Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 29Á STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENNING OG METNAÐUR YFIRLEITT einkennist menningarlífíð hér af miklum metnaði. Flestar greinar menningarlífsins eru reknar af myndarbrag. Leikhússtarfsemi er afar fjölbreytt og stóru leikhúsin tvö halda uppi starfsemi sem stenzt mjög strangar kröfur auk þess, sem fjöldi sjálfstæðra leikhúsa og leikhópa hefur skotið upp kollinum. Nú þegar hefur verið byggt af stórhug yfír leikhúsin. íslenzka óperan hefur smátt og smátt verið að festa sig í sessi en á af skiljanlegum ástæðum nokk- uð í land. Tónlistarstarfsemi stendur með miklum blóma. Við eigum mikinn fjölda hæfra tónlistarmanna og það fjölgar stöðugt í hópi íslenzkra tónskálda. A hálfri öld hefur verið lagður traustur grunnur að tónlistarkennslu í landinu, sem áreiðan- lega er farinn að skila sér í grózkumiklu tónlistarlífi. í Kópa- vogi hefur verið byggður reisulegur tónlistarsalur, sem markar tímamót í aðstöðu til tónlistarflutnings á íslandi. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, hefur þokað málefn- um tónlistarhússins svo vel á veg á síðustu fjórum árum, að fyrirsjáanlegt er að húsið verður byggt og áreiðanlega ekki langt þangað til undirbúningur að því kemst verulega á skrið. Bókaútgáfan stendur nú á traustari grunni en oftast áður. Bækur eru gefnar út af meiri fagmennsku og bókaútgefend- ur hafa nýtt sér nýjustu markaðstækni til þess að koma bók- um á framfæri. Auk þess verður sífellt auðveldara fyrir ein- staka höfunda að koma verkum sínum á markað, bæði með ódýrari útgáfum, sem ný tækni gerir kleift, svo og á Netinu. Miðað við sumar aðrar listgreinar var byggt tiltölulega snemma yfír myndlistina. Það yoru ekki sízt hinir merku brautryðjendur í myndlist á Islandi sem urðu mönnum hvatning til þess að gera vel í þeim efnum. Þess vegna risu Kjarvalsstaðir fyrir nokkrum áratugum og vel hefur verið búið að Listasafni Islands. Þótt enn vanti tónlistarhús verð- ur ekki annað sagt en að grunnkerfí fyrir blómlegt menning- arlíf sé fyrir hendi. Hins vegar má spyrja, hvort okkur hafí tekizt að nýta þessar grunneiningar nægilega vel. Það er mismunandi eftir listgreinum en þeir eru áreiðanlega margir, sem hafa áhyggjur af stöðu myndlistar á Islandi um þessar mundir. Myndlistin hefur verið í öldudal um alllangt skeið a.m.k. að því leyti til, að verk myndlistarmanna seljast ekki jafn vel og áður. Það er ekki eins algengt og áður, að einstaklingar kaupi myndverk til þess að njóta þeirra á heimilum sínum. Ein af ástæðunum er vafalaust sú, að almenningur hefur gersamlega misst yfirsýn yfír það, sem er að gerast í mynd- list á íslandi, og skilur ekki þróun myndlistarinnar nema að takmörkuðu leyti. I Evrópu og Bandaríkjunum er efnt til viðamikilla mynd- listarsýninga á ári hverju, sem draga að sér milljónir manna og eru einn aðal þátturinn í menningarlífi ríkjanna beggja vegna Atlantshafsins. Þessar sýningar eru oft umdeildar en alltaf vel sóttar. Þær gera almenningi í þessum löndum kleift að hafa yfírsýn yfir það, sem er að gerast í þessari listgrein frá ári til árs. Það er íhugunarefni, hvort stóru sýningarsalirnir á borð við Kjarvalsstaði og Listasafn íslands, sem hafa gert margt vel á undanfömum árum, þurfí að ráðast í miklu stórtækari verkefni sem í íslenzku samhengi jafnast á við það, sem gert er í Evrópu og Ameríku og stuðlar að því, að almenningur hér hafí möguleika á að fylgjast með þróun myndlistarinnar á íslandi. Til þess að standa fyrir slíkum stórsýningum þarf vafalaust mikla fjármuni og umtalsverða rannsóknarstarf- semi en slíkar sýningar myndu áreiðanlega verka eins og vítamínsprauta á myndlistarstarfsemina í iandinu og auka áhuga almennings á henni. Jafnframt er ekki ólíklegt, að sýningar af slíkri stærðargráðu myndu verða almenningi hvatning til þess að hefja á ný kaup á myndverkum, en slík kaup einstaklinga voru um langt árabil undirstaða metnaðar- fullrar myndlistar, sem sótti sköpunarkraft sinn í íslenzka náttúru og íslenzkt umhverfí. Menningarhúsin, sem þjóðin hefur byggt á rúmlega hálfri öld, eru forsenda þess, að við getum haldið uppi menningar- lífí af metnaði. En það má vel vera, að nú sé tímabært að auka verulega fjárframlög til þess að gefa starfsemi þeirra ríkulegra innihald. Þá fjármuni þarf menningarstarfsemin ekki einungis að sækja til ríkisins og annarra opinberra að- ila. Um allan hinn vestræna heim sjá fyrirtæki sér hag í því að leggja fram fjármuni til menningarstarfsemi. Athyglis- vert er hvað framsækin fyrirtæki á borð við Eimskipafélagið og íslandsbanka hafa lagt mikla áherzlu á að leggja fram fé til menningarmála. Slíkt framtak af hálfu íslenzkra fyrir- tækja þarf að stórauka á næstu árum. Umboðsmenn almennings hafa sterka stöðu á Norðurlöndunum MISJAFNT er hve sterk staða umboðsmanns neytenda er á Norðurlöndunum. c Mál, sem danski umboðsmaðurinn athugaði að eigin frumkvæði Má opinber starfsmaður gagnrýna yfirboðara sína? VENJULEGA er forsenda eigin úttekta danska umboðsmannsins að með þeim megi skilgreina betur hvað sé heppileg embætt- isfærsla og hvað ekki. Dæmi um þetta er mál, sem snerist um málfrelsi embættismanns, en mál af því tagi koma fram í vaxandi mæli. Á embættismaður að taka tillit til yfirmanna sinna eða al- mennaheilla? Yfírlæknir á sjúkrahúsi á Jót- landi hafði lagt fram mat á að- stæðum á sjúkrahúsinu, þar sem hann vann. Bæjarstjórn hafði í huga að láta færa mikilvæga deild af sjúkrahúsinu á annað sjúkrahús í nágrannabænum. Læknirinn áleit sem svo að flutn- ingurinn væri ekki í samræmi við lög og lét þessa skoðun sína í ljós á fundi, sem sagt var frá í bæjarblaðinu næsta dag. Á fund- inum var líka yfírmaður heil- brigðisnefndar bæjarins, en hann hafði þegar sætt mikilli gagnrýni sökum væntanlegs flutnings. Honum féll því illa í geð sjónarmið læknisins og að hann skyldi lýsa þeim opinber- lega. Daginn eftir var læknirinn kallaður fyrir bæjarstjórnina, þar sem hann fékk að heyra að hann hefði brugðist trúnaðar- trausti. Ekki væri hægt að bera traust til manns, sem kæmi stjórnmálamönnum staðarins í svo óþægilega stöðu á fundi, sem greint væri frá opinberlega. Skömmu seinna var umboðs- maðurinn þarna á ferð, heyrði þá af þessu máli og ákvað að gaumgæfa það. Niðurstaða hans var að læknir- inn hefði verið í fullum rétti að lýsa skoðun sinni. Stjórnmála- mennirnir hefðu ekki haft for- sendur fyrir að ávíta hann, held- ur væri hann verndaður af regl- um um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Skýrsla umboðsmanns upp á 130 bls. hefur síðan orðið mikil- væg viðmiðun í málum og um- ræðum um málfrelsi opinberra starfsmanna. Umboðsmaður þingsins tengilið- ur borgaranna Upphafleg forsenda embættis umboðsmanns á miðri öldinni var að í æ flóknara þjóðfélagi væri hann nauðsynlegur tengilið- ur hins opinbera og borgaranna, segir Sigrún Daviðsdóttir. Sú forsenda á enn við. ORÐIÐ „umboðsmaður" í norrænni útgáfu sinni, „ombudsman", er líklega eina norræna stjómsýslu- orðið, sem náð hefur fótfestu í er- lendum málum eins og ensku, frönsku og spænsku. Orðið hefur fylgt hugmyndinni um að eðlilegt væri að borgaramir ættu aðgang að hlutlausum aðila, sem gæti gætt réttarstöðu þeirra. Á Norðurlöndunum er staða umboðs- manns alls staðar mikil virðingar- staða og orð hans bergmála iðulega í fjölmiðlum, þegar hann gagnrýnir stjórnvöld. Orðið á rætur að rekja til miðalda, þar umboðsmaðurinn var konung- legur embættismaður, fulltrúi kon- ungs er flutti tilskipanir hans um landsins breiðu byggð. En það var ekki fyrr en eftir stríð að embættið snerist við, þannig að umboðsmaður er í raun málsvari borgaranna, ekki yfírvalda. Þegar lögin um danska umboðs- manninn vom samþykkt 1953 var hugmyndin sú að embættið yrði sem minnst njörvað niður af lögum og reglum, heldur ætti það að vera sem sveigjanlegast svo það gæti breyst í takt við samfélagið. Þróunin hefur einmitt orðið sú að starfsemin hefur breyst. Það var til dæmis afgerandi breyting á embættinu þegar ákveðið var að umboðsmaðurinn gæti sjálfur tekið upp mál til athugunar. Virðing embættisins skiptir miklu máli Mikilvægt einkenni embættisins er að umboðsmaðurinn hefur ekki dómsvald að styðja sig við, heldur hefur það þunga sinn úr þeirri virð- ingu er embættinu fylgir. Því skiptir máli að þeir einstaklingar, sem til- nefndir eru, séu hafnir yfir öll hags- munatengsl á einn eða annan veg, en einnig að þingið sé tilbúið að fylgja orðum hans. Þegar skipan umboðs- manns var rædd í danska þinginu 1953 sagði einn ráðherranna að við- komandi þyrfti að hafa til að bera þunga, sem fínna mætti fyrir, þó hann hefði ekki formleg völd og það hefur alla tíð átt við. Slíkir menn hafa gjarnan valist til starfans og það hefur án efa átt sinn þátt í að á Norðurlöndum fara þingin næstum í einu og öllu að tilmælum hans og ábendingum. Undanfarna áratugi hafa ýmsir sérumboðsmenn verið skipaðir fyrir ákveðna málaflokka eins og neytend- ur, fjölmiðla, jafnrétti og börn. Þá er um að ræða umboðsmenn, sem gæta hagsmuna borgaranna á þeim svið- um, sem heitin segja til um. Einnig hafa ýmis bæjarfélög komið upp embættum, sem líkja má við um- boðsmannsembættið, en sem snúa þá eingöngu að tilteknu bæjarfélagi. Evrópusambandið, ESB, hefur tekið hina norrænu hefð sér til fyrirmynd- ar og skipað umboðsmann, en enn sem komið er kveður lítið að honum miðað við umbættismenn einstakra landa. Þau eru af ýmsu tagi málin, sem umboðsmenn þinganna láta til sín taka. í ljósi þess hve fjölmiðlar sækja hart að fá upplýsingar frá embættis- mannakerfinu snúast ýmis áhuga- verð mál einmitt um hversu langt embættismenn megi ganga í að láta slíkar upplýsingar af hendi og hvern- ig málfrelsi þeirra sé háttað. Framlengdur armur réttarkerfísins Eins og víðar var sambandi borg- aranna og hins opinbera eftir stríð á Norðurlöndum fyrst og fremst upp stýrt af lögum, er sett voru í þinginu. Það ferli varð þó æ hægara um leið og þjóðfélagið gerðist flóknara og jafnframt varð þingið að láta emb- ættismannakerfinu eftir fleiri og fleiri ákvarðanir. Um leið varð bæði erfitt fyrir borgarana að hafa yfirsýn yfir rétt sinn gagnvart yfirvöldum og standa á honum, svo þörf þótti á að koma upp embætti, þar sem hags- muna borgaranna væri gætt, þegar þeir væru í vafa um hvort brotið væri á þeim eða ekki. I Danmörku var bent á að umboðsmaður ætti að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Starfsvið umboðsmannanna er ögn misjafnt, þó megin hugmyndin sé alls staðar sú sama. í Svíþjóð fer umboðsmaður þingsins, ,justiti- eombudsman" með hluta af eftirlits- hlutverki þingsins, hefur réttarfars- legt eftiriit með embættum ríkis og bæjarfélaga, en einnig með dómstól- unum. Eftirlitið felst í hvort og hvernig lögum sé framfylgt. í Danmörku var frá upphafi tekið fram að hlutverk umboðsmannsins væri að sjá til þess að mál gengju réttan gang innan kerfisins. Hlut- verk hans er að sjá til þess að gild- andi lög og reglur séu ekki brotnar eða sniðgengnar. Umboðsmanninum er ætlað að vera tengiliður þingsins, embættismanna og almennings, en hvorki danski né norski umboðsmað- urinn taka fyrir mál er varða dóm- stóla. Hlutverk embættismanns í Noregi er hliðstætt. Einnig þar var frá upp- hafi tekin sú stefna að leggja emb- ættið undir þingið, en ekki undir ráðuneytin eins og ríkisstjórnin lagði til á sínum tíma. Þar með var lögð áhersla á sjálfstæða stöðu umboðs- mannsins gagnvart ríkiskerfinu, þar sem það er þingið er velur hann líkt og gerist annars staðar. Það var sammerkt norrænum lög- um um umboðsmann að þjóðþingin höfðu ekki áhuga á að koma upp stofnun er hefði bein áhrif á störf þingsins. Slíkt stangaðist að hluta á við hugmyndina um að þingið væri þjóðkjörið og endurspeglaði því vilja fólksins, en það ætti ekki við um aðra stofnun. Niðurstaðan varð því form- lega veik stofnun, sem hefur öðlast styrk sinn á annan hátt en gerist um flestar aðrar stofnanir. Ábendingar, sem teknar eru alvarlega Nútíma þjóðfélag virðist stöðugt verða bundnara af lögum og tilskip- unum og kröfur vaxa um æ nákvæm- ari og smásmyglislegri lagasetningu. Starfsaðferðir umboðsmannsins ganga þó að ýmsu leyti á skjön við þessa tÖhneigingu, því umsagnir hans eru ekki bindandi. Hann kemur með umsagnir í einstökum málum, sem til hans er beint, ábendingar um úrbæt- ur og áminningar til embættismanna. Umboðsmenn hafa almennt ekki vald til að breyta dómum eða lögum. Danski umboðsmaðurinn hefur vald til að taka mál upp sjálfur til at- hugunar, en þarf ekki að bíða eftir að leitað sé til hans með einstök úr- skurðarmál. Þessi möguleiki er oft til- efni fjölmiðlafrétta í Danmörku, því það vekur einfaldlega mikla athygli þegar umboðsmaðurinn birtir skýrslu um eitthvað, sem betur mætti fara. í slíkum tilvikum getur umboðsmaður- inn athugað mál, sem varða einstak- linga, en oftar er um að ræða mál er varða almenn atriði eins og til dæmis málfrelsi embættismanna. Umboðsmaður: Sérstakt embætti eða dreift eftirlit? Að Noregi undanteknum hafa um- boðsmannsembættin í Danmörku, Finnlandi og Noregi hafist sem breið embætti er vörðuðu samband borg- aranna og hins opinbera. í Noregi var upphafíð hins vegar umboðsmað- ur hersins, þar sem brýnt þótti að tryggja að vel færi um þá, sem kall- aðir voru til að gegna herskyldu og að einhver aðili væri til staðar að greiða úr ágreiningi er gæti komið upp varðandi herinn. Því embætti var komið á 1952, en það var ekki fyrr en 1962 að samþykkt voru lög um umboðsmann þingsins. Þegar talað er um umboðsmann er venjulega átt við umboðsmann þings- ins, sem er tengiliður borgaranna og hins opinbera. A þeim árum, sem lið- in eru síðan því embætti var komið á á Norðurlöndunum hafa síðan verið sett upp embætti umboðsmanna er sjá um einstök afmörkuð starfsvið. Þessir umboðsmenn hafa mikil- vægu hlutverki að gegna sem varð- hundar borgaranna, en eru oftast starfsmenn opinberra stofnana er starfa á viðkomandi sviði. Neyt- endaumboðsmaður starfar til dæm- is á vegum opinberra neytenda- stofnana og jafnréttisumboðsmaður á vegum jafnréttisstofnunar. Umboðsmaður neytenda áhrifamikill í Danmörku í Danmörku er auk umboðs- manns þingsins neytendaumboðs- maður. Sá umboðsmaður sinnir kærum varðandi hvers lags kaup og sölu og önnur málefni er varða neytendur. Fréttir um úrskurð hans og eftirlit eru fastur liður í dönskum fjölmiðlum og til dæmis birtir neytendablað Berlingske Tidende reglulega eina grein um eitthvert mál, sem komið hefur til kasta neytendaumboðsmannsins. Þar sem embættið er þekkt eru áhrif þess mikil og fæst fyrirtæki eru hrifin af því að fá úrskurð gegn sér þaðan. í Finnlandi hefur umboðsmaður þingsins með sér tvo aðstoðarum- boðsmenn. Þessir þrír skipta með sér verksviðum. Auk þess er um- boðsmaður um jafnréttismál, um neytendamál og um mál er varða upplýsingatækni. Síðastnefndi um- boðsmaðurinn lætur sig varða bæði þróun upplýsingatækni og mál er varða réttaröryggi á Netinu. í Finnlandi hefur verið rætt um að koma á fót fjölmiðlaumboðsmanni til að gæta hagsmuna borgaranna gagnvart fjölmiðlum, til dæms um aðgangsharða blaðamennsku. Einnig hefur verið rætt um að koma á fót embætti umboðsmanns barna. í Noregi eru fjórir umboðsmenn auk umboðsmanns hersins og þingsins. Þar starfar umboðsmaður um þegnskylduvinnu, umboðsmað- ur neytenda, umboðsmaður jafn- réttismála og umboðsmaður bama. í Svíþjóð eru einn aðalumboðsmað- ur þingsins og þrír umboðsmenn, sem skipta með sér verkum líkt og í Dæmi um danskt umboðs- mannsmál JENS Frandsen og kona hans voru eftirlaunaþegar, sem bjuggu á lítill jörð með tilheyr- andi strandsvæði. Þau stunduðu dálitla ræktun og höfðu sjö hæn- ur. Haustið 1990 brann hlaða og útihús, sem síðan var endurbyggt af verktaka í nágrenninu. Þegar Frandsen fékk reikninginn neit- aði hann að greiða hann að fullu, þar sem vinnan hefði verið illa af hendi Ieyst og verðið væri of hátt. Deilan stöð um rúmar 500 þúsund íslenskar krönur, sem fyrirtækið stefndi Frandsen fyr- ir. Lögfræðingur hans sótti um að málskostnaður hans félli niður, svo hann þyrfti ekki að bera þann kostnað f ofanálag, en nið- urfellingu málskostnaðar er hægt að fá ef ákæran er ómakleg og viðkomandi er tekjulítill. Um- sókn hans var hafnað þar sem hann stundaði rekstur. Frandsen kærði til umboðsmannsins, því það gæti ekki talist rekstur þó hann byggi á Iandbúnaðarjörð og ætti hænur. Hann byggi aðeins þarna og jörðin skilaði stundum hagnaði en stundum tapi. Eftir að hafa gaumgæft málið skoraði umboðsmaðurinn á yfír- völd að endurskoða höfnun máls- kostnaðar og tók undir sjónarmið Frandsens og konu hans að þau væru eftirlaunaþegar, en stæðu ekki í rekstri. Yfirvöld endur- skoðuðu ákvörðun sína og Frand- sen fékk niðurfellingu málskostn- aðar. Finnlandi. Auk þeirra eru fimm um- boðsmenn fyrir neytendur, jafnrétti, börn, fatlaða og umboðsmaður er hefur augun á hvers kyns mismunun. Auk þess hafa samtök sænskra blaðaútgefenda umboðsmann er snýr að fjölmiðlum, en hér er um að ræða einkaframtak þeirra, ekki opinbert framtak. Sá umboðsmaður lætur töluvert að sér kveða í opinberri um- ræðu og fjölmiðlar taka mark á úr- skurði hans, enda er skilningur blaðaútgefenda sá að sinni þeir ekki þessum málum verði settur opinber umboðsmaður um fjölmiðla. Fyrir sænska þinginu liggur nú tillaga Umhverfisflokksins um umboðs-'f mann um mannréttindamál. Eðlilegur hornsteinn lýðræðisþjóðfélags Eins og sjá má er umboðsmaður þingsins grundvallaratriði í umboðs- mannakerfinu, en síðan hafa með tímanum bæst við aðrir umboðs- menn á einstökum sérsviðum. Eftir tæplega hálfrar aldar reynslu af þessu fyi-irkomulagi er óhætt að segja að embætti umboðsmanns þingsins hafí áunnið sér sess í vitund Norðurlandaþjóðanna fjögurra. Eins og sjá má hafa löndin haft misjafnan háttinn á hvernig umboðs- mannakerfið hefur verið þróað. Danmörku hefur verið haldið fast í að halda sem flestu undir umboðs- manni þingsins, utan hvað neytend- ur eiga sér sinn sérstaka umboðs- mann. Það er að ýmsu leyti eðlileg skipting, þar sem til kasta neytenda- umboðsmannsins koma iðulega mál er varða einkafyrirtæki, ekki hið op- inbera. Þegar Helga Pedersen dómsmála- ráðherra mælti fyrir upphaflega frumvarpinu um umboðsmann 1953 sagði hún að þó frumvarpið væri stutt og skýrt yrðu menn að gera sér grein fyrir að það ætti eftir að hafa*~ víðtækar afleiðingar, ekki aðeins fyrir þá embættismenn, sem frum- varpið tæki til, heldur einnig fyrir vald laganna í þjóðfélaginu. Með tímanum hefur komið í ljós að með embætti umboðsmanns hefur einmitt verið skapað áhrifamikið stjórntæki, sem hefur reynst mikil-^ vægt í þágu borgaranna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.