, getur ekki unnið hjörtu stúlkna," segir Cai Yiming, 25 ára háskóla- gengin kona, sem vann hjarta draumaprinsins og giftist honum eftir aðeins þriggja mánaða sam- búð. Á meðan hún aflar aðeins um 700 yuan (tæplega 6.000 ísl. króna) á mánuði í starfi sínu sem læknir, aflar eiginmaðurinmn - farsæll kaupsýslumaður sem er tíu ámm eldri en hún - tekna sem hlaupa á tugþúsundum yuan. Getur Cai Yiming þess að nú til dags taki margar konur starfsframann fram yfir hjónabandið eða fjölskyldulíf. Á þetta fellst Li Jiang Ping, 42 ára gamall strætisvagnsstjóri, fús- lega. Eiginkonan yfirgaf hann og sextán ára dóttur þeirra hjóna og var ástæðan sú að henni fannst áætlanir hans um tekjuaukningu fjölskyldunnar ekki nægjanlega metnaðargjamar. Hún var há- skólagengin og vinnur nú hörðum höndum að því að auka metorð sín við rannsóknir. Segir Li Ping að hann hafi ekki passað í áætlanir konunnar og því hafi hún yfirgefið hann og látið honum eftir uppeldi dótturinnar. Fyrirmyndarfjölskyldan Öðm máli gegnir um starfsbróð- ur Li Pings, Shi Hao, sem er fertug- in- að aldri, og Xia Shu, eiginkonu hans, sem starfar á skrifstofúm strætisvagnanna. Þau kynntust er hann hóf störf sem bflstjóri og hafa þau nú verið gift í nítján ár. Segjast þau ekki vera á leiðinni að skiija. Eiga þau eina dóttur, Shi Yu Xin, sem er nítján ára, og segjast þau hjónin vera afar sátt við lífið og til- verana. Á undaníomum ámm hefur Shi Hao skipt um starf nokkrum sinnum og gegndi hann um tíma stöðu sem sölumaður fyrir útflutn- ingsfyrirtæki. Nú hefur hann hins vegar tekið upp akstur á ný. „I okkar augum em tekjurnar ekki allt sem máli skiptir. Við lifum góðu lífi og höfum, eins og flestir aðrir, tekið eftir þeirri öra efna- hagsþróun sem átt hefur sér stað. Fyrir um tíu ámm námu tekjur okkar um 100 yuan (rúmlega 800 kr.) á mánuði. í dag hafa þær hækkað í um 2.000 yuan (tæplega 17.000 kr.) á mánuði og þrátt íyrir að almennt verðlag hafi vissulega hækkað þá hafa tekjur okkar nú hækkað. Fyrir tíu ámm notuðum við um 70% af tekjunum til heimil- ishaldsins en í dag um helmingi minna,“ segir Xia Shu Min, sem heldur utan um fjárhag fjölskyld- unnar. Segir hún að fjölskyldan hafi nú efni á flestum þeim neysluvamingi sem hún áður fyrr hafði alls ekki efni á: Litasjónvarpi, myndbands- tæki, hljómflutningstækjum, kæli- skáp, og nú síðast, tölvu. Hins veg- ar segir Shi Hao að hann dreymi ekki um að eignast bifreið öfugt við þorra borgarbúa. Fjölskylda hans getur veitt sér þann munað að kaupa nýjan fatnað, þegar á því er þörf, kostað dótturina í skóla (hún sækir einkatíma í ensku eftir hvem skóladag), farið á tónleika eða aðra menningarviðburði og keypt geisladiska, myndbönd og bækur. „Ég kýs að lesa kínverskar bók- menntir og nýt þess að hlýða á sí- gilda tónlist. Eiginkona mín og dóttir era meira fyrir dægurtónlist, en þar fyrir utan ná vestræn áhrif ekki svo mjög til okkar. Efnahags- framþróunin í Kína er af hinu góða, en það er óþarfi að flytja allt inn frá Vesturlöndum því sumt er mið- ur sem þaðan kemur. En því miður hafa Kínverjar haft þann háttinn á og til lengri tíma litið mun það stuðla að vissum vandamálum í samfélaginu,“ segir Shi Hao.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.