Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norsku og íslensku forsætisráðherrahj ónin fóru saman á Yatnajökul í gær Morgunblaðið/Ásdís RIKULEGT fiskihlaðborð beið ferðalanganna að lokinni vélsleðaferðinni. RÁÐHERRARNIR leggja f ann. Ástríður og Davíð voru saman á sleða en Björg og Kjell Magne kusu að vera ein á sleða. NORSKU forsætisráðherrahjón- in, Björg og Kjell Magne Bondevik, fóru í gær í Jökulsár- lón og á Vatnajökul, í fylgd Ástríðar Thorarensen og Davíðs Oddssonar. I samtali við blaða- mann Morgunblaðsins kváðust þau vera sérstaklega ánægð með daginn og sögðu ferðina hafa verið stórfenglega. Ráðherrarnir, eiginkonur þeirra og fóruneyti flugu til Fag- urhólsmýrar snemma í gærmorg- un. Þaðan var haldið að Jök- ulsárlóni þar sem siglt var á milli ísjaka. Siðan var haldið upp á Vatnajökul. Þegar þangað var komið klæddust allir göllum og hjálmum og svo dreif hópurinn sig á vélsleða. Var ekið um jökul- inn drjúga stund og stoppað ann- að slagið til að skoða jökul- sprungur. Loks var áð á jöklinum ferð“ og nutu svangir ferðalangar veit- inga af glæsilegu fiskihlaðborði. Að borðhaldi loknu var ekið til Hafnar og flogið þaðan til Reykjavíkur. I samtali við Morgunblaðið lýsti norski forsætisráðherrann mikilli ánægju með ferðina og kvað hana hafa verið stórfeng- lega. Hann kvaðst snortinn af fegurð Jökulsárlóns og að vélsleðaferðin hefði verið afar skemmtileg enda hefði hann ekki áður farið í sambærilega ferð. Norsku forsætisráðherrahjón- in halda af landi brott árdegis í dag. Mannbjörg er bátur sökk í Hvalfirði SKELBÁTURINN Margrét AK sökk við Hnausaskersbauju, rétt við mynni Hvalfjarðarganganna, um klukkan hálftvö í gærdag. Áhöfninni, tveimur körlum og einni konu, var bjargað um borð í nær- staddan bát. Varð engum meint af. Það voru skipverjar í bátnum Erlu AK sem sendu út neyðarkall um að Margrét AK væri að sökkva. Þyrla Landhelgisgæslunnar var um það bil að hefja sig á loft þegar fréttir bárust um að skipverjar Erlu hefðu náð að bjarga áhöfn- inni. Varðskip var sent á staðinn. Kristján Friðriksson, trillukarl og eigandi Öggurs AK, varð vitni að atburðinum og sagði hann að það hefði líklega aðeins tekið bát- inn um 5 til 10 mínútur að sökkva. Hann sagði að Erlan hefði verið mjög nálægt og því átt hægt um vik að bjarga áhöfninni. Kristján kvaðst hafa tekið nákvæmar stað- setningartölur og látið Landhelgis- gæsluna vita. Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur fengið málið til rannsóknar. Mun hún taka skýrslur af skipverjum Margrétar. Skipverjarnir vildu ekki tjá sig við fjölmiðla í gær. Þá reyndi Morgunblaðið að ná tali af Ingólfi F. Geirdal, skipstjóra á Erlu AK, en hann var farinn á sjó á nýjan leik. Morgunblaðið/Árni Sæberg VARÐSKIP á slysstaðnum í Hvalfirði síðdegis í gær. Verðbréfaþing sendir Fjármálaeftirliti erindi vegna viðskiptahátta Orca S.A. Niðurstöðu að vænta fljótlega VERÐBREFAÞING Islands sendi í gær erindi til Fjármálaeftirlitsins varðandi viðskiptahætti við kaup eignarhaldsfélagsins Orca S.A. í Lúxemborg á hlutabréfum í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins. Helena Hilmarsdóttir, forstöðu- maður aðildar- og skráningarsviðs Verðbréfaþings Islands, segir til- ganginn að vekja athygli á því að viðkomandi flöggun til Verðbréfa- þings hafi, að mati Verðbréfaþings, ekki samræmst lögum um starf- semi kauphalla og skipulegra til- boðsmarkaða, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins á laugardag. „Markmiðið með erindinu er að vissu leyti að vísa málinu frá okk- ur. Við erum búin að gera það sem við teljum okkur geta í málinu og að óbreyttu komumst við ekki lengra með það. Við vísum málinu þvi til Fjármálaeftirlitsins," segir Helena. Niðurstaða væntanleg fyótlega Páll G. Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að erindið hefði borist Fjármálaeftirlitinu. „Við höfum fengið í hendur erindi þar sem Verðbréfaþing gerir grein fyr- ir afstöðu sinni til flöggunarreglna á Verðbréfaþingi, en þetta hefur verið til umfjöllunar að undan- förnu. Við munum taka erindið til skoðunar og getum ekki sagt til um hver niðurstaðan verður en hún mun liggja fyrir fljótlega." Páll segir að viðskiptaráðherra hafi ekki verið gerð sérstaklega grein fyrir þessu af hálfu Fjármálaeftir- litsins, „en við höfum ekki tekið af- stöðu til þess hvort og á hvaða stigi honum verður greint frá okkar þætti í málinu." Flöggunarreglur og tilkynningaskylda Páll G. Pálsson segir að spurn- ingin um upplýsingagjöfina sé tví- þætt. „Annars vegar er það sem snýr að Verðbréfaþinginu, það er að segja flöggunarreglurnar í kauphallarlögunum um það hvern- ig viðskipti með hlutabréf eru til- kynnt inn á Verðbréfaþingið. Hins vegar er það tilkynningaskyldan til okkar, sem við höfum þagnar- skyldu um.“ Páll segir að Fjármálaeftirlitinu hafi verið gerð grein fyrir málinu og það sé nú til skoðunar hjá stofn- uninni hvaða frekari upplýsinga sé þörf. Sérblöð í dag r Itlovrtuu tlrtbib BSBfflB ] ÚR WA ^ » Á MIÐVIKUDÖGUM Á MIÐVIKUDÖGUM Enn glata Framarar góðu forskoti/B2 Martha Ernstdóttir fer ekki á HM í Sevilla/B3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.