Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 Enska Ijónið er komið á mbl.is Á íþróttavef mbl.is er ítarleg umfjöllun um enska boltann. Fréttir af öllum umferðum á meðan leikirnir fara fram. Allt um liðin, leikina og leikmennina. Tengingar inn á heimasíður félaganna og nýjar fréttir á hverjum degi. t Fylgstu með frá upphafi! vg'mbl.is —/\t-L.TAf= EITTH\SA£3 rJÝTT— LISTIR EITT af verkum Stefáns Jónssonar í Ásmundarsal. Klassrkin gengur betur með Lego MYIVPLIST Lislasafn ASÍ, Ásmundarsal, Freyjugötu HÖGGMYNDIR STEFÁN JÓNSSON Til 22. ágúst. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Aðgangur 200 kr. Sýningarskrá 600 kr. STEFÁN Jónsson heldur áfram að skemmta okkur með frábærlega vel gerðum eftirmyndum sínum af frægum málverkum. Margir eiga bágt með að gleyma meistaraverki hans Et in Arcadia Lego frá sýning- unni „Skúlptúr/Skúlptúr/Skúlptúr“, sumarið 1994, þegar hann sviðsetti hið fræga málverk Poussins Et in Arcadia ego með litlum Lego-körl- um. Latneska orðinu „ego“ - „ég“ - er skipt út fyrir sögnina „lego“ - „ég kem heim og saman“. I mynd Poussins var það dauðinn sem ávarpaði hirðingjana en í höggmynd Stefáns breytist ávarp hans í logo, eða vörumerki fyrir hið fræga, danska leikfangafyrirtæki. Við spyrjum ávallt að leikslokum; um sannleikann í listinni. Par hittir Stefán naglann á höfuðið með óvenjufáguðum hætti. Samtíð okkar Hraun og menn í Eyjum Bætist í hópinn MYNDLISTARVERKEFNIÐ Hraun og menn í Eyjum hefur nú staðið yfir í þrjár vikur. Margir listamannanna hafa lokið verkum sínum og þeim verið komið fyrir á endanlegum stað. Tveir listamenn hafa nú bæst í hóp þeirra tuttugu og tveggja sem unnið hafa að verkefninu á Stakka- gerðistúninu. Þeir eru Vestmanna- eyingurinn Kristinn Viðar Pálsson, sem lengi hefur verið ötull grjót- hleðslu- og þrívíddarmótari í Eyj- um, og Helgi Gíslason myndhöggv- ari sem er vel þekktur jafnt á Is- landi sem erlendis. Þó að verkefninu ljúki formlega 15. ágúst munu einhverjir lista- mannanna dvelja lengur í Eyjum, meðal annarra þeir Helgi Gíslaspn, Öm Þorsteinsson og Halldór Ás- geirsson, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. bægir nefnilega frá sér dauða- kenndinni - öllum hugrenningum um dauðans óvissa tíma - með skefjalausum galsa og gamni. Eins barokklegt og rokkið er í öllu sínu smekkleýsi, klisjum og „kitsjmak- araskap" - athugum bara grafhýsið í Graceland og allar Presley-herm- umar sem sópast þangað til að sanna fyrir sér og öðrum að goðið lifi enn - þá er sá reginmunur á of- hlæði sautjándu aldarinnar og ofan- verðrar tuttugustu að hinu harm- ræna var ekki hafnað forðum daga. Menn gátu enn horfst í augu við dauðann eins og hann væri óaðskilj- anlegur hluti af hinstu rökum tilver- unnar. Við þröskuld 21. aldarinnar er alvara hinnar miklu frásagnar guf- uð upp. Varla finnst nokkur sem trúir lengur helgisögunni um Jóakim og Önnu, foreldra Maríu guðsmóður, sem mynnast svo heitt við Gullna hliðið í Jerúsalem í fresku Giottos frá því um 1305, í Scrovegni-kapellunni í Padúu. En það sem er verra; tilfinning lista- mannsins fyrir mannlegum sam- skiptum og túlkun hans á þeim - fyrirboði þess húmanisma sem sigldi í kjölfar heilags Frans frá Assisi - virðist ekki lengur skila sér yfir kynslóðabilið. Klisjan ein; óljós vitneskja um frægð verksins, er hið eina sem eftir stendur. Hið sama má segja um allar hinar myndimar sem Stefán hefur um- breytt og gert að litlum höggmynd- um. Aftökumynd Goya, Förusveinn- inn skýjum ofar eftir Caspar David Friedrich, Þingvallamynd Þórarins B. Þorlákssonar, Gifting Maríu meyjar eftir Rafael og Krýningar- mynd Jacques-Louis David af Napóleon og Jósefínu, hafa allar glatað upprunalegum hátíðleik sín- um og sálrænni spennu. Upphafn- ingu alls þessa dramatíska þunga má þakka litlu Lego-körlunum sem fara með öll hlutverk á fagurlega útfærðu sviðinu. Eftir stendur þó glíman við rýmið og leikurinn með gamla yrkisefnið; „gettu betur“. Stefán leiðréttir með- al annars hlutföllin milli Jóakims, Önnu og virkisveggja Jórsala, sem Giotto minnkaði svo mjög þegar hann málaði fresku sína. Til að draga fram tilfinningaspilið milli elskendanna helgu varð Giotto að gera sem minnst úr stærð Gullna hliðsins. Fyrir Stefán er því þveröf- ugt varið og því eru múramir him- inháir. Fagmennskan í útfærslu sviðsins er fyrir öllu og þar opinber- ar listamaðurinn hæfileika sína svo um munar. Sýning Stefáns í Ás- mundarsal er ein sú eftirtektarverð- asta á höfuðborgarsvæðinu, það sem af er árinu. Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.