Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kynning á Prag menningarborg Evrópu árið 2000 ARKITEKTINN Jaroslav Safer kynnir arkitektúr í Prag, foman og nýjan, á morgun, mánudag, kl. 20 í Norræna húsinu. I hinum foma miðbæ í Prag birtast allar stíltegundir bygg- ingarlistar í þúsund ár, segir í fréttatilkynningu. Friðlýstar byggingar em yfir 1.400 og um 866 hektara svæði er á heimsminjaskrá UNESCO. Einkum hefur varðveist mikið af barokk-arkitektúr. Safer er kominn aftur tii Tékklands eftir glæsilegan feril á alþjóðavettvangi og réðst til starfa við tækniháskólann í Prag „DJAMMSESSJÓN" verður haldin á Sólon íslandus mánudagskvöldið 26. júlí. Þar mun Tríó Hauks Grön- dal ásamt Ólafi Jónssyni ríða á vað- ið en meðlimir tríósins auk Hauks eru þeir Morten Lundsby, kontra- bassaleikari, og Stefan Pasborg, trommuleikari, frá Danmörku. (CVUT) 1992 sem prófessor í arkitektúr og forstöðumaður arkitektúrdeildarinnar. Teikni- stofa Safers og félaga hefur und- anfarin fimm ár teiknað fjöl- margar opinberar byggingar sem hlotið hafa verðlaun. Prag, höfuðborg Tékklands með um 1,2 milljónir íbúa, hefur verið og er ein mikilvægasta miðstöð menningar og viðskipta í Evr- ópu. Prag nútímans er borg sem dregur að sér menntamenn hvaðanæva úr heiminum, segir í fréttatilkynningu. Dagskráin verður á ensku og er aðgangur ókeypis. Þeir félagar hafa verið á tónleika- ferð undanfarnar vikur og verður þetta síðasta uppákoman hjá þeim að sinni. Von er á mörgum góðum gestum sem munu leika af fingrum fram. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er að- gangur ókeypis. Fyrirlestur um fornleifa- rannsóknir í Reykholti NÆSTA viðfangsefni Snorra- stofu er opinn fyrirlestur um þær fornleifarannsóknir, sem fram fara í Reykholti á vegum Þjóðminjasafns Islands. Guðrún Sveinbjarnardóttir, fornleifa- fræðingur, mun á miðvikudags- kvöld kl. 21 halda fyrirlestur í Safnaðarheimili Reykholts- kirkju er ber heitið „Staða forn- leifarannsókna í Reykholti“. Er- indið er liður í röð fyrirlestra er nefnist „Fyrirlestrar í héraði“, en nú þegar hafa fjórir slíkir verið haldnir. í fréttatilkynningu segir: „Fomleifauppgröfturinn í Reyk- holti er geysilega spennandi viðfangsefni, ekki síst vegna frægðar staðarins og þeirra fornminja, sem hingað til hafa dregið fjölda ferðamanna í Reykholt, þ.e. Snorralaugar og jarðganga sem tengja hana og gamla bæinn. Óhætt er að full- yrða að uppgreftrinum miði vel áfram og þrátt fyrir að mark- miðið nú í sumar sé að kanna hvernig Snorralaug hefur tengst bænum hafa komið í ljós minjar, sem em að því er virðist ákaflega merkilegar. Nú síðast hafa fornleifafræðingarnir hugsanlega komið niður á virki Snorra Sturlusonar, sem sagt er frá í Sturlungu." Guðrún Sveinbjarnardóttir er verkefnisstjóri þeirra fornleifa- rannsókna, sem fram hafa farið í Reykhoiti á sl. ámm, þ.e. frá 1987 til 1989 og frá 1998. Hún lauk M. Phil.-prófi frá Uni- versity College í London árið 1975 og doktorsprófi frá Há- skólanum í Birmingham á Englandi árið 1987. Hún hefur sérhæft sig í þróun byggða með rannsóknum á eyðibýlum. Guð- rún starfar sjálfstætt sem fræði- maður og er búsett í London. Djasstónleikar á Sólon Islandus ÁN titils, pastel á pappír, 1989. Gegn-um MYIVDLIST Stöðlakot PASTELMYNDIR ÁSLAUG HALLGRÍMSDÓTTIR Opið alla daga frá 14-18 til 2. ágúst. Aðgangur ókeypis. STÖÐLAKOT er vettvangur fyrstu einkasýningar Áslaugar Hallgrímsdóttur, sem nam við MHI 1963-1964 og svo aftur 1981-1984, síðast í málunar- deild. Bjó og starfaði á austur- strönd Bandaríkjanna í sam- tals 20 ár, en eftir heimkomuna fyrir rúmu ári hefur hún helg- að sig myndlistinni og er sýn- ingin hluti þeirrar iðju. Ljóst er af kynningu í skrá að þetta mun í fyrsta skipti frá námsár- unum að Áslaug vinnur sam- fellt og sjálfstætt að myndlist og raunar bera myndirnar þess einnig vitni. Pasteltæknin er sem kunn- ugt er ein erfiðasta tækni sem um getur í málaralistinni, en vegna áferðarfegurðar litanna er auðvelt að töfra fram þokka- leg vinnubrögð, svona líkt og í vef, dúkskurði og glerlist. Og áferðarfegurð er það sem helst blasir við á veggjunum í Stöðlakoti, segir skoðandanum helst og að vonum að hér sé á ferð óskrifað blað í myndlist- inni. Einmitt vegna þess hve langt er síðan Áslaug lauk námi án þess að hafa komið við samfelldri vinnu var mikilvægt að hún rifjaði upp tæknibrögð úr fortíð og legði grunn að svipmeiri átökum við efniviðinn en hér eru til staðar, umfram allt léti lengri tíma líða áður en hún kæmi fram. Útilokað að geta sér til um hæfileika hennar af þessum nettu myndum og hugmynda- fræðin mjög á reiki. Af vinnu- brögðunum að marka sýnist lit- urinn ótvírætt hennar sterka hlið en formræn úrvinnsla mjög á reiki, þótt lausnirnar séu á köflum frambærilegar. Bragi Ásgeirsson VIÐ LANDAMÆRI DJASSINS TOMilST D i s k a r JAN GARBAREK OG THE HILLIARD ENSEMBLE: MNEMOSYNE Jan Garbarek (sópran- og tenórsaxó- fón), David James (kontratenór), Rogers Covey-Crump og John Potter (tenórar) og Gordone Jones (baríton). Tvöfaldur diskur. Tekið upp í apríl 1998. Útgefið 1999. ECM/Japis. ENGINN diskur ECM-útgáfunnar hefur selst á við Officium með norska saxófónsnOlingnum Jan Garbarek og karlakvartettinum breska, The Hilliard Ensemble. Þar sungu þeir munkasöngva, um marga hvers aldur enginn veit, en yngsta verkið var frá upphafi 16du aldar. Leiðtogi þeirra Hilliardinga, John Potter, telur að munkar hafi trúlega notað spuna í söng fyrir daga Gregoríusar páfa. Það fer alla- vega vel á túlkun HiUiard og spuna Garbareks í þessum verkum. I Officium fannst manni þó Garbarek oft vera heldur þröngur stakkur sniðinn í spuna sínum og færi betur að hann hefði jafn frjálsar hendur og á tónleikum þeirra félaga á RúRek-djasshátíðinni 1995 í Hall- grímskirkju. Á nýju diskunum er hlutur hans mun meiri og styrkir það tónsköpunina mjög - auk þess eru verkin fjölbreyttari - fyrir utan kirkjusöngvana bæði perúsk og basknesk þjóðlög, verk eftir nú- tímatónskáld baltnesk og Jan Gar- barek sjálfan. Mörg verkanna eru aðeins tU í brotum og þá kemur í hlut söngvaranna að gera það sem Garbarek gerir ætíð - að spinna. Sp- inna í anda verksins og þeirrar tíðar er það var samið á - og það tekst þeim fimavel. Þessir diskar eru að því leyti fremri Officium-diskinum að sköpunargáfu allri er gefinn fijálsari taumurinn. Um alla tækni í söng og hljóð- færaleik þarf ekki að fjölyrða - þar stendur enginn þessum köppum framar. Aftur á móti get ég ekki lát- ið þess ógetið hversu magnþrungið elsta verk disksins, Delphic Paean, frá 127 fyrir Krist, er í túlkun þeirra félaga - spuninn spannar ald- ir - og svo Loiterando eftir Jan Gar- barek, þar sem hann notar norska tóna á jafn áhrifamikinn hátt og í Molde-kantötu sinni frá 1990. AL DIMEOLA: THE INFINITE DESIRE A1 DiMeola (raf- sem órafmagn- aðir gítarar ásamt fleiri hljóðfær- um), Stevie Yai (rafgítar), Rachel Z (Marino Parmisano-píanó og hljómborð), Tom Kennedy og John Patitucco (bassi), Ernie Ad- ams og Peter Erskine (trommur) auk ýmissa gesta ss. Herbie Hancock, Gumbi Ortiz og Pino Daniels. Telarch/Tólftónar 1998. Gítaristinn A1 DiMeola varð fyrst frægur í hljómsveit Chick Corea: Return to forever. Þegar hann tók að leika í gítartríóinu með John McLaughlin og Pacho DeLucia jókst frægðin til muna - þetta voru Pavarotti, Domingo og Carreras gítarsins. Eg hlustaði ekki mikið á DiMeola á árum áður enda nægðu Bjössi Thor og Frissi Karls bræðingstilhneigingum mín- um. En ég hef alltaf vitað að DiMeola er mikill gítaristi og ágætur músíkant. Hann er nú kominn á samning hjá Telarc-útgáfunni, sem hefur heldur haldið sig á klassískari kantinum, bæði í djassi og annarri tónlist. Nýjasta skífa hans: Vizzini (tileinkuð ítalska málaranum Andrea Vizzini) er dálítið í ætt við Pachora. Tyrknesk áhrif sterk, en þó haldið eilítið sunnar til Afríku en þeir Pachoradrengir gera. Eg held að þetta sé fyrsta DiMeola skífan sem ég hef haft gaman af að hlusta á. Að sjálf- sögðu á magnaður gítarleikur hans sjálfs ekki minnsta þáttinn í því, en margt annað ber til - ekki síst frábær píanósóló meistara Herbie Hancocks í laginu Istamb- ul og svo ekta djassópus, In- vention of the Monsters, sem er bæði dramatískur og svíngandi. Samt er DiMeola ekki djassleikari í klassískum skilningi orðsins frekar en Pachora eða Garbarek þegar hann blæs með Hilliard. Þeir eru á landamærunum. PACHORA: UNN Chris Speed (klarinett), Brad Shepik (rafsaz, banjar, tres og tambúra), Skúli Sverrisson (raf- bassi) og Jim Blak (snerill og bassatromma, dumbek og annað slagverk). Rnitting Factory/Tólf- tónar 1998. Þegar Pachora lék í Loftkastalan- um í októberlok í fyrra var mánuður liðinn frá því hljómsveitin hljóðritaði annan geisladisk sinn: Uml. Mildð af efnisskránni var af diskinum og heillaði hún áheyrendur upp úr skónum. Tónlistin sem Pachora leik- ur er byggð á samruna djass og þjóðlegrar tónlistar sem er ótrúlega skyld innbyrðis, þótt þjóðir þær er hún er upprunnin hjá hafi háð blóð- ugar stytjaldir frá fornu fari og geri enn. Þjóðir Balkanskagans, Tyrkir, gyðingar og arabar Norður-Afiíku. Af verkunum þrettán er eitt eftir Skúla, Unn, sem diskurinn dregur nafnið af, tvö eftir Black og þrjú eft- ir hvorn þeirra Speed og Shepik. Eru þá ótalin fjögur þjóðlög útsett af þeim félögum. Balkantónninn er sleginn í Unn eftir Skúla. I næsta lagi, er Chris hefur samið, Pitta, er haldið lengra austur og þar finnst mér klarinettu- tónn Chris njóta sín betur en í balkanismanum - kannski á hrifning mín á búlgörskum og njúorlínskum klarinettistum sem notuðu Albert- klarinettin þátt í því. Mér hafa ætíð þótt Boehmistarnir kaldari þó Good- man, sem og flestir djassleikarar ut- an frumheijanna, hafi verið í þeim hópi. Aðeins einn mann veit ég hafa haft fullkomið vald á báðum tegund- um: Buster Bailey. Þetta er önnur skífa þeirra Pachoradrengja og ber mjög af hinni fyrri. Hér eru ýmsir hápunkt- ar. Má ég aðeins nefna samspil Speeds og Skúla í Kaponata, lögin hans Black eða ftjálst upphafið að þjóðlaginu Prevezaniko Syrto og bassasóló Skúla þar. Skúli Sverrisson ber hróður ís- lands víðar en margur sem oftai- er nefndur í fréttatOkynningum dag- blaða og það ætti að vera öllum tón- elskum Islendingum kappsmál að eiga eitthvert verka hans á hljóm- skífu. Þessi er við alþýðuhæfi og ætti tónlistin að höfða til flestra sem náð hafa út fyrir nesjamennsku danskþýsks söngvarauls eða engil- saxnesks popps. Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.