Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 3+ MINNINGAR og Sigga í Bæ. Allt var gert til að mér, borgarbarninu, liði sem allra best og tókst það svo sannarlega. Strax frá fyrsta degi fannst mér þetta vera ævintýraheimur og dvaldist ég þar í fjögur sumur og eignaðist mínar bestu og dýrmæt- ustu æskuminningar. Guðbjörg hafði afskaplega góða nærveru eins og sagt er. Hún var létt í skapi og sérlega blíð. Öll börn og dýr hændust ósjálfrátt að henni. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt hana hækka róminn, hvað þá tala illa um nokkurn mann. Þótt skóla- ganga hennar hafi ekki verið löng var hún mjög fróð um marga hluti. Margt sagði hún mér um sögu Bæj- ar, og ýmsar sagnir um Tyrkjarán- ið. Hún var einstaklega minnug á nöfn og þótti mér merkilegt að hverja einustu kind á bænum þekkti hún og gat nefnt með nafni. Stjörn- ur himinsins fannst mér hún einnig þekkja flestar. Gamlir búskaparhættir voru að sumu leyti enn við lýði í Bæ á þess- um árum og margt gert með gamla laginu. Þótt traktor væri á bænum voru stór svæði enn slegin með orfi og ljá og hirt á gamla mátann. Hvorki var þar bíll né rafmagn. Öllu vatni þurfti að handdæla upp úr brunni. Smjörið var strokkað heima og Sigurður veiddi sel og verkaði bæði kjöt og skinn. Fyrsta sumarið mitt voru tveir unglingspiltar þeim til aðstoðar en síðan vorum við bara þrjú í heimili. Vinnudagurinn var því oft langur og strangur fyrir þau hjónin, en alltaf var tími fyrir „telpuna“ og ófá kaffiboð þáði Guð- björg í búið mitt og flest kvöld var tekið í spil. Ég kveð Guðbjörgu mína með virðingu og þakklæti fyi'ir ógleym- anleg ár, hafi hún þökk fyrir allt og Guð blessi minningu hennar. Dætrum hennar og ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Margrét Þ. Johnson. Við andlát elskulegrar föðursyst- ur minnar Guðbjargar Einarsdóttur frá Bæ í Lóni í Austur-Skaftafells- sýslu (fæddrar Hvalnesi í Lóni) langar mig að setja á blað örfá orð frá innstu hjartarótum, til að votta þakklæti fyrir allt það sem hún var mér og mínum. Ég vil þakka mildina og mýktina, styrkinn og staðfestuna, hlýjuna og fordómaleysið. Einnig vil ég þakka að hafa öðlast þá tilfinningu að hún væri alltaf til staðar fyrir okkur skiiyrðislaust og óumbreytanlega í sorg sem gleði. Allt þetta var veitt á svo sjálf- sagðan hátt að farið var af hennar fundi hverju sinni með þá tilfinn- ingu að henni hefði verið stór greiði og heiður gerður með nærveru okk- ar. Ég sé hana fyrir mér standandi í dyrunum, stóra, tígulega og fínlega með mildi og birtu yfir svip og mæla blítt en ákveðið: „Óg komið þið svo fljótt aftur.“ Hugsýnirnar eru margar fleiri og allar jafn bjartar og fagrar, þær verða allar að dýrmætum perlum í sjóði minninganna. Mig langar að votta elskulegu skyldfólki mínu og afkomendum hennar okkar dýpstu samúð og væntumþykju. Guðrún Eiríksdóttir og fjölskylda. Formáli miimingar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessai' upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. LÁRA S. VALDEMARSDÓTTIR FLYGENRING + Lára Sigríður Valdemarsdótt- ir Flygenring fædd- ist á Felli í Glerár- þorpi á Akureyri 14. júní 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavfkur 30. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 10. ágúst. Lára, vinkona mín. Þegar við hittumst fyrst, fyrir nær hálfri öld, hafðir þú verið tengdadóttir í nokkur ár í þeirri fjölskyldu sem ég var um það bil að tengjast. Þú hafðir komið að norð- an, hittir Óla og giftist honum. Þú varst nú samt alltaf mikill Akureyr- ingur, eins og þú orðaðir það sjálf: „Akureyri, bærinn minn“ og alltaf var veðrið best á Akureyri. Ég verð að viðurkenna, að ég man ekki sérstaklega eftir þér þetta kvöld, sem reyndar var annar í jól- um. Öllu fremur er í huga mínum fjölskyldan í heild, hlýlegt heimili og afar góðar móttökur. Smátt og smátt þróuðust fjöl- skyldutengslin yfir í vináttu, sem entist ævilangt. Þegar svo erfiðleik- ar voru hjá mér var nú ekki amalegt að eiga þig og Óla að. Það verður seint fullþakkað. Og það er ég viss um, Lára, að þú færð „plús hjá Guði“ fyrir það og ég hugsa að minnsta kosti þrjá, ef ekki fleiri. En árin liðu og þú veiktist skyndilega og hastarlega og barst ekki barr þitt eftir það. Eftir 5 ára veikindastríð og engar batahorfur er varla hægt annað en unna þér þess og gleðjast yfir því að þú skulir vera laus. Annað væri ósanngjarnt. En mikið á ég eftir að sakna þín. Sakna þess að heyra í þér, rabba við þig, eins og við gátum svo sannar- lega gert, um lífið og tilveruna, njóta þess að borða góðan mat með þér, því fáa þekki ég, sem hafa notið þess eins og þú að borða góðan mat. Já, Lára Sigríður, eins og ég kallaði þig, þegar þú kallaðir mig Sigríði Diddu, ég sakna þín, en ég gleðst líka með þér og auðvitað hefur draumurinn þinn fi-á því um daginn ræst, þegar þig dreymdi að þú gætir gengið eins og áður. Og ef við skyldum hitt- ast aftur hinum megin þá getum við í gleði okkar slegið saman í „litla græna“ og kannski með rauðu ívafi. Hver veit, þ.e. ef það verður þá ekki búið að banna allt slíkt. Nei, þá verðum við bara að gera það í anda. Og ekki mun okkur skorta umræðuefni, það verða allir tankar fullir, hvort sem það verður langt þangað til eða stutt. Svo verður þú auðvitað farin að spila á gítarinn aftur og ég gæti tekið undir með þér í uppáhaldslögunum. Bræðurnir gætu þá t.d. horft á leik á meðan, annað hvort saman eða hvor á sín- um stað, þeir eru hvort eð er ekki svo mikið fyrir að syngja. Þetta verður alveg eins og í gamla daga. Vertu sæl, Lára Sigríður, og gangi þér vel á þinni framhalds- braut. Samúðarkveðjur til ykkar allra, þessarar samheldnu fjölskyldu. Sigríður Valdimarsdóttir. Mig langar að kveðja þig, elsku Lára mín, með örfáum orðum. Margs er að minnast frá okkar fyrstu kynnum. Ég man er lítil stúlka, hún Addý, var send yfir göt- una til mín og sagt var: „Mamma spyr hvort þú viljir ekki koma yfir í kaffi, ég skal passa fyrir þig á með- an.“ Ég var nú hálfefins hvort ég ætti að þiggja þetta boð því ég þekkti ekki mömmu hennar, hana Láru, en út úr þessu boði varð ein- + Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÞORSTEINSSON, Snæfelli, Reyðarfirði, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað miðvikudaginn 4. ágúst, verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju fimmtudaginn 12. ágúst kl. 14.00. Jarþrúður Ólafsdóttir, Guðlaugur Erlingsson, Gunnar Bjarni Ólafsson, Guðrún Margrét Kjerúlf, Sigríður Stefanía Ólafsdóttir, Sigurbjörn Marinósson, Jóna Valgerður Ólafsdóttir, Sigfús Valur Sigfússon, Þorsteinn Ólafsson, Lilian Jensen, Ólafur Höskuldur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBORG VALDIMARSDÓTTIR, Heiðarholti 34, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur fimmtudaginn 29. júll. Jarðarförin hefur farið fram I kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Guðmunda Ingjaldsdóttir, Páll V. Stefánsson, Jónína Vigfúsdóttir, Inga S. Stefánsdóttir, Björn Ó. Jakobsson, Kristbjörg Stefánsdóttir, Guðmundur T. Jakobsson, Ólína Rebekka Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. læg vinátta sem varað hefur í 36 ár og aldrei borið skugga á. Margar gleðistundir höfum við átt með Láru og Óla og fjölskyldum þeirra, þvflík gestrisni og væntum- þykja í allra garð. Lára naut þess að taka á móti gestum og var aldrei ánægðari en þegar margir voru í kringum hana. Hún var listakokkur sem hafði mikla ánægju af að laga dýrindis mat og hún kunni að njóta andartaksins. Hún var mikill unn- andi söngs og oft þurfti lítið tilefni til að gítarinn væri tekinn fram og Lára okkar spilaði og söng með sinni fallegu silfurtæru rödd. Mér er minnisstætt eitt atvik heima hjá okkur Bjarna. Við bjuggum þá í kjallaranum hjá mínum kæru tengdaforeldrum og við vorum að syngja niðri og ómurinn barst upp á efri hæð. Eigum við ekki að opna fyrir útvarpið það er verið að syngja svo falleg lög í útvarpinu, sagði mín elskulega tengdamóðir. Þú unnir náttúrunni, hafðir gam- an af að fara í fjöruleiðangur, tína egg, safna steinum, fara á skauta og svo að skreppa norður í veiði- kofann sem var árlegur viðburður. Og garðurinn ykkar Óla var svo sannarlega unaðsreitur, stór og mikill með fallegri blómadýrð og það var þín sérgrein að slá upp á gamla mátann og klippa kantana, allt var frábærlega snyrtilegt. Samt hafðir þú alltaf nógan tíma til fyrir vini og vandamenn. Það voru margir sem fengu að gista hjá ykk- ur á Tunguveginum og það er óhætt að segja að allir hafi notið samvistanna við ykkur, því þið vor- uð bæði mjög félagslynd og góð heim að sækja. Alltaf átti húsmóð- irin til nóg með kaffinu og ef maður vildi fá örlitla sneið af einhverri tertunni þá var það yfirleitt hálf tertan sem kom fljúgandi á diskinn. Enginn fór frá henni án þess að þiggja veitingar. Alltaf þurfti hún að gefa manni eitthvað og þegar börnin okkar voru minni þá var þeim sendir bolir og margt smátterí sem gleður barnssálina. Lára veiktist fyrir liðlega 4 árum og hefur baráttan verið að gera sitt besta og ná sem mestum árangri með þrotlausri þjálfun. Hún fór út að ganga á hverjum degi með stuðningi Óla síns sem hefur staðið eins og klettur við hlið Láru sinn- ar. Eins hafa dæturnar tvær, Bogga og Addý og þeirra fjölskyld- ur stutt hana á allan hátt. En svo kom reiðarslagið aftur hinn 15. júlí sl. og þá var fljótt séð að ekki yrð^ um bata að ræða. Elskuleg vinkonjF mín reyndi þó eins og hún best gat að reyna að tala við okkur og mig spurði hún hvort litla dótturdóttir mín væri með brún augu og ég svaraði að við héldum það því sú litla horfði á okkur með stórum tinnudökkum augum. Þá leið bros yfir andlit hennar. Það var notalegt hversu vel hún fylgdist með okkar börnum og barnabörnum. Sjálf hafði hún eignast stóran langömmustrák rétt áður en hún veiktist og var mynd af litla drengnum á náttborðinu hennar sjúkrahúsinu. Hún var heilsuhraust lengstan hluta ævinnar og naut hverrar stundar heil. En nú er stundaglasið hennar Láru útrunnið og komið að kveðjustundinni. Allir eiga sína lífs- bók og enginn veit hvenær henni lýkur. Hver dagur er sem blaðsíða sem við skulum lesa vel og njóta því við vitum ekki hvort önnur tekur við er henni lýkur. Dagurinn í dag er sá eini sem við eigum vísan. Það er erfitt að hugsa til þess að þú skulir vera farin frá okkur, þú sem vart svo kraftmikil og alltaf til í að gera allt og fara allt og vera með í öllu. En þegar veikindi eru orðin lang- vinn og ekkert hægt að gera mek^g' þá er gott að fá að sofna inn í eilífð- arljósið þar sem ríkir birta og feg- urð. Við kveðjum okkar kæru vin- konu í dag og þökkum henni allt það sem hún var okkur Bjarna gegnum tíðina. Elskulega vinkona, það kem- ur að því að bók okkar hinna lýkur og þá munum við hittast aftur í æðra heimi þar sem eilíf gleði ríkir. Kæri Óli, Bogga, Addý og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og hluttekn- ingu. > Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt þig umveíji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásætteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum því veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín Esther og Bjarni. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HERA SIGURGEIRSDÓTTIR, Miðhvammi, dvalarheimili aldraðra á Húsavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 8. ágúst. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 14.00. Aðstandendur hinnar látnu. + ANNA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR, Álfheimum 54, lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn 23. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kjartan Ólafsson, Elísabet Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur. + JÓN SVEINSSON, Þverholti 30, áður Skipholti 47, er lést fimmtudaginn 5. ágúst, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Anna G. Helgadóttir, Hulda Jónsdóttir, Svavar Svavarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.