Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og fraendi, BRYNJÚLFUR G. THORARENSEN, Logafold 133, Reykjavík, sem iést laugardaginn 17. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. júlí kl. 15.00. Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir, Ólafur Thorarensen, Þórunn Helga Kristjánsdóttir, Ingi Þór Thorarensen, Birna Gísladóttir, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Ingimundur Ólafsson, Ólafur Kjartansson, Ingibjörg Stefánsdóttir. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjarðarholti 8, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðju- daginn 27. júlí kl. 14.00. Sigurður Geirsson, Björgvin Sigurðsson, Helga Magnúsdóttir, Marta Sigurðardóttir, Tómas Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, TÓMAS KRISTÓFER HALLDÓRSSON, Heiðargerði 65, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju þriðju- daginn 27. júlí kl. 13.30. Jóna Tryggvadóttir, Einar Breiðfjörð Tómasson, Elísabet Þórdís Harðardóttir, Alda Breiðfjörð Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. AGNARS W. AGNARSSONAR verður gerð mánudaginn 26. júli og hefst kl. 10.00 í Fosvogskapellu. Jarðsett verður í grafreit Ásatrúarmanna í Gufunesi. Fyrir hönd vina og vandamanna, Kristjana Kristjánsdóttir + Elskuleg móðir mín, ÓLÍNA ÓLAFSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áðurtil heimilis í Efstasundi 11, sem lést laugardaginn 17. júlí, verður jarðsungin fráÁskirkju þriðjudaginn 27. júlí kl. 13.30. Baldvin B. Sigurðsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs sonar okkar, bróður og barna- barns, BJÖRNS BJÖRNSSONAR. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu, er réttu honum vinarhönd á lífsleiðinni. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Inga Jónatansdóttir, Björn Jónasson, Jón Þór, Jóhanna Kristín, afar og ömmur. SVERRIR TORFASON + Sverrir Torfa- son matsveinn fæddist á Bolungar- vík 20. október 1916. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 30. júní siðastliðinn. Foreldrar hans voru Torfi Hall- dórsson skipstjóri, f. 24. september 1896, d. 5. nóvem- ber 1974 og Ása Vigfúsdóttir, f. 2. apríl 1899, d. 15. júní 1985. Sverrir ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Jóni Nordquist, og átti hann 12 hálf- systkini. Eiginkona Sverris hét Halldóra Sigríður Guðlaugs- dóttir, f. 18. júní 1920, d. 21. febrúar 1998. Þau eignuðust tvær dætur. Þær eru: 1) Val- gerður, húsmóðir, f. 29. nóvem- ber 1942, gift Jóni Vigfússyni skipstjóra, f. 22. maí 1938, d. 14. júní 1995. Börn þeirra; Guðrún, fararstjóri, f. 5. apríl 1971 og Sverrir, nemi, f. 19. maí 1977, áður eignaðist Valgerður Hall- dóru S. Sveinsdóttur, bankarit- ara, f. 10. apríl 1960, sem ólst upp hjá Halldóru og_ Sverri. Hún er gift Stefáni I. Ivarssyni matsveini, f. 12. september 1964, sonur þeirra er Halldór Elsku afi! Þá ertu kominn til ömmu. Eftir að hún dó fyrir rúmu ári varstu aldrei samur við þig þar sem þú saknaðir hennar svo mikið. Eftir það og öll þín veikindi sem þú hefur átt í undanfarna mánuði líður þér vonandi betur núna. Alltaf þegar við komum til Reykjavíkur var það okkar fyrsta og síðasta verk að fara „út á Nes“ að heimsækja ykkur ömmu. Þar biðu okkar ævinlega opnir armar og hlýja frá ykkur. Núna eru þið bæði farin og skilur það eftir mikið tóm í hjarta okkar að vita ekki af ykkur þar og geta ekki lengur heimsótt ykkur. En svona er lífið og hugsum við núna og þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og hve vel þið skiluð- uð ykkar hlutverki í lífinu. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði. Andrea og Auður. Elsku afi minn. Nú ertu farinn frá mér yfir í aðra og betri heima eftir löng og erfið veikindi. Þegar amma dó misstir þú mikið, söknuð- urinn var mikill og náðir þú þér aldrei eftir dauða hennar. Eg var svo lánsöm að fá að alast upp hjá þér og ömmu sem reyndust mér svo vel alla tíð. Við áttum margar góðar stundir saman og spiluðum við oft og varð þá rússi yfirleitt fyrir valinu. Þú, amma og ég spil- ívar, f. 20. febrúar 1999. 2) Ása Sigríð- ur húsmóðir, f. 2. ágúst 1946, gift Ás- grími Hilmissyni bankaútibússlj óra, f. 15. febrúar 1947. Börn þeirra; Hilmir, f. 31. júlí 1965, d. 16. desember 1970, Auður kennari, f. 1. febrúar 1969, maki Gunnar Gíslason, f. 26. júlí 1958, og sonur hennar Hilm- ir, f. 1. desember 1996 og Andrea, há- skólanemi, f. 10. janúar 1974, maki Sigmundur Björnsson, kerfisfræðingur f. 21. júní 1968. Sverrir var til sjós frá 15 ára aldri, matsveinn lengst af. Hann var matsveinn á línuveiðaran- um Fróða sem varð fyrir árás kafbáts í siðari heimsstyrjöld- inni. Hann var bryti á Hafernin- um og sá hann um að þjónusta síldarfiotann um kost og aðrar nauðsynjar. Hann starfaði sem matsveinn . á Keflavíkurvelli í nokkur ár. Hann starfaði á hin- um ýmsu stærðum og gerðum af skipum en sigldi hjá Eimskipi siðustu starfsárin. Utför Sverris fór fram í kyrr- þey mánudaginn 12. júlí að ósk hins látna. uðum oft manna og vorum við með sérstaka bók til að færa inn spilin til að halda utanum hver væri hæstur hverju sinni og varstu ansi svekktur ef þú varst lægstur því þú þoldir illa að tapa í spilum. I veikindum ömmu og eftir að hún dó vorum við í miklu sambandi og töluðum við saman á hverjum degi og stundum oft á dag og sakna ég þess að heyra ekki í þér. Þú byrjaðir að vinna við sjó- mennsku ungur að aldri, byrjaðir á árabátum og trillubátum. Eigin- lega sjómennsku hófst þú á úti- legubátum frá ísafirði, þá 15 ára gamall. Árið 1940 langaði þig til að skoða þig um í heiminum og fórst til Reykjavíkur í því skyni. Eini sjensinn til að fá pláss í siglingum var ef þú værir kokkur eða reynd- ur kyndari og tókst þú þá ákvörð- un að fara á matsveinanámskeið á Hótel Skjaldbreið og náðir í þín réttindi þar. Þú sigldir um öll heimsins höf og heyrði ég margar skemmtilegar sögur af þessum ferðum. Þegar ég var lítil hélt ég að þú færir á skipinu eingöngu til að kaupa eitthvað handa mér því ég fékk alltaf eitthvað í hverri ferð. Erfiðust var ferðin þó með línu- veiðaranum Fróða sem varð fyrir árás kafbáts í síðari heimsstyrjöld- inni og voruð þið sex af ellefu sem lifðuð árásina af. Þessi skæði at- burður hafði afdrifarík áhrif á þig en eftir þessa árás gerðir þú þér ÓSVALD SALBERG TÓRSHAMAR + Ósvald Salberg Tórshamar fæddist 19. ágúst 1998. Hann lést 23. júní síðastliðinn. Út- för hans fór fram 3. júlú----------- Elsku Ósvald. Mig langar að skrifa nokk- ur orð um litla prinsinn sem sat alltaf í bláa há- sætinu hjá pabba sín- um. Þegar ég hitti þig fyrst varst þú voðalega veikur, nær dauða en lífí, þú barðist eins og hetja og komst yfir það. Næst þeg- ar ég sá þig gast þú komið út úr herberginu þínu og rúntað um ganginn, stundum fengu þið Linda Hrönn að fara saman á rúnt- inn. Þannig urðu marg- ir dagar hjá okkur Lindu Hrönn í janúar og febrúar en eftir tveggja mánaða spít- alalegu fékk Linda Hrönn að fara heim en prinsinn sat áfram i hásætinu með pálmann í hendinni. Við Linda Hrönn komum þó oft að líta á þig. Eftii- þessi kynni mín af Ósvaldi eldri og yngri mun ég alltaf minnast þeirra því tengslin voru svo sterk á milli þeirra, samband þeirra var ljóst að sjómennskan var þitt lífs- starf og að þú myndir aldrei una þér annarsstaðar en á sjó til lengd- ar. Þú fórst á sjó strax aftur því sjómennskan var þitt líf og yndi og eitt af þínum aðaláhugamálum. Það var mikið talað um skipin og sjómannslífið á þínu heimili og varst þú heiðraður á sjómannadag- inn árið 1986. Þú varst mjög góður kokkur og varst duglegur í eldhús- inu heima við. Það var regla frekar en undantekning hjá þér að koma fram úr eldhúsinu með bita af því sem þú varst að matreiða og biðja okkur ömmu um að smakka hvort það væri ekki í lagi með elda- mennskuna, ég heyrði að þú hefðir líka beðið þá sem komu við í eld- húsinu hjá þér á skipunum um að smakka á matnum hjá þér. Eftir að ég flutti að heiman kom ég oft í mat til ykkar ömmu, stund- um nokkrum sinnum í viku og það var sama hvað þú kokkaðir, alltaf var það gott hjá þér. Eg sakna þess að fara ekki lengur út á Nes til ömmu og afa því við áttum margar góðar stundir saman. Þú varst mjög gestrisinn og var alltaf séð til þess að enginn færi svangur heim til sín. Þú varst minn veður- fræðingur, því þú varst mjög veð- urglöggur og gat ég alltaf tekið mark á þínum spádómum frekar en veðurstofunnar því þú vissir alltaf betur. Þú varst fróðleiksfús og fylgdist vel með því sem var að gerast og varst alltaf með eitthvert lesefni við höndina. Mig langar til að færa öllu starfsfólki á lungnadeild Vífil- staðaspítala kærar þakkir fyrir þá umönnun og hlýju sem þau gáfu afa mínum. Elsku afi minn, ég þakka þér fyrir allar góðu sam- verustundimar og allt sem þú gafst mér í lífinu. Eg veit að nú líð- ur þér vel og megi Guð lyfta þér upp til ljóssins. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimraa dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, enþaðerGuðsaðvilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Hvíl þú í friði, elsku afi minn. Þín Halldóra Sigríður. Mig langar til að minnast Sverris Torfasonar matsveins með fáum orðum. Eg kynntist Sverri og konu hans, Halldóru, er ég hóf sambúð með dótturdóttur þeirra. Ég tók fljótlega eftir því að Sverrir var feiminn og óöruggur eins og ég sjálfur innan um ný andlit, en er við fórum að ræða saman kom í ljós sameiginlegt áhugamál og starf, matseld og sjómennska. einstakt. Því miður kynntist ég ekki Salbjörgu eins mikið því hún þurfti að vera heima úti í Éyjum og hugsa um hin 6 systkinin. Þetta litla sem ég kynntist Salbjörgu sá ég hvað hún var dugleg og hlý kona. Þegar við mæðgumar sáum þig í seinasta skipti lást þú í rúminu þinu með Keikó hjá þeir eins og alltaf. Þú hafðir braggast svo mikið og leist svo vel út. Þetta var tveim vik- um áður en þú fórst til London. Nú er litli prinsinn farinn frá okk- ur, hans verður sárt saknað en nú þarf hann ekki að þjást lengur. Það sem eftir lifir er minningin um prinsinn sem barðist eins og hetja. Þú áttir alltaf bros fyrir hvem sem var og það hjálpaði okkur foreldr- unum á löngum og erfiðum dögum. Þú verður alltaf hetjan okkar. Elsku Ósvald, Salbjörg og fjöl- skylda, Guð gefi ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Fríða Kristin og Linda Hrönn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.