Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 27 I beinni útsendingu Reporting Live nefnist nýútkomin bók eftir bandarísku fréttakonuna Leslie Stahl sem Islendingar þekkja best úr sjónvarpsþáttunum „60 Minutes“. Elín Pálmadóttir segir frá bókinni sem fjallar um 25 ára störf Stahl hjá CBS-s.jónvarpsstöðinni. VARLA fer á milli mála að sjón- varpsrisarnir hafa á undanförnum árum og áratugum haft meiri áhrif á heimsmálin og lifnaðarhætti um veröld víða en fólk gerir sér grein fyrir. Þessvegna er fengur að geta skyggnst þar ofurlítið bak við tjöld- in. Þegar bandaríska fréttakonan Leslie Stahl, sem Islendingar þekkja nú best úr þáttunum „60 Minutes", tjáði undirrituðum blaða- manni í Chicago í vor að út væri komin bók hennar „Reporting Live“ lá beint við að panta hana og lesa. Þessi bók, sem er starfs- og ævi- saga hennar, gefur á margan hátt innsýn í þennan dulda heim bak við tjöldin, þó þegnar hans séu meira í sviðsljósinu en nokkrir aðrir. Leslie Stahl hefur verið einn að- alfréttaritari CBS, einnar stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna, í yfir 25 ár, þar sem hún m.a. hafði á sinni könnu Hvíta húsið og þrjá for- seta, Carter, Reagan og Bush, kosningu þeirra og störf. Hún segir á einum stað: „Ég fór að gera mér grein fyrir því að gallar á persónu- leika forseta geta haft allt eins mikil áhrif á söguna og hugsjónir þeirra“. Hún gefur mynd af þessum forset- um, konum þeirra og ýmsum fræg- um gestum sem hún hafði í þáttum sínum „Face the Nation" frá 1983- 1991. Hún fylgdist með samsæris- bruggaranum Nixon, sá forsetatíð predikarans Carters fjara út, ris, fall og aftm- upprisu Ronalds Reag- ans og hversdagslega forsetatíð Bush. Með því að segja einfaldlega frá því hvemig þetta fólk kom henni fyrir sjónir í daglegri umgengni, því hún fylgdi því á kosningaferðalög- um, í starfi og starfslokum, fær maður vissa mynd. Furðar sig m.a. á því hvemig svo valdamiklir menn á alþjóðavettvangi veljast til starfa. Líka á konum þehra, Rosalynn, Nancy og Barböm. Watergate bjargaði henni Leslie var orðin þrítug þegar henni skaut inn í þennan karlaheim fréttastofunnar við hlið frétta- manna CBS, þar sem Walter Crokite var fremstur meðal jafn- ingja og tilkynnti eftir 19 ára feril að nú mundi Dan Rather hlaupa í skarðið fyrir hann næstu árin, sem hann gerir enn, eins og sjá má á kvöldfréttum CBS gegn um Sky. Þarna vom líka stórfréttamenn, sem áttu eftir að verða samstarfs- menn hennar undanfarin 8 ár í þátt- unum „60 Minutes“, þeir Mike Wallace og Ed Bradley. Það var í rauninni fyrir tilviljun eða heppni að hún, konan, fékk að stinga tánum inn fyrir í þennan karlaheim og ekki síður að hún komst lengra en að vera „sæta ljóskan", sem varla fékk að koma fram á skerminn sem full- gildur fréttamaður, þótt hún mætti slíta sér út í fréttaöflun. Maður skynjar eins og alls staðar þennan ósýnilega glervegg sem konur mæta á vinnustöðum, ekkert síður frægar konur,. Allt þar til Leslie kemur á „60 minutes" með gömlu körlunum, þar sem kyn og aldur skipta ekki máli, aðeins hæfni og kunnátta. Um það leyti, eftir 1970, þegar frægasta fréttakona banda- ríska sjónvarpsins, Barbara Walt- ers, var keypt yfir á ABC skrifaði Time að eftir margra ára „annars flokks stöðu“ sé fréttakonum eins og henni, Connie Chung og Leslie Stahl ekki eingöngu vísað í „mjúku fréttamálin og greinaflokka", enda því verið trúað að karlmenn einir gætu haft þann mektarsvip, sem gerði fréttirnar trúverðugar." Leslie slapp þarna fyrst inn eftir að jafnréttislögin til vinnu frá 1972 gengu í gildi og stöðvarnar töldu óhjákvæmilegt að mæta aðfinnslum með að ráða einn svertingja og eina konu. Sjálf hét hún því að aldrei nokkru sinni mundi hún kenna kynjamismunun um. En eftir að „ljóshærða blondínan" hafði barist sem aðstoðarmaður þeirra sýnilegu og unnið eins og skepna, rak Wa- tergatemálið á hennar fjörur. Þetta innbrot í Watergate bygginguna var flokkað sem smáinnbrot og Leslie send á vettvang. Og það var hún sem þekkti innbrotsþjófana sem CIA menn og náði af þeim myndum. Þessu Nixon-máli, sem breytti blaðamennsku til frambúð- ar, fylgdi hún til enda og hugsaði ekki um annað í tvö ár. Hún var ekki lengur bara „bakrödd" í frétt- unum. En í gegnum frásögn af at- burðum og eins og þeir gengu fyrir sig, skilur maður hvemig er að komast og halda sér á toppnum í þeirrari ormagryfju, ekki aðeins yf- ir konur heldur líka fyrir karlana. Og sá óaðlaðandi sannleikur verður skýrari að baráttan um fréttirnar hafi smám saman beinst á stóru sjónvarpstöðvunum meira að því að fréttamaðurinn geti haldið sér í sviðsljósinu en fréttaflutningnum sjálfum. Þar verða áherslur þessar- ar hörku fréttakonu líka eins og allra hinna. Og það opnar augu les- andans sem hins græneygða áhorf- anda. Saga hennar fjallar einmitt mikið, of mikið, um hennar eigin frama. Þrátt fyrir annirnar giftist Leslie Texasbúanum Aaron Latham, blaðamanni hjá NY Magazine, sem gekk út þegar Rubert Murdock LESLIE Stahl var fréttamaður á leiðtogafundinum í Reykjavík þar sem George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var með Ronald Reagan forseta. Hún segir frá fundinum í bókinni Reporting Live. eignaðist blaðið og var meira og minna lausamaður á ýmsum blöðum síðan. Og hún leyfði sér á síðustu stundu að eignast dótturina Leslie, sem talið var að mundi hindra upp- gang fréttakvenna á toppnum. Forsetafundur á íslandi Leslie Stahl var að sjálfsögðu á Islandi fyrir CBS á fundi Reagans og Gorbasjofs og segir stuttlega frá honum. Nancy Reagan hafði sagt fréttamönnum frá samkomulagi um að eiginkonurnar sætu heima. I Reykjavík baðaði Raisa Gorbasjof sig aftur á móti í athygli heimsins með að heimsækja skóla og sitja fyrir á myndum með forsætiráð- herranum, eins og frambjóðandi til embættis og sagði um Nancy að hún væri víst bara veik. Nancy varð fúl og kvaðst vera við hestaheilsu. „A sunnudegi daginn eftir dróst fundur forsetanna. Það var ekki fyrr en framlengdur fundur loks leystist upp að pressan áttaði sig á að hann var orðinn að stóráfalli. Svipurinn á Reagan forseta var fyrsta merkið um það. Hann gekk út við hlið Gorbasjofs, báðir harðir á svip og með herptar varir. Ég horfði á þá á sjónvarpsskerminum í bráðabirgða-útsendingarstúdíóinu, furðu lostin af tilfinningalegum hrá- slaga. Þarna var George Shultz næstum í tárum, uppmáluð mynd af brostnum vonum. Samningurinn hafði verið í burðarliðnum, næstum fullgerður, að þvi er hann sagði, nema hvað forsetinn vildi ekki slaka til um stjörnustríðsáætlunina og bætti við: Við erum djúpt vonsvikn- ir yfir þessum málalokum. Áætlunin bættist við þau meginatriði sem okkar annars liðlegi forseti vildi ekki gefa eftir. Þegar forsetinn ók í burtu í límosínunni var hann, að því er Don Regan sagði mér síðar „í djúpri örvæntingu, en við ákváðum að við yrðum að snúa við blaðinu." Innan klukkustundar var Reagan í sendiráði Bandaríkjanna í Reykja- vík, reytti af sér brandara og hélt því fram að fundurinn hefði verið árangursríkur: Fyrsti þátturinn í að endurskapa Reykjavíkurfundinn, eins og Ronald Reagan einum var lagið.“ Leslie Stahl dáist að forsetanum, sem í Washington fór beint í sjón- varpið með ræðu sem hann skrifaði að mestu sjálfur og vék uppkasti ræðuskrifara til hliðar. Þar sagði hann Bandaríkjamönnum að hann gæti ekki fengið sig til að skilja þá eftir óvarða. „Þegar ég sá afrit af handskrifaðri ræðunni, sló mig hve tær og skýr hann var. Hvernig gat maður samræmt þessa skýru hugs- un sljóleika hans við önnur tæki- færi? „Við erum ekki lengur að tala um afvopnun; við erum að tala um vopnaeftirlit; við erum að tala um að draga úr vopnabúnaði, jafnvel al- gera útrýmingu á skotflaugum af yfirborði jarðar.“ Viku síðar var Don Regan, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hjá mér á Face, „Mr. Reagan hefur sýnilega af vangá samþykkt á einhverju stigi um- ræðnanna að útrýma öllum kjama- vopnum beggja aðila“, sagði hann. „Það sem gerðist var að eftir að við lögðum lokatillögur okkar á borðið, sagði Gorbasjof: Af hverju skot- flaugar? Því ekki allt? Og forsetinn svaraði: „Jæja, ef það er það sem þú vilt tala um, þá er það í lagi.“ Á því stigi fóru þeir að tala um stjömuá- ætlunina og þurrka hana út, svo þeir komu aldrei aftur að þessu. Þetta kom bara snöggvast til tals, Nýr framkvæmdastjóri Reykjavíkur- akademíunnar KRISTRÚN Heimisdóttir, lögfræð- ingur, hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Reykjavíkurakadem- íunnar, félags sjálfstætt starfandi fræðimanna. Hún tekur við starfinu af Jóni Kaiii Helgasyni, bók- menntafræðingi, 1. september en hann hefur gegnt stöðunni í eitt ár. Kristrún hefur að undanfömu starfað hjá umboðsmanni Alþingis. Hún mun verða í hálfu starfi sem framkvæmdastjóri akademíunnar en einnig sinna fræðistörfum. Að sögn Sigurðar Gylfa Magnús- sonar hjá Reykjavíkurakademíunni hefur starfsemi hennar aukist tölu- vert á undanförnum misseram. Þeim sem leigja skrifstofuaðstöðu hjá félaginu hefur fjölgað verulega, era þeir nú um þrjátíu talsins og er stefnt að því að fjölga þeim í fjöra- tíu á næstunni. Sömuleiðis era ýmis verkefni í farvatninu, til dæmis end- urmenntunarnámskeið, náms- gagnagerð og margvíslegt samstarf fræðimanna af ýmsum sviðum. var ekki gert út um það.“ „Sumir segja: Guði sé lof að það féll niður, annars hefðum við verið á leið niður stíg sem hallaði hernaðarlega á okk- ur“ (segir spyrjandinn). „Bíðið við“. Augu hans skutu gneistum. „Við verðum ekki undir. Hlustið á mig andartak. Það sem gerðist er að við hefðum haft minnst tíu ár og líklega meira en það, til að byggja upp hefðbundinn vopnabúnað til að minnsta kosti jafns, sem er það sem við sækjumst eftir - Reagan er friðarins maður, hann vill sjá kjarn- orkuvopnalausan heim. Þó flestum gagnrýnendum þætti skelfilegt að Reagan skyldi hafna vopnaniðurskurðinum til að verja Stjömustríðsáætlunina, þá skelfdi það herinn að forsetinn hefði svo mikið sem látið sér detta í hug að þurrka út allar meðal- og skamm- drægar kjarnaflaugar, sem hefði hallað á NATO gagnvart hefð- bundnum vopnum Warsjárbanda- lagsins. John Poindexter var svo stórhneykslaður að hann reyndi að telja forsetanum trú um að hann hefði ekki gert þetta. Samkvæmt Jane Mayer og Doyle McManus í Landslide hafði Reagan svarað: „En John, ég samþykkti það“. „Nei, það hefurðu ekki getað gert“, hélt Poindexter áfram . „John“, sagði forsetinn.“Ég var þar og ég gerði það.“. Nokkrum mánuðum seinna kom Gorbasjof með tillögu um sama niðurskurð en án stjömustríðsáætl- unarinar. Það sem hafði litið út sem ófarir urðu í rauninni tímamót í samskiptum Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna. Reagan hafði náð tengslum við Gorbasjof sem leiddi að lokum til loka Kalda stríðsins, og sannaði enn einu sinni hvaða áhrif efnafræðilegir straumar milli kjarnapersóna geta haft á sögulega framvindu." Þannig leit leiðtoga- fundurinn út í augum þessarar reyndu fréttakonu, en hún nefnir ekki Reykjavík, fundurinn hefði allt eins getað verið í hvaða borg annarri sem er í heiminum. Slíkar bækur sem „I beinni út- sendingu" era á okkar dögum mjög upplýsandi um þennan stóra áhrifa- heim sjónvarpsins með illu og góðu. Bækur, sem fjalla um alþjóðlegan fréttaflutning og hvernig hann leiðir eða afvegaleiðir, velur og hafnar, era nú eðlilega mjög umtalaðar. Vil ég benda á „Hidden Agendas" eftir hinn fræga og umdeilda ástralsk- breska fréttamann John Pilger, sem nýlega er komin út í vasaútgáfu í Bretlandi. Hann hefur á umbrota- samri ævi sjálfur verið alls staðar þar sem eitthvað var að gerast og ekki sáttur við hvernig að frétta- flutningi er staðið. Tqkö KUCHENTECHNIK Heimilistæki Falleg og vönduð tæki ó hagstæðu veröi! http://www.heildsoluverlsunin.is Innréttingar & tæki Við Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, • laugard. kl. 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.