Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 56
Heimavörn Sími: 580 7000 SfafggnMiifeife Drögum næst 24. ágúsl HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 66911S1 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Breikkun Vesturlands- vegar gengur vel Lokið hálfu *ári á undan áætlun FLEST bendir til að framkvæmdum við breikkun Vesturlandsvegar við Grafarholt ljúki í nóvember næst- komandi, sex mánuðum á undan áætlun. „Ráðgert var að opna veginn 15. júní árið 2000 en við áætlum að skila af okkur verkinu í nóvember næst- komandi,“ sagði Eiður Haraldsson, framkvæmdastjóri verktakafyrir- tækisins Háfells, sem vinnur að þvi að breikka veginn á um 1,5 km kafla austan Víkurvegar að Suðurlands- U*fegi. Vegna framkvæmda hefur Víkur- vegi verið lokað og umferð í Grafar- vog eingöngu farið um Gullinbrú. Samkvæmt umferðardeild lögregl- unnar í Reykjavík hefur Gullinbrú haft vel undan að bera umferðina. ■ Sex mánuðum /16 ■ Umferðin gengið/16 Piltur féll fjóra metra ÁTJÁN ára piltur féll fjóra metra niður af þaki húss, sem hann var að vinna við á Kirkju- bæjarklaustri, síðdegis í gær. Pilturinn var við vinnu á þak- inu er hann rann til og féll nið- ur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og flutti hann á Sjúkrahús Reykjavíkur. Að sögn lækna þar er hann illa slasaður og liggur á gjörgæslu- deild en er ekki talinn í lífs- hættu. , Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRYSTITOGARINN Ymir nam nánast við botn Hafnarfjarðarhafnar síðdegis í gær, eftir að sjór hafði flætt inn í hann með þeim afleiðingum að á hann kom slagsiða og hann valt í kjölfarið. í gærkvöldi var unnið að því að dæla sjó úr skipinu og var vonast til að það rétti sig af á fjöru í nótt. Tugriiilljóna tjón er Ymir sökk í H a fn ar íj ar ð a rh ö fn TUGMILLJONA króna tjón er talið hafa orðið þegar frystitogarinn Ýmir HF-343 lagðist á hliðina við Suðurbakkann í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 10.30 í gærmorgun. I gærkvöldi var unnið að því að dæla sjó úr skipinu. •- Rafstrengur að Leifsstöð skemmdist við skurðgröft í gær Truflanir urðu í þriggja tíma rafmagnsleysi RÚMLEGA þriggja tíma rafmagnsleysi í flugstöð Leifs Ei- ríkssonar, viðhalds- stöð Flugleiða, Suð- urflugi og víðar í gær olli margs kon- óþægindum en varaaflstöðvar fóru í gang og varð því ekki nein truflun að ráði á afgreiðslu flugfarþega eða flugvéla. Orsökin var að kapall skammt frá flugvell- inum skemmdist þegar grafíð var fyr- ir umferðarskilti. Rafmagn fór af laust fyrir hádegi en var komið á að nýju jjjjokkru eftir klukkan þrjú. Ómar Kri- stjánsson, settur forstjóri Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar, tjáði Morgun- blaðinu að rafmagnsleysið hefði vald- ið ýmsum óþægindum en dísilrafstöð í Leifsstöð hefði strax tekið við og því hefði rafmagn verið á öllum nauðsyn- legum starfsstöðvum en lýsing í hús- inu í lágmarki. Innrita þurfti flugfar- Jiega handvirkt um tíma en brátt Tomust tölvur í gagnið á ný og Morgunblaðið/Golli VINNA mátti í flugeldhúsi við Ijóstýru fremur en vera verklaus meðan rafmagns naut ekki við. flugupplýsingakerfið einnig. Af- greiðslukassar í verslunum fengu líka fljótlega rafmagn frá dísilstöð- inni. Omar sagði bilunina hafa komið á góðum tíma, mitt á milh álagstíma morguns og eftirmiðdags. Aukið öryggi með varastreng Ekki varð mikil truflun á af- greiðslu flugfarþega og búið var að afgreiða mat frá flugeldhúsinu fyrir síðdegisferðirnar. Þá varð lítils háttar truflun í tölvum í við- haldsstöð Flugleiða en engar skoðanir véla áttu að fara fram fyrr en síðast- liðna nótt. Ekki varð heldur truflun hjá Suðurflugi þar sem ekki var von á vélum þangað síðdegis í gær en þar hefur vararafstöð ekki ver- ið komið upp ennþá. Skuggsýnt var á nokkrum stöðum í flugstöðinni og lá verslun niðri um tíma en bjargast var við kertaljós á nokkrum stöðum í húsinu. „Við höfum af þessu tilefni velt fyrir okkur einu sinni enn hvort leiða ætti vararafstreng að flugstöðinni,11 sagði Ómar, „hvort rafmagnsveitan ætti ekki að koma fyrir varastreng svo að óhöpp sem þessi, sem eru okkur algjörlega óviðkomandi, trufli ekki starfsemina. Það væri enn eitt skrefið í átt að auknu rekstraröryggi stöðvarinnar." Skipið, sem er 541 brúttótonn, sökk í höfninni á örfáum klukku- stundum en efsti hluti þess stóð upp úr og héldu þrír kranar því í skorð- um í gærkvöldi, þegar freista átti þess að ná því upp á lágfjöru. Fyrri tilraunir í gærdag til að koma því á réttan kjöl höfðu farið út um þúfur. Um tíu manns voru við vinnu í skipinu þegar það tók að hallast en þeim tókst að komast klakklaust upp á hafnarbakkann. Áttu sumir þeirra fótum sínum fjör að launa. Jafnvægi skipsins úr skorðum „Skipið fór að halla allt í einu. Við héldum að verið væri að hífa eitthvað þungt um borð og héldum áfram að vinna. En síðan hélt það áfram að hallast og þá sagði ég við Magnús, „við skulum forða okkur héðan, það er eitthvað miklu meira að en verið sé að hífa einhvern þungan hlut.“ Þetta var ekki eðlilegt," segir Sig- urður Pétursson vélvirki sem var við vinnu í vélarrúmi skipsins ásamt fé- laga sínum. Talið er að sjór hafí flætt inn um slorlúgur skipsins þegar verið var að dæla olíu um borð. Að sögn Ágústs Sigurðssonar útgerðarmanns skips- ins voru botntankar skipsins tómir sem hafði áhrif á jafnvægi þess. Sjórinn braut sér leið um stóran hluta Ýmis, þar á meðal káetur skip- veija og vélarrúm. I gærkvöldi var unnið við að dæla sjó úr skipinu og um klukkan 23.30 var farið að dæla úr vélarhúsi og lest. Ekki var sjáanlegt að skipið væri farið að rétta sig af en von var á fjöru níu mínútum eftir miðnætti. Að sögn Ásgeirs Sölvasonar skipstjóra á hafnsögubátnum Þrótti, sem fylgdist með aðgerðum, hafði nokkuð af olíu lekið úr skipinu í flotgfrðingu en unnið var að því á dælubflum að dæla henni jafnóðum upp. Það slys varð á hafnarbakkanum í Hafnarfirði í gærkvöldi að maður sem þar var að fylgjast með aðgerðum datt illa og er talinn fótbrotinn. Hann var fluttur á slysa- deild. I Lagðist á hliðina/6 Morgunblaðið/Jim Smart Sjúkrabíll í árekstri ENGINN slasaðist þegar sjúkrabíll og fólksbíll lentu saman á gatna- mótum Snorrabrautar, Miklubraut- ar og Bústaðavegar á niúnda tfm- anum í gærkvöldi. Sjúkrabílinn var í útkalli þegar hann ók með blikk- ljósum og sírenum yfir gatnamótin en enginn sjúklingur var í bflnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.