Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ 150 ARA MINNING MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 3& ODDGEIR GUÐMUNDSEN Hinn 11. ágúst eru liðin 150 ár frá fæðingu séra Oddgeirs Þórðarsonar Guðmundsens sem var prestur Eyjamanna hálfan fjórða áratug 1889-1924 og gegndi prestsskap nærri hálfa öld. Mér þykir vænt um að fá tækifæri til að minnast séra Oddgeirs, langafa míns, af þessu til- efni. Hann kom mjög við málefni Eyjanna á sínum dögum og var hinn síðasti gömlu Eyjaprestanna eins og Sigfús M. Johnsen bæjarfó- geti kemst að orði í Sögu Vest- mannaeyja. Séra Oddgeir var fæddur í Reykjavík 11. ágúst 1849, sonur Þórðar Guðmundssonar sýslu- manns og kammerráðs í Ái-nessýslu og konu hans Jóhönnu Andreu Knudsen. Hann var tekinn í Lærða skólann 1864 og lauk þaðan stúd- entsprófí 1870. Embættisprófí í guðfræði lauk hann frá Prestaskól- anum 1872 með I. einkunn. Starfs- feril sinn hóf hann með barna- kennslu, fyrst á Vatnsleysuströnd 1872-73 og í Hafnarfirði 1873-74. Honum voru veitt Sólheimaþing í Mýrdal 1874 og bjó á Felli í Mýrdal 1874-82. Þaðan flutti hann að Mikia- holti í Miklaholtshreppi á Snæfells- nesi 1882, þar sem séra Árni Þórar- insson var prestur á eftir honum. Eftir átta ár vestra var honum veitt Kálfholt í Rangárvallasýslu 1886 þar sem hann var prestur í þrjú ár. Árið 1889 fékk séra Oddgeir Ofan- leitisprestakall í Vestmannaeyjum þar sem hann var prestur og áhrifa- maður til æviloka. Hann lést í Vest- mannaeyjum 2. janúar 1924. Séra Oddgeir þótti ágætur kenni- maður og var vel látinn af sóknar- börnum sínum. Hann þótti tilfinn- inganæmur og samúðarríkur sálu- sorgari og sést að hann hafði skiln- ing á högum fólksins. Séra Oddgeir var ræðumaður ágætur enda fór þar gáfaður fróð- leiksmaður, einkum latínumaður. Sérstaklega þóttu tækifærisræður hans góðar. Samkvæmismaður var hann, fjörmaður og mælskur. Þótti allt vanta á mannfögnuðum í Vest- mannaeyjum ef hans naut eigi við að setja hátíðir og halda ræður. Skólamaður og barnafræðari Séra Oddgeir beitti sér mjög fyr- ir aukinni og bættri bamafræðslu í Eyjum og í sveitaprestaköllunum þremur sem hann þjónaði þar á undan. Hann fékk þar ráðna um- gangskennara eins og farkennarar voru þá kallaðir og kleif þrítugan hamarinn til að tryggja þeim laun en hrepgarnir bjuggu við bágan fjárhag. Árið 1893 tók séra Oddgeir við bamakennarastarfinu í Eyjum og hafði það starf á hendi í 11 ár til 1904. Fyrstu tvö árin hafði hann einn bamakennsluna en kenndi í eldri deild eftir að skólanum var skipt í tvær deildir. Átti séra Odd- geir miklum vinsældum að fagna sem barnakennari. Bar hann með sér mikinn persónuleika svo að börnin virtu hann og lutu aga hans. Sem formaður skólanefndar um 20 ára skeið var séra Oddgeir eigin- legur skólastjóri barnaskólans í Vestmannaeyjum og hafði forystu í skólamálum Eyjanna. Hann átti þátt í að koma fram þeirri breyt- ingu á bamaskóla Vestmannaeyja 1895 að skólinn yrði frískóli og hon- um skipt í tvær deildir og ráðnir tveir kennarar þar sem áður hafði aldrei verið nema einn kennari. Vom breytingar þessar á fyrir- komulagi skólans samþykktar að tillögu Jóns Magnússonar sýslu- manns í Vestmannaeyjum, síðar forsætisráðhema, en kom í hlut séra Oddgeirs að afla þeim staðfestingar stiftsyfirvalda. Til þessa höfðu skólagjöldin orðið þess valdandi að fátæk böm og umkomulítil gátu ekki sótt skólann. Má nærri geta um hug fólksins þegar hindmn þessari fyrir skólagöngu var rutt úr vegi. Séra Oddgeir var fyrsti kennar- inn við bamskólann á Vatnsleysu- strönd en hann var meðal hinna Ljósm. Friðrik Gíslason. Þjóðmiiyasafn íslands. Séra Oddgeir Guðmundsen. fyrstu bamaskóla sem stofnaðir vora á 8. tug 19. aldar í byggðum landsins, einkum við sjávarsíðuna. Hann var áhrifaríkur um uppeldis- og fræðslumál Eyjanna um langt árabil. Var hann vel til þess fallinn enda þjálfaður kennari og reyndur skólamaður. Séra Oddgeir tók til hendinni svo um munaði í barna- fræðslu hér á landi. Sýslunefndarmaður og forystu- maður um hag Eyjanna Séra Oddgeir tók jafnan mikinn þátt í sýslu- og sveitarmálum Eyj- anna. Sat hann í hreppsnefnd Vest- mannaeyja um árabií og í sýslu- nefnd nærfellt þrjá áratugi 1890- 1919. Þar fékk hann aðstöðu til að vinna að hugðarmálum sínum um framfarir og bætt lífskjör sóknar- bamanna. Hann þótti jafnan úr- ræðagóður og hinn tillögubesti, samvinnuþýður og áhugasamur um velfamaðarmál Eyjanna. Sátta- semjari þótti séra Oddgeir ágætur. Hann rítaði stundum fréttir úr Vestmannaeyjum í blöð. Fagra lýs- ingu og fróðlega ritaði hann um Vestmannaeyjar og birtist hún í ísafold 1892. Séra Oddgeir var áfram um hag fólksins í Eyjum. Beitti hann sér fyrir bættum efnahag nágranna sinna með því að leita eftir tilboðum „ frá verslunum í Eyjum í nauðsynja- vömr fyrir bændur og búaliða. Hann sinnti bindindisstarfi í Eyjum og skildi sorglegar afleiðingar di’ykkjuskapar fyrir heimilin og framtíð bamanna. Séra Oddgeir undi sér ávallt vel í Vestmannaeyjum. Þar hafði þessi þrekmikli og ósérplægni áhugamað- ur mikið og mikilvægt starfssvið við sitt hæfi, eins og Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastjóri, komst að orði í æviágripi séra Oddgeirs. Ætt séra Oddgeirs Þórður Guðmundsson, sýslumað- ur í Ámessýslu, faðir séra Odd- geirs, var sonur Guðmundar versl- unarmanns á ísafirði Ketilssonar og Sigríðar Helgadóttur prests á Eyri í Skutilsfirði Einarssonar. Móðir Sig- ríðar var Guðrún Ámadóttir prests í Gufudal Olafssonar lögsagnara á Eyri Jónssonar. Ólst Þórður að mestu upp hjá móðurbróður sínum séra Áma Helgasyni stiftprófasti í Görðum á Álftanesi er kenndi hon- um skólalærdóm og útskiifaði hann stúdent 1830. Hann lauk embættis- prófi frá Hafnarháskóla 1836 og var meðal annars dómari í landsyfir- réttinum, konungkjörinn alþingis- maður og var sæmdur nafnbót kammerráðs. Að sögn prófessors Guðna Jónssonar var Þórður valin- kunnur sæmdarmaður og mjög vel látinn af sýslubúum sínum fyrir sakir réttsýni, góðgimi og lipurðar. Ljósm. Sigfús Eymundsson. Þjóðminjasafn íslands. Prestsfjölskyldan á Ofanleiti. Séra Oddgeir Guðmundsen og Anna Guðmundsdóttir ásamt nokkrum barna sinna. Börnin talin frá vinstri: Páll, Björn, Margrét Andrea, óþekkt nafn, Jóhanna Andrea, Guðrún Sigríð- ur, Þórður. Fremst stendur Aurora Ingibjörg. Jóhanna Andrea, móðir séra Oddgeirs, var dóttir Lámsar Mika- els Knudsens, kaupmanns í Reykja- vík af dönskum ættum, ættföður Knudsensættarinnar. Móðir hennar var Margrét Andrea Hölter beykis í Stykkishólmi og síðar í Reykjavík. Systkini séra Oddgeirs sem upp komust vom þessi: Margrét Andrea kona séra Páls Sigurðssonar í Gaul- verjabæ; Árni fór einna fyrstur vesturfara til Ameríku (og voru bréf hans til foreldra sinna prentuð í Andvara 1975); Þórður héraðslækn- ir á Suðumesjum, stundaði síðar læknisstörf vestanhafs; Þorgrímur málakennari og ferðamannatúlkur í Reykjavík; Sigríður seinni kona Jó- hanns Þorsteinssonar prófasts í Stafholti; Sigurður sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Skúli, var hann mállaus og dó ung- ur. Um hann orti séra Matthías erfiijóð. Á Ofanleiti Kona séra Oddgeirs var Anna Guðmundsdóttir prófasts í Amar- bæli í Ölfusi Einarssonar Johnsens. Hún var fædd 9. júní 1848 í Dun- haga í Arnameshreppi í Eyjafirði og gengu þau í hjónaband 11. júlí 1875. Séra Guðmundur sem sagður var orðlagt valmenni var sonur Ein- ars borgara og stúdents í Reykjavík Jónssonar og var bræðrangur við Jón forseta. Frú Ingibjörg kona Jóns forseta var systir séra Guð- mundar. Séra Guðmundur dmkkn- aði í Ölfusá 1873. Reið hann við ann- an mann frá því að skíra barn yfir ísi lagða ósa Ölfusár og var talið að þeir hefðu farið ofan í opna vök. I erfiljóði séra Matthíasar um hann er þetta upphafið: Hvað er nú orðið hér að sðk? Hví hímir blakkur við auða vök? Móðir Önnu var Guðrún Péturs- dóttir Hjaltesteds og Guðríðar Magnúsdóttur prests í Steinnesi Árnasonar biskups Þórarinssonar. Móðir Guðríðar var Anna Þor- steinsdóttir prests á Stærra-Ár- skógi Hallgrímssonar og Jómnnar Lámsdóttur Schevings klaustur- haldara Hannessonar. Móðir Láms- ar var Jómnn Steinsdóttir biskups á Hólum. Séra Oddgeir komst svo að orði í eftirmælagrein um tengdamóður sína, prófastsekkjuna frá Arnar- bæli: „Hún var mjög vel gefin til sálar og líkama, næm, skörp, stálminnug, trúrækin, ljóselsk; skrifaði kvenna best, stílaði lipurt og ritaði hreint mál vonum framar. - Hún vann allan æfidaginn dyggi- lega, frá dagmálum til skafthárrar kvöldsólar." Þau Anna og séra Oddgeir eign- uðust 15 böm. Segir mér svo hugur að oft hafi verið annríkt á mann- mörgu menningarheimili þeirra hjóna á Ofanleiti. Börnin sem upp komust vom: Guðmundur stórkaup- maður í Kaupmannahöfn, lést í Bu- enos Aires; Jóhanna Andrea mið- kona Magnúsar Jónssonar sýslu- manns í Vestmannaeyjum síðar bæjarfógeta í Hafnarfirði; Guðrún Sigríður þriðja kona sama manns; Margrét Andrea húsfreyja í Winnipeg og Los Angeles gift Skúla Gissurarsyni Bameson bakai’a- meistara; séra Þórður prófastur á Sauðanesi kvæntur Þóru Ragnheiði Þórðardóttur og síðar Ólafíu Sigríði Ámadóttur; Guðlaug ógift í Vest- mannaeyjum; Bjöm verkamaður í Winnipeg; Páll kaupmaður og út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum kvæntur Matthildi ísleifsdóttur frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, en meðal bama þeirra var faðir grein- arhöfundar; Áurora Ingibjörg hús- freyja í Vestmannaeyjum gift Þor- valdi Guðjónssyni; Sigurður vél- stjóri í Reykjavík kvæntur Ágústu Högnadóttur. Afkomendur séra Oddgeirs og Önnu em orðnir á þriðja hundrað talsins. Anna Guðmundsdóttir lést 2. des- ember 1919. Höfðu Eyjamenn þá fyrir nokkm sýnt í verki hvem hug þeir bám til prestshjónanna á Ofan- leiti með því að halda þeim almennt samsæti og flytja þeim þakkir fyrir langt og giftudrjúgt starf í sókninni. I kór Landakirkju í Vestmannaeyj- um hangir silfurskjöldur til minn- ingar um séra Oddgeir og frú Önnu. Skjöldurinn er gerður af Baldvini Bjömssyni silfursmið, gefinn af Eyjamönnum. Fáir prestar munu lengur hafa þjónað í Landakirkju, veglegu guðshúsi á fögmm stað. Hún er ein elsta kirkja á landinu, reist 1774-78 og teiknuð af Georg David Anthon hirðarkítekt. Séra Oddgeir tók við íbúðarhúsi á Ofanleiti af séra Stefáni Thorder- PCI lón og fuguefni t di lls Stórböfða 11, vlð Gullínbrú. sími 567 4844 ____;_,í.. . >■■■■•' sen 1889 sem séra Brynjólfur Jóns- son hafði reist 1863. Sumarið 1902 er gamla húsið var orðið lélegt lét séra Oddgeir byggja nýtt íbúðar- hús á Ofanleiti og stóð það fram á miðjan þriðja áratuginn er reist var steinhús í tíð séra Sigurjóns Árna- sonar. Oddgeirsætt Séra Oddgeir Guðmundsen var fyrirmannlegur og gjörvilegur á, velli. Hann var góður kennimaður og vinsæll, glaðlyndur og gæddur miklu starfsþreki. Sviphreinn var hann og svipsterkur, karlmannleg- ur ásýndum. Haft er á orði að marg- ir afkomenda hans beri svipmót hans og lyndiseinkunn. Niðjar séra Oddgeirs minnast oftlega ættföður síns. Kenna þeir sig gjarnan við hann og nefna sig Oddgeirsætt. Fyrir dymrn stendur að halda ættarfund Óddgeirsættar á hausti komanda og má vænta að hann verði fjölsóttur. í niðurlagi erfiljóðs um Þórð sýslumann föður séra Oddgeirs kvað Grímur Thom- sen: lifir enn, þótt stofninn félli, safaríkra greina gnótt. Séra Oddgeir og frú Anna vom virðulegir fulltrúar kynslóðarinnar sem gerði garðinn frægan áratug- ina kringum síðustu aldamót og lagði grandvöll að framföram og velgengi Eyjanna. Er þeirra minnst með virðingu og hlýjum huga. Ólafur ísleifsson hagfræðingur. Eru rimlagardínurnar óhreinar! V» hreinsum: Rimla, strimla, plíseruÖ og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúö. Sœkjum og sendum ef óskaó er. j takaúbreímunin \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.