Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 46
J 46 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 BRÉF TIL BLAÐSINS I DAG MORGUNBLAÐIÐ Ljósm.: G.L. Ásg. GLÆSILEGT bjálkahúsið var reist á bæjarstæði þessarar aldar í Furufirði, en þar stóðu, sambyggð að kalla, stofúhús frá 1913 og húsið, sem enn er uppi, byggt 1933. Notalegur sumarbústaður 1972-1994. Bænhúsið í Furufírði - 100 ára bygging Frá Ágústi Sigurðssyni: AUSTURSTRANDIR Hornstranda eru í Grunnavíkursveit og voru þar kallaðir Strandabæirnir í sókn og hreppi. Ytrisveitin, sem Stranda- menn kölluðu megin byggðina, er í ™ Jökulfjörðum, en Austurstrandir nyrzt við Húnaflóann, milli Geir- hólms og Horns í (Norður-)ísafjarð- arsýslu og prófastsdæmi. Strandabæirnir voru útnári í Stað- arsókn í Grunnavík og með fádæm- um afskekkt og afskipt byggð, en einangrunin því tilíinnanlegri, að hvert hinna sex fombýla var heimur út af íýrir sig með þeim landamær- um, að sæbrött hamrafjöll aðskilja firði og víkur. I greinaflokki í Heima er bezt í haust og vetur mun Agúst Sigurðs- * son frá Möðruvöllum rekja söguminni frá Austurströndum, en hér skal þess getið, að í þessum mán- uði eru liðin 100 ár frá því er bænhús- ið í Fururfiði var reist. Var Strönd- ungum mikil nauðsyn á guðshúsi og kirkjugarði, því að hálf önnur þing- mannaleið er til sóknarkirkjunnar á Stað, nær 56 km, frá Reykjarfirði og Smiðjuvík yfir heiðar og háskörð að sækja um jökulósa og miklar torfær- ur, en jafnvel frá Furufirði, þaðan sem kirkjuvegurinn er „aðeins“ ein þingmannaleið, var líkflutningur að Stað 5 daga erfið og dýr ferð, gat orð- ið 9 daga harðræði á vetur. Loks varð úr byggingu bænhúss- ins 1899. Var Benedikt Hermanns- 4 son í Reykjarfirði yfirsmiður og verkinu að fullu lokið í ágústmánuði. Dróst úr hömlu, nær 3 ár, að bæn- húsið yrði vígt, þjónustan veitt og unnt að jarða lík i Furufirði. Verður síðar sagt frá þeirri auðmýkingu og íþyngjandi bið. Hinn 11. júlí sl. var aldargamallar byggingarinnar minnzt, er undirrit- aður flutti kirkjudagsræðu í Furufirði í messulok á fermingar- degi Einars Birkis Sveinbjömsson- ar, sem í móðurætt er frá Furafirði og Reykjarfirði. Séra Magnús Erl- ingsson á ísafirði messaði og fermdi sóknarbarn sitt. Forsöngvari var Reynir Ingason og Bjöm Teitsson skólameistari las ritningargreinar. . Meðhjálpari var Valgerður Jakobs- dóttir frá Reykjarfirði, en hún var síðasta fermingarbam séra Jón- mundar Halldórssonar í bænhúsinu, þegar Furufjörður var að fara í eyði. 3 bændur fóm þaðan 1949, hinn 4. og síðasti árið eftir. Reykjarfjörður hélzt áratug lengur í byggð og voru síðustu búendur þar Ragnar Jakobsson og Sjöfn Guðmundsdóttir, sem raunar hafa jafnan verið þar á summm, unn- ið rekavið og byggt upp ferðaþjón- ustu. í Reykjarfirði var fyrrum bæn- hús, þar sem heitir á Kirkjubóli og þar var yngsta dóttir þeirra hjóna i fermd 1992, en krosstákn reist á hinu * ævagamla kirkjustæði. í Furufjarðarsókn, eins og séra Jónmundur skráði endranær þenna afskekkta hluta sóknarinnar á bæk- ur, vom 116 manns á sálnaregistri á aldamótum, en aðeins 2 búendur taldir sæmilega bjargálna. Lífsskil- yrðin vora kröfuhörð og aðstæðum- ar gáfu sjaldnast undanfæri. Fyrir 4 ámm söng séra Magnús FERMINGARDRENGURINN á aldarafmæli bænhússins, for- eldrar hans og sóknarprestur þeirra. Minningarhempan (t.h.) var skilin eftir á helgisetri hinnar auðu sveitar. Erlingsson einnig fermingarmessu í Furafirði og á hásumri 1993 sókti mikið fjölmenni kirkjudaginn, en þá messaði sóknarpresturinn, séra Sig- urður Ægisson í Bolungarvík, séra Jón Isleifsson í Árnesi las ritningar- lestra og prófasturinn, séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði, predikaði, sem lengi mun minnzt, en kollega þeirra á Prestbakka flutti hátíðar- ræðu í ljósi liðinnar sögu á Austur- ströndum. Var þá nýreist á staðnum mikið, norskt stokkahús og smíði alit vandað og fallegt. Vel nýtt sumar- langan daginn í hinum einangraða eyðifirði, en afkomendur síðustu bú- enda þar margir og samstíga um hvaðeina, sem má verða til sóma Furafjarðar og hinnar fornu byggð- ar „á hala veraldar" eins og Þórleif- ur Bjarnason kallaði Homstrandir. - Á messu- og minningardaginn nú efndu foreldrar fermingardrengsins, Hlíf Guðmundsdóttir og Sveinbjörn Björnsson, til veglegrar veizlu og var hátíðarbragur í hinum glæsilegu húsakynnum. í tilefni aldarafmælis bænhúss- ins gaf undirritaður Furufjarðar- sókn og kirkju prestshempu og kraga, er vaðveitt skal á staðnum, presti og heimamönnum til léttis, en hemputaskan sígur í á þriggja stunda göngu yfir Skorarheiði milli kirkjustaðarins og Skipeyrar í Hrafnsfirði. Gjöfin er til minningar um saumakonuna Helgu Maríu Eyjólfsdóttur, sem var 4 ára barn í Smiðjuvík, þegar bænhúsið var byggt. Hempan þókti mjög vönduð, þeg- ar Kristinn Einarsson klæðskeri, síðast í Skjaldarvík við Eyjafjörð, saumaði hana á séra Ingólf Þor- valdsson á Ólafsfirði 1950. Eftir daga síra Ingólfs, 1968, gaf ekkja hans, frú Anna Nordal, vini þeirra hjóna hempuna, en hann bænhúsinu nú í minningu Maríu frá Smiðjuvík, sem hann kynntist í hæstum aldur- dómi hennar í öðra landi. ÁGÚST SIGURÐSSON frá Möðruvöllum. VELVAKAJVDl Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kynningii ábótavant EG vil vekja athygli á því að síðastliðið laugardags- kvöld var sýnd í sjónvarp- inu norsk sjónvarpsmynd þar sem þrir íslendingar áttu m.a. þátt í gerð myndarinnar. Það voru þau Karl Júlíusson, sem sá um leikmyndagerð, ásamt Skúla Magnússyni og Guðrúnu Benónýsdótt- ur. Sjónvarpið var ekki með kynningu um þessa mynd og nefndi hvergi að að þessari mynd stæðu þessir íslendingar. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að Islendingar kæmu að gerð svona góðrar myndar. Það hefði verið gaman að fá að vita meira um þetta fólk áður en myndin var sýnd og hefði sjónvarpið mátt vera betur vakandi. Sjónvarps-áhorfandi. Tiskublöð og snið ÁSA hafði samband við Velvakanda og sagðist hún vegna flutninga þurfa að losna við tískublöð og snið sem hún hefur safnað til margra ára, bæði ný og gömul. Þeir sem hefðu áhuga á að eignast þessi blöð og snið geta haft sam- band við Ásu í síma 567 5863. Dýrahald Ljósgrá kanína í óskilum í Langagerði LJÓSGRÁ kanína með brúnan blett á hnakkanum og hvítan dindil er í óskil- um í Langagerði 72. Þeir sem kannast við kanínuna hafi samband við Guð- mund í síma 581 4454 eða 695 2664. Konni er týndur SVARTUR, geltur högni, 8 ára með hvíta bringu, kvið og hvíta sokka á fót- um, hvarf að heiman frá sér í Hólahverfi í Breið- holtinu 27. júlí og hefur ekki komið heim síðan. Hann er eymamektur R3H069. Hann er forvitinn og gæti hafa leitað í bíl- skúra eða kjallara og jafn- vel farið langt að heiman en hann átti heima í mið- bænum fyrir tveimur ár- um. Þeir sem hafa orðið varir við kött sem þessi lýsing á við vinsamlega hringi í síma 587 7553 eða 894 1567. Fundarlaun. Steingrár kettlingur í óskilum 6 mánaða steingrár kett- lingur, afar blíður og gæf- ur, hefur verið í vanskilum við Ásholt við Laugaveg undanfarna daga. Þeir sem kannast við kisu hafi sam- band við Kattholt í síma 567 2909. Kettlingur í óskilum í Hveragerði LITILL kettlingar, svört og hvít læða, með svarta hálsól ómerkt ca tveggja til þriggja mánaða fannst fyrir utan Eden í Hvera- gerðmi sl. fóstudag. Þeir sem kannast við kisu hafi samband í síma 483 5116. Tapað/fundið Græn úlpa týndist við Langá ÞUNN græn úlpa með hvítu fóðri týndist nálægt Langá á Mýrum 5. ágúst sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 553 8607. Á Austurvelli. Morgunblaðið/Kristinn Víkverji skrifar... KJALVEGUR hefur lengstum ekki verið mjög fjölfarinn en umferð hefur þó farið vaxandi um hann ár frá ári þótt fjallvegur sé. Eftir að Seyðisá var brúuð árið 1994 jókst umferðin að mun enda má nú fara um Kjöl á fólksbíl. Vík- verji mælir hins vegar ekki með því að leggja þá raun á fólksbíla al- mennt. Skrifari er það gamall í hettunni að hann man Kjalveg án brúar yfir Sandá og Seyðisá og þegar farið var um þessar slóðir fyrir aðeins tveim til þremur ára- tugum var hending að mæta bíl. Hægt var að aka frá Bláfellshálsi og jafnvel allt norður að vegamót- unum að Kerlingarfjöllum án þess að sjá til ferða annarra. Ef einhver var á ferð var sjálfsagt að stöðva og skiptast á upplýsingum um veg- inn. Þetta er liðin tíð. Um síðustu helgi var umferðin slík að á fárra mínútna fresti mættu Víkverji og samferðarmenn bílum og oft vildi einhver komast framúr. Þá voru hestamenn á ferð og fólk á reið- hjólum. Þetta eru vinsælar slóðir enda stórkostleg fjallasýn á svo björtum degi sem síðasti laugar- dagur var. Vegagerðin telur öðru hverju umferð á hálendinu og þannig jókst umferð frá sumrinu 1990 úr 64 bíl- um á dag í 102 bíla fimm árum síð- ar. Þetta er mikil aukning og mun meiri en almenn umferðaraukning í vegakerfinu þennan tíma. Árið 1997 var mest umferð 190 bílar á dag norðarlega á Kjalvegi seint í júlí en sé umferðinni jafnað út er hún kringum 30 bflar á dag að meðaltali. Ekki er talið reglulega á hálendinu, heldur á nokkurra ára fresti og ræður fjárveiting tíðni talningarinnar. xxx UR því farið er að tala um akst- ur má minnast á þann hvim- leiða sið sumra ökumanna að gera enga tilraun til að hægja á sér þeg- ar þeir mæta bílum á malarvegum. Menn þekkja vitaskuld að sé haldið fullri ferð ausa bflar möl og grjóti yfir þann sem á móti kemur sé fæt- inum ekki sleppt af bensíngjöf rétt á meðan bílar mætast. Það á ekki síst við ef menn mætast í beygju þannig grjótkastið leitar enn frek- ar yfir á hinn vegarhelminginn. Víkverji varð nokkrum sinnum fyr- ir þessu á norðurhluta Kjalvegar þar sem vegurinn er vel uppbyggð- ur og leyfir ágætan hraða en það leysir ökumenn ekki undan þeirri skyldu að sýna þessa sjálfsögðu til- litssemi. Hitt er ruddaskapur. XXX ÍKISSJÓNVARPIÐ sýndi á þriðjudagskvöld í síðustu viku áhugaverða mynd um danska heimspekinginn Soren Kierke- gaard. Framlag Ríkissjónvarpsins til myndarinnar var íslenskur texti. Það vakti athygli kunningja Vík- verja að þýðanda Sjónvarpsins tókst ekki svo mikið sem einu sinni að stafsetja rétt í þýðingu sinni nafn hins danska heimspekings. Ávallt stóð Kirkegaard en ekki Kierkegaard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.