Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 19 VIÐSKIPTI Eftirmálar fjárfestingar Orca S.A. í 26,5% hlut í FBA Ovissan hefur neikvæð áhrif umræðu um takmörkunarreglur. „Öll umræða um inngrip stjóm- valda í frjálsan verðbréfamarkað hlýtur að hafa skaðleg áhrif á þau bréf sem um er að ræða,“ segir Tryggvi. Markmið Orca að styrkja stöðu FBA Rósant Már Torfason, sérfræð- ingur hjá íslandsbanka F&M, telur rúmlega 5% lækkun gengis hluta- bréfa FBA í fyrradag stafa af þeirri umræðu sem verið hefur síðustu daga um takmörkun á eignarhlut hvers hluthafa í fyrirtæki eins og FBA. „Öll óvissa getur haft nei- kvæð áhrif, bæði hvað varðar um- ræðuna undanfama daga og líka óvissan um það hverjir standa á bak við Orea S.A. En það hefur að minnsta kosti komið fram að mark- mið kaupendanna er að styrkja stöðu bankans enn frekar." „Hlutfall annarra rekstrartekna í heildartekjum FBA hefur verið að aukast og er nú 67%. 66% af því er gengishagnaður hlutabréfa sem getur sveiflast mjög á milli tímabila. Að mínu mati er markaðsverð bank- ans of hátt, sé miðað við rekstraraf- komuna. En sjái menn fyrir sér ein- hverja sameiningarmöguleika, get- ur það réttlætt verðið,“ segir Rósant Már að lokum. VIÐSKIPTI með hlutabréf í FBA voru töluverð í gær eða fyrir um 33 milljónir í 29 viðskiptum. Gengi bréfanna stóð í stað frá deginum áð- ur og var 2,76. Á mánudag lækkaði gengi bréfanna um rúm 5% frá föstudegi en viðskipti mánudagsins námu um 6,8 milljónum. Þrír sér- fræðingar á verðbréfamarkaði sem rætt var við í gær, voru sammála um að takmarkanir á eignaraðild einstakra aðila að fyrirtækjum væru óæskilegar. Ennfremur kom fram í máli þeirra sú skoðun að markaðsverð FBA væri of hátt. All- ir töldu þeir þá óvissu sem ríkir um hverjir standi á bak við eignar- haldsfélagið Orca S.A. sem á rúman fjórðungshlut í FBA, hafa fremur neikvæð áhrif á FBA. Mikið framboð í kjölfar milliuppgjörs Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, segir lækkun mánudagsins óverulega. „Það voru sáralítil viðskipti á bak við það þeg- ar gengi bréfanna fór hæst í 2,99 á fóstudag." Jafet telur áhrif umræðu um takmörkun á eignaraðild að FBA ekki stórvægileg. „Það er frek- ar að mikið framboð af hlutabréfum í kjölfar milliuppgjörs FBA hafi dregið gengið niður, Sumir taka þá ákvörðun að selja í kjölfar góðs milliuppgjörs, eins og var hjá FBA. Svo er líka hitt að það er ekki klárt hverjir eiga bankann." Jafet spáir litlum breytingum á gengi FBA og segir það sína skoðun að gengið hafi náð ákveðnu tímabundnu jafn- vægi í gær. Umræðan vegur þyngra en gott uppgjör Tryggvi Tryggvason, forstöðu- maður markaðsviðskipta Lands- bankans, segh- þá óvissu sem skap- ast hefur um það hverjir standa á bak við rúmlega fjórðungs eignar- hlut í FBA, hljóti að koma öðrum hluthöfum illa. „Ef einhver tak- mörkun verður sett á viðskipti á eft- irmarkaði með hlutabréf í FBA eða öðrum hlutafélögum hlýtur það að draga úr verðgildi þeirra.“ Tryggvi segir ekki óeðlilegt að ætla að gengi bréfanna hefði átt að hækka í kjölfar góðs milliuppgjörs sem birt var á föstudag. Það hefur hins vegar ekki gerst og er gengi bréfanna nú lægra en það var áður en uppgjörið var birt. „Það er greinÖegt að öll umræða um tak- markanir á eignaraðild vegur þyngra en mjög gott uppgjör FBA.“ Tryggvi telur jafnvel mögulegt að gengi hlutabréfa í FBA lækki enn frekar ef eignaraðild skýrist ekki á næstunni og niðurstaða fæst ekki í Bakkavör hf. kaupir franska fyrirtækið Comptoir Du Caviar að fullu Kaupverð 133 milljónir BAKKAVÖR hf. í Njarðvík hefur eignast franska fyrirtækið Compto- ir Du Caviar að fullu. Bakkavör til- kynnti í gær um kaup á 80% hlut í félaginu fyrir 133 milljónir króna en Bakkavör átti fyrir 20% hlut. Stefnt er að því að ljúka sameiningu franska fyrirtækisins og dótturfyr- irtækis Bakkavarar, Bakkavör France, fyrir 1. október. Comptoir Du Caviar er stærsti aðilinn á franska markaðnum í framleiðslu og sölu á laxa- og styrjukavíar og selur auk þess ýmsar aðrar tegund- h' kældra sjávarafurða, eins og fram kemur í tilkynningu. Að sögn Ágústs Guðmundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar, var dótturfyrirtækið Bakkavör France stofnað í september árið 1997. „Við hófum þar framleiðslu, sölu og dreifíngu á ýmsum kældum sjávar- afurðum og höfum átt gott samstarf við Comptoir Du Caviar sem leiddi til þess að við keyptum 20% hlut í fyrirtækinu í fyiTa. Nú ákváðum við að ganga skrefið til fulls og sameina félögin undir merkjum Bakkavör France. Félögin dreifðu þegar sam- eiginlega en við kaupin nú verður allt sameinað,“ segir Ágúst. Að sögn Ágústs hefur fjárfesting- in töluverða þýðingu fyrir Bakka- vör. „Nokkrar nýjar stórmark- aðskeðjur bætast í hóp viðskipta- vina Bakkavarar og við fáum þannig betri aðgang að markaðnum. Þetta hefur þá þýðingu fyrir okkur að við náum meiri hagkvæmni út úr framleiðslunni og breikkum vöru- línu fyrirtækisins verulega." Að því er fram kemur í tilkynn- ingu til Verðbréfaþings í gær, hefur rekstur Comptoir Du Caviar gengið vel undanfarin ár og er eiginfjár- staða fyrirtækisins traust. Að sögn Ágústs verður eiginfjárstaða sam- einaðs fyrirtækis, Bakkavör France, um 95 milljónir króna. Ágúst segir jafnframt að bæði félög hafi skilað hagnaði á síðasta ári og er búist við að svo verði áfram. Áætluð velta Bakkavör France á næsta ári er um 900 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Bakkavör France hefur verið ráðinn Philippe Chauvin en hann var áður fram- kvæmdastjóri Comptoir Du Caviar. Að sögn Ágústs verða engar breyt- ingar á starfsfólki fyrirtækisins. Nú er unnið að breytingum á húsnæði fyrirtækjanna í Mulcent, 60 km vestur af París, og er stefnt að því að ljúka framkvæmdum fyrir haust- ið en þá fer aðalsölutími fyrirtækis- ins í hönd. Komdu og sjáðu Landsvirkjun í réttu Ijósi *'T"'— HSS; Blöndustöð er á margan hátt einstætt mannvirki en stöðvarhús hennar stendur rúmlega 200 metra niðri í jörðinni. Aðgengi er um lyftu og 800 metra löng jarðgöng. Opið hús í Blöndustöð laugardag og sunnudag, 14. og 15. ágúst, kl. 12 -18 Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi, og Örlygur Þórðarson, lögfræðingur, ræða við gesti um virkjanir og umhverfismál. Guðmundur Hagalín, stöðvarstjóri, og hans fólk sýnir stöðina. Ratar þú? Að stöðinni er tveggja tíma akstur frá Akureyri og þriggja og hálfs tíma akstur frá Reykjavík. Beygt er af þjóðvegi 1, syðst í Langadal austan Blönduóss, inn á veg 731 inn í Blöndudal, leiðina upp á Kjöl. Prófaðu rafbíl Landsvirkjunar Auk heimsóknar í stöðina gefst gestum færi á að prufukeyra rafbíl Landsvirkjunar, knúinn hreinni orku fallvatnanna. Við mælum með fjölskylduferð um helgina þar sem staldrað verður við í Vatnsdalshólum og gengið um Þórdísarlund eða ekinn hringur um Vatnsdal. Áhugavert er að skoða Þingeyrarkirkju og einnig er ódýr og góð veiði í fjölmörgum ám og vötnum í Húnavatnssýslum. B Landsvirkjun www.lv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.