Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNA KRISTÍN JÓNASDÓTTIR, Brúarflöt 7, Garðabæ, andaðist á heimili sínu mánudaginn 9. ágúst. Sigurður Jónas Elíasson, Guðbjörg G. Guðmundsdóttir, Kristinn Þór Elíasson, Elín Dóra Elíasdóttir, Karl Gissurarson, Linda Björg Elíasdóttir, Haukur Valdimarsson og barnabörn. "1“ Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR LÁRA JÓHANNSDÓTTIR frá Lárusarhúsi Hellissandi, Langeyrarvegi 20, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Sverrir Örn Valdimarsson, Guðmundur Ingvi Sverrisson, Kristín Karlsdóttir, Valdimar Örn Sverrisson, Ingunn Hauksdóttir, Þórður Sverrisson, Lilja Héðinsdóttir, Lára B. Sverrisdóttir Borthne, Roald Borthne, Vilborg Sverrisdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Aðalsteinn Sverrisson, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR, Grandavegi 47, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 1. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Styrktarfélag vangefinna. Björn Stefánsson, Stefán Björnsson, Gyða Guðbjörnsdóttir, Heiga Björnsdóttir, Stefán Ágústsson, Sveinn Björnsson, Örn Björnsson, Þórdís Vilhjálmsdóttir, Jón Björnsson, Svana Júlíusdóttir, Þórdís Björnsdóttir, Stefán Sæmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn. Innilegar þakkir til allra sem heiðruðu minningu systur okkar, FRÍÐU ÞÓRÐARDÓTTUR frá Ljósalandi, Vopnafirði, Stigahlíð 28, Reykjavík. Helgi Þórðarson, Guðbjörg Þórðardóttir, Steingrímur Þórðarson. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, ALBERTS FERDINANDS ÓLAFSSONAR, Leiðarhöfn, Vopnafirði. Ingibjörg Ólafsdóttir, Steindór Ólafsson. SIGURLINA ERLA KRIS TINSDÓTTIR + Sigurlína Erla Kristinsdóttir fæddist á Siglufirði 8. júlí 1935. Hún lést af slysförum 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigur- björg Sigmundsdótt- ir frá Vestarihóli í Fljótum, f. 3. mars 1907, d. 16. febrúar 1984, og Kristinn Zophanias Jóakims- son frá Hvammi í Fljótum, f. 27. maí 1902, d. 2. septem- ber 1967. Systkini Sigurlínu Erlu eru: Eufemia, f. 2.1. 1930, Stefán Anton Eysteinn, f. 31.5. 1933, d. 28.3. 1934, Halldór Baldur, f. 4.8.1939, d. 6.2.1983. Hinn 29. mars 1959 giftist Sigurlína Erla Jóni Bjarna Jónssyni, f. 24. janúar 1933, og eignuðust þau fjögnr börn. Þau slitu samvistum 1996. Börn þeirra eru: 1) Sigurbjörg Krist- fn, f. 21.10. 1958, maki Daniel Friðrik Haraldsson. Börn Umferðarslysin gera ekki boð á undan sér. Fólki er kippt svo snögg- lega og óvænt í burtu, þegar síst er von á því og maður heldur að slíkt komi fyrir alla aðra en einhvem ná- kominn sér. Nú var það móðir okk- ar, sem lést svo snögglega. Hún keyrði inn í eilífðina án þess að nokkuð væri hægt að gera. Eftir sitjum við böm, tengdaböm og barnaböm og segjum bara ef, ef að- eins, ef, ef. Við áttum okkur á því, að það á enginn neitt í þessu lífi nema andartakið. Við fæðumst til að deyja og öðlast eilíft líf, en að sætta sig við það er ekki alltaf auðvelt. Móðir okkar átti góða bernsku á Siglufirði. Hún ólst þar upp ásamt systur og bróður við góðan aga for- eldra sinna. Hún upplifði þar síldar- árin, ástina og flutti til Akraness, þar sem hún bjó æ síðan. Henni þótti mjög vænt um bemskustöðvar sínar og talaði oft um fjörðinn sinn og fjöllin há. Ævi mömmu var eins og hjá flestum, bæði súr og sæt, en móðurhjartað var stórt og hún stóð alltaf uppi sem sigurvegari. Við gætum notað fjölmörg lýsingarorð til að lýsa henni, en einfaldast er að segja, að hún var falleg og góð kona sem við elskuðum ákaflega mikið. Móðir okkar hafði einstakan hæfí- leika til að hlusta. Það var sama á hvaða aldri barnabömin vora, hún fór niður á þeirra plan og setti sig í þeirra spor. Hún sat með þeim yngstu á gólfinu við leik og samræð- ur og hlustaði á unglingana segja frá sínum leyndustu málum, sem við hin í hraða lífsins sinnum ekki nægilega vel. Við upplifðum mömmu sem ung- an heimsborgara. Hún vildi vera á ferðinni. Henni þótti ákaflega vænt um bílinn sinn, því hann var hennar tengill við frelsið, sem hún sóttist eftir hin síðari ár. Keyrt var út í buskann á vinafund í Reykjavík eða í Borgamesi. Þá leið henni best, á ferðinni. Það var einmitt á slíkri stundu sem hún lést, á leið að hitta kæra vini, sæl og glöð, komin í sum- þeirra eru: Erla Björk Gunnarsdótt- ir, Lilja Gunnars- dóttir, Sigríður Lína og Harpa Rós. 2) Lovísa Vilhelm- ína, f. 27. júní 1960, maki Sigurður Hall- dórsson. Börn þeirra eru: Aðal- lieiður, Halldór Jón, Aron Orn og Kon- ráð Freyr. 3) Jón Bjarni, f. 10. nóv- ember 1961, maki Eyrún Signý Gunn- arsdóttir. Börn þeirra eru: Eva Björg og Sædís Björk. 4) Erlingur, f. 10. októ- ber 1969, maki Hrafnhildur Erl- ingsdóttir. Barn þeirra er Arn- arHaukur. Á Akranesi starfaði Sigurlína Erla um árabil á Sjúkrahúsi Akraness, en er hún lést var hún starfsmaður Fjöliðjunnar á Akranesi. Útför Sigurlinu Erlu fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. arfrí. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fasti punkturinn í lífi mömmu var vinna hennar hjá Fjöliðjunni. Þar leið henni vel og við færam öll- um hennar vinnufélögum þakkir. Og elsku vinir, Sigríður og Albert, Sigríður og Bjöm og einkavinur Þröstur, hafið elskulegar þakkir fyrir allt sem þið vorað móður okk- ar. Þið auðguðuð líf hennar og veitt- uð henni bæði gleði og styrk. Við óskum þeim er lentu í slysinu Guðs blessunar og öllum þeim sem hafa sýnt okkur samúð og stuðning við andlát okkar yndislegu móður, tengdamóður og ömmu. Drottinn blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og barnabörn. Elsku amma mín. Þegar ég hugsa um þig rifjast upp margar góðar minningar. Þú varst mér alltaf svo góð og vildir allt fyrir mig gera. Eg kom oft til þín upp á Skaga og dvaldi hjá þér dögum saman og alltaf tókstu á móti mér með fallega brosinu þínu og með útbreiddan faðminn. Við gerðum alltaf eitthvað skemmtilegt saman, stundum keypt- um við okkur ís og keyrðum upp í sveit. Yfirleitt þykir mér leiðinlegt í bíl, en þegar við voram að keyra saman leið mér mjög vel. Við gátum talað um allt og alltaf hafðir þú áhuga á því sem ég hafði að segja. Á kvöldin sátum við oft í stofunni og spiluðum. Aldrei léstu á því bera að þér fyndist það ekki skemmti- legt. Svona varstu, elsku amma mín, allt vildirðu gera til að gleðja aðra. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að þú hafir látist í þessu hörmulega slysi, en þú skildir eftir þig svo margar góðar minningar, sem of langt væri að telja upp hér, en þær munu alltaf koma mér til þess að brosa. Elsku amma mín, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. mig og allar þær stundir sem við áttum saman. Ástarkveðjur. Þín, Eva Björg. Elsku amma. Það er svo ótrúlegt að ég sitji nú og skrifi minningargrein um þig, þetta er allt enn sem í draumi. það var bara fyrir nokkram dögum sem við stóðum á afleggjaranum að Hvammstanga, þú svo sólbrún og falleg með bros á vör segjandi mér að lifa lífinu og að vera hamingju- söm. Ef ég hefði vitað að þetta yrði okkar síðasta stund hefði ég aldrei sleppt þér. En ég þakka góðum vættum fyrir þessa ferð okkar sam- an. Við náðum að tala og deila svo miklu, eftir að hafa verið aðskildar í hálft ár. Rifjuðum upp okkar. góðu stundir, m.a. þegar við bjuggum saman, og allt það sem við höfum gengið saman í gegnum. Þó svo að það hafi verið erfiðar stundir á tímabili, er ég þakklát fyrir hverja mínútu af þeim, því þær færðu okk- ur nær hvor annarri og mynduðu sérstök tengsl á milli okkar sem aldrei, aldrei verða tekin frá okkur. Eg er að reyna, elsku amma, að vera sterk, það er bara svo erfitt þegar einum af máttarstólpum lífs míns er kippt undan mér án nokk- urs fyrirvara, alltof snöggt. Ég hefði aldrei getað trúað þeim sárs- auka og því tómarúmi sem því fylg- ir, því ég er ekki aðeins að missa þig sem ömmu, stórglæsilega konu með hlýjan, dýrmætan persónuleika og útgeislun sem hreif alla með sér, heldur varstu mín besta vinkona. Það var svo gott að koma hlaup- andi í fangið á þér og smjúga undir vangann þinn. Þú varst alltaf til staðar og naust þess að hlusta á öll smáatriði sem á gengu í lífi mínu, ástarsorg, vandamál, velgengni, hamingja, ósætti...þú lagaðir allt og samgladdist svo innilega. Elsku amma, takk fyrir allt. Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þig að, ög þótt þú sért nú á öðram og fjarlægum stað ertu ætíð hjá mér. Minningin um þig brosandi, hlæjandi og fellandi gleðitár, lifir að eilífu. Ég þarf ekki annað en að loka augunum og þá heyri ég í þér og sé. Góða ferð í gullvagninum. Þín elskandi, Aðalheiður. Elsku amma. Það er svo margt sem ég vil fá að segja þér að ég veit varla hvar ég á að byrja. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allar minningarnar sem að þú skilur eftir hjá okkur, all- ar ökuferðimar upp í Borgames, gönguferðimar, öll samtölin við eld- húsborðið, hláturinn þinn, brosið þitt og hlýja vangann. Þessar yndis- legu minningar um þig, elsku amma, hafa verið mér mikill styrk- ur í gengum þetta erfiða tímabil. Þú hafðir alveg einstaka þolin- mæði gagnvart okkur bamabömun- um, þú gafst þér alltaf tíma til að deila með okkur gleði og sorg. Þér fannst ekkert sjálfsagðara en að koma og slást í hópmn og þú varst alltaf svo velkomin. Ég veit ekki um margar ömmur sem fresta því að hengja út þvottinn bara til að barnabömin geti notað allar þvottaklemmumar hennar í bíla- leiki, eða leyft okkur að hertaka stofugólfið undir dúkkuleik. En þetta fannst þér svo sjálfsagt því allt vildir þú fyrir okkur gera. Ég man eftir síðustu stund okkar saman. Þú stóðst við bflinn þinn og varst á leiðinni norður með Aðal- heiði. Ég sé þig svo greinilega fyrir mér, svo geislandi fallega og glaða. Ég man sérstaklega eftir síðasta faðmlaginu rétt áður en þið rennduð úr hlaði. Það var svo gott að fá að kúra undir vanganum þínum. Ég tel mig og fjölskyldu mína hafa notið mikillar blessunar að hafa fengið að kynnast svo yndislegri manneskju sem amma mín var. Hvíl í friði, elsku amma, ég elska þig- Þín að eilífu, Lilja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.