Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján SKÚFFUM í stálþilið fyrir Ólafsfjarðarhöfn skipað upp á Ólafsfirði í vikunni sem leið. Árlegl ljósmyndamaraþon Ogleymanlegnr dagur í góðum félagsskap ÁRLEGT ljósmyndamaraþon, sem Áhugaljósmyndaklúbbur Akureyrar, ÁLKÁ, stendur fyrir í samvinnu við Kodak-umboðið og Pedrómyndir, fer fram laugardag- inn 14. ágúst og hefst við húsnæði Pedrómynda, Skipagötu 14, kl. 10. Keppnin felst í því að taka ljós- myndir af fyrifram ákveðnum verkefnum eða myndefnum eftir tiltekinni röð á ákveðnum tíma. Kl. 10 á laugardagsmorgun fá kepp- endur 12 mynda Kodak-litfilmu og 3 fyrstu úrlausnarverkefni sín. Á þriggja tíma fresti þurfa þeir síðan að mæta á ákveðnum áfangastöð- um og fá næstu verkefni. Tólf klukkustundum síðar, eða kl. 22, koma þeir í mark og skila filmunni með 12 „meistaraverkum“. Aðeins má taka eina mynd af hverju myndefni, túlkun og út- færsla verkefnanna er frjáls og reynir því á vandvirkni, hug- Tilboð opnuð vegna framkvæmda við hafnargarða í Ólafsfírði og á Dalvík 011 tilboðin reyndust hærri en kostnaðaráætlun TILBOÐ frá fimm aðilum bárust Siglingastofnun vegna fram- kvæmda við Ólafsfjarðarhöfn og Dalvíkurhöfn, en tilboðin voru opn- uð í gær. Að sögn Jóns Leví Hilmarssonar forstöðumanns hafn- arsviðs, voru öll tilboðin vel yfir kostnaðaráætlun. Jón Leví sagði að unnið væri að kappi innan Siglinga- stofnunnar við að fara yfir tilboðin og vonaðist hann til að ákvörðun lægi fyrir einhvem tímann í næstu viku. Verkinu við Dalvíkurhöfn skal lokið fyrir miðjan desember en gef- inn var kostur á tvenns konar tO- boðum í verkið á Ólafsfirði. Annars vegar skyldi framkvæmdum lokið í nóvember á þessu ári en hins vegar var leyfilegt að geyma ákveðna verkþætti fram á vorið 2000. Aðil- arnir fimm eru af höfuðborgar- svæðinu, Norðurlandi og Austur- landi. Á Dalvík hljóðar verkefnið upp á viðgerð Norðurgarðs. Þar skal reka niður nýtt stálþil fremst á garðin- um. Kostnaðaráætlun fyrir þessar framkvæmdir var 23,2 milljónir króna en eins og fyrr segir voru all- ir aðilamir með tilboð yfir kostnað- aráætlun. Lægsta tilboðið 13% yfir kostnaðaráætlun Lægsta tiiboðið átti Guðlaugur Jónsson ehf. frá Hafnarfirði. Þeirra tiiboð hljóðar upp á tæpar 26,2 milljónir eða 13% yfir kostnaðará- ætlun. Næsta tilboð fyrir ofan var frá Gáma- og tækjaleigu Austur- lands, en þeir buðu rúma 29,1 millj- ón króna, eða 25% yfir áætlun. Þar fyrir ofan var síðan Guðlaugur Ein- arsson frá Sauðárkróki er bauð tæpar 29,2 milljónir króna, eða tæp 26% yfir kostnaðaráætlun. Völur hf. frá Reykjavík bauð rúmar 36,3 milljónir króna, eða tæp 57% yfir kostnaðaráætlun. Hæsta tilboðið í framkvæmdimar við Dalvíkurhöfn átti síðan Láms Einarsson sf. úr Mosfellssveit, en þeirra tOboð var tæpar 39,7 mOljónir, eða um 70% yf- ir kostnaðaráætlun. Verkinu skal samkvæmt útboði vera lokið eigi síðar en 15. desem- ber 1999. Tvíþætt tfiboð fyrir Ólafsfjarðarhöfn Á Ólafsfirði skal samkvæmt út- boði gera við hafnargarð og reka niður stálþO og þekju. Kostnaðará- ætlun fyrir það verk var tvíþætt og verktökum gefinn kostur á að bjóða í bæði tOboðin eða einungis annað. I tilboði A var þess krafist að verkinu yrði lokið á þessu ári og þar var kostnaðaráætlun um 38,3 milljónir króna. Tilboð B gerði hins vegar ráð fyrir að leyfilegt væri að geyma ákveðna verkþætti fram á vorið 2000 og þar var kostnaðaráætlun rúmar 33,6 mOljónir. Sömu fimm aðöar og buðu í verkið á Dalvík buðu einnig í verkið á Ólafsfirði og sem fyrr vom öU tOboðin yfir kostn- aðaráætlun. myndaflug og kunnáttu keppenda. Keppnin er öllum opin og þurfa keppendur einungis að hafa með- ferðis myndavél fyrir 35 mm filmu. Þátttökugjald er 1.000 kr. en innifalið í gjaldinu er 12 mynda litfilma, framköllun, þátttaka í bráðskemmtilegri ljósmyndasýn- ingu og ógleymanlegur dagur í góðum félagsskap, eins og segir í fréttatUkynningu ljósmynda- klúbbsins. Verðlaunaafhending og sýning á öllum myndum keppninnar verður sunnudaginn 15. ágúst kl. 15, við Pedrómyndir. Aðalverðlaun fyrir bestu filmu keppninnar, (bestu heildarlausn) er Canon EOS 300 myndavél að verðmæti 58.000 kr. og verðlaun fyrir bestu mynd keppninnar verður Canon Ixus L1 að verðmæti 18.000 kr. Að auki verða veitt 11 verðlaun fyrir bestu mynd hvers verkefnis. Þrjú af fyrirtækjunum buðu bæði í lið A og lið B, það voru Guðlaugur Einarsson ehf., Völur hf. og Guð- laugur Einarsson. Guðlaugur Einarsson ehf. bauð rúmar 42,3 milljónir í lið A, eða 10% yfir kostnaðaráætlun. í lið B buðu þeir hins vegar um 43,7 milljónir, eða tæp 30% yfir kostnaðaráætlun. Völur hf. bauð rúmar 59,7 millj- ónir í lið A, eða 56% yfir kostnaðar- áætlun og síðan gáfu þeir 11% af- slátt af tilboði sínu í lið A fyrir lið B. Guðlaugur Einarsson bauð um tæpar 51,7 milljónir í lið A, eða 35% yfir kostnaðaráætlun og buðu einnig tæpar 43 milijónir í lið B, eða 28% yfir kostnaðaráætlun. Lárus Einarsson sf. og Gáma- og tækjaleiga Austurlands buðu að- eins í lið B. Lárus Einarsson sf. bauð 48,7 milljónir, eða 45% yfir kostnaðaráætlun. Gáma- og tækja- leiga Austurlands bauð um 41,5 milljónir, eða 23% yfir kostnaðará- ætlun. Handverkssýning á Hrafnagili Tileinkuð íslenska trénu SJÖUNDA handverkssýningin á Hrafnagili, Handverk ‘99, hefst fimmtudaginn 12. ágúst og stendur í fjóra daga. Þátt- takendur á sýningunni hafa aldrei verið fleiri, eða rösklega 100 talsins. Sýningin í ár er til- einkuð íslenska trénu. Sýningarsvæðið er um 1.700 fermetrar, en sýnt er í íþrótta- húsi Hrafnagilsskóla og nær öllu kennsluhúsnæði skólans. Einnig er sýnt í útibásum á svæðinu. I tengslum við að sýn- ingin er tileinkuð íslenska trénu gefst gestum kostur á að sækja námstefnu um trélist í félags- heimilinu Laugarborg á Hrafnagili laugardaginn 14. ágúst. Námsstefnan ber heitið „Unnið í tré á nýrri öld“. I tengslum við sýninguna verður komið upp útitjaldi við Hrafnagilsskóla þar sem seldar verða veitingar og boðið upp skemmtanir, m.a. kvöld- skemmtun í umsjón menningar- málanefndar Eyjafjarðarsveitar á laugardagskvöld. Fyrirtæki sem sóttu um starf stjórnanda hjá Akureyrarbæ Telja sig bjóða upp á hag- kvæman kost fyrir bæinn TVÖ fyrirtæki voru á meðal um- sækjenda um starf stjórnanda tölvudeildar Akureyrarbæjar, Álit ehf. í Reykjavík og Tæknival á Akureyri, svo og fimm einstakling- ar. Eins fram kom í Morgunblað- inu í gær taldi bæjarráð áhuga- verða möguleika felast í hugmynd- um fyrirtækjanna og samþykkti að ráða ekki í auglýsta stöðu, heldur hefja undirbúning að samningum við fyrirtæki á þessu sviði um þjón- ustu við Akureyrarbæ. Ami Hermannsson, markaðs- stjóri Álits, sagði fyrirtækið hafa lagt fram ákveðnar hugmyndir sem hann var þó ekki tilbúinn að ræða nánar á þessu stigi málsins. „Við teljum þó að hugmyndir okk- ar feli í sér mikla hagræðingu fyrir Akureyrarbæ. Við erum ekki að- eins að sækja um stjórnandastöð- una, heldur einnig að taka að okkur reksturinn á kerfunum," sagði Ami. Hugmyndirnar þykja áhugaverðar Kristján Aðalsteinsson, deildar- stjóri Tæknivals, taldi heldur ekki tímabært að tjá sig um hugmyndir síns íyrirtækis. „Málið er á vinnslustigi í bæjarkerfinu og ég hef aðeins fengið bókun bæjarráðs í hendur. Við höfum lagt fram ákveðnar hugmyndir fyrir bæjar- yfirvöld, þær þykja áhugaverðar og verða skoðaðar frekar. Við vilj- um þó meina að það sem við emm að bjóða sé hagkvæmt fyrir bæ- inn;“ sagði Kristjan. Árni sagði að Álit væri fyrirtæki sem hefði yfir að ráða sérfræðing- um í rekstri og ráðgjöf á tölvu- og upplýsingakerfum fyrirtækja og væii alveg óháð þar sem það hvorki seldi hugbúnað né vélbúnað. Hann sagði að fyrirtækið hefði með tölvumál að gera hjá nokkmm stómm fyrirtækjum og nefndi í því sambandi Álverið í Straumsvík, ís- landsflug og Sól-Viking. Munum setja upp starfsemi á Akureyri „Að okkar mati eiga fyrirtæki og stofnanir að einbeita sér að því sem þau gera best og skilar tekjum í fyrirtækin en láta sérfræðinga sjá um rekstur sem ekki er á þeirra sérsviði. Það er orðið mjög erfitt að fá hæft fólk til starfa í þessum tölvugeira. En það er alveg ljóst að ef við náum samningum við Akur- eyrarbæ munum við setja upp starfsemi í bænum. Við emm þeg- ar komnir með annan fótinn norð- ur, með vinnu okkar hjá Islands- flugi og Sól-Viking.“ Morgunblaðið/Kristján Hamingjusöm á heiðinni LÖMBIN á Lágheiðinni njóta þess frelsis sem heiðarlífið færir þeim yfir sumarið. Hins vegar styttist í að þau verði svipt frels- inu því að göngur og réttir heij- ast eftir nokkrar vikur. Örlög þessara skrautlegu tví- lembinga verða þá líklega þau að lenda á matarborðum lands- manna enda er það gangur lífs- ins. Þangað til i\jóta þau sín í frjálsræðinu og horfa keik fram- an í ijósmyndara sem á Ieið um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.