Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 32
$2 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Bannað > innan tveggj a ára 'Ö' „Efþú kefur áhyggjur afþví hvað hörnin þín borða, ættirðu líka að hafa áhyggjur afþví á hvað þau eru að horfa. “ Eftir Hávar Sigurjónsson Hér í Morgunblaðinu í liðinni viku var sagt frá því að sam- tök bandarískra barnalækna hefðu sent frá sér ályktun þess efnis að börn undir tveggja ára aldri ættu ekki að horfa á sjónvarp. Orðrétt segir í ályktuninni: „Böm yngri en tveggja ára ættu ekki að horfa á sjónvarp, eldri börn ættu ekki að hafa sjónvörp í svefnherbergj- um sínum og barnalæknar ættu að óska eftir skýrslu foreldra um „fjölmiðlanotkun" barna sinna.“ Barnalæknarnir bandarísku segjast með þessu vera að taka tillit til rannsóknaniðurstaðna undanfarinna ára sem allar benda til þess að of mikið sjón- varpsgláp sé óhollt börnum og beinlínis slæmt fyrir börn yngri VIÐHORF %££?■ sóknir hafa þó verið gerðar á aldurshópnum 0-2 ára varðandi áhrif sjónvarps- gláps en barnalæknarnir byggja ráðgjöf sína á þeim einföldu sannindum að börn á þessum aldri þurfi fyrst og fremst á mannlegri snertingu að halda og örvun af nánum og stöðugum samskiptum við foreldra og aðra sem koma að umönnun barn- anna. Sjónvarpið veitir ekki þá nauðsynlegu andlegu örvun sem börnum á fyrstu tveimur ald- ursárunum er svo nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska. í hálfkær- ingi mætti svo sem spyrja hvort sjónvarp yfirhöfuð sé þess um- komið að þroska áhorfandann. Upplýst hann vissulega og frætt jafnvel líka þegar best lætur, en þroskað hann? Eg hef stundum velt því fyrir mér hvort böm geti ekki fengið ranghugmyndir um raddbeitingu og talsmáta manna á milli af því að hlusta (og horfa auðvitað líka) á talsetta barnaefnið í íslenska sjónvarpinu. Þar gengur ekki á með öðru en endalausum skrækj- um og búmmsjaggatjiss hljóðum. Hver talar svona? Islenska barnaefnið þekkist á hljóðinu. En við erum svo þakklát fyrir þá rausn að barnaefnið er yfirhöfuð talsett að enginn vill spyrja hvort þessi raddlegu fígúrulæti séu endilega nauðsynleg. Önnur hlið á þessu máli er auðvitað sú að fjármunir til viðunandi talsetn- ingar eru svo naumt skammtaðir að hver leikari verður að geta tal- að fyrir minnst 5 fígúrur samtím- is. Og hvernig á hann þá að leysa talsetningarvandann öðruvísi en að skrækja á fimm mismunandi vegu? Stundum getur maður samt ekki annað en dáðst að fjöl- breytileika hljóðanna sem leikur- unum tekst að kreista úr barka sínum (ef þau koma þá alltaf það- an) en þetta er auðvitað útúrdúr frá því efni sem hér er til umfjöll- unar. Barn sem á sér þá „fjölmiðla- sögu“ að hafa frá því snemma á fyrsta ári legið á gólfinu fyrir framan sjónvarpið í 1-3 klukku- stundir á dag, síðan „þroskast" upp í að bæta við reglulegri myndbandanotkun á 3. og 4. ári, tekið tölvuleikjum fagnandi á 5. og 6. ári og fengið sjónvarpstæki í 7 ára afmælisgjöf ásamt fullum aðgangi að öllum stöðvum og rás- um eftir það, er kannski ekki orð- ið jafn sjaldgæft fyrirbæri og maður vildi annars óska. Tölfræð- in um tímann sem börn eyða yfir myndmiðlunum er yfirþyrmandi, fleiri klukkustundir á dag, alla daga, árið út og inn, virðist nán- ast viðtekin venja og hugmynd foreldra um raunverulega notkun barnanna er oft víðs fjarri sann- leikanum, hvort sem það stafar af meðvitaðri afneitun eða að þeir eru sjálfir uppteknir af öðru. Ekki má gleyma því að hinir full- orðnu eru sjálfir, margir hverjir, miklir neytendur myndmiðlanna og fylgjast kannski lítt með öðru á meðan. Barnalæknarnir bandarísku svara spurningunni um hvort þeir séu ekki með ráðleggingum sínum komnir út fyrir starfsvið sitt, komnir af heilbrigðissviði yf- ir á félagslega sviðið? Nei, segja þeir og benda á máli sínu til stuðnings að ofbeldi í myndmiðl- um sé á sinn hátt heilbrigðis- vandi. Hugmyndir barna um af- leiðingar þess að fá byssukúlu í líkamann er ekki síður heilbrigð- ismál en viðfang fjölmiðla- og fé- lagsfræðinga. Þar að auki eru greinileg tengsl á milli offitu barna og hversu miklum tíma þau eyða yfir myndmiðlum. Sam- tök barnalæknanna hafa gefið út spurningalista þar sem spurt er nákvæmlega um hversu mikið börnin horfi á kvikmyndir, mynd- bönd og sjónvarp. Einnig um að- gang þeirra að tölvum, Netinu og tölvuleikjum. Þá er einnig spurt um bóklestur og hlustun á út- varp. Samtökin leggja eindregið til að sjónvörp og tölvur séu ekki leyfð í herbergjum barnanna heldur höfð í sameiginlegum vist- arverum fjölskyldunnar þar sem foreldrarnir geta fylgst með því á hvað börnin eru að horfa eða hvað þau eru að skoða í tölvunni. Allt virðast þetta vera ráðlegg- ingar sem höfða beint til al- mennrar skynsemi en þó getur orðið erfiðara en sýnist að fylgja þessu skilmerkilega eftir. Bent er á að þar sem fleiri börn eru á heimilinu getur reynst erfitt að halda þeim yngstu alveg frá sjón- varpinu, sérstaklega þegar þau eldri safnast saman til að horfa á barnatímann. Bandarísku barnalæknasam- tökin hafa áður lagt orð qbelg um sjónvarpsnotkun barna. Árið 1990 lögðu þau til að sjónvarpsnotkun- in væri takmörkuð við 2 klukku- stundir á dag af „gæðaefni" og er með því líklega átt við sjónvarps- efni sem sérstaklega er sniðið fyrir börn. Fyrir tveimur árum hófu barnalæknasamtökin ákveðna herferð undir kjörorðinu „Fjölmiðlar hafa áhrif' (Media Matters) og er henni beint jafnt að barnalæknum og foreldrum í því skyni að fræða um jákvæð og neikvæð áhrif fjölmiðla á börn. „Þetta er hluti átaks sérfræðinga í heilbrigðisstétt sem beinist að því að líta á tiltekin félagsleg vandamál sem heilbrigðisvanda í leiðinni. „Ef þú hefur áhyggjur af því hvað börnin þín borða, ætt- irðu líka að hafa áhyggjur af því á hvað þau eru að horfa,“ segja bandarísku barnalæknarnir án þess að hika. Allra skemmti- legasta kelling JÓNÍNA Bene- diktsdóttir ritar grein í Morgunblaðinu í gær þar sem hún ásakar undirritaða, Jónas Kristjánsson ritstjóra og Þorbjörgu blaða- mann um siðleysi og dæmir okkur út í myrkur. Tilefni greinar Jónínu er viðtal sem birtist við hana í helg- arblaði DV og hún virðist, eftir á að hyggja, ekki geta stað- ið við. Staðreyndir málsins eru þær að Jónína hafði fyrirfram samþykkt öll skil- yrði viðtalsins. Áður en það var birt var það lesið fyrir hana og hún lýsti ánægju sinni með það. Einnig var borin undir hana fyrir- sögn svo hún vissi alveg upp á hár um hvað málið snerist. Hvað hluta Ijósmyndanna varð- ar þá eru þær í sam- ræmi við efni við- talsins, eru teknar á þeim tíma sem Jónína og Jóhannes í Bónusi voru að kynnast og Jónína segir frá í viðtalinu. Eftir á að hyggja fæ ég ekki betur séð en að Jónína hafi fengið bakþanka á laugardeginum þeg- ar hún fór að fá við- brögð við viðtalinu og nauðsynlega þurft að fá einhvern haus til að skilja frá einhverjum bol. Hún valdi greinilega minn haus. Verði henni að góðu. Hún er allra skemmtilegasta kelling. Eg ber ábyrgð á helgarblaði DV og er óhrædd við að axla þá ábyrgð þótt upplok verði endrum Fjölmiðlun Ég ber ábyrgð á helgarblaði DV og er óhrædd við að axla þá ábyrgð þótt upplok verði endrum og sinn- um. Súsanna Svavars- ddttir svarar Jónínu Benediktsdóttur. og sinnum. Ég hef nefnilega alltaf talið það vera grundvallaratriði að fólk axli ábyrgð á starfssviði sínu, orðum og gerðum - í stað þess að kenna öðrum um, jafnvel þegar ógætilega er farið. Höfundur er umsjónarmaður helgarblaðs DV. Súsanna Svavarsdóttir Atugasemd vegna greinar Einars Hákonarsonar VEGNA skrifa Ein- ars Hákonarsonar list- málara í Morgunblaðið 7. ágúst síðastliðinn vil ég sem þátttakandi í sýningunni „Samstaða, 61 listmálari í Lista- skálanum í Hvera- gerði“ (sýningarheiti sem ég vissi reyndar ekki um fyrr en ég las grein Einars) að fram komi eftirfarandi. Mér var boðin þátt- taka í myndlistarsýn- ingu þar sem eingöngu skyldi sýna málverk og til þess átti að fá, skildist mér, sem allra flesta mál- ara, - ósköp sakleysisleg hugmynd, - og ég tók boðinu bara svona til að vera með. Hefði mig grunað að með þátttöku minni, væri ég að gerast fótgönguliði í stríði Einars Hákonarsonar við listfræðinga þessa lands eða heims, eins og skilja má af grein hans, hefði ég snarlega hætt við allt saman. Því ég er reyndar þeirrar skoðunar að listfræðingar séu eins og annað fólk misjafnt að gáfum og gæðum, en ekki þeir þrælar starfsheitis síns sem Einar vill vera láta. Þar fyrir utan er ég einlæglega þeirrar skoðunar að góða myndlist megi gera úr hvaða hráefni sem er og að myndlist verði aldrei góð eingöngu vegna tóla þeirra, tækja eða tækni sem beitt er við framleiðslu henn- ar. Með öðrum orðum; þátttaka mín í fyrrnefndri sýningu var til þess að sýna málverkin mín tvö sem þar eru, en ekki til þess að skrifa undir eða sýna samstöðu með skoðunum Myndlist Þátttaka mín í fyrr- nefndri sýningu var til þess að sýna málverkin mín tvö sem þar eru, segir Jdn Axel Björns- son, en ekki til þess að skrifa undir eða sýna samstöðu með skoðun- um Einars Hákonar- sonar eða annarra, á einu eða neinu. Einars Hákonarsonar eða annarra, á einu eða neinu. Höfundur er myndlistarmaður. Jón Axel Björnsson Jónas Þór til forystu í SUS Formannskosning Af samstarfi okkar hefur mér lærst að Jónas er traustur sam- HELGINA 20.-22. ágúst mun aftur verða blásið til hátíðar í Vestmannaeyjum er Samband ungra sjálf- stæðismanna heldur þar 35. sambandsþing sitt. Það verður tekist á um menn og málefni og stefna hreyfingar- innar mótuð. Eitt af verkefnum þingsins er að kjósa nýjan for- mann SUS. Samband ungra sjálfstæðismanna eru fjölmennustu og öflug- ustu stjórnmálasamtök ungs fólks með um 9 þúsund félagsmenn víðs vegar að af landinu. Það gefur því augaleið að það er mikilvægt að til forystu fyrir samtökin veljist hæfur einstakling- ur og hafa tveir slíkir gefíð kost á sér í embættið. Ég hef starfað með Jónasi Þór Guðmunds- syni í gegnum störf hans sem 1. varafor- maður SUS á liðnu kjörtímabili og einnig í gegnum samvinnu fé- laga ungra sjálfstæðis- manna á Reykjanesi er hann gegndi embætti formanns Stefnis í Hafnarfirði. Af sam- starfi okkar hefur mér lærst að Jónas er traustur samstarfs- maður, fylginn sér í þeim málum er hann tekur að sér og öflugur talsmaður stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Það varð mér því mikið ánægju- efni að Jónas Þór skyldi gefa kost á sér til formennsku í SUS og ánægjulegt fyrir okkur Reyknes- inga að einn úr okkar röðum skuli keppa um þetta mikilvæga emb- starfsmaður, segir Pdtur Björnsson, fylg- inn sér og öflugur tals- maður stefnu Sjálf- stæðisflokksins. ætti. Með honum fær hreyfingin traustan talsmann með mikla og víðtæka reynslu sem mun efla hreyfinguna enn frekar á komandi árum. Ég hvet alla fulltrúa Týs í Kópa- vogi sem og aðra fulltrúa á þinginu til að greiða Jónasi Þór atkvæði sitt í formannskosningunni þann 22. ágúst nk. Þannig tryggjum við hreyfingunni trausta og breiða for- ystu sem leitt getur unga sjálfstæð- ismenn inn í nýja öld. Höfundur er formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna íKópavogi. Pétur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.