Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Glíman við dýrið Hundrað ár voru liðin frá fæðingu Ernests Hemingways síðastliðinn miðvikudag. Þröstur Helgason rifjar upp nokkur verka hans af því tilefni þar sem ævi skáldsins sjálfs er kannski meðal þeirra mögnuðustu. EITT AF mögnuðustu verkum Hemingways er ævi hans. Og kannski er hún það lífseigasta líka, að minnsta kosti læðist að manni sá grunur að fólk þekki almennt betur til ævi hans en bóka. Astæðan er kannski sú að á síðustu áratugum hafa verið gerðar ófáar sjónvarps- myndir og kvikmyndir sem eru byggðar að meira eða minna leyti á ævintýralegu lífi hans þar sem við sögu koma tvær heimsstyrjaldir, borgarastríð og önnur stríð, villi- dýraveiðar í Afríku og víðar, nauta- at, nokkrir helstu rithöfundar ald- arinnar, fjórar konur, tvö flugslys og margt fleira. Það er annars hæpið að skilja svona á milli lífs og bóka höfundar, ekki síst þegar Hemingway á í hlut. I fyrsta lagi skrifaði Hem- ingway nokkrar sjálfsævisögulegar bækur, til að mynda Green Hills of Africa (1935) sem fjallar um veiði- ferð hans til Afríku. Og í annan stað eru skáldsögur hans að stór- um hluta sjálfsævisögulegar og nægir þar að nefna Vopnin kvödd (1929). Annt um ímyndina Það flækir þetta mál svo nokkuð, að því hefur stundum verið haldið fram að skáldsögur Hemingways séu betri heimildir um ævi hans en sjálfsævisögulegu bækurnar. Averkarnir sem hann hlaut í fyrri heimsstyrjöldinni líkjast þannig frekar þeim sem lýst er á Frederic Henry í Vopnin kvödd en þeim hörmungum sem hann lýsti í við- tölum og við önnur tækifæri eftir að hann kom heim úr stríðinu. Hemingway var annt um ímynd sína og er sagður hafa hagrætt staðreyndum í sjálfsævisögulegum skrifum sínum til þess að hefja sig upp yfír þá lesti sem vörpuðu til dæmis rýrð á karlmennsku hans. I skáldsögunum glíma persónur hans hins vegar iðulega við lesti sem leiða þær oftar en ekki í glöt- un - og þar þykjast menn þekkja sögu höfundarins sjálfs. Reglur blaðamennskunnar Ernest Miller Hemingway fædd- ist í smábænum Oak Park í Illinois í Bandaríkjunum árið 1899. Þessi bær hlaut engan virðingarsess í minningum hans en í honum sagði hann að væri að fínna stóra húsa- garða en litlar sálir. Bærinn stóð í útjaðri Chicago-borgar og íbúarnir voru af millistétt eins og foreldrar Hemingways. Faðir hans kenndi honum veiðar og atti honum út í íþróttaiðkun með námi. í íþróttun- um var hann ekki nema meðalmað- ur, sem kemur kannski sumum á óvart, en áhuginn var fyrir hendi og átti eftir að verða brennandi með árunum. Móðir hans var hins vegar söngkona og kenndi honum að leika á selló þrátt fyrir að áhug- inn væri takmarkaður á því sviði. Örlagaríkasta skrefíð á uppvaxt- arárum sínum í Oak Park steig Hemingway sennilega inn á rit- stjómarskrifstofu fréttablaðs sem var gefíð út í menntaskólanum sem hann sótti. Þessi kynni hans af blaðamennsku urðu til þess að hann ákvað að ráða sig til starfa á dagblaðinu Sfcar í Kansas-borg eft- ir að hafa lokið menntaskólanum í stað þess að hefja háskólanám eins og foreldrar hans vildu. Alla ævi átti blaðamennskan eftir að verða hans annað starf og hafa mikil áhrif á skáldskap hans. Eins og hann sagði sjálfur þá lærði hann ýmsar reglur í blaðamennskunni sem áttu eftir að koma sér vel í rit- störfunum; að skrifa stuttar setn- ingar og efnisgreinar, nota sagnir með markvissum hætti, vera áreið- anlegur, vera knappur, skýr og beinskeyttur í allri framsetningu. ísj akakenningin Hemingway stoppaði ekki lengi í Kansas. Stríð geisaði í Evrópu og þangað leitaði hugurinn. Vegna lé- legrar sjónai' á öðra auga komst hann ekki í herinn en sótti þess í stað um að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hann var send- ur til Ítalíu og hlaut þar orðu fyrir að sýna einstakt hugrekki á víg- velli. Dirfskan kostaði hann þó nærrí annan fótinn. Hann var lagð- ur inn á sjúkrahús í Mílanó og varð þar ástfanginn af hjúkrunarkonu sem var nokkuð eldri en hann. Þessir atburðir áttu síðar meir eft- ir að verða kveikjan að skáldsög- unni Vopnin kvödd. Fyrsta bók Hemingways kom út árið 1923 og lýsir nafnið innihald- inu, Three Stories & Ten Poems. í þessari bók og þeirri næstu, In Our Time (1924 og 1925), var hann und- ir sterkum áhrifum frá Ezra Pound og Gertrude Stein sem hann hafði kynnst í París en þar starfaði hann sem fréttaritari kanadísks dag- blaðs á þriðja áratugnum. I þess- um fyrstu bókum eru þó mörg af séreinkennum Hemingways komin fram. í fyrri útgáfu In Our Time birtir hann til að mynda nokkra stutta og fágaða sagnaþætti sem áttu svo eftir að birtast sem milli- kaflar eða inngangskaflar í annarri útgáfu bókarinnar þar sem einnig eru birtar tíu smásögur. Þessir stuttu sagnaþættir eru lýsandi fyr- ir þá skáldskaparfræði Hemingwa- ys að með því að fella hluta af sögu burt mætti gera hana betri, það yrði bara að fella niður réttan hluta. Hemingway sagði að saga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.