Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 50
J50 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Forvitnilegar bækur NY BOK UM LEYNDA HÆFILEIKA KATTA Hamast að bleiknefjum Die Nigger Die! eftir H. Rap Brown, sem heitir nú Jamil Abdullah Al-Amin. The Dial Press gaf út í New York 1969. 145 síður með myndum. Á sjöunda áratugnum var mikil ólga í bandarísku þjóðfélagi, þar sem tókust á ungmenni sem vildu róttæk- ar breytingar á þjóðfélaginu og á sama tíma börðust blökkumenn við yfirvöld til að knýja fram nýtt þjóð- félag þar sem litir nytu sömu rétt- inda og hvítir. Námsmenn létu sér almennt nægja að fara í mótmæla- göngur og leggja undir sig skóla og skrifstofur, en blökkumenn töldu margir sig vera í stríði við hvíta Bandaríkjamenn og gripu til vopna. Meðal helstu leiðtoga róttækra bandarískra blökkumanna á þeim tíma var H. Rap Brown, skarp- greindur, rökfastur og hávær, sann- færður um að engin leið væri að breyta þjóðfélaginu; það þyrfti að bylta því. I Die Nigger Die! rekur Brown pólitískan þroskaferil sinn samhliða því sem hann lýsir því hvernig málum sé háttað í Banda- ríkjunum, þjóðfélagi sem reist sé á misrétti og ekki sé hægt að breyta nema með hörku. Hann var snemma meðvitaður um bága stöðu litra vest- an hafs og brást líka snemma við, var ódæll í skóla og vakti litla hrifn- ingu kennara þegar hann krafði svara um kynþáttafordóma Shake- speares sem hafi að auki verið hommi. (Brown segist reyndar ekki hafa lesið nema Óþelló og ljóð Shakespeares, en hefði að ósekju mátt lesa meira, því hefði hann lesið Júlíus Sesar, hefði hann kannski átt- að sig á þversögninni í að vera bar- áttumaður fyrir auknum mannrétt- indum litra og fyrirlíta homma.) Stfilinn á bókinni er eins og klippi- mynd, Brown veður úr einu í annað, óðamála og æstur. Frásagnir hans af uppeldi sínu gefa reyndar miklu skýrari mynd af kúgun og fordómum en pólitísk soðgrýlan sem nær yfir- höndinni hvað eftir annað. Brown var á sínum tíma eftirlýstur af bandarísku alríkislögreglunni og komst á lista yfir 10 hættuleg- j^. ustu glæpamenn Bandaríkj- B anna. Hann sat inni drjúg- an tíma fyrir vopnað iSfcfc,, rán og tók þá islamstrú, kastaði nafninu H. Rap Brown og ' heitir upp frá því Jamil Abdullah Al-Amin. Þegar hann losnaði úr fangelsi dró hann sig í hlé, fluttist til Atlanta, opnaði raat- vörubúð og helgaði sig trúnni. í bók Al-Amins/Browns kemur fram að samtök blökkumanna voru máttlaus vegna innri deilna og óskipulags, og sívaxandi atvinnuleysi og kúgun gerði unga blökkumenn vonlitla um framtíðina. Ekki var minna um innbyrðis átök blökku- manna en glímu við hvíta kúgara, því verstu kveðjurnar fá þeir blökku- menn sem tekið hafa þátt í heimi bleiknefjanna, komist áfram á þeirra forsendum að mati Browns og þannig svikið uppruna sinn. Árni Matthíasson „AF hveiju ertu með yfírvara- skegg?“ spyr Halman. „Til þess að vekja ekki eftirtekt,“ svarar Dalí. Odauðlegt skegg Dali’s Mustache eftir Salvador Dali og Philippe Halsman. 128 síður. Flammarian í París gefur út og kom bókin fyrst út árið 1954. Kost- aði rúmar þúsund krónur á Dali- safninu í Sagre Coeur í París. MEÐ fráfalli Vilhjálms keisara, Hitlers, Stalíns og Chaplins virtist blaðaljósmyndaranum Philippe Halman sem skeið stórbrotinna yfir- varaskeggja hefði liðið undir lok. Þá tók hann eftir því að skegg Salvadors Dalís náði skyndilega upp í augabrýr og „þessi merki listmál- ari var orðinn mikilfenglegasta yfir- varaskegg samtímans." Halman var ekki aðeins virtur Ijós- myndari tímaritsins Life heldur einn gii frumkvöðlum ljósmynd- unar sem listforms. Hann leitaði til Dalís og spurði hvort hann væri fús til samstarfs um útgáfu á ljós- myndaviðtali sem snerist tun skeggið á honum. Afraksturinn var bók á léttum nótum Skegg Dalís og þriggja áratuga sam- starf sem lýsti sér þannig að Halman festi á filmu hin- ar ótrúlegustu hugdettur Dah's. Og hvílíkt skegg! Ekki er HÖFUNDAR bókarinnar segja að börn séu oft fljótari að koma sér upp dansandi ketti en hinir fullorðnu. Dansandi kettir „HVAÐ sérðu við Monu Lisu?“ spyr Halman. „Óvið- jafnanlega feg- urð,“ svarar Dalí. KETTIR eiga greinilega hug og hjarta höfunda bókarinnar Dansað við ketti, þeirra Burton Silver og Heather Busch, því áður hafa þau gefíð út bókina Hvers vegna kettir mála þar sem listhneigð katta er rakin í máli og myndum. í inngangi bókarinnar sem kom út á árinu hjá Chronicle Books í Kaliforníu segja þau að líklega muni það seint verða ljóst hvers vegna kettir dansi við menn, en kettir hafi níu líf, fjórar loppur og kunni allar bestu að furða þótt Halman hafi heillast. Það tekur á sig ótrúlegustu form, smeygir sér í gegnum svissneskan j)st, myndar dollaramerki og leggur *ipp í orrustu. „Fjölmargir banda- rískir ferðamenn heimsóttu mig í sumar á Spáni,“ er haft eftir Dalí í eftirmála Halmans. „Langaði þá tii að skoða málverkin? Alls ekki! Þeir voru aðeins áhugasamir um yfirvara- skeggið. Almenningur þarfnast ekki betri málverka. Hann þarfnast betra yfirvaraskeggs." Hvflíkur maður; hvflíkt skegg! „Súrrealismi er ég sjálfur," segir Dali á öðrum stað þar sem hann lek- ur af grein á ljósmynd Philippe Halmans; hreint ótrúlegt hugarflug og margra sólarhringa vinna liggur að baki þessari einu mynd sem lítur út eins og málverk og var hafnað í annál tímarits vegna þess að ritstjór- :ínn hreinlega trúði ekki að um ljós- mynd væri að ræða. „Þegar ég var þriggja ára vildi ég verða kokkur," segir Dalí í formálanum. „Þegar ég var sex ára vildi ég verða Napóleon. Síðan þá hefur metnaður minn aðeins vaxið.“ Þannig er skeggið samferða Dalí og lesandanum um lífið; tákn- rænt fyrir helstu þrár og leyndar- dóma listmálarans hugmyndaríka. Dalí langaði t.d. að h'ta út eins og Móna Lísa. ,AUt í lagi, þá set ég skegg á andlit Mónu Lísu,“ sagði Halman. „Það er vandamálið," svar- T^ði Dalí. „Marcel Duchamp hefur *egar valdið hneykslan með því að teikna skegg á Mónu Lísu. Þetta væri stuldur." „En ég læt hana einnig vera með stingandi augnaráð og stórar hendur. Hún verður að telja pen- inga.“ Ekki veit ég hvort Móna Lísa sneri sér við í gröfinni en víst er að undarlegur draumur Dalís rættist; og brosið fær nýja merkingu... Pétur Blöndal hreyfíngarnar. Þau telja að einhver orka leysist úr læðingi og sérstakt samband myndist milii mannsins og kattarins sem geri það að verkum að kötturinn hermi eftir hreyfingum mann- eskjunnar. Fullyrt er að orku- sviðin renni saman og í dansin- um verði maður eitt með kett- inum. Hvernig á að hefja dansinn? Þau segja að margir sem hafí reynsluna af því að dansa við kettina sína upplifí að þeir “séu lifandi í fyrsta skipti” og kom- ist í afar jákvætt ástand sem varað getur í marga daga. Fyr- ir þá sem vilja prófa að dansa við kettina sína koma ráðlegg- ingar um að láta af efasemdum því kettir séu næmir á Tómas- inn í hverjum manni. Eins verði fólk að sleppa ímynd sinni lausri og fínna frelsið í hreyf- ingunum, verða eins og barn á ný, enda eigi börn oft mun auð- veldara með að koma sér upp dansfélaga af kattarkyni en hinir fullorðnu. Tvær aðferðir eru gefnar upp sem vænlegar til að hefja dansinn. Gott sé að halda á kettinum og hreyfa sig ljúflega eftir fallegri tónlist. Þegar kötturinn fer að mala er tími til að sefja kisu á gólfíð og hefja dansinn. Öðrum fínnst betra að undirbúa dans- inn með því að herma eftir öllum hreyfíngum kattarins til að samstilla strengina og áð- ur en fólk viti af sé það komið í dansandi fjör með kettinum. Tregur hann Tómas Af fjölmörgum myndum bók- arinnar má ráða að til séu katt- liðugir kettir sem dansi við eig- Kettir eru kynjadýr og það sést berlega þegar nýja bókin um hvernig dansa eigi við ketti er skoðuð. Dóra Osk Halldórsdóttir skoðaði bókina og reyndi að fá köttinn Tomma til að bregða undir sig betri loppunni. endur sína af miklu listfengi og af svipbrigðum eigendanna og kattanna má lesa að dansinn sé hin mesta skemmtun. Þegar reynt var að fá heimilisköttinn Tómas til að taka sporið var ár- angurinn ekki eins góður. Jú, það gekk vel að dansa með hann í fanginu við ljúfa tóna en um leið og malið hófst og hann var settur á gólfíð gerðist lít- ið annað en að hann leit upp á eigandann með undrun í svipnum og gekk svo bara í burtu hneykslaður á því að hafa ekki fengið sjálfur að ráða hvenær sam- neytinu við eig- andann væri lokið. Ekki tókst betur til þegar reynt var að herma eftir Tómasi og eftir að hafa legið lon og don í sófanum á móti honum dágóða stund gafst eigandinn upp við að sleikja á sér tærnar og nudda á sér gagnaugun. Kannski hefði þol- inmæðin unnið hér einhverjar þrautir en því miður var henni ekki til að dreifa. Alltaf í boltanum Hvort misheppnaðar tilraun- ir til að tæla Tómas í dans segi meira um yfirborðslegt sam- band eiganda og kattar heldur en danshæfíleika Tómasar skal ósagt látið og eflaust geta katt- areigendur landsins gert til- raunir með sína ketti og séð hvort stofugólfið geti breyst í iðandi dansgólf þar sem teg- undirnar mætast. En Tómasi er þó ekki alls varnað þegar kem- ur að hæfíleikum tengdum mannfólkinu því hann er af- spyrnu góður markmaður. Þegar kastað er til hans bolta eða litlu armbandi sem er í miklu uppáhaldi hjá honum stekkur hann upp og grípur eins og hann hafí verið í stífri einkaþjálfun hjá danska mark- manninum Peter Schmeichel sem nýverið hætti í Manchest- er United. Hæfileikar Tómasar í marki eru því- líkir að það má með ólíkindum telja að ekki skuli hafa verið haft sam- ) band við RALPH dansar við köttinn sinn Petipa sem er örugglega ekki jafngóð- ur í marki og Tómas þótt hann geti tekið cha cha spor af , leikni. J ein- hveiju dugmiklu kattaliði í boltanum. Ef einhver annmarki er á frammistöð- unni er það helst að Tómas á það til að yfírgefa leiksvæðið áður en leikurinn er búinn. Félagsþroskinn er nú ekki meiri en það. En hefur líka ekki alltaf verið sagt að kötturinn fari sínar eig- in leiðir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.